Morgunblaðið - 29.11.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.11.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 11 Starfsstúlkur í efnajferð fyrirtækisins hér á árunum áður. • '**<* **»' •*** #»♦-« >** *W—— CZaztu tmr <Dosárykíiir -m á áJslanái iiomn «*r * * ,£anifas“. nXvor* 0*gna *r*t „Sanita*"-gaadrgíáiir foiiari »n a$riv $i-&&rtfK£ir T <&egna pass, að „Saniias“ sóti- fírainsar vatnið! ? *Xv*r* tm Irtffétá þvi, #£ « £&*£+$ A\M}ag«r$im ? tfíjf þt>t iA#£is&Á*ir •Su-im xm*6riru*4r •*$ Auelvsinn frá Sanitas á árinn 1Q1S starfsemi enn þann dag í dag. Miklar breytingar voru gerðar á húsinu og það innréttað í sam- ræmi við kröfur nútíma gos- drykkjaverksmiðju. Jafnframt voru settar upp nýjar og full- komnar gosdrykkjavélar, en þær voru keyptar frá Danmörku. Breytingum þessum og uppsetn- ingu nýju vélanna var lokið á miðju ári 1959 og hófst þá fram- leiðsla fyrirtækisins í þessu nýja húsi. Nýja verksmiðjuhúsið var mjög rúmgott á þessum tíma, enda allt að þrisvar sinnum stærra en fyrra húsnæði, sem þá var selt Sjómannafélagi Reykja- víkur og Verkamannafélaginu Dagsbrún. Eins og ég sagði áður, er starfsemi fyrirtækisins enn í þessu sama húsnæði við Köllun- arklettsveg, en það er í dag alltof lítið fyrir starfsemina og við því farnir að líta í kringum okkur eftir nýju húsnæði undir starf- semina. í því sambandi kemur bæði til greina nýbygging eða eldra húsnæði, sem gæti hentað okkur. Reyndar má skjóta því hér inn í, að á árinu 1976 var byggt við húsnæðið hér og keyptar inn nýjar vélar," sagði Ragnar. Sanitas og Sana sameinast Nú sameinuðust verksmiðjurn- ar Sanitas og Sana á Akureyri ekki alls fyrir löngu og síðan urðu á fyrirtækinu eigendaskipti og í kjölfar þess skipti á stjórnendum, er ekki svo? — „Það er alveg rétt, að Sanitas og Sana sameinuðust fyrir tveimur árum, til mikils hagræðis fyrir bæði fyrirtækin, sérstaklega hvað varðar flutninga og dreifingu. Við getum með því móti veitt mun betri þjónustu bæði hér fyrir sunnan og á Norðurlandi. Síðan var það á síðasta ári, að eigendaskipti urðu á fyrirtækinu og það sameinaðist Polaris hf. Var það gert sérstak- lega til þess að styrkja fjárhags- legan grundvöll fyrirtækisins, en hann hafði verið frekar slakur nokkur undanfarin ár. Á þessu ári munum við svo komast á réttan kjöl að nýju. Það getum við þakkað stóraukinni sölu um allt land, sérstaklega hefur Pepsi náð góðri fótfestu fyrir norðan. Reyndar má segja, að mikil sölu- aukning hafi orðið á allri okkar framleiðslu á undanförnum mán- uðum. Það sem er kannski ánægjulegast við þá þróun er að markaðurinn í heild sinni hefur á þessum sama tíma dregizt nokkuð saman," sagði Ragnar ennfremur. Diet Pepsi Þið hafið bryddað upp á ýmsum nýjungum undanfarna mánuði og eruð reyndar að þessa dagana, hverjar eru þær helztu? „Það má kannski byrja á því að nefna Diet Pepsið, eða sykurlausa Pepsið, sem við settum á markað á sl. ári. Salan á því hefur verið mjög góð. Þá settum við nýjar umbúðir á markaðinn fyrir líters Pepsi, sem hefur náð miklum vinsældum. Nú í siðasta mánuði settum við á markaðinn Sanitas Pilsner og salan á honum hefur verið svo mikil, að við höfum með engu móti getað annað eftirspurninni. Við vonumst þó til að geta annað henni í næsta eða þarnæsta mán- uði. í síðustu viku settum við svo Ginger Ale á markað og í þeirri næstu munum við setja Sódavatn á markaðinn. Það . er reyndar okkar stefna, að vera með sem allra fjölbreyttasta línu. í dag framleiðum við eins og áður sagði alls 12 tegundir af gosdrykkjum og öli, hér í Sanitas og hjá Sana á Akureyri. Varðandi Sanitas Pilsn- erinn, þá er hann fyrst og fremst hugsaður sem samkeppni við er- lenda ölið, og hann hefur t.d. ekki dregið úr sölu á Thule að neinu marki. Það eru einfaldlega nýir kaupendur, sem koma þarna inn í dæmið," sagði Ragnar. Sulta, saft ok djús Hvernig er hinum þætti fram- leiðslunnar, þ.e. sultu-, saft- og djúsgerð, háttað? — „Það má reyndar segja, að sá þáttur fram- leiðslunnar fari fram með mjög hefðbundnum hætti. Hefur reynd; ar lítið breytzt undanfarin ár. í því sambandi má geta þess, að við erum þegar farnir að huga að ýmsum endurbótum þar á, með aukna framleiðni og hagkvæmni í huga,“ sagði Ragnar. Áð síðustu Ragnar, hvernig líst þér á framtíðina? „Mér líst ágæt- lega á framtíðina, enda höfum við verið í stöðugri sókn allt þetta ár á öllum vígstöðvum, enda getum við boðið upp á mjög gott úrval gosdrykkja og öls í dag. Þar við bætist svo, að við höfum á að skipa mjög góðu starfsfólki," sagði Ragnar að síðustu. Hjá Sanitas og Sana starfa í dag liðlega 80 manns, þar af tæplega 60 manns hér í Reykjavík rúmlega þriðjungur þess starfsliðs vinnur beint að framleiðslu, um þriðjungur að dreifingu og loks starfar tæplega þriðjungur starfs- liðsins, að stjórnun og sölumálum á vegum fyrirtækisins. Eftir að eigendaskipti urðu á fyrirtækjun- um og þau sameinuðust Pólaris hf, heita þau Pólaris hf. — Sanitas verksmiðjan og Pólaris hf. — Sana-verksmiðjan, og stærsti eig- andinn og stjórnarformaður er Páll G. Jónsson. Aðeins þaðbesta „lceland Review kemur alltaf eins og langþráður gestur f rá IslandÍ. (Úr bréfi frá lesanda ritsinserlendis.) Sendu vinum þínum í útlöndum gjafaáskrift - og fáðu heilan árgang í kaupbæti. Gjöf, sem berst aftur og aftur - löngu eftir að allar hinar eru gleymdar, og segir meirafrá landi og þjóð en margra ára bréfaskriftir. Iceland Revlew Hverfisgötu 54, sími 27622,101 Reykjavík. 0 Nýrri áskrift 1981 fylgirallur árgangur 1980 í kaupbæti, ef óskað er. Gefandi greiðir . aðeins sendingarkostnað. O Útgáfan sendir viðtakanda jólakveðju í nafni gefanda, honum að kostnaðarlausu. O Fyrirhöfnin erengin og kostnaðurinn lítill. Hvert nýtt hefti af lceland Review styrkir tengslin. □ Undirritaður kaupir_______gjafaáskrift(ir) að lceland Review 1981 og greiðir áskriftargjald kr. 9.900 að viðbættum sendingarkostnaði kr. 2.800 pr. áskrift. Samt. kr. 12.700. □ Árgangur 1980 verði sendur ókeypis til viðtakanda(-enda) gegn greiðslu sendingarkostnaðar, kr. 2.500 pr. áskrift. Nafn áskrifanda Sími Heimilisfang Nafn móttakanda Heimilisf. Nöfn annarra mottakenda fylgja með á öðru blaði. Sendið til lceland Review, pósthólf 93, Reykjavik, eða hringið í síma 27622. —sb.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.