Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 30
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 Tilkomi þitt ríki Hvað er guðsríki? Samkvæmt boðskap ritningarinnar felst guðsríkið í komu Jesú Krists. Með Jesú hefst „ný öld“ eins og gjarna er komist að orði. Hann kom í heiminn, sendur af föðurnum, í fylling tímans, til þess sð frelsa mennina frá synd og dauðans veldi. I 1. kap. Markúsar guðspjalls er boðskapur Jesú dreginn saman í einni setningu: Tíminn er fullnaður og guðsríki er nálægt, gjörið iðrun og trúið fagnaðarboðskapnum. Bænin: Tilkomi þitt ríki er í rauninni bæn um að þetta megi verða í mínu lífi. Að ég megi fá náð til að trúa fagnaðarboðskapn- um um guðsríkið. Koma guðsríkisins er reyndar fólgin í meiru en því að Jesús starfaði og predikaði. Það var vissulega merkilegt og gott sem Jesús sagði og gerði á jarðvistardögum sínum. En hjálpræðis- verkið fullkomnaðist í krossdauða hans og upprisu. Á því verki er megináhersla kristinnar trúar. En allt þetta getum við skoðað í fjarlægð og litið svo á að það tilheyri liðinni sögu. Áætlun Guðs er allt önnur. Jesús gerði ráðstafanir til þess að þessi veruleiki gæti búið með hverjum kristnum manni á öllum tímum. Hann sagði m.a. að guðsríkið væri hið innra með lærisveinum sínum. — Hvernig má það verða? Ein er sú hátíð kristninnar sem allt of lítið ber á, hátíð Heilags anda, hvítasunnan. Boðskapur hennar er mjög grundvallandi fyrir kristna trú. Sending Heilags anda gerir það kleift að guðsríkið geti búið hið innra með okkur. Strax í heilagri skírn fáum við gjöf Heilags anda. Og það er Heilagur andi sem gerir Guðs orðið lifandi fyrir okkur svo við hljótum blessun af lestri þess og íhugun. Sama er að segja um heilaga kvöldmáltíð. Heilagur andi starfar í því sakramenti eins og skírninni og miðlar blessun guðsríkisins inn í lif okkar. Á þessum forsendum hvílir sú vissa að guðsríkið sé mitt á meðal okkar og við getum átt hlutdeild í því hér og nú fyrir trú. En guðsríkið er líka það ríki sem bíður okkar í eilífðinni, þegar við fáum að líta dýrð himnanna. Það er því í tvöfaldri merkingu sem við biðjum guðsríkið yfir okkur. Við biðjum um að blessun þess hvíli yfir okkur og í okkur hér og nú, og jafnframt að við komum til með að eiga hlutdeild í ríki hans um eilífð. Tilkomi þitt ríki, er því í rauninni svo óendanlega mikil og stór bæn, að við gætum ekki beðið hennar nema af því að Jesús lagði okkur hana í munn. Jesús segir í rauninni með þessari bæn, að við megum biðja föðurinn um það besta sem til er. Slík er náð hans og miskunn. Biblían Innblástur Biblíunnar Kirkjan hefur á öllum tímum skýrt leyndardóm Biblíunnar með því að segja að hún sé innblásin. Orðið er sótt til síðara bréfs Páls til Tímóteusar, 3,16, þar sem segir, að Ritningin (sem þá táknaði Gamla testamentið) sé „guð inn- blásin" (Nákvæmari þýðing væri: „fyllt af anda Guðs“. Hvað merkir þetta? Kirkjan hefur aldrei fast- ákveðið neina kenningu um innblástur Biblíunnar. í formála að sænskri útgáfu að Præðum Lúthers hinum minni, segir: „Heilög ritn- ing er Guðs orð, sem fyrir Heilagan anda er rituð af spámönnum, guðspjalla- mönnum og postulum, okkur til uppfræðingar, betrunar, huggunar og ei- lífrar æsku.“ Á lútherska rétttrúnaðartímanum hugsuðu menn sér þetta þannig, að heilagur andi hefði lesið boðskap biblí- unnar fyrir höfundum hennar. Af því drógu menn þá ályktun, að Biblían hlyti að vera nákvæm og óskeikul þekkingarlind, hvernig sem á hana væri litið, jafnvel einnig er varðar tímasetn- ingar og tilviljanakenndar upplýsingar um dýr eða náttúrufyrirbæri, sem að- eins er minnst lauslega á. Menn, sem höfðu ef til vill lítinn áhuga á boðskapnum frá Guði, eða eigin synd sinni, og náð Guðs, notuðu biblíuna stundum eins og uppsláttarbók með áhuga- verðum upplýsingum, t.d. um konungaraðir og upp- runa þjóðanna. Þeir reyndu að reikna út aldur heimsins og spá um framtíðina. Síð- an töldu menn þá niður- stöðu, sem þannig var fund- in, örugglega rétta og hún varð hluti af heimsmynd þeirra. Slíkir menn urðu fyrir reiðarslagi, þegar vís- indin tóku að efast um réttmæti einstakra atriða í þessari heimsmynd. „Biblían bara venjuleg bók“ Á okkar dögum má benda á a.m.k. fjögur mismunandi sjónarmið hvað varðar Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siynrbjörnsson Siyuröur Pdlsson AUDROTTINSDEGI Biblíuna. Fyrst má nefna þá, sem telja Biblíuna „bara venjulega bók“, hún hafi „orðið til á nákvæmlega sama hátt og aðrar bækur“. Þetta er hin veraldlega biblíuskoðun, og samkvæmt henni hefur Biblían ekkert sérstakt úrskurðarvald. Hún stendur jafnfætis öðr- um trúarlegum heimildum. I nútíma guðfræði er ofarlega á baugi hin svo- nefnda „sögulega biblíu- skoðun". Þá er átt við, að opinberun Guðs gjörist í sögunni, fyrst og fremst þannig, að Guð grípur inn í söguna. Guð er hinn lifandi Guð og hann starfar í sögunni. Samkvæmt því er Biblían vitnisburður um áhrifamikla, leikræna sögu, þar sem Guð færir sann- leika sinn og hjálpræði sitt til sigurs í langri baráttu gegn ótal erfiðleikum. Gagnvart þessu stendur hin gamla skoðun, sem stundum er nefnd „bók- stafsinnblásturskenningin". Þar er átt við, að Biblían sé orð fyrir orð innblásin af heilögum anda, og mikil áhersla lögð á óskeikulleika biblíunnar á öllum sviðum, Biblíulestur vikuna 23.-29. nóv. Sunnudagur 23. nóv. Matt. 24:15—28 Mánudagur 24. nóv. Matt. 24:1—8 Þriðjudagur 25. nóv. Matt. 24: 9—14 Miðvikudagur 26. nóv. Matt. 24: 29—35 Fimmtudagur 27. nóv. Matt. 24: 36—42 Föstudagur 28. nóv. II. Þess. 2:1 —12 Laugardagur 29. nóv. Matt. 24: 43—51 er Guðs orð einnig í sögulegum og nátt- úruvísindalegum smáatrið- um. Loks er um fjórðu skoð- unina að ræða. Hún leggur áherslu á, að boðskapur Biblíunnar sé innblásinn. Ekki þannig, að textinn sé óskeikull í þeim atriðum, sem hvorki snerta Guð né hjálpræðisverk hans. Inn- blásturinn er fólginn í því, að Guð hefur flutt okkur boðskap um hjálpræði, sem er ætlaður öllum mönnum á öllum tímum. Og þessi boð- skapur hefur borist okkur óbreyttur, því að Guð hefur tengt saman allan hinn langa tíma, sem tilorðning Biblíunnar hefur tekið. Þetta gildir um hina munn- legu erfðageymd, ritunina, ritstjórnina, úrval og ákvörðun ritsafnsins. Guð hefur starfað með anda sínum í þessu öllu. Þannig hefur Biblían fengið þann búning, sem henni var ætl- aður, svo að hún í heild sinni, og lesin á réttan hátt, geti vitnað um Guð og hjálpræði hans. Guð hefur ekki gefið okkur Biblíuna sem kennslubók í sögu eða líffræði, ekki heldur sem véfrétt um ókomna hluti. Við getum ekki búist við að finna svar Guðs við spurn- ingum okkar ef við notum hana á þennan hátt. Biblían á ákveðinn tilgang, sérstakt markmið: Hún á að flytja okkur hjálpræði Guðs, bæði með því að segja okkur frá því, sem Guð hefur gjört í sögunni, og með því að vinna verk Guðs í okkur í dag. Hj álpræðisboðskapur Guðs er fluttur í búningi sögu, frásagna, ljóða, söngva og spakmæla. Þessi ytri búningur ber mörg merki heimsmyndar liðins tíma. Sagan er oft sögð á ágripskenndan og stílfærð- an hátt, stytt og saman- dregin í fáein höfuðatriði án tillits til innbyrðis tíma- röðunar. Við getum ekki lesið hana á sama hátt og vísindaleg sérfræðirit. Stílfærð teikning getur í dýpsta skilningi verið sönn og rétt og gefið lifandi mynd af raunveruleikanum. En það er ekki hægt að stækka hvert smáatriði hennar og nota það á sama hátt og um nákvæma ljós- mynd væri að ræða. Á sama hátt getum við ekki notað smáatriðin í ytri búningi hj álpræðisboðskapari ns eins og við værum að rann- saka landakort af heimin- um eða ritgerð í vísindalegu yfirlitsriti. Oft getum við ekki vitað hvort ákveðin frásögn er raunveruleg sagnfræði eða aðeins í ætt við dæmisögur Nýja testa- mentisins. Oft skiptir engu máli hvort af þessu er um að ræða (t.d. í frásögunni af miskunnsama Samverjan- um, Rut, Ester, Job og Jónasi). Sannindi og gildi frásagnarinnar eru fólgin í því, að hún segir okkur frá tilgangi Guðs með lífi mannsins og við getum heimfært það til okkar sjálfra. Þessari skoðun er auð- veldast að lýsa með því að segja, að Biblían hafi orðið eins og guð vildi, að hún yrði, til þess að hún gæti flutt öllum mönnum á öll- um öldum hjálpræðis- boðskap sinn. (Eftir Bo Giertz: Ágrip af kr. trúfræði. stytt)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.