Morgunblaðið - 29.11.1980, Síða 41

Morgunblaðið - 29.11.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 41 fclk í fréttum * Isabella stofufangi veiktist + Dagblað í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, greindi frá því fyrir skömmu, að Isabel Perón fyrrum forseti, hefði veikst en væri nú á bata- vegi. Sagt var að tauga- spenna hefði haft áhrif á hjarta hennar. Fréttir herma að hún hafi veikst er hún frétti að brátt ætti að sleppa henni úr stofufangelsi. Núverandi forseti, Jorge Videla, steypti stjórn Isa- bellu í marsmánuði 1976 og ásakaði hana um spill- ingu. Henni er haldið í stofu- fangelsi á landareign Per- ónfjölskyldunnar í San Vincente, skammt frá höfuðborginni. Þar bíður hún dómsniðurstöðu fjög- urra sjálfstæðra réttar- halda. Fjársjóður einræðis- herrans fundinn? + ítalskur kafari segist hafa fundið fjóra þunga járnkassa í Gardavatni á Italíu sem gætu innihaldið fjár- sjóð fyrrum einræðisherra Ítalíu, Benito Mussolini. Geymslustaður þessara auðæfa hefur verið ráðgáta frá stríðslokum. Sumir segja að þeim hafi verið sökkt í Comovatn, nálægt Dongo þar sem Mussolini var handtekinn, þegar hann reyndi að flýja til Sviss. Aðrar sagnir herma, að fjársjóðnum hafi verið rænt og sumir efast um að hann hafi nokkurn tíma verið til. Um- ræddir kassar eru á um 60 metra dýpi. Það sem einkum þykir renna stoðum undir tilgátu kafarans er sú staðreynd, að við þetta vatn stend- ur Salo, sem voru höfustöðvar fasistastjórnarinnar 1943—1945. Kafari þessi segist reiðubúinn til að ná fengnum upp, ef stjórnvöld lofi sér hluta verðmætanna. — Musso- lini var tekinn af lífi ásamt ástkonu sinni, Clarettu Petacci, í apríl 1945. 1 \ Astar- kveðjur frá Raquel + Eitthvað virðist hún Raquel Welch eiga í erfið- leikum með gerviaugnahár- in sín, nema þetta sé nýj- asta tízka. (Reyndar hefur maður nú heyrt talað um þriðja augað). En „allt í plati" því þetta er úr atriði í nýjum sjónvarpsmynda- flokki, sem bráðum hefur göngu sína. Sá nefnist „Með ástarkveðjum frá Raquel“ (From Raquel with Love) en í þeim leikur Raquel kvik- myndastjörnu. Vonandi fáum við nánari fregnir af flokki þessum í nánustu framtíð. Götu- sóparar frá Kína + Hér sjáum við borgarstjóra New York-borgar, Edward Koch (til hægri), prufukeyra nýstár- legan götusópara. Þessi tæki gaf borgarráð Shanghai í Kína New York-búum. Það var í heimsókn ráðamanna í New York til Kína í febrúar sl., sem tækin vöktu athygli þeirra. Hinir rausnarlegu Kínverjar brugðust sumsé fljótt við og sendu tvo að gjöf. Þeir munu verða notaðir til hreinsun- ar í almenningsgörðum í New York. Sigurvinsson Knatlspyrnuævintýri Eyjapeyjans ettir Sigmund Ó. Steinarsson og Guöjón Róbert Ágústsson. Nýstár- legasta bókin á jólamarkaönum í ár. Stórskemmtileg bók, þar sem brugöið er upp í máli og myndum ævintýri eins besta knattspyrnu- manns í Evrópu, Ásgeirs Sigurvinssonar. Óskabók allra íþróttaunn- enda. ungra sem aldinna. Norskt útflutn- ingsfyrirtæki óskareftirumboðsmanni á íslandi til þess aö annast sölu á viðvörunarkerfum (þjófabjöllukerfum.) Holars Automation, Postboks 25, N-2092 Minnesund NORGE. Telex nr. 19690 holarn AK.I.VSINCASIMIW KR: Jllorounblnbit) , Fjölskyldu- skemmtun með Gosa -í hódeginu alla sunnudaga Gosi fer á kreik enn á ný í Veitingabúð Hótels Loftleiða. Skemmtir sér og krökkunum. Ungtemplarar koma í heimsókn, kynna starfsemi sína og verða með fræðslu- og skemmtidagskrá. Bamakór Mýrarhúsaskóla syngur nokkur lög undir stjóm Hlínar Torfadóttur. Matseðill: Spergilsúpa kr. 700 Kálfasneiðar með Zingarasósu kr. 4.300 Steikt fiskflök með Bernaisesósu kr. 3.450 Rjómaís með súkkulaðisósu kr. 1.050 Fyrir bömin: 1/2 skammtur af rétti dagsins 6-12 ára, frítt fyrír böm yngri en 6 ára. Auk þess: Gosaborgari m/frönskum kartöflum kr. 1.200 Nórasamloka m/frönskum kartöflum kr. 850 Veríð velkomin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.