Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 Fréttabréf frá Alsír Menn eiga engin orð til að lýsa ósköpunum E1 Asnam (áður Orleansville) er höfuðstaður Wilaya-sýslu og íbúa- fjöldinn var rúmlega 100 þúsund manns. Borgin stendur á vinstri bakka Cheliff-árinnar, miðja vegu milli Oran og Algeirsborgar og um 50 km. frá Miðjarðarhafsströnd- inni. Et Asnam er mikilvaeg um- ferðarmiðstöð á þjóðveginum milli stórborganna tveggja. Borgin mátti heita ný-reist eftir jarð- skjálftann mikla 9. september 1954. Sá jarðskjálfti mældist 6,7 stig á Richterkvarða og þá fórust um 1200 manns og borgin í rúst að stórum hluta. Jarðskjálftakippirnir, sem eyði- leggingunni ullu 10. október voru tveir. Sá fyrri kom kl. 13.30 og mældist 7,4 stig á Richterkvarða, en sá síðari kl. 16.30 og mældist 6,4 stig. Landspjöll og eyðilegging á húsum náði langt út fyrir borgina sjálfa. Það opnaðist til dæmis 50 km. löng glufa sumstað- ar allt að 5 metra breið meðfram þjóðveginum. Ef ég man rétt, þá er þetta álíka vegalengd og frá Reykjavík og austur í Hveragerði. Cheliff-áin breytti um farveg vegna jarðsigs og stór ræktuð landspilda fór undir vatn, en nú, þegar þetta er ritað, er talin flóðhætta á 5 þús. hekturum lands. Það eru ekki enn tiltækar loka- tölur um manntjón né eignatjón, en talið er hér að nær fjórir fimmtu hlutar borgarinnar hafi lagzt í rúst. Um 18 þúsund hús í borginni og héraðinu umhverfis hana eru sögð stórskemmd eða alveg eyðilögð og varð miðborgin verst úti. Lögreglustöðin og verzl- unarmiðstöð bæjarins gjöreyði- lögðust, svo og hótelið mikla í miðborginni. Þar voru matsalir og barir fullir af fólki, útlendingum mest, en einnig lá margt fólk til miðdegishvíldar á herbergjum sínum, og sagt er að þetta fólk hafi flest eða allt farizt. Dómshúsið hrundi og ráðhúsið og þar í rústunum eru tvö eintök af manntalsskýrslum, sem menn vona að finnist, því að margt er á reiki um hverjir hafi farizt. Ibúðarhverfið En Nasr fór al- gerlega í rúst en þar bjuggu um 3 þúsund manns. Það var talið að alls hefðu farizt um 20 þús. manns, en nú er sagt, að sú tala muni lítillega of há. Það getur liðið langur tími áður en vitað verður, hver er hin rétta tala þeirra sem dóu í jarðskjálftunum. Svo er sagt að fleiri konur hafi farizt en karlar vegna þess, að konur halda sig mikið inni í húsunum með ungbörn sín, en hér eru fjölskyldur mjög barnmargar. Stálpaðri börnin voru meira úti að leik og karlarnir einnig úti við ýmissa erinda eða að ræða málin á torgum eða í kaffihúsum svo sem lenzka er með innfæddum. Föstudagurinn er helgidagur hér í Alsir og í moskunum fer þá fram aðalbænahald vikunnar. í aöalmoskunni eða stór-moskunni eins og hún nefnist á frönsku (La Grande Mosque), var margt manna og sú mikla moska hrundi. Vegna þess að eyðilegging á landi og mannvirkjum náði langt út fyrir borgarmörkin, er talið að í EI Asnam borg og héraðinu hafi um 300 þúsund manns orðið heim- ilislausir í hamförunum. Það eru reyndar enn, í endaöan október, að koma smákippir og þá hrynja hús, sem skemmdust í aðalhræringun- um, en héngu uppi. Ringulreið Eftir fyrri kippinn og þann stærri ríkti auðvitað alger ring- ulreið í borginni, og sjónarvottar eiga engin orð til að lýsa þessum ósköpum, þegar borgin hrundi yfir íbúa sína. Sveitir úr hernum komu fljótlega á vettvang, en náttúrlega ráðalausar í fyrstu. Hvar átti að hefjast handa og hvernig? Svo kom síðari kippurinn þrem stund- um síðar til að auka enn á skelfinguna og ringulreiðina. Fyrstu stundirnar voru það að- allega íbúarnir sjálfir, sem reyndu með handafli sínu einu að bjarga sér og sínum undan rústunum. Borgaryfirvöld aðseturslaus og ráðvillt reyndu að koma skipulagi á björgunarstarf en það bar lítinn árangur. Þótt E1 Asnam-héraðið sé allt jarðskjálftasvæði og ekki nema aldarfjórðungur síðan hér- aðið varð fyrir barðinu á slíkum náttúruhamförum, og jarð- skjálftafræðingar hafi spáð jarðskjálfta á svæðinu einhvern tímann í náinni framtíð, þá voru staðaryfirvöld vanbúin þessum hamförum. Það virðist ekki hafa verið til neyðaráætlun né ráð gert fyrir neyðarstjórn. Stjórnleysi og skortur á vélum og tækjum til hjálparstarfs og annarra aðgerða var því ríkjandi fyrstu stundirnar eða fyrsta daginn fram á kvöld. Það bætti náttúrlega ekki um aðstöðu borgaryfirvalda, að stjórnstöðvarnar, svo sem ráðhús- ið og fleiri opinberar skrifstofu- byggingar hrundu og stjórnvöld borgarinnar höfðu ekkert aðsetur og litlir möguleikar til að ná til fólks með fyrirskipanir og leið- beiningar. Landstjórnin tók stjórnina fljótt í sínar hendur og kallaðir voru út til hjálpar allir þeir aðilar, sem líklegt var að gætu veitt aðstoð, svo sem læknar, hjúkrun- arfólk og forráðamenn þjóðfyrir- tækja, sem réðu fyrir stofnunum með mikinn bíla- og tækjakost sem að notum gat komið. Það var um sjöleytið um kvöldið sem fyrstu aðflutningar hófust á mat, lyfjum, tjöldum og ábreiðum og ýmsum öðrum hjálpargögnum. Auk fjölmenns herliðs og lögreglu hröðuðu margir almennir borgar- ar sér á slysstað; flestir í þeirri von að geta lagt eitthvert lið við hjálparstarfið en einnig margir fyrir forvitnissakir. Aftur á móti reyndu margir af íbúum E1 Asn- am að flýja borgina með það af dóti sínu sem þeir gátu framast komizt með. Af þessari miklu umferð að og frá borginni skapað- ist gífurlegt umferðaröngþveiti og umferðarteppa. Það mynduðust langar bílaraðir á þjóðveginum og umferð í borginni sjálfri stöðvað- ist alveg. Sjúkrabílar og björgunarmenn komust ekki leiðar sinnar sem skyldi. Fólki ber saman um, að tæpast hafi verið hægt að halda sönsum fyrir ringulreið og hávaða í bílflautum, sírenum og allskonar vélaskarki og hrópum og köllum kveinandi fólks sem hurfu þó um of í hávaðann. Þess voru mörg dæmi að sögn, að fólk grafið undir rústum, hafi kallað á hjálp tímum saman án þess nokkur heyrði til þess. Járnbrautarkerfið varð ónot- hæft. Járnbrautarteinar fóru úr lagi á 30 km. kafla eða svo. Símasambandslaust mátti heita við slysstað og það tók tíma að koma upp nægjanlega góðu fjar- skiptasambandi milli stjórnenda í Algeirsborg og björgunarmanna, hers og lögreglu. Það gekk illa að koma lagi á matardreifingu, og þeir voru margir, sem hvorki fengu vott né þurrt í fleiri daga. Fólk þyrptist stjórnlaust af hungri og örvænt- ingu að vörubílunum, sem dreifðu matvælum. Brugðið var á það ráð að láta bílana aka á fullri ferð um göturnar og fleygja af sér matvæl- unum. Hljóp þá hver sem betur gat til að tína upp matarpakka og báru þá gamalmenni og annað fótstirt fólk, skarðan hlut frá borði og hlutust af meiðsli að auki. Það var mikið reynt af stjórnend- um til að koma matardeilingunni í betra lag, en það reyndist lengi vel ganga illa. Margur reyndist lítið Áætlun Vegna sambandsleysis og svo auðvitað þess, ef rétt er, að engin áætlun var tiltæk hjá borgaryfir- völdum, ef jarðskjálfta bæri að höndum, þá ríkti sem sagt stjórn- leysi í fyrstu. Hver átti að stjórna? spurðu menn. Hverjum átti fyrst að hjálpa? Hvar að byrja að ryðja? Hvernig átti að úthluta matvælum og hjálpar- gögnum?, og síðan, hvar átti að setja niður tjöld? Spurningar voru margar en svörin færri. Daginn eftir jarðskjálftann eða 11. október, kom forsetinn, Chadli Bendjedid, til E1 Asnam. Þá fór að komast skipan á allar aðgerðir. í samráði við háttsetta embættis- menn, var samin áætlun í þremur áföngum. Fyrst var að bjarga því fólki, sem nokkur kostur væri á að bjarga undan rústunum, koma í veg fyrir að upp kæmu farsóttir og reisa tjaldbúðir og bráðabirgða- hús. Næsti áfangi var að gera sér grein fyrir tjóninu, vita tölu lát- inna og slasaðra, meta tjón á húsum og eignum og vernda eigur fólks, sem gat ekki gætt þeirra sjálft. Þriðji áfanginn í þessari áætlun skyldi svo vera að byggja borgina upp á ný með hliðsjón af fenginni eigin reynslu og annarra þjóða af náttúruhamförum af þessu tagi. Einn ráðherranna úr ríkis- stjórninni var skipaður yfirmaður björgunaraðgerðanna, og um mið- nætti þennan dag voru sendar út fyrstu fyrirskipanirnar sam- kvæmt þessari áætlun og ráða- Almenningur stendur ekki með skeiðklukku í höndum við að mæla tíma- lengd mikilla jarðhrær- inga, og því ber mönnum ekki saman, en nefna fimm, tíu eða fimm- tán sekúndur, sem það tók jarðskorpuna að leggja líf og ævistarf tugþúsunda manna i rúst. Allt horfið: fjölskyldan, íbúðin, vinnustaður- inn ... tillitssamur við náunga sinn í þessum bardaga um matinn. Sem dæmi má nefna manninn, sem sagan segir að lagt hafi sendi- ferðabifreið við matarbíl og hann sjálfur og fjölskylda hans hlaupið á milli bílanna og hlaðið sendibíl- inn og ekið síðan burt, kannski í leit að öðrum matarbíl. Þannig var matvælunum í fyrstu mjög misskipt milli fólksins. Þeir, sem hrundið var frá eða seinir urðu að matarbílunum, fengu tíðum ekk- ert. Drykkjarvatnskortur var mjög sár, þar sem vatnsleiðslur borgarinnar höfðu eyðilagzt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.