Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 HÁSKÓLA- BÓKASAFN LAUGARDAGINN 1. nóvember sl. voru 40 ár liðin frá því að Háskólabókasafnið var formlega tekið í notkun með ræðu þáverandi háskólarektors, Alexanders Jóhannessonar. A þeim tíma, sem siðan er liðinn, hafa þrír menn gegnt stöðu haskólabókavarðar; Einar Ól. Sveinsson, síðar prófessor, á árunum 1940—45, Björn Sigfússon 1945—74, og frá 1974 núverandi háskólabóka- vörður, Einar Sigurðsson. Af þessu tilefni Iagði blm. Mbl. leið sína vestur í háskóia og spurði Einar nánar út í starfsemi safnsins. Ilver var aódragandinn að stofnun Háskólab<>kasafnsins? „Segja má, að rætur þess verði raktar til embættismannaskólanna gömlu, Prestaskólans, sem var stofnaður 1847, Læknaskólans, stofnaður 1876, og Lagaskólans, sem tók til starfa 1908. Bókakostur þessara skóla rann að nokkru til eða safndeilda utan aðalsafnsins í hinum ýmsu deildum og stofnunum háskólans. Þó að þau séu öll hluti af Háskólabókasafninu er þó aðeins bókavörður við fjögur þeirra og þá aðeins í hálfu starfi. í þessum útibúum er ritafjöldi mjög mismik- ill, allt frá nokkur hundruð bindum upp í 10 þús. bindi, en samtals eru í Einar Sigurðsson háskólabókavörður nteð útgáfu William Morris á verkum Geoffrey Chaucers frá 1896, en hún kom út í einungis 425 eintökum og er talin hinn mesti kjörgripur. Einták af henni er í safni Benedikts S. Þórarinssonar í Háskólabókasafni. Einar Sigurðsson háskólabókavörður: „Háskólabókasafn er þjónustu- stofnun og slíkum stofnunum er nauðsynlegt að kynna starfsemi sína. Safnið hefur að vísu ekki kynnt sig mikið á opinberum vett- vangi en hins vegar hefur verið talsverð fræðsla meðal nemenda Qg kennara háskólans, og nú á afmæl- isárinu hefur þessi fræðsla verið stóraukin. Hún er fólgin í formlegri fræðslu í kennslustund og síðan er nemendum sýnt safnið og einkum sá hluti þess, sem viðkomandi nemendahópur þarf mest á að halda. Þessi fræðsla hefur borið góðan árangur og meira er um það nú en áður að kennarar hafi frumkvæði að því að biðja um safnfræðslu. Við stefnum enda að því, að þetta verði sjálfsagður þáttur í náminu því að það er afar mikilvægt, hvort sem er í námi, við rannsóknarstörf eða störf úti í atvinnulífinu, að menn hafi tileinkað sér þá kunnáttu og tækni, sem nauðsynleg er til að finna réttar upplýsingar þegar á þarf að halda.“ Fjárveitingar til háskólabókasafns „Á þessu ári er fjárveiting til bókakaupa 30 millj. króna og það er alvarlegt umhugsunarefni hve illa hefur gengið að fá hækkun á „Nýjungar í upplýsingamiðlun kalla á aukna fræðslu í notkun bókasafna“ viðeigandi háskóladeilda við stofn- un háskólans árið 1911, en þá þegar bættist heimspekideildin við og kom sér fljótlega upp talsverðum bókakosti. Við stofnun safnsins árið 1940 voru í því um 35 þús. bindi en eru nú um 200 þúsund. Áætlað er, að um fimmtungur bókanna sé íslensk rit, enda hefur það allt frá stofnun fengið endurgjaldslaust eitt eintak af öllu, sem prentað er í landinu. Annars er verulegur hluti íslenska bókakostsins tilkominn við gjafir og munar þar mest um bókasafn Benedikts S. Þórarinssonar, sem hann gaf safninu fljótlega eftir stofnun þess. Bókasafn Benedikts var á sínum tíma eitt besta einka- bókasafn hér á landi og er eina bókagjöfin, sem höfð er sér í Háskólabókasafninu. Líka má minnast á annan stóran gefanda, sem var Finnur Jónsson prófessor í Kaupmannahöfn, sem arfleiddi há- skólann, eða heimspekideildina, að öllum sínum bókum.“ Fyrirkomulag bókakosts Hvernig er safninu háttað? Ekki kemst það allt fyrir hér í aðaisafn- inu? „Nei, ekki lengur, en lengst af var því þó öllu komið fyrir hér í aðalsafninu í bakálmu háskólans. En á síðustu 15 árum hefur verið stofnað til eigi færri en 15 útibúa útibúunum um 50 þús. bindi. Einnig hefur safnið komið fyrir um 25 þús. bindum í geymslu og er hægt að nálgast þau þar þegar á þarf að halda.“ Vill ekki þessi tvistringur bitna á notagildi safnsins? „Húsnæðisaðstaðan er að vísu erfið en ég vil þó leggja áherslu á, að reynt hefur verið að búa svo um hnútana, að hafa megi full not af þeim safnkosti sem til er. Lesstofur eru í fjölmörgum byggingum há- skólans og sæti fyrir nærri 800 manns. I aðalsafninu og flestum útibúanna hefur verið tekinn upp svokallaður sjálfbeini og er þá átt við, að notendur hafa beinan að- gang að bókakostinum. Leiðir að einstökum bókaflokkum eru ræki- lega merktar og með hjálp spjaldskrár á að vera unnt að finna það, sem leitað er að, sé það til í safninu. Það má líka kannski geta þess hér, að á síðasta ári lánaði safnið út um 20 þús. bindi, sem segir þó ekki allt um notkunina því að mikið af ritum eru notuð á staðnum án þess að um skráð útlán sé að ræða.“ Húsnæðismál Hver verður framtíð safnsins hvað varðar húsnæði og aðra aðstöðu? „Eins og kunnugt er á að sameina Háskólabókasafn og Landsbóka- safn í hinni nýju þjóðbókasafns- bygginKU. sem verður að fullu uppsteypt í lok árs 1981. Húsnæðis- vandi safnsins mun því líklega leysast innan fárra ára. í hinni nýju byggingu verður ekki einasta nægilegt rými fyrir bækur og önnur safngögn, heldur verða þar einnig lessæti fyrir allt að 800 notendur, en það sem bagar safnstarfsemi háskólans ekki hvað síst nú er skortur á lesrými í tengslum við sjálft aðalsafnið." Hvcrjir hafa rétt til að nota safnið? „I þeim efnum er kannski réttast að vitna til opnunarræðu háskóla- rektors fyrir 40 árum en þá lét hann svo um mælt, að Háskóla- bókasafni væri fyrst og fremst ætlað að sinna þörfum háskólans, en „það á líka,“ sagði hann, „að koma að liði öðrum, sem auka vilja þekkingu sína í þeim vísindum, sem við hann eru kennd.“ í þessum anda hefur safnið starfað alla tíð, þótt þjónustugeta þess væri löngum takmörkuð vegna starfsmannafæð- ar og annarra þrenginga." Vöxtur bókaútgáfu og viðbrögð safna Hvernig hafa bókasöfn, t.d. Há- skólabókasafnið. hrugðist við þeirri aukningu, sem orðið hefur í bókaútgáfu bæði hér á landi og erlendis? „Já, á síðustu tveimur áratugum hefur bókaútgáfa aukist mikið, svo mikið, að jafnvel fjársterk söfn hafa orðið að hverfa frá því að afla alls, sem máli skiptir á hverju sviði, og hafa orðið að láta sér nægja minna úrval. Rannsóknabókasöfn, eins og t.d. Háskólabókasafnið, hafa brugðist við þessu með því að skipta með sér verkum og samnýta bókakostinn, m.a. með svokölluðum millisafnalánum, sam hafa marg- faldast á síðustu fimm árum. Bókasöfn leggja nú vaxandi áherslu á tölvuvædd og samtengd skráningarkerfi svo að fá megi á skömmum tíma upplýsingar um hvar tiltekin rit er að finna. Þannig hefur á fjölmörgum sviðum verið komið upp erlendis tölvubönkum yfir bækur, tímaritsgreinar, skýrsl- ur, ráðstefnurit o.s.frv. Samstarf Háskólabókasafn s, Landsbókasafns og annarra rannsóknarbókasafna hérlendis hefur einnig eflst mjög á síðari árum og er gefin út sameig- inleg skrá yfir erlendar bækur, sem eru keyptar til safnanna. Árið 1978 kom út samskrá yfir erlend tímarit í söfnum hérlendis og viðauki á þessu ári. Skráin tekur til allt að 100 bókasafna og stofnana. Nú svo erum við líka þátttakendur í sam- eiginlegri skrá yfir erlend tímarit á Norðurlöndum en hún er tölvu- vædd.“ Safnkynning Hvernig er mcð safnkynning- una? Helst hún í hendur við þær öru breytingar sem eru að verða og hafa orðið á bókasafnsmálum? bókakaupafé. Af þessum 30 milljón- um fer t.d. rúmur helmingur til tímaritakaupa. Það má geta þess í þessu sambandi að dýrasta tímarit- ið sem við kaupum kostar nokkuð á 7. hundrað þúsund. Þessi þróun kemur því mjög niður á ýmsum vísindagreinum, sem styðjast meira við bækur en tímarit, og sumir hafa jafnvel giskað á, að fari fram sem horfi, hætti bókasöfn að kaupa bækur árið 1990. í þessum efnum erum við miklir eftirbátar sam- bærilegra háskólabókasafna í ná- lægum löndum og sem dæmi um það má nefna, að Háskólabókasafn- ið hér hafði í hitteðfyrra 12 sinnum minna fé til bókakaupa en háskól- inn í Tromsö í N-Noregi, sem hefur þó mun færri nemendur." Með þetta í huga, Einar, ertu þá bjartsýnn á að skilningur á gildi Háskólabókasafnsins fari vax- andi? „Já, ég er það þrátt fyrir allt. Bókasafn er kjarni hvers háskóla. Það er forðabúr og um það streymir mikið af þeirri þekkingu, sem kenn- arar miðla nemendum sínum. Stundume r gripið til samlíkingar við æðakerfið, þar sem safnið er hjartað og frtaþví liggja síðan ósýnielgar æðar til notenda, æðar, sem flytja þeim þá næringu, sem slíkt menntasetur þarf öllu öðru frekar á að halda, upplýsingar og þekkingu. Já, ég held ég hljóti að vera bjartsýnn á framtíð safnsins," sagði Einar Sigurðsson háskólab- ókavörður að lokum. IJr bókasafni Verkfræði- og raunvisindadeiidar. Ingibjörg Árnadóttir bókavörður í safndeild Verkfræði- og raunvísindadeildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.