Morgunblaðið - 29.11.1980, Síða 36

Morgunblaðið - 29.11.1980, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 borskur 1978 1979 Aðrar tejf. 1978 1979 Samtals 1978 1979 Kanada 30.9 41,4 37,5 36,3 34,5 38,6 ísland 31.2 34,3 12,4 16,0 21,1 24,3 Noregur 14,2 5,5 4.3 3.2 8.9 4,3 Danmörk 19,8 13,4 8,7 4,4 13,8 8,5 Japan 1.0 3.3 11,5 7,7 6,7 5,7 Önnur lönd 2,8 2,2 25,6 32,3 15,1 18,6 Noregi og Sviss. Talsvert var þó selt af skreið til Italíu eins og mörg undanfarin ár. Fyrstu 8 mánuði þessa árs voru flutt út 6 þúsund tonn af skreið fyrir um 14 milljarða. Sigurður Markússon sagði í samtali við Morgunblaðið að nú virtist talsvert léttara fyrir fæti á Bandaríkjamarkaði en fyrr á þessu ári. Sagði hann, að birgðastaða fyrirtækja hefði stór- um lagast og væri nú að nálgast það sem eðlilegt gæti talist. Sagð- ist hann reikna með að fyrirtæki myndu byrja vetrarvertíðina með eðlilegum birgðum eða jafnvel tæplega það. Sigurður var spurður hvort það hefði mikla erfiðleika í för með sér ef Kanadamenn ykju þorskveiðar sínar um 350 þúsund tonn á næstu fimm árum. Svaraði hann því til, að svo þyrfti ekki að vera. Mikið af þeirri aukningu færi trúlega á Evrópumarkað, en einnig flytja Kanadamenn inn 40% af sínum fiskafurðum og aukin veiði myndi væntanlega draga úr þeim inn- flutningi. Á síðasta ári seldu Kanadamenn 52% af sjávarafurð- um sínum til Bandaríkjanna, 21% til Japan og 17% til landa í karabíska hafinu. Það væri þó ljóst að hin harða samkeppni ætti þó enn eftir að harðna á þessum mikilvægasta markaði íslenskra sjávarafurða. í spjallinu við Sigurð kom einnig fram að íslendingar í Bandaríkjunum hafa samstarf við Kanadamenn í auglýsingasamtök- um N-Atlantshafsþjóða. Hlutverk samtakanna er að auglýsa fisk eins og gerist í öðrum greinum verslunar í Bandaríkjunum. I haust var mikil herferð fyrir aukinni fiskneyslu í Bandaríkjun- um og þrátt fyrir aðrar slíkar undanfarin ár virðist hver Banda- ríkjamaður neyta 12—13 punda af fiski árlega að meðaltali og hefur lítil breyting orðið þar á. Um Bretlandsmarkað sagði Sig- urður að hann væri mjög sveiflu- kenndur og breytilegt framboð af fiski frá ári til árs hefði áhrif á sölumöguleika frystra afurða. Nefndi hann sem dæmi, að sigl- ingar íslenskra skipa með ísaðan fisk til Bretlands hefðu veruleg áhrif á sölu frystra afurða. Innflutningur Bandaríkjanna á frystum fiski kemur árið 1979 að hartnær 2/3 hlutum frá tveim ríkjum — Kanada og Islandi. Frá árinu 1978 jókst innflutningur frá þessum tveim ríkjum um 13,7%. Á sama tímabili dróst innflutningur frá öðrum ríkjum saman um 16,6%. Munar þar mestu um minni útflutning Norðmanna og Dana, sem dróst saman um rúm- lega 50 millj. pund, þar af dróst útflutningur Norðmanna saman um tæplega 30 millj. pund. Þetta má að allmiklu leyti rekja tii markaðsstefnu Norðmanna, sem líta gjarnan á Bandaríkja- markaðinn sem yfirfallsmarkað, þar sem hægt sé að koma fyrir hlið þessarar framvindu, sem enn sé ekki farið að gæta að í fullum mæli er aukið heildarframboð á fiski. Kemur fram að ýmis ríki hafi gripið til margvíslegra ráða til að auka framtíðarafrakstur. Kanadamenn t.d. ætla sér að auka þorskafla úr 450 þúsund tonnum í ár í yfir 700 þúsund tonn árið 1985. Heildarbotnfiskafla ætla þeir að auka úr rösklega 1100 þúsund tonnum í ár í yfir 1400 þúsund tonn árið 1985. Hér verður ekki farið nákvæm- ar í skýrslu Jónasar Blöndal um markaðsmálin, en í lokin vikið að Bretlandsmarkaði, sem er næst- stærsti markaður fyrir frystar (I.jósm. SÍKuriceir) Einn Fossa Eimskipafélags Islands leggur af stað til Bandaríkjanna með frystan fisk frá Vestmannaeyjum. - Rætt um markaðsmál á þingi Fiskifélagsins MARKAÐSMÁL sjávarafurða voru mjög til umræðu á Fiski- þingi og flutti Sigurður Markús- son erindi um þau mál, en síðar hafði Hjalti Einarsson framsogu um markaðsmálin. í skýrslu Jón- asar Blöndal til stjórnar Fiskifé- lags íslands. sem lögð var fram fyrsta dag Fiskiþings, segir m.a.: „Nærri lætur að 4/5 hlutar alls útflutnings sjávarafurða sé seldur á vegum einhverra sölusamtaka. Þessi skipan mála á sér ýmsar rætur, bæði hagnýtar og sögu- legar. Upphaf þessarar skipanar mála má tvímælalaust rekja til óvæginnar innbyrðis samkeppni íslenskra framleiðenda fyrr á öld- inni. Flestum var ljóst að slík samkeppni var heildinni til baga. Það opinbera reið á vaðið og setti lög um Síldareinkasölu Is- lands árið 1928. Upp úr Fiskimála- nefnd, sem ætlað var það hlutverk að losa sjávarútveginn úr heij- argreipum kreppunnar, þróast síð- an sölusamtök saltfisks og frysti- iðnaðarins." I kafla skýrslunnar um frystar sjávarafurðir kemur fram að frystar sjávarafurðir eru einkum seldar á þrjá aðskilda markaði, Bandaríkin og Bretland, þar sem sala er frjáls, og Sovétríkin, en þangað er selt samkvæmt við- skiptasamningi ríkisstjórna Is- lands og Sovétríkjanna. Á árunum 1978 og 1979 var freðfiskútflutn- ingurinn sem hér segir: umframafurðum, sem ekki er hægt að koma út á hefðbundnum mörkuðum í Evrópu. Af þessari stefnu Norðmanna hefur leitt óstöðugt framboð þeirra á Banda- ríkjamarkað eftir því, hvernig aflabrögð eru í Noregi, segir Jónas Blöndal. Þá fjallar hann nokkuð um verðþróun á Bandaríkjamarkaði og segir, að á þessu ári hafi gætt stöðnunar og verðlag hafi ekki fylgt verðbóiguþróun, þannig að raunvirði hafi farið lækkandi. Hann segir, að undanfarin ár hafi reynslan sýnt að Bandaríkjamark- aður sé leiðandi í verðmyndun á alþjóðlegum fiskmörkuðum. Þær gárur, sem þar myndist hafi tilhneigingu til að teygja sig yfir á aðra markaði — oft með talsverð- um tímamun. Eftirfarandi tafla sýnir þá þróun, sem orðið hefur undanfarin rúmlega þrjú ár að því er varðar helstu tegundir okkar. Verðþróun í USA. sjávarafurðir ,frá Islandi. Skýra meðfylgjandi töflur um heildar- framboð á fiski í Bretlandi og markaðshlutdeild einstakra landa allvel stöðuna á markaðnum og sókn fslendinga inn á þennan markað með frystar afurðir. _____ Bretland: Heildarframhoð af frystum fiski: Bandaríkjanna og er þessi mark- aður hinn þýðingarmesti fyrir ísl. sjávarafurðir. Hér verður ekki farið frekar út í sölu til Banda- ríkjanna en ef litið er á aðrar afurðir en frystan bolfisk kemur í ljós að 17% fóru í fyrra til Bandaríkjanna, 13% til Norður- landanna, 23% til Bretlands, 11% Ár Heildarmagn (þús. t.) Innfl. % HeimaframleiÓHla % 1977 178.4 28 72 1978 182.0 36 64 1979 193,6 41 59 Markaðshlutdeild einstakra landa (innflutningur) %: 1977 1978 1979 Island 10 15 20 Færeyjar 5 4 4 Danmörk 5 7 8 Noregur 52 52 42 V. Þýskaland 4 6 9 Flðk 10x5 cent/pund Árslok 1977 ÁrHlok 1978 Árslok 1979 1. mai 1980 Þorskur 114.0 127.5 141.0 141.0 Ýsa 123.0 136.5 159.0 159.0 Karfi 91.5 87.0 96.0 82.6 Ufsi Blokk 4x16 '/3 73.5 78.9 83.4 78.1 Þorskur 105.0 105.0 108.0 103.0 Ýsa 105.0 105.0 130.0 135.0 Karfi 74.0 95.0 90.0 80.0 Ufsi 65.0 70.0 75.0 75.0 1978 % " 1979 % Breyting % USA 77.617 73,2 82.091 71,4 + 5,7 Sovétríkin 9.274 8.7 12.040 10,5 + 29.8 Bretland 13.809 13,0 16.384 14,3 + 18,6 Önnur lönd 5.390 5,1 3.981 3,5 - 26,1 ALLS 106.090 114.946 8,3 Af þessu má ráða þýðingu framangreindra markaða, einkum Bandaríkjamarkaðarins fyrir sölu á frystum fiskafurðum. Um það bil 95—97% útflutningsins fara á þessa þrjá meginmarkaði og af því fara 3/4 hlutar á Bandaríkja- markað. Það er einnig sá markað- ur, sem að jafnaði gefur best verð fyrir afurðirnar, en er jafnframt kröfuharður um gæði. Ef miðað er við verðmæti verður þýðing þessa markaðar því enn ljósari, segir Jónas Blöndal í skýrslu sinni. Þorskur í flakapakkningum frá íslandi hefur haft um 50% mark- aðshlutdeildar í Bandaríkjunum tvö síðastliðin ár. I þorskblokk höfðu íslendingar hins vegar 32% hlutdeildar í markaðnum 1978 en 46,1% 1979. Markaðshlutdeild flaka og blokka frá hinum ýmsu þjóðum var sem hér segir tvö fyrrnefnd ár. ----------------- Markaðshlutdeild í USA, samandregið flök og blokk,% Þessi tafla er miðuð við 1. maí, en síðan hefur þorskblokk hækkað í 110 cent hvert pund, en nokkur lækkun orðið á ýsublokk. Jónas segir, að ástæður stöðnunar á verðlagi séu fyrst og fremst sam- dráttur í efnahagslífi vestra með tilheyrandi samdrætti eftirspurn- ar. Nokkur aukning er á framboði, en þó varla það mikil, að áhrif hennar séu umtalsverð. Jónas seg- ir, að ef þessi stöðnun verði varanleg megi vænta þess, að hennar komi einnig til með að gæta á öðrum mörkuðum í náinni framtíð. I skýrslunni er næst vikið að hugsanlegum breytingum á fram- boði og segir Jónas, að 200 mílna efnahagslögsaga ríkja hafi þegar haft í för með sér veruleg um- skipti á sviði markaðsmála. Onnur „Léttara undir fæti“ I ræðu sinni rakti Sigurður Markússon markaðsmál íslenskra sjávarafurða mjög nákvæmlega. Kom fram hjá honum að á síðasta ári seldu íslendingar langmest af frystum sjávarafurðum sínum til til annarra landa V-Evrópu og 34% til Asíu, en þar er fyrst og fremst um fryst loðnuhrogn að ræða. Á síðasta ári voru flutt út 46.400 tonn af saltfiski fyrir 30,6 millj- arða króna. 30% af þessu magni fóru til Portúgal og 29% til Spánar. Mjöl og lýsi voru í fyrra flutt út fyrir 38,4 milljarða, sam- tals 290 þúsund tonn. 39% fóru til Bretlands, 25% til A-Evrópu og 12% til Norðurlandanna. í fyrra voru seld 20 þúsund tonn af saltsíld fyrir 8 milljarða, 49% fóru til Norðurlandanna, 20% til ann- arra landa V-Evrópu og 30% tij A-Evrópu, einkum Rússlands. í fyrra voru flutt út 3.300 tonn af skreið fyrir 5,1 milljarð. Megnið af skreiðinni fór til Nígeríu, en hluti skreiðarinnar hafði viðkomu í „Hin harða samkeppni á enn eftir að harðna"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.