Morgunblaðið - 29.11.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.11.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 Sigur yfir FUippseyjum ÍSLENDINGAR unnii Filipps- eyinKa með l'k vinningi KCíjn Vk í 8. umfcrð Ólympíuskákmótsins á Möltu í Kær. Er íslenzka sveitin nú i 12. sæti ok mjakast upp á við. Helgi Ólafsson tefldi við Torre á 1. borði. Hann tefldi ónákvæmt í byrjuninni og varð að gefast upp. Jón L. Arnason gerði jafntefli við Mascarinas á 2. borði og á 3. borði vann Margeir Pétursson Rodri- guez. Margeir stóð lengi vel höll- um fæti en náði sér á strik og vann í peðsendatafli. Jóhann Hjartarson tefldi af öryggi og vann Pacis létt. Kvennasveitin tefldi við Kanada og tapaði 1:2. Mikil spenna er á toppnum. Ungverjar eru efstir með 22lk vinning en öllum á óvart eru Finnar í 2. sæti með 22 vinninga. Sovétmenn unnu Englendinga 2'k:llk og hafa 21 'k vinning og sama vinningafjölda hafa Júgó- slavar. Tékkar hafa 20'/2 vinning, Englendingar og Svíar hafa 20 vinninga en síðan koma íslend- ingar og fleiri með 19 vinninga. Ákvörðunin um Gervasoni óbreytt ÞAÐ ER allt við það sama í máli Gervasonis, ég veitti honum þriggja mánaða landvistarleyfi sem frjálsum manni þrátt fyrir að hann væri kominn ólöglega inn í landið og það rennur út 2. desember og stendur óbreytt, sagði Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra i samtali við Mbl. i gær. — Hins vegar höfum við notað þennan tíma til að athuga mál hans og það hefur t.d. komið í ljós, að Danir hafa alls ekki hugsað sér að framselja hann fyrir það brot hans að vilja ekki gegna herþjón- ustu, en hins vegar má geta þess, að hvorki við né Danir þekkjum feril hans til hlítar. Ég hefi því fulla ástæðu til að ætla, að Danir taki honum vel og ég hef heldur ekki orðið var við hinn minnsta áhuga hjá stjórnvöldum Frakk- lands um að fá Gervasoni fram- seldan. Því má einnig bæta við, að við höfum upplýsingar um að hann geti áfrýjað máli sínu í Frakklandi, en hann hafi ekki kosið að gera það. Minna má á mál Kovalenkos hins sovézka, en þessi mál hafa nokkuð verið borin saman. Koval- enko notaði dvalartímann hér til að koma sér fyrir í öðru landi, en munur á þessum mönnum var þó sá að annar kom löglega inn í landið, en hinn ekki. Spurningunni um það, hvort veita eigi t.d. Frökkum, sem ekki vilja gegna herskyldu, hæli á íslandi er erfitt að svara, en ég er ekki sérlega hrifinn af því að gera það og það yrði þá að vera að vandlega athuguðu máli, sagði dómsmála- ráðherra að lokum. Kristinn Kristjánsson Barði Þórhallsson Mennirnir taldir af MENNIRNIR tveir, sem saknað var með vélbátnum Trausta ÞH 8 frá Kópaskeri, er fórst á miðvikudagskvöld i Axarfirði, eru taldir af. Þeir hétu Kristinn Kristjánsson skipstjóri, 29 ára. er lætur eftir sig unnustu og fjögur börn, og Barði Þórhalls- son vélstjóri, 37 ára. er lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Víðtæk skipuleg leit stóð yfir að bátnum í allan gærdag. Flugvél landhelgisgæzlunnar leitaði úr lofti, björgunarsveitir SVFÍ gengu fjörur og 13 bátar frá Kópaskeri og Húsavík leit- uðu á sjó, án árangurs. Þegar myrkur skall yfir var skipulegri leit hætt, og báturinn talinn af. Trausti ÞH var 20 smálesta eikarbátur, smíðaður á Akranesi 1972. Heimahöfn hans var fyrst um sinn í Stykkishólmi, en árið 1975 var báturinn keyptur til Kópaskers. Siglingar með síld bannaðar SIGLINGAR íslenzkra skipa með síld til Danmerkur verða ekki leyíðar það sem eftir er vertíðar. Umboðsmaður LÍÍJ í Danmörku ráðlagði útgerðar- mönnum i gær að landa ekki síld fram yfir það sem þegar hefur verið gert. í framhaldi af því ákvað Viðskiptaráðu- neytið að banna siglingar. Þau sjö skip, sem nú eru 4 leið til Danmerkur með afla, fá þó að landa enda hafa þau fengið tilskilin leyfi til þess. Það er hins vegar útgerðar- manna þeirra að ákveða hvort hætt verður við að selja ytra. Arnarne,s seidi í gærmorgun 121,6 tonn í Hirtshals fyrir 27,3 milljónir króna, meðal- verð á kíló 217 krónur eða 2,20 krónur danskar. Er þetta lægsta verð, sem íslenzkt skip hefur fengið í Danmörku á vertíðinni. Mikill samdráttur í byggingariðnaði á Akureyri: Aðeins byrjað á 46 blokkaríbúðum í ár, á móti 100 til 120 undanfarin tíu ár MIKILL samdráttur er nú I byggingariðnaði á Akureyri, og í ár var byrjað á mun færri nýjum ibúðum en undanfarin ár. Þrátt fyrir það er framboð meira en eftirspurn á nýju húsnæði og byggingaverktakar eru með óseldar íbúðir, sem framkvæmdir hófust við fyrr á þessu ári. Að sögn Tryggva Pálssonar fram- kvæmdastjóra byggingarfyrir- tækisins Smára hf. á Akureyri var byrjað á byggingu 46 íbúða í fjölbýlishúsum á þessu ári, en á timabilinu 1970 til 1979 kvað Tryggvi yfirleitt hafa verið byrj- að á 100 til 120 ibúðum á ári. Af þeim 46 íbúðum, sem byrjað var á fyrr á þessu ári, sagði Tryggvi þegar búið að selja 34 eða 35 íbúðir. Nú sagði hann þrjú fyrirtæki vinna að byggingu blokkaríbúða, en þau voru fimm áður. Tvö hafa því helst úr lestinni vegna hins mikla samdráttar. Eitthvað sagði Tryggvi einnig vera unnið að byggingu á annars konar húsnæði, svo sem raðhúsa, en þar yrði einnig vart sömu erfiðleika. Eftirspurn eftir notuðu eða eldra húsnæði kvað Tryggvi á hinn bóginn vera meiri, og réði þar mestu, að verð á eldra hús- næði væri fast, en ekki háð verðhækkunum vegn i hækkandi Pétur Sigurðsson: „Helber lygi“ „ÞESSI fréttaklausa á forsiðu Þjóðviljans í morgun er helber lygi frá upphafi tií enda.“ sagði Pétur Sigurðsson, alþingismað- ur og fulltrúi Sjómannafélags Reykjavikur á ASÍ-þingi í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Ég hefi aldrei borið fram neina tillögu um að Geir Hallgrimssyni yrði boðið á fund með fulltrúum á ASÍ-þingi, sem tengdir eru Sjálfstæðisflokkn- um.“ í „frétt" Þjóðviljans segir, að á fundi með „áhangendum Sjálf- stæðisflokksins á Alþýðusam- bandsþingi“ hafi Pétur kvatt sér hljóðs og tilkynnt „fundar- mönnum, að Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, hefði hug á að hitta fundarmenn og ávarpa þá — væru þetta skilaboð frá flokksformanninum". Siðan seg- ir, að órói hafi færzt yfir salinn og Pétur verið púaður .niður. Hið rétta í þessu máli er að verkalýðsmálaráð Sjálfstæðis- flokksins bauð fulltrúum á ASÍ- þingi til hádegisverðar á þriðju- dag, og var þingmönnum einnig boðið til þess að hitta fulltrúana, einkum þá er komnir voru utan af landi. Sigurður Óskarsson, formaður verkalýðsmálaráðsins sagði, í samtali við Morgunblað- ið í gær, að á fundinum hafi verið mjög mikil eining og ákv- eðinn vilji fyrir því að eiga saman hádegisstund. Pétur púaður niður A þriöjudaginn var haldinn fundur meft áhangendum Sjálfstcbisflokksins á Alþýftu- sambandsþingi Pétur Sigurftsson tróft þar I pontu og tilkynnti fundar- mönnum aft Geir Hallgrlms- son, formaftur flokksins. heffti hug á aft hitta fundarmenn og Opnunartími verzlana í desember BLAÐINU barst í gær eftir- farandi fréttatilkynning frá Kaupmannasamtökum íslands: I desembermánuði er heimilt að haga afgreiðslu- tíma verzlana sem hér segir: Laugardaginn 6. desember til kl. 16.00, laugardaginn 13. desember til kl. 18.00, laug- ardaginn 20. desember til kl. 22.00, laugardaginn 27. des- ember til kl. 12.00. Á Þorláksmessu er heimilt að hafa opið til kl. 23.00. Á aðfangadag og gamlárs- dag er heimilt að hafa opið til kl. 12.00. byggingarvísitölu. En vexti og vísitöluhækkanir sagði hann vera orðna svo stóran þátt í endanlegu verðlagi, að fólk réði ekki við kaup á nýju húsnæði, síst þegar bættist við versnandi afkoma og minnk- andi kaupmáttur launa. Tryggvi sagði, að sér væri ekki kunnugt um ástandið í þessum málum utan Akureyrar, en sagðist þó halda að það væri svipað í öðrum bæjarfé- lögum úti á landi. Tveggja herbergja íbúðir í blokk á Akureyri sagði Tryggvi nú kosta um 18 milljónir, 3ja herbergja 22 milljónir og 4ra herbergja um 24 milljónir króna. Hér er átt við íbúðir í byggingu, sem tilbúnar verða um mitt næsta ár. Á þetta verð bætist vaxtakostnaður og vísitöluhækkun. Samsvarandi íbúðir, þriggja til fimm ára, sagði Tryggvi kosta um 20 milljónir króna (2ja hb.), 26 milljónir (3ja hb.) og 30 milljónir (4ra hb.). — Þar er hins vegar um að ræða fast verð, þar sem útborgun, vaxtalaus, dreifist á eitt ár. © INNLENT Jón Laxdal: Hlaut bókmennta- verðlaun i Sviss Sanitas 75 ára SANITAS HF. var 75 ára í gær. í tilefni afmælisins hefur fyrirtæk- ið verið með kynningar á fram- leiðsluvörum sínum í verzlunum á höfuðborgarsvæðinu að undan- förnu. Ennfremur verður efnt til svo- nefnds Pepsi-bíós í Regnboganum klukkan 13 á sunnudaginn. Þar verða sýndar teiknimyndir og pepsi-fróðleikur og á boðstólum verða ókeypis veitingar og happ- drættismiðar. Aðgangur er ókeyp- is. Sjá nánar um afmæli Sanitas á bls. 10 og 11. JÓN LAXDAL leikari var í gær sæmdur bókmenntaverðlaunum Zurich-kantónu i Sviss fyrir þýð- ingar sinar á íslenzkum bók- menntum, einkum verkum Hall- dórs Laxness. Ríkisstjóri og menntamálaráðherra dr. Gilgen afhenti Jóni Laxdal verðlaunin. sem eru jafnvirði um einnar millj. ísl. króna. — Þessi verðlaun voru mér veitt fyrir störf mín að þýðingum á verkum Halldórs Laxness og kynningu á ýmsum íslenzkum bókmenntaverkum, en um leið voru einnig afhent verðlaun fyrir tónlist og myndlist, sagði Jón Laxdal í viðtali við Mbl., en hann er búsettur í Sviss. — Þessi viðurkenning er mikil hvatning og viðurkenning fyrir mig, því ég hef mikinn áhuga á að vinna að frekari þýðingum íslenzkra bók- menntaverka og kynna íslenzk skáld hér úti og finnst mér mikils virði hversu vel því hefur verið tekið. Jón Laxdal kvaðst hafa í nógu að snúast um þessar mundir, hann léki m.a. verk sitt Heimssöngvar- ann, sem er einræða, bæði í Basel og Zúrich og hann hefði í hyggju að vinna að samningu tveggja annarra leikrita auk þýðingar- starfa sinna. Jón Laxdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.