Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 43 Horft frá ströndinni Hannes Pétursson: HEIMKYNNI VIÐ SJÓ. 70 bls. Iðunn. Reykjavík. 1980. Ljóðlist Hannesar Péturssonar er fremur seintekin. Maður kynn- ist henni varla í raun með neinum skyndilestri. Svipmót hennar er að vísu sterkt, höfundareinkenni ljós. Eigi að síður þarf að stunda hana náið og helst lengi til að verða henni það sem maður gæti kallað handgenginn. Ljóðin eru marg- ræð, formseinkenni að vísu meitl- uð og afdráttarlaus en engu að síður með ýmsum tilbrigðum sem tíma tekur að venjast og hugsunin að baki eins og greypt í formið. En ljóðform Hannesar er í senn reist á hefð og þó í sjálfu sér nýtt. Yrkisefnin eru oft nærtæk, en þó svo með farið að skáldið skoðar í þeim stærri heild. Samhengi, hlut- fall og afstæði eru stórir þættir í dæminu. Þannig er t.d. land og saga sjaldan langt hvort frá öðru: staður fær í ljóði svip af því lífi sem þar hefur verið lifað, eins þó saga þessi sé óskráð, aðeins með- vituð. Og sérhver hlutur getur virst stór eða smár, allt eftir því hvað haft er í huga til samanburð- ar. Hannes Pétursson er mikill líkingasmiður. En líkingarnar í ljóðum hans eru sjaldnast skraut- ið einbert heldur vegvísir inn á þann breiða vettvang sem ljóðið spannar hverju sinni. Kvæðasöfn Hannesar hafa kom- ið út á aldarfjórðungi. í þeim má greina hvort tveggja: samhengi og þróun. Með hverri nýrri bók geng- ur skáldið skrefi lengra á þeirri braut sem í upphafi var mörkuð. Og enn heldur skáldið áfram að skoða hið stóra í hinu smáa, eilífðarhafið í landöldunni, ómæli tímans í andartakinu. Við lestur þessarar bókar koma mér í hug Innlönd sem Hannes sendi frá sér fyrir tólf árum. í þeirri bók ríkti notalegt öryggi, maður fann sig staddan í faðmi dalsins sem fóstrar mann ungan og hlúir að beinum þess sem genginn er. En eins og sérhvert straumvatn á sér upptök í skauti landsins og endar við strönd hafsins — þannig getur mann borið frá öryggi vissunnar út að hafi ókunnugleikans. Fjöllin veita skjól. En af hafi blása vindar, einnig í táknrænum og huglægum skilningi. Að sumu leyti má rekja þessa þróun til breytts tímaskyns er á ævina líður: þegar maður er ungur finnst manni lífið framund- an óralangt og eilífðin hálfgerð fjarstæða. En þegar tíminn eins og herðir á sér tekur maður ósjálfrátt að horfa lengra — til hafsins sem stundum er tákn æviskeiðsins í skáldskap en stund- um líka tákn óendanleikans — þess, sem við tekur, þegar ævina þrýtur: Hannes Pétursson Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON Dögum mínum fækkar hjá djúpum sjó. er lifir allt. Engum vörnum fæ ég við komið gegn tímanum. Inn i hraða var mér slöngvað sem á hvítt, eyðandi bál. Þannig segir í einu ljóði þessar- ar bókar. En Heimkynni við sjó er raunar einn ljóðaflokkur í sextíu köflum. Skáldið staldrar við á leið sinni á strönd hafsins og skáld- skaparins, horfir um öxl og fram á við — liðinn tími verður þá staðfesting á hverfulleik augna- bliksins; samanber t.d. þessa næt- urstemming: Tilsýndar borg: í bugðu Ijós hennar — skeifa til jarðar fallin undan firnamiklum hesti himinjó sem járnaður var stjörnum! Sjórinn dimmur. Dimmt loftið og sveitin. Státar sig skeifan gullna. Ég geng fannþakin tún. MI>ér borgir við Efrat! Þér stræti Palmýru! Þér súlnaskógar á auðnarsléttunni hvað er um yður?“ Svo verður mér hugsað. Ilölderlins gömul orð til min koma hér á túni við sjó, um nótt. Borgir og mannvirki koma fyrir í mörgum eldri ljóðum Hannesar. Mikilleiki þeirra hrífur í andar- takinu. En skoðað í ljósi sögunnar er hvort tveggja brotgjarnt og fallvalt. Hér horfir skáldið til borgarinnar úr myrkri næturinn- ar. Borgarljósin — eins og lýsandi skeifa í ómælisvídd náttmyrkurs- ins — minna á að einnig tímaskeið borgar á sér ekki aðeins upphaf heldur líka endi. Og meira að segja ævitími einnar borgar — hann er líka skammur á eilífðar- mælikvarðann skoðað. Sjálft er lífið eins og ljósrák í skugga. Því skal grípa tækifærið á stund og stað og bergja veigar andartaks- ins meðan það varir. Skáldið fagnar bjarmanum af nýjum degi með glas í hendi: Austrið er rautt, þó ekki af aÍKlöðum huKsjóna-frsrðum heldur murKnar nú i skýjum. Hið mikla hvolf er skál hálffyllt HúrKundarvíni! Að baki er nóttin. ÉK stÍK í Karðinn minn út, læt renna rautt vin i falk'Kt Klas. Ék lyfti því til samlætis sólbjarmanum i skýjum lyfti því eins ok rós mót roðanum i austri. Minningunni um liðna unaðs- stund líkir skáldið síðan við stak- an dropa í regni: Sem dropi tindrandi tæki sík út úr reKni hætti við að falla héldist í loftinu kyrr — þannÍK fer unaðssömum auKnablikum hins liðna. Þau taka sík út úr timanum ok Ijóma kyrrstæð. meðan hrynur KeKnum hjartað stund eftir stund. Ég hygg að þessi dæmi nægi til að sýna hvað skáldið er að fara í þessari bók. Hún er persónulegri en margar fyrri bækur Hannesar Péturssonar, skáldið er hér opinskárra en til að mynda í sínum fyrstu bókum. Uppruni skáldsins í kyrrlátu umhverfi, siðan líf og starf í umróti hverf- ulla lífshátta og annarlegra tíma — hvort tveggja skerpir sjón þess á andstæður og minnir sífellt á að hvaðeina er breytingum undirorp- ið og hverfulleika háð. Þó kveðskaparform Hannesar sé að sumu leyti ljóðrænt tekur tíma að venjast því eins og fyrr er sagt. Hrynjandin er ekki svo þýð að lesandinn falli í leiðslu undir hljómfalli reglubundinnar áherslu. Hannes ætlar skáld- skapnum verðugt hlutverk og les- andanum nokkra fyrirhöfn að brjóta hann til mergjar. Þessi ljóð eru í þeim skilningi «bundið mál». Ihugun og reynsla skáldsins er fólgin í forminu, hvorugt verður frá öðru skilið. Hvert ljóð þessar- ar bókar spannar alveg sérstakt reynslusvið jafnframt því að öll mynda þau saman órjúfanlega heild. Og með því að velja sér tiltekinn stað til viðmiðunar leit- ast skáldið við að skyggna frá einum sjónarhóli þau mjög svo margvíslegu svipleiftur sem ber fyrir hugskotssjónir í hraða stefnulauss aldarfars. Kápumynd Hauks Hannessonar er einkar sviphrein og fellur vel að efni og anda ljóðanna. r Toyota UrvalT 1981! Sjón er sögu ríkari 9 módel Splunkuný Opiö í dag frá kl. 10—17 MTOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI KÓPAVOGI SÍMI 44144 Btlrl gaál — og fljótarl pjónu.la pað «r .Ink.nnl TOYOTA JI II WEGI8 <-• DGI | l^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.