Morgunblaðið - 29.11.1980, Page 26

Morgunblaðið - 29.11.1980, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 „Sjómenn ekki of sælir af sínu“ HÁSETI á einum skuttogaranna Dagrúnu hafði samhand við Mbl. og gerði athugasemdir við ýmis- legt í frétt um laun skipverja á skuttogurum. sem hirtist i biað- inu á fimmtudag. Sagði hann. að sér virtist sem í útreikningum væri miðað við að viðkomandi togari væri á þorskveiðum og allur aflinn færi i 1. flokk. Fullveldisfagnaður Fullveldisfagnaður Stúdentafé- lags Reykjavíkur verður að Hótel Loftleiðum í kvöld. Enn eru óseld- ir nokkrir miðar og verða þeir seldir á hótelinu milli kl. 13 og 14 í dag. W?NKn$TRIK Ekki væri vikið einu orði að skrapveiðunum, en þær veiðar kölluðu oft á mesta vinnu, en minnst laun. Nefndi hann sem dæmi að siðastliðið vor hefði skuttogarinn Dagrún fengið um eitt þúsund tonn af grálúðu á röskum mánuði. Staðið hefði verið 18 tíma dag hvern á veiðunum, en vikulaunin hefðu verið svipuð og hjá þeim, sem sáu um löndunina og unnu mun skemmri tíma. Þá sagði hann, að tæpast væri rétt farið með, að úthaldsdagar væru 330-340 á ári hjá meðalskipi. Úthaldsdögum hefði fækkað veru- lega síðustu ár m.a. með aukinni sókn í ódýrari fisk, en á þessu ári t.d. vegna erfiðleika frystihúsa. Loks sagði þessi sjómaður, að laun margra sjómanna væru mik- il, en laun miklu fleiri væru lítil miðað við þá vinnu, sem að baki liggur. Sagði hann að einfalt væri að fletta upp í skattskrám og þá kæmi í ljós að hásetar á flestum togaranna væru hvergi meðal þeirra tekjuhæstu. „Það er aldrei tt.~ minnzt á hina miklu vinnu sjó- manna, aldrei minnzt á fjarvistir frá heimilum. Það er aðeins sagt frá tekjum sjómanna í beztu hrotunum, en síðan þagað þunnu hljóði þess á milli og sannleikur- inn er sá, að sjómenn eru ekkert of sælir af sínu,“ sagði þessi sjómað- ur að lokum. ‘^ÓÍÍTNÚ^NM/ÓÁAÖM^ mvubmwMVMm 154. árgangur Skírnis kominn SKÍRNIR. tímarit Hins islenzka bókmcnntafélags. 154. árgangur. er kominn út. og er meginefni hans um leikhús og leikbókmenntir. Fyrst er: „Um leikstjórn" eftir Svein Einarsson, Þjóðleikhússtjóra, erindi á aðalfundi Hins íslenzka bókmenntafélags 17. desember 1979. Næst kemur „I»ftur á leiksviðinu", grein um Galdra-Loft Jóhanns Sig- urjónssonar í íslenzku leikhúsi eftir Jón Viðar Jónsson. Þá er birtur einþáttungurinn: „Hlæðu, Magdal- ena, hlæðu" eftir Jökul Jakobsson, og grein eftir Pál Baldvin Baldvins- son um revíur í Reykjavík". Og þú skalt sofa í ár. Loks er grein eftir ritstjóra Skírnis, Ólaf Jónsson, sem ber heitið Leikrit og leikhús og undirtitilinn: Um íslenzka leikrita- gerð eftir 1950. Einnig eru birt bréf til Skírnis og ritdómar. Þessi árgangur Skírnis er um 200 efnissíður og fylgir honum Bókmenntaskrá Skírnis, samantekt Einars Sigurðssonar um skrif um íslenzkar bókmenntir 1979. „Blessað barnalán“ í Færeyjum Færeyska leikfélagið Sjónleikarfélagið í Þórshöfn hefur hafið sýningar á leikriti Kjartans Ragnarssonar. „Blessað harnalán". Leikritið er sýnt í færeyskri þýðingu Ilans Thomsens og ber heitið „Barnalótir". Leikstjóri er Elin Mouritsen. Meðfylgjandi mynd sýnir atriði úr uppfærslu Færeyinganna á lcikritinu. Greinargerð í máli Gervasonis: „Gætum þurft að aðstoða fleiri“ MORGUNBLAÐINU barst í gær greinargerð í máli Patricks Gervasonis, frá stuðningsnefnd hans. Greinargerðin var áður send öðrum fjölmiðlum. og birt- ist til dæmis í Þjóðviljanum í gær. Morgunblaðið birtir hana því ekki i heild, heldur aðeins útdrátt úr henni. í greinargerðinni, sem er í ellefu liðum, er byrjað á að fagna nýfengnum stuðningi alþjóða- samtakanna Amnesty Internat- ional, og einnig er fagnað „breyttri afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu í kjölfar skýrslu samtakanna". Þá er lögð áhersla á það að samtökin gefi ekki út yfirlýsingar nema að vel athuguðu og yfirlögðu ráði, og sagt er að upplýsingar AI séu fullkomlega samhljóða öllu því er stuðningsnefndin hefur látið frá sér fara um mál P. Gervasonis. Minnt er á að Amnesty taki mið af mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er Islend- ingar hafi skrifað undir, og sé því ólíklegt að ósk Frakkans um pólitískt hæli hér verði hafnað. Rætt er um að Islendingar verði að standa við yfirlýsingar sínar um mannréttindi, og veita Gerv- asoni full réttindi hér í samræmi við það. Jafnframt er lögð á það áhersla að það gæti orðið gott fordæmi að veita Gervasoni hér landvist, síðar gætum við þurft að liðsinna öðrum á sama hátt. Slíkt fordæmi ætti þó ekki að þurfa að þýða neins konar færi- bandaafgreiðslu og sagt er að „aðgerðir nokkurra ungmenna í París séu ekki í neinum tengslum við mál Gervasonis". Samningar hjá leiðsögumönnum LEIÐSÖGUMENN og viðsemj- endur þeirra undirrituðu nýja kjarasamninga með venjulegum fyrirvara um klukkan þrjú aðfaranótt fimmtudagsins. Samkomulagið gerir ráð fyrir að leiðsögumenn taki laun eins og afgreiðslufólk í gestamóttöku eftir 16. flokki heildarsamkomulagsins frá 27. október og 18. flokki eftir tvö ár. Út frá þessari viðmiðun eru svo laun fyrir einstakar ferðir reiknuð og mun hækkun þeirra vera á bilinu frá 3—4% til 22%, en meðaltalshækkun vera 14—16%. Aðilar urðu ásáttir um að sér- stök nefnd skyldi meta starfs- reynslu leiðsögumanna og úr- skurða hverjir eigi að taka laun eftir 18. flokki og verða lífeyris- sjóðsréttindi lögð þar til grund- vallar. Nefnd þessi á að Ijúka störfum fyrir lok febrúar* næst- komandi. FólksbiII og vörubíll skullu saman á Miðgarði i Grindavik i fyrradag, en þá var hálka allmikil. Fólksbíllinn er talsvert mikið skemmdur og slasaðist ökumaður hans nokkuð. ,,, _ Ljtem. Guðfinnur. Breyting á sjómannalög- um var tilefni ræðunnar í FRÉTT sem birtist i Morgun- blaðinu siðastliðinn fimmtudag og bar yfirskriftina „2,9 milljón- ir í hlut skipstjóra„ gætir nokk- urs misskilnings. Er þar vitnað í ræðu Ólafs Björnssonar útgerð- armanns, sem nú situr á Alþingi í fjarveru Kjartans Jóhannssonar, og eingöngu fjallað um orð hans um hátt kaup sjómanna og skip- stjóra, en það mál var aukaatriði I ræðu ólafs. Morgunblaðið hafði samband við ólaf og sagði hann þá meðal annars: vafasamur ávinningur fyrir sjó- menn. Allar þær tölur sem ég nefndi í þessu sambandi voru miðaðar við fiskverð í nóvember en ekki fisk- verð sem gilt hafa frá síðustu áramótum eins og miðað er við í fréttinni, slíkur samanburður er augljóslega út í hött þar sem fiskverð hefur breyzt þrisvar á þessu tímabili. Það hlýtur að vera augljóst að enginn myndi sætta sig við bætur í dag sem miðuðust við kaup (fiskverð) í janúar sl.,“ sagði Ólafur að lokum. „Ég var alls ekki að kveða mér hljóðs til að ræða launakjör sjó- manna eins og helzt er að skilja á þessari frétt. Ég var fyrst og fremst að ræða um þá greiðslu- skyldu sem nýgerðar breytingar á sjómannalögum setja útgerðinni. Þetta eru kvaðir sem útgerðin getur ekki tryggt sig fyrir, ekkert tryggingarfélag vill ganga í ábyrgð fyrir þá og getur þessi breyting því á stundum orðið © INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.