Morgunblaðið - 29.11.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
21
eiríksgata Aístöðumynd. Hnitbjörg lengst til hægri er barnaheimilið á miðri mynd.
yfir ánægju sinni með teikn-
ingarnar eins og þær liggja nú
fyrir."
Það er samdóma álit allra
þeirra sem við höfum hitt eða
frétt af og fást við rekstur barna-
heimila, að hagkvæmast sé að þau
séu á einu gólfi. Má vera að það
stafi af því að menn hafi ekki
ráðgast við Gunnlaug Þórðarson
um þetta efni.
2. Bull
Greinarhöfundur heldur því
fram að undirritaði og jafnvel
arkitektar yfirleitt teikni flöt þök
til þess að skaða íslensku þjóðina
og ennfremur að þeir búi til
hallandi þök til þess að auðga
sjálfa sig.
Staðhæfingar af þessu tagi eru
bull, sem ekki er hægt að elta ólar
víð.
3. Byggingarkostnaður,
staðarval
og verðmæti lóðar
„Engum sem skoðar uppdrætti
af þessari fyrirhuguðu byggingu
á einum viðkvæmasta bletti borg-
arinnar getur dulist að hún
verður óhemju dýr í byggingu.
Það mætti segja mér að...“
Hefðirðu nú bara spurt, Gunn-
laugur!
Löngu áður en umrædd grein
birtist lá fyrir hver yiði bygg-
ingarkostnaður hússins við þá
verkþætti sem taka til forms þess
og útlits — meðtaldir skágluggar
og stórt þak. Heldur fáfengilegt er
því að hafa uppi mikla geypan
með getgátum um verð hússins.
Tilboð voru opnuð þann 14.
október 1980 í að gera húsið
fokhelt og ganga frá því að utan,
steypa veggi í lóð og grófvinna
hana.
Alls bárust 12 tilboð og voru
þau frá kr. 92.816.262.- til kr.
111.553.800.-, ef eitt boð er frátal-
ið. Kostnaðaráætlun var kr.
97.938.000.-. Meðaltal þriggja
lægstu boða var kr. 94.348.000.-.
Meðal bjóðenda voru margir
reyndir og virtir byggingameist-
arar og því engin ástæða til að
ætla að um undirboð sé að ræða
enda hefir nú verið samið við
lægstbjóðanda um framkvæmd
verksins.
Áætlað er að kostnaður við
þennan verkþátt sé um 54% af
heildarbyggingarkostnaði. Alls er
húsið 450 fermetrar og 1808
rúmmetrar. Verð á hvern fer-
metra er þá kr. 206.000.- en á
rúmmetra um kr. 51.000.-.
Til samanburðar má benda á að
áætluð tala frá byggingadeild
menntamálaráðuneytisins um
byggingarkostnað skóla fyrir hlið-
stæðan verkþátt er á fermetra um
kr. 219.000.- en reyndar hefur sú
tala reynst of lág fyrir flestar
skólabyggingar á síðustu árum.
Ennfremur að rúmmetraverð fyr-
ir hliðstæðan verkþátt í svo-
kölluðu vísitöluhúsi, þ.e. fjölbýlis-
húsi, er um 52.000.-. Á þessu sést
að byggingarkostnaður hússins er
nokkru lægri en gengur og gerist.
Að sjálfsögðu skipta nokkrir
gluggar, sem ekki hafa öll horn
rétt engu máli í því sambandi
enda mála sannast að þótt lög-
manninum vaxi í augum að
ákvarða önnur horn en rétt, þá
kunna smiðir og glerskurðarmenn
ofur einfaldar aðferðir til þess.
„Spurning hlýtur að vakna
hvaða börn eiga að njóta þeirra
forréttinda (svo!) að vera i þess-
ari þakhöll...“ segir greinarhöf-
undur. Því er til að svara að það
eru fyrst og fremst börn af
svæðinu næst heimilinu, þ.e. úr
austurbænum en sú stefna er
ráðandi í staðarvali dagheimila og
leikskóla að börn eigi þess kost að
sækja stofnanir sem styst frá
heimili sínu svo ekki þurfi að
flytja þau um langan veg með
ærnum tilkostnaði.
Tillaga Gunnlaugs um að leysa
dagvistunarmál þessara barna
með því að reisa tvö dagvistunar-
heimili í Steinahlíð inn við Elliða-
vog, „sem væri einkar kærkomin
fólki í Breiðholti og Árbæjar-
hverfi,“ verður að teljast frumleg.
Þá væri komið í veg fyrir það, sem
Gunnlaugi „virðist fráleitt með
tilliti til verðmætis lóðar og
notagildis húss.“ sem sé að reisa
þarna barnaheimili á einni hæð.
Satt er það að arðbærari hús,
mælt beint í krónum og aurum,
mætti byggja þarna. Hitt er víst
að fá starfsemi myndi lífga eins
mikið upp á umhverfið og þessi.
Kannski mætti í leiðinni benda á
að hús á næstu lóðum, þ.e. Hnit-
björg og Hallgrímskirkja eru
heldur engin stórgróða fyrirtæki,
mæld með sömu mælistiku. Og
minna má á að skrifað stendur:
„leyfið börnunum ...“
sunnudagur
íaðventu
Við bjóðum aðventukransa, ótal tegundir.
Allt efni í aðventukransana færðu hjá okkur.
Á morgun, fyrsta sunnudag í að-
ventu, höldum við upp á daginn og
bjóðum upp á heitt kakó og heima-
bakaðar smákökur.
OPIÐ ALLA DAGA OG UM HELGAR
FRÁ KL. 9-9
HÉRERBÓKIN!
ÁTJAN KONUR,
ferill þeirra og framtak í nútímahlutverkum
Hin síðari ár hefur ört stækkandi hópur kvenna gengið lítt troðnar leiðir menntunar
og sérhæfðra starfa, andlegra sem verklegra. Hér segja 18 konur sögu sína og
sanna góðan árangur athafna, sem án efa hefur á stundum reynt á þolið og kostað
erfiði. Afrek þeirra mun verða öðrum fyrirmynd og hvati á braut mennta og
starfsvals. — Þetta er tímabær bók í þjóðfélagi, sem ört breytist, verður æ
sérhæfðara og flóknara.
Gísli Kristjánsson ritstýrði og bjó til prentunar.
Fríða Á. Sigurðardóttir: PETTA ER EKKERT ALVARLEGT
Hér er bók, sem enginn unnandi fagurs skáíd5HaPar ma la*a framhjá sér fara ólesna.
Hér fer saman skilríkt og fagurt mál, ótvíræð frásagnarlist, »f3Sh!*n'n9u.r.°9 samuð
með því fólki, sem frá er sagt. Hér tekst galdur góðrar sagnalistar. — AhugávC.r?ar'
höfundur en Fríða A. Sigurðardóttir hefur ekki sent frá sér frumverk um langt árabil.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OUVERS STEINS SE