Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 61 BÍLBELTIN: Æ’ Oþekktar- angar í um- ferðinni Það er haegt að fá börn til að bursta tennur sínar með því að framleiða tannkrem með appels- ínubragði, en hvernig er hægt að fá ökumenn til að nota bílbeltin? 1 Vestur-Þýzkalandi hafa þeir verið skyldaðir til þess að nota beltin frá árinu 1976, en fram að þessu hafa þeir verið áhugaiausir. Samanburðurinn á tannkremi fyrir börn og notkun bílbeita kom fram á ráðstefnu í bænum Bad Kissingen og það var Hans Joach- im Förster, prófessor, sem kom fram með þessa iíkingu, en hann er yfirmaður rannsóknarstofu Daiml- er-Benz bílaverksmiðjanna. I fyrstu virðist það út í hött að bera saman börn og ökumenn og tannkrem og bílbelti, en svo sann- arlega er ýmislegt líkt með þessu. Hvort tveggja er nauðsynlegt, að bursta í sér tennurnar og að nota bílbelti við akstur. í báðum tilfell- um er tilgangurinn heilsugæzla. Þegar allt kemur til alls er það samfélagið í heiid sem ber kostnað- inn af því ef hvorugt er gert. Það vita allir. Langflestir ökumenn gera sér góða grein fyrir því, að það er þeirra hagur að nota bílbelti, en samt eru það stöðugt fleiri sem nenna því ekki. Samkvæmt könnun, sem gerð var í Vestur-Þýzkalandi í marzmánuði síðastliðnum, kom í ljós, að einung- is 63% ökumanna nota bílbelti úti á þjóðvegum og aðeins 42% í borgum og bæjum. Þó nota um 80% ökumanna bílbelti á hraði>rautum, þar sem slysahættan er minnst. Skýrslur um slysatíðni gefa til kynna, að hættan á alvarlegum meiðslum sé að minnsta kosti tíu sinnum meiri, ef bílbelti er ekki notað í akstri, að því er dr. Beier við háskólann í Múnchen upplýsir. Hann segir, að sex af hverjum tíu ökumönnum séu haldnir þeim misskiiningi, að þeir geti ekki losað sig úr bílbeltinu í tíma ef eidur kemur upp í bílnum. En samkvæmt könnum er það aðeins i 3,3% tilfella að alvarleg slys hljótast af því er eldur kemur upp í bíl. Lenz, prófessor við umferðar- rannsóknarstofnunina í Köln, hef- ur skýrt frá því, að hefðu allir ökumenn og farþegar í framsæti notað bilbeíti hefði dauðaslysum fækkað um 1.300 og alvarlegum slysum um 16.000 á vestur-þýzkum vegum á sl. ári. Venjulegur ökumaður lítur hins vegar allt öðrum augum á líkinda- reikning. Af eigin reynslu ályktar hann sem svo, að umferðarslys séu fátíð. Hann hittir örsjaldan þá, sem hafa lent í alvarlegum umferð- arslysum, enda engin furða. Þeir eru í sjúkrahúsum. - KONRAD MRUSEK. issinnaðri. Samt erum við minni máttar." En hvers konar þjóðfélag er það, sem verkalýðshreyfinguna nýju dreymir um? Eva hikar dálítið. „Sennilega eru nokkuð deildar meiningar um það. Þó munu aðeins fáir vilja kalla sig sósíalista. Við myndum jafnvel fagna því ef fjölþjóðleg fyrirtæki og stórar samsteypur hæfu starfsemi í landinu. Með öðrum orðum: okkur væri ekkert á móti skapi, þótt kapítalisminn yrði endurreistur. Að vísu ekki að bandarískri fyrirmynd, heldur sænskri eða danskri. En þetta er ekki það, sem málið snýst um. Við verðum að halda aftur af öllu því sem er óraunhæft og skaðvænlegt. Hins vegar er knýjandi að leysa hin raunveru- legu vandamál og flestir tala um þau. Við vitum hvernig á að búa við hálft frelsi. Það er betra að vera í opnu fangeisi en í Gúlag." Eva er spurð um Kania, hinn nýja leiðtoga kommúnistaflokks- ins. „Sem stjórnmálamaður er hann óheiðarlegur," segir hún. „Hann hatar okkur innst inni að sjálf- sögðu, en hann verður að taka mið af sínum eigin vandamálum og við erum hans mesti höfuðverkur. Ef hann ætlar að halda stöðu sinni, verður hann að semja við okkur á einhvern hátt. Nú er fólk farið að gagnrýna ástandið í heyranda hljóði. Jafn- vel við ókunnugt fólk. Það er ekki lengur hrætt við njósnara og útsendara. Við gangrýnum ástandið, er við stöndum í biðröð- um til að fá mat og þjónustu. Nú er nýr brandari í gangi. Á pólsku þýðir Walesa að láta reka á reiðanum. Þess vegna segjum við við fólk: — Hvað er ríkisstjórnin að gera? Svar: — Hún lætur reka á reiðanum. — En hvað er Lech Walesa að gera? Svar: — Hann er að stjórna. Og það er alveg satt. Verkalýðs- hreyfing Lech Walesa er sterkasta afl í Póllandi um þessar mundir. En hvað verður um jólaleytið, veit enginn." — JOHN TORODE. UPPÁTÆKI: Vitleysai á vél- Travolta leikur listir sínar. tuddunu EKKI er öll vitleysa eins segja sumir og það á vel við um nýjasta faraldurinn í Bandaríkjunum, kú- rekadýrkunina, sem nú tröllríður öllu þar vestra. Það er einkum kvikmyndin Borgarkúrekinn, sem á mestan þátt í þessari vitleysu en fyrir áhrif frá henni hefur verið komið upp óðum tuddum, vélknún- um að vísu, í um 400 næturklúbb- um í Bandaríkjunum. Galdurinn er svo sá að sitja tuddana sem lengst og sanna með því fyrir sjálfum sér og öðrum manndóm sinn og karl- mennsku. í Texas var þó kvenfólkinu farið að finnast sem þær væru orðnar hálfafskiptar vegna nautanna svo að þær ákváðu að taka þátt í ieiknum og nú er svo komið að þær eru farnar að taka karlmönnunum fram í reiðlistinni. Víðast hvar eru það þó karlmenn, sem reyna að ímynda sér að þeir séu kúrekar, og Jim Salem, f élagsfræðingur við Alabama-háskóla segir, að kúreka- kráin sé „afturhvarf til gamalla hugmynda um hlutverk kynjanna, þar sem karlmenn eru kurteisir en óútreiknanlegir og ákaflega eigin- gjarnir á kvenfólkið". Salem segir, að þetta sé dýrkun „hvítra manna á karlmennskunni", full fordóma í garð kvenna og minnihlutahópa. Kúrekadýrkunin er þó ekki bara einhver rómantísk eftirsjá eftir horfnum heimi, heidur, eins og oft vill verða, verulegt gróðafyrirtæki. Véltuddarnir kosta um 7000 doli- ara hver og það kostar 2 dali að reyna að sitja hann í hvert sinn. Stærstu barirnir geta því haft 5000 dollara upp úr krafsinu á kvöldi. Sums staðar verða þátttakendur einnig að undirrita yfirlýsingu um að þeir fari ekki í mál við vínveit- ingahúsið þó að þeir meiðist. I könnun, sem dagblaðið New York Times gekkst fyrir, kom í ljós, að utan Suðurríkjanna eru fiest nautin í Chicago en einnig hafa þau verið flutt til Belgíu, Svíþjóðar, Suður-Afríku og um borð í bandarískt flugmóðurskip á Kyrrahafi. Véltuddarnir eru fremur ein- faldar skepnur að allri gerð, aðeins leðurklædd stálgrind með hnakk og beisli. Um er að ræða tíu gangstig og er þá miðað við hve illa tuddinn lætur hverju sinni. Þeir, sem óreyndir eru, komast sjaldan hærra en í þriðja gír áður en þeir falla af baki á loftpúðana, sem umlykja griðunginn. - PETELARGE MAMMON: Gull og grænir skógar í Sierra Pelada, sem er nötur- legur staður í frumskógum Braz- ilíu, keppast um 15 þúsund manns við gullgröft. Þarna urðu menn fyrst varir við gull í febrúar si. og síðan hafa 7,7 tonn verið grafin úr jörðu. Stjórnvöld í Brazilíu telja, að enn séu um 100 tonn neðanjarð- ar, þannig að eftir nógu er að slægjast. Verðið á gullúnsunni er um kr. 360 þúsund að meðaitali en stund- um hærra og stundum lægra. Sumir gulileitarmannanna hafa sagt skilið við fjölskyldur sínar og sagt upp sínum fyrri störfum til þess að geta stundað þessa ábata- sömu iðju. Gullgröfturinn fer nán- ast fram með berum lúkum og aðstæður eru víðast hvar slæmar, en stundum hörmulegar. Um leið og gullfréttin fékk fætur greip um sig í Sierra Pelada æði, sem jafna má við gullæðið forna í Kaliforníu og í Alaska. Menn rifust um, hver hefði réttinn til að grafa og skotbardagar og drykkjulæti voru daglegt brauð. Verð á nauðsynjum varð skyndi- lega svimandi hátt og smygl á gulli varð víðtækt. í maí skárust svo stjórnvöld í Brazilíu í leikinn. Þau lögðu bann við vopnum á gullleitarsvæðinu og ennfremur var konum bannaður aðgangur þangað. í stað 30 þús- unda, sem fyrir voru, gengu aðeins 15 þúsund gullgraftrarleyfi, og þeir urðu allir að bera nafnskír- teini. Ennfremur var komið á einokun á gullsölu á svæðinu. Ungur gullgrafari, sem áður hafði haft þann starfa að setja gas í tanka í höfuðborginni Brazilíu, gaf ófagra lýsingu af ástandinu eins og það hafði verið, áður en stjórnvöld létu til skarar skríða. — „Það getur enginn trúað því, hvernig hér var ástatt í raun og veru,“ segir hann. „Allir voru vopnaðir, og ef maður rakst á gullmola einhvers staðar, gat maður átt það á hættu, að næsti maður léti skot ríða af, og hirti gullið." Sierra Pelada er inni í þéttum regnskógi 600 km frá mynni Ama- zonfljótsins og um það bil 3.000 km. norð-vestur af Rio de Janeiro. Aðaigatan í þorpinu er jafn- framt flugvöllur, enda þótt hún sé nánast eingöngu aur og eðja. Þar lenda að jafnaði 50 litlar leigu- flugvélar á hverjum degi. Þrátt fyrir ýmsar hraksögur virðast fiestir gullgrafararnir hafa hagnazt verulega, að því er fram kom í viðtölum nýlega. Fausto Azevedo de Souza er einn af lukkunnar pamfílum. Hann er 35 ára gamali og hafði þann starfa til skamms tíma að selja rækjur. Á þremur mánuðum hefur hann grafið úr jörðu 24 gullúnsur, og andvirði þeirra jafngildir því, sem hann fengi fyrir að selja rækjur í þrjú ár. - BRUCE HANDLER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.