Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 59 „Hotter than July“ — Stevie Wonder Aldrei heitari Wonder hefur sjálfur látið hafa eftir sér að hann telji það sína hamingju sem tónlistarmað- ur að vera blindur, þar sem hann dæmi og skynji á mun hlutlaus- ari hátt. Breiðskífur Wonders eru í allt um þrjátíu ef allt er talið, en „Hotter" er sú tuttugasta í röð stúdíóplatna útgefinna í USA, en hann er ekki nema þrítugur! Þess má líka geta að hann byrjaði 12 ára gamall. Undanfarin tíu ár hefur hann aftur á móti verið talinn meðal merkustu skapandi tónlistar- snillinga á borð við Bob Dylan, David Bowie, o.s.frv. „Secret Life Of Plants" náði einhvern veginn ekki þeim vin- sældum sem gert er ráð fyrir þegar Wonder á í hlut. Á þeirri voru þó nokkur klassísk falleg Wonder-lög, en lítið um rokkara, enda gaf viðfangsefnið það held- ur ekki eftir. En á „Hotter Than July“, kemur Wonder með fjöld- ann allan af líflegum lögum í „reggae“, „boogie“, „funk“, „discó", „rock“ og „soul“ stílum auk fallegra ástarlaga. Líklega er „Hotter" ein „heitasta" plata Wonders þar sem „pakkað" og „þjappað" er saman úrvalsefni og er ekki ólíklegt að allt að fimm laganna endi sem a-hliðar á smáskífum. Sterkasta og merkilegasta lag- ið á plötunni er lagið „Master- blaster" sem hefur verið mjög Einn af allra fremstu tónlistarmönnum í popptónlist í dag er blindi blökkumaður- inn Stevie Wonder. Tónlistarunnendur um víða veröld hafa tekið tónlist hans sér- staklega vel á undan- förnum árum og beðið eftir hverri nýrri plötu frá honum. „Hotter Than July“ kemur í kjölfar „Secret Life Of Plants“ sem var nokk- uð sérstæð og óvenju- leg plata, þar sem Wonder lýsir hinu leynda lífi plantna í tónum og textum bet- ur en nokkur sjáandi tónlistarmaður hefði hugsanlega gert. vinsælt að undanförnu. Er það í fyrsta sinn sem Wonder spilar gagngert „reggae“ og tekst hon- um frábærlega upp eins og flestir hafa eflaust heyrt. Annað sér- staklega gott lag er hinn unaðs- fagri ástarsorgaróður, „Lately", sem hann flytur á einfaldan og hrifnæman hátt. Wonder er tvímælalaust einn af betri söngv- urum í dag, þá sérstaklega með tilliti til þess hve mikil innlifun hans er. „Hotter Than July“ er sér- staklega tileinkuð blökkumanna- leiðtoganum mikla Martin Luth- er King, en Wonder ætlar, ásamt fjölda annarra að reyna að fá fæðingardag Kings, 15. janúar, gerðan að almennum frídegi, King og friði til heiðurs. Lokalag plötunnar er einmitt tileinkað þessum degi og heitir „Happy Birthday" og bæði gott sem eitt lag sér og sem sam- söngslag á borð við „Give Peace a Chance". í öðrum texta fjallar hann um kynþáttamismunun, „Cash In Your Face“, en þó eru flestir textarnir fremur saklausir ástar- og hamingjutextar. „I Ain’t Gonna Stand For It“ mun víst verða næsta a-hlið á lítilli plötu, í lengri útgáfu þó en á LP-plötunni, en þetta „funk/ soul“-lag grípur fljótt og eins er með „Did I Hear You Say You Love Me?“ „Hotter Than July“ er enn ein viðbótin í raðir frábærra platna á árinu 1980. HIA Brecht/Weil-stíl með bakröddum, „húmor“ og beinskeyttum texta. „Skateaway" er aftur á móti um „rúlluskautastelpu" og hvernig rúlluskautarnir breyttu lífi henn- ar! Lagið er létt popplag en samt Straits-lag! Og „Solid Rock“ er „næstum" því rokklag! Mark Knopfler hefur hingað til fengið meira lof fyrir gítarleik sinn en söng. En það er söngur Knopflers sem er ekki síður sérstæður. Hann hálf hvíslar alla texta sína eins og þeir séu fluttir í fullum trúnaði til þess sem er að hlusta, og minnkar það ekki áhrifin, hvernig hann segir frá smáatriðum í textum sínum! I fáum orðum sagt, „Making Movies“ er besta Dire Straits- platan til þessa með öllum sjö lögunum í sama gæðaflokki og „Sultans of Swing" og „Lady Writer" á fyrri tveim. IIIA Start taka upp tvö lög á plötu um þessa helgi Hljómsveitin Start hefur staríað í nærri heilt ár. og virðist vera að sækja í sig veðrið síðustu vikur. Start fer í fyrsta sinn inn i stúdio um þessa helgi að taka upp tvö ný lög á smáskifu sem áætlað er að komi út i byrjun 1981. Eru þetta lög eftir Jón ólafsson bassaleikara hljómsveitarinnar og Jóhann Ilelgason. við texta Egils Eðvarðssonar. en Start hafa flutt þessi iög á bollum undanfarnar vikur og þá undir nöfnunum „Simple Song“ og „Let'i I Start eru Pétur W. Kristjáns- son söngvari, Eiríkur Hauksson hljómborðsleikari og söngvari, Jón Ólafsson bassagítarleikari, Nikulás Róbertsson hljómborðs- og saxófónleikari, Sigurgeir Sig- mundsson gítarleikari og Davíð Karlsson trommuleikari, en hann tók við af Gústaf Guðmundssyni í september síðastliðnum. Hljóm- sveitin hefur að undanförnu verið Go Back“. að auka írumsamið efni á dagskrá sinni, og þá aðallega rokklög, en bæði lögin sem fara á plötuna eru rokklög. Eru þeir líka að semja á fullu og ætla að vinda sér í breiðskífu á næsta ári ef vel gengur. Meðfylgjandi mynd var tekin af Start á Hótel Borg fyrir stuttu síðan. HIA I>eyr komu á óvart Hljómsveitin Þeyr kom fram í fyrsta sinn opinberlega i Norræna húsinu á þriðjudaginn var. Þegar væntanleg breiðskifa Þeys var kynnt undirrituöum fyrir nokkru kom útkoman skemmtilega og hress- andi á óvart. Og það fór ekki á milii mála að hljómsveitin og tónlistin hennar kom bæði mér og öðrum sem sáu þá á sínum fyrstu hljómleikum. ekki minna á óvart. Þó stuttur tími hafi verið til æfinga á konsertdagskrá, þar sem stutt er síðan þeir luku við gerð plötunnar, fluttu þau um klukkutíma dagskrá með fimm laganna af plötunni auk nokkurra laga frá enskum nýbylgju- rokkurum: Passions, Associates og Comsat Angels. Magnús Guðmunds- son söng flest laganna á sinn sér- stæða máta en lék að auki á hljóm- borð og gítar. Framkoma hans á sviðinu var all nýstárleg á íslenskan mælikvarða en mætti líkja við bland af Johnny Rotten og Joe Cocker, ef einhverjir muna þá eftir þeim og hafa séð þá. Og þar að auki gætir nokkurra áhrifa frá „Frankenstein“-myndum í fasi hans en Magnús er fremur hár maður. Það fór ekki á milli mála að „sviðið" eða öllu heldur plássið sem þeir höfðu til að hreyfa sig á í Norræna húsinu var vægast sagt of þröngt. Það gat varla nema einn liðsmaður hreyft sig í einu, en að auki Magnúsar er Hilmar Örn Agnarsson bassagítarleikari líflegur á sviði. Hilmar virðist vera nokkuð góður bassaleikari, og var leikur hans þetta kvöld oft áberandi. Söngkonan Elín Reynisdóttir söng tvö lög ein eftir Passions og fór vel út úr þeim þó þau væri ekki nóg til að sýna hæfileika hennar en röddin virðist góð og ekki síðri en flestar þær sem í dag teljast í framlínunni. Elín söng að auki ásamt Magnúsi nýtt lag eftir hann sem gefur næstu plötu á eftir góð meðmæli, en Þeyr verða með fleiri nýjar frumsmíðar á næstunni. Trommuleikarinn Sigtryggur Bald- ursson stóð vel fyrir sínu, hélt taktinum stöðugum og sterkum ásamt Hilmari, en gítarleikararnir Guðlaugur Óskarsson og Jóhannes Helgason virtust báðir mjög melód- ískir og skreyttu tónlistina auk þess að leika takta á borð við „heavy metal" hljómsveitir. Þeir er kannski ekkert einsdæmi í tónlistarsögunni, en þeir eru grimmi- lega efnilegir á mælikvarða íslenskra hljómsveita og efa ég að margar hafi komið fram betri í fyrsta sinn. Þess má geta að aðeins einn þeirra hefur verið í „alvöru spilamennsku" tef skyldi kalla), Guðlaugur var í hljóin- sveitinni Lótus og lék á sveitabóllum! HIA 'tMM f 'm (0 r > fi) Q 3) > 2 0 C 3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.