Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 Bókmenntlr íslenzk grafík: eftir ERLEND JÓNSSON Þórarinn Sveinsson frá Kilakoti Björn telur að faðir sinn hafi ekki ætlast til að ljóð sín yrðu gefin út. Hann hafi ort sér til hugarhægðar en hvorki til lofs né frægðar. Ekki er að efa að það sé rétt enda er Björn um það manna dómbærastur. Eftir að hafa lesið kvæði Þórar- ins og skoðað þau frá ýmsum hliðum hlýt ég að efast um að þau hefðu orðið að meiri né betri þó skáldið hefði einatt ort með út- gáfu bókar í huga. Þórarinn hefur verið bæði hagorður, eins og kallað er, en — ekki síður orðhag- ur. Kynslóð Þórarins var lífsglöð í sinn hóp en hætti til að vera nokkuð hátíðleg á prenti. En þessi kvæði eru einmitt skemmtilegust fyrir þá sök hve þau eru náttúrleg og óþvinguð en þó um leið kjarn- yrt og hressileg. Ég tek sem dæmi þrjár vísur sem bera fyrirsögnina Ærin óborna. en með þeim fylgir sú skýring að »höfundur var spurður, hvort hann hefði séð rollu, sem vantaði á næsta bæ. Hann svaraði samstundis:* Fyllist heyhlaóa, helftin sé taða. láti þÍK Ka*fan nlaóa í Kulli varta. skirri þivr skaAa með skjótum hraóa. Sál þína laða til Ijóssins staða. Á öðrum stað í kvæðinu hrósar Þórarinn afmælisbarninu með því að segja að hann- sé »góðfóðurs berill* og »snarpur sauðsnerill.* Þannig hefur hann leikið sér að orðasmíð sem er dálítið úrleiðis við venjulegt mál en er þó hvergi fjarstæðari en svo að flestir hljóta að skilja. Og hafa gaman af! Ég felst á álit það sem fram kemur í fyrrgreindum inngangi bókarinnar að Þórarinn hafi verið góður hagyrðingur auk þess sem skáldskaparneista sé víða að finna í kveðskap hans. Þórarinn hefur verið smekkvís og hugkvæmur og óragur við að láta flakka hitt og annað sem kynslóð hans mun naumast hafa talið alfarið »skáldlegt«, en prýðisvel við hæfi til að lyfta andanum innansveitar. Hefði þessi bók þurft að koma út miklu fyrr því tíminn hefur ekki unnið með kveðskap sem þessum — sem svona er bæði staðbundinn og tímabundinn og að ýmsu leyti persónulegur. Þó má að vísu segja að aldrei sé of seint að birta það sem gott er og má það til sanns vegar færa um kvæðin í þessari bók. Er flest jákvætt um hana að segja nema eitt: Prentvillurnar eru sannarlega alltof margar. Erlendur Jónsson „Kuftungar- affir Bjðrgu Jónadóttur Grafíkmappa komin út í annað sinn GRAFÍKMAPPA félagsins ís- lensk grafik er nú komin út i annað sinn. Fyrsta mappan kom út árið 1978 og seldist hún strax. í þeirri möppu voru myndir eftir Ing- unni Eydal, Jón Reykdal, Ragn- heiði Jónsdóttur, Valgerði Bergsdóttur og Þórð Hall. Grafíkmappan er aðeins gefin út í 50 eintökum með 5 myndum eftir jafnmarga listamenn. I möppunni sem nú er komin út eru myndir eftir Björgu Þorsteinsdóttur, Eddu Jónsdótt- ur, Ingiberg Magnússon, Jens Kristleifsson og Richard Valt- ingojer Jóhannsson. Áskrifendur að fyrstu möppu féiagsins hafa haft forgang um kaup. Sá frestur er nú útrunninn og eru örfá eintök enn ósótt. A „1. Snfilinl<i Ajkla laaa |f■|a|Aa|flaaa|| pf A BlrOOOinill vWib MWIIOIIbOOII Björg Þorsteins- dóttir, Edds Jónsdóttir og Jons Kristloifsson. Verða þau til sölu í fundarher- bergi Norræna hússins miðviku- daginn 3. desember kl. 18—19 og kostar mappan 145 þúsund kr. Þeir sem skráðu sig á biðlista á sýningu félagsins í Norræna húsinu haustið 1979 eru beðnir að hafa samband við Þórð Hall í síma 45061 fyrir 3. desember. (Fréttatilky nning.) Orðhagur og óðarglaður Þtirarinn Sveinsson frá Kílakoti AÐ IIEIMAN Ljóð og stökur 66 bls. Reykjavík 1980 Björn Þórarinsson, bóndi í Kíla- koti í Kelduhverfi, hefur séð um útgáfuna á þessum ljóðum föður síns sem fæddur var 1873, bjó lengi búi sínu á föðurleifðinni og lést þar í hárri elli 1957. Ritar Björn formála fyrir útgáfunni og vitnar meðal annars i grein sem Karl Kristjánsson skrifaði um Þórarin látinn, persónu hans og skáldskap. Þar segist Karl sakna »ljóðanna, sem Þórarinn hafði skáldgáfu til að yrkja en orti ekki.« Karl segir að Þórarinn hafi verið meira en hagyrðingur: »Allt- af er að finna í kveðskap hans einhver merki um skáldgáfuna. Hagmælskan er þar aldrei ein á ferð.« /Erin þín óborna. úthyrnda. stórhyrnda. lágfætta. lagðsíða. leynist hjá Þrivarða. Fjandans ærfáluna færa þér ætlaða. haxaði upp brekkuna. blés þungt og mist* hana Ég er við ellina orðinn svo hlaupvana. Vaskleikann viðskila. vantar á pytluna. En Þórarinn kastaði ekki aðeins fram stökum, hann orti líka lengri kvæði sem hljóta að hafa verið nágrönnum og sveitungum geðbót og afþreying. Tek ég sem dæmi síðasta kvæði bókarinnar, afmæl- iskvæði, sem Þórarinn orti til fimmtugs bónda þar í sveit, vafa- laust flutt í mannfagnaði. Þar ber skáldið með meira fram þessar óskir bóndanum til handa: Góð stund í Norræna Flytjendur: Gunnar Björnsson. selló Jónas Ingimundarson. píanó Efnisskrá: A. Vivaldi. sónata nr. 5 í e-moll J.S. Bach, einleikssvíta nr. 1 í G-dúr L.v. Beethoven, sjö tilbrigði við stef Mozarts. E. Bioch, tvö lög úr „Jewish Life“. J. Brahms, sónata op. 38 i e-moll. Laugardaginn 15. nóv. sl. fóru fram aðrir háskólatón- leikarnir á þessu hausti og voru í þetta sinn haldnir í Norræna húsinu. Flytjendur Jónas Ingimundarson voru þeir sr. Gunnar Björns- son sellóleikari og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Jón Ásgeirsson aðalgagnrýnandi blaðsins mun hafa verið er- lendis þessa helgi og því ekki Gunnar Björnsson getað fjallað um tónleikana. En þar sem hér var um mjög ánægjulegan viðburð að ræða get ég ekki stillt mig um að stinga niður penna, þó nokkuð sé um liðið. Tónleikarnir hóf- ust á sónötu nr. 5 í e-moll eftir Vivaldi. Frá höfundarins hendi er þáttur sellósins ríkj- andi í þessu verki, en samleik- ur þeirra félaga var hér með ágætum eins og raunar ein: kenndi tónleikana í heild. í einleikssvítu Bachs kom nokk- uð á óvart hversu örugg tök sr. Gunnar hafði á þessu vand- leikna verki. Sr. Gunnar hefur verið þjónandi prestur vestur í Bolungarvík undanfarin ár, en á leik hans var ekki hægt að merkja að músíkin væri hlið- argrein með kristnihaldinu fyrir vestan. Gilti þar einu hvort um var að ræða að bera uppi langar breiðar laglínur í „Sarabande" eða hlaupa og trilia í fjörugum „Gigue". Þeir Tðnllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON félagar léku tilbrigði Beet- hovens af léttleika, sömuleiðis var fróðlegt að kynnast tveim- ur lögum úr „Jewish Life“ eftir E. Bloch. Tónleikunum lauk með sónötu op. 38 í e-moll eftir J. Brahms. Að mínu áliti risu tónleikarnir hér hæst. Upphaf fyrsta þáttar er stór- kostlega áhrifaríkt og verkið öðlaðist líf í höndum þeirra félaga, jafnvel flug þegar best lét.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.