Morgunblaðið - 29.11.1980, Page 30

Morgunblaðið - 29.11.1980, Page 30
A FJOLUNUM: 30 morgunb; Leikendur i „íslandsklukkunni“: Jóhann Sigurósson, Július Hjör- leifsson, Karl Ákúsí Úlfsson ok GuðbjörK Thoroddsen; (fyrir framan þau) SÍKrún Edda Björnsdóttir, Guðmundur Ólafsson ok Guðjón Pálsson Peterscn. NEMENDALEIKIIUSIÐ: ,Jslandskliikkan u 21. sýning annað kvöld í Lindarbœ ANNAÐ kvöld sýnir Nemenda- leikhús Leiklistarskóla ríkisins „íslandsklukkuna" eftir Halldór Laxness í 21. sinn. Leikritið hefur verið sýnt í Lindarbæ fyrir fullu húsi áhorfenda síðan um miðjan október. Um þessar mundir eru að hefj- ast æfingar á nýju verkefni hjá Nemendaleikhúsinu og þess vegna verða aðeins fimm sýnmgar viðbót á „íslandsklukkunni". Næsta sýning er annað kvöld eins og fyrr er getið, en þarnæsta sýning á miðvikudagskvöld, 3. desember. Hefur þessari sýningu verið vel tekið bæði af áhorfendum og gagnrýnendum. Miðasala á sýningar Nemenda- leikhússins er í Lindarbæ og er opin milli kl. 16 og 19 alla daga nema laugardaga. Einnig er hægt að panta miða í síma 21971 á sama tíma. NORRÆNA IIUSIÐ: Kynning á sænskri tungu og bókmenntum í DAG kl. 14.00 efna Norræna félagið og tslensk-sænska félagið til kynningar á sænskri tungu. Samkoma þessi er hin næst siðasta i kynningaröð á norrænu málaári. sem íslenska málaársnefndin held- ur. Allir kynningarfundirnir hafa verið haldnir í Norræna húsinu og svo verður einnig að þessu sinni. Nýr sænskur lektor mun kynna tungu feðra sinna og bókmenntir. Hann heitir Lennart Pallstedt og hefur kennt sænsku víða um lönd. Á samkomunni syngur hinn víð- frægi sænski trúbadúr Jerker Eng- blom. KVIKMYNDIIl: ,JCrik“ (Gráturinn) hjá Fjalakettinum í DAG kl. 13 og annað kvöld kl. 19 og 22 sýnir kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn tékkneska kvik- mynd. „Krik“ (Gráturinn). Leik- stjóri er Jaromil Jires. Mynd þessi hlaut Grand Prix-verðlaunin árið 1964. í sýningarskrá segir m.a. um myndina: „Gráturinn lýsir einum degi í lífi ungra hjóna. Eiginkonan fer snemma dags á fæðingardeild- ina til þess að eignast barn en eiginmaðurinn, sem er sjónvarps- viðgerðamaður, gengur til vinnu sinnar að vanda og rifjar upp ýmis atvik úr lífi þeirra hjóna. Myndin fjallar fyrst og fremst um hvers- dagslíf venjulegs fólks og lætur hetjur vinnunnar og aðrar drama- tískar persónur lönd og leið.“ IIÖTEL BORG: Magnús Jóhannesson opn- ar sýningu á mánudag Á mánudag, 1. desember, opnar Magnús Jóhannesson sýningu á verkum sínum í veitingasalnum á Hótel Borg. Á sýningu Magnúsar sem verður opin á venjulegum starfstíma hótelsins eru 20 akríl- og vatnsiitamyndir. Sýningunni lýkur föstudag- inn 12. desember. Magnus Jóhannesson við nokkur verka sinna. „Að sjá til þin, maður“: Fjölskyldan fyrir framan sjónvarpstækið — Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karlsson og Emil Gunnar Guðmundsson. „Að sjá til þín, maður“ 24. sýning annað kvöld í KVÖLD er Rommí á fjölunum hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó og Grettir á miðnætursýn- ingu kl. 23.30 í Austurbæjarbíói. Annað kvöld verður 24. sýning á leikriti Franz Xaver Kroetz, „Að sjá til þín, maður", og er það jafnframt næstsíðasta sýning á því verki, en bæði leikritið sjálft og sýningin hafa vakið athygli. Vægðarleysi og samúð I leikriti Kroetz segir frá þriggja manna fjölskyldu, sam- búð hjónanna og átökum innan fjölskyldunnar um framtíð son- arins, sem vill ráða því sjálfur hvað hann tekur sér fyrir hend- ur. Faðirinn Ottó, vinnur í bíla- verksmiðju og fær þar enga lífsfullnægju. Þess í stað dreym- ir hann dagdrauma við leik að flugvélamódelum annars vegar, en hins vegar sýnir hann mátt sinn og megin innan heimilisins og smánar fjölskylduna. Persón- urnar í leiknum eru lítilmagnar, sem ráða ekki fram úr einföld- ustu vandamálum líðandi stund- ar og höfundurinn lýsir þeim bæði af vægðarleysi og samúð. Naumast hægt að gera betur Jóhann Hjálmarsson sagði í ritdómi sínum í Mbl. á sínum tíma: „Túlkun Sigurðar Karls- sonar á Ottó þótti mér með afbrigðum, að engu verður fund- ið því að naumast er hægt að gera betur ..." og „það er með fádæmum hve Margréti Helgu Jóhannsdóttur tekst vel að lýsa í senn mildi og hörku Mörtu". KAMMERMUSIKKLUBBURINN: Tónleikar í Bústaðakirkju Á mánudagskvöld, 1. des- ember, heldur Kammermús- íkklúbburinn aðra tónleika sína á nýbyrjuðu starfsári. Tónleikarnir verða haldnir í Bústaðakirkju og hefjast kl. 20.30. Flytjendur verða Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla, Nora Kornblueh, selló, og Kristján Þ. Stephensen, óbó. Á efnisskránni eru verk eftir Wolfgang Amadeus Moz- art og Erno Von Dohnányi. Þrir af fjórum flytjendum á tónleikum Kammcrmúsikklúbbs- ins í Bústaðakirkju, f.v.: Helga Þórarinsdóttir, Nora Kornblueh og Laufey Sigurðardóttir. Drekinn ÓKurlegi í „Kóngsdótturinni sem kunni ekki að tala“ hræðir engan en vekur mikla kátinu. Hann er hérna ásamt biðlum kóngsdótturinnar. Alfreð ok Vilfreð (HeÍKU Thorberg og önnu S. Einarsdóttur; drekinn: Ragnheiður Arnarsdóttir). „KONGSDOTTIRIN“: Þrjár sýning- ar um helgina ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ verður með þrjár sýningar um helgina á barnaleikritinu „Kóngsdóttirin sem kunni ekki að tala“, i dag, á morgun og mánudag. 1. desem- ber, og hefjast þær allar kl. 15.00 i Lindarbæ. Sýningar á leikritinu verða þá orðnar 11. Reynt verður að fjöiga Sýningum áður en jólaösin nær hámarki en þá gefst lítill tími fyrir leikhúsferðir. Aðsókn hefur verið mjög góð og um síðustu helgi var sett inn aukasýning, en um þessa helgi boðið upp á sýningu 1. des. þar sem barnaskólar eru í fríi þann dag. Söguþráður leikritsins er hefð- bundið ævintýri með óvenjulegum endi, en honum er komið til skila með tákn- og talmáli. Einnig eru notaðar brúður, talandi steinn og aðrar ævintýraverur til að koma söguþræði til skila. Greinilegt er að yngstu börnin njóta vel sýn- ingarinnar þar sem engin flókin orðaskipti eiga sér stað, heldur notaður látbragðsleikur. Drekinn ógurlegi hræðir engan en vekur mikla kátínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.