Morgunblaðið - 29.11.1980, Síða 44

Morgunblaðið - 29.11.1980, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 HÖGNI HREKKVÍSI yziitu uyep- t-Afj vap TM Rog. U.S. Pat. Off— all rights reserved ®1977 Los Angeles Tlmes ást er... ... að læra box svo þú getir verndað hana. Ég losaði mÍK í gær við stærsta vandamál mitt. — Ég henti honum niður stigann! Það hafa margir komið hingað og farið út aftur án þess að borga, i þessari viku! Það fer varla hjá því að manninn þinn fari að gruna eitthvað, á hvaða augnabliki sem verða skal. íslenskt heimavarnarlið Bragi Melax skrifar: „Lítill hluti þess sem fyllir síður dagblaðanna mun lesinn af fjöld- anum. Þannig er einnig um mig. Greinar um einn flokk mála fara þó ekki framhjá mér, þá sjaldan að um hann er skrifað, en það er um varnir landsins. Hinn 25. sept. sl. birtist grein í Mbl. eftir Ara T. Guðmundsson með yfirskriftinni „Varnir íslands án Atlantshafs- bandalagsins". Ekki veit ég hver maðurinn er, enda skiptir það mig engu máli. En sem einn af þegnum þessa lands langaði mig til að lýsa stuðningi mínum við skoðanir hans, þær fara að miklu leyti saman við mínar. Höfundurinn veit þó allavega að einhverjir íslendingar eru sama sinnis og hann. En pennaletin gerði það að verkum að greinina þessum hug- myndum til stuðnings samdi ég aldrei og er ekki að því með þessum fáu orðum hér. Máttleysi og vonleysi Nei, undanfarna daga hefur maður hlaupið yfir frásagnir af landsfundi Alþýðubandalagsins. Bóndi einn norðan úr landi flutti þingheimi boðskap, varaði við manninum Ólafi Jóhannessyni utanríkisráðherra, manninum sem vill fá „morðsérfræðing" sér til aðstoðar. Eitthvert máttleysi kom yfir mig við að lesa þetta, blandað einhvers konar vonleysi. Ekki vegna þess að þessi orð bónda norðan úr Mývatnssveit séu einhver tímamótaatburður, þótt hann í þröngsýni sinni þarna efst á heimskortinu telji sig speki flytja öllum mannheimi. Nei, nei, þarna voru aðeins sögð orð, sem túlka hugsun margra Islendinga. Þá erum við komin að kjarna málsins. Hvers vegna hugsum við svona, en maður hinum megin á hnettinum öðruvísi? Hvað voru bænd- ur að hugsa? Við skulum athuga nokkur at- riði, sitt úr hverri áttinni. Það getur verið að einhver lesandi hugleiði eitthvert þeirra. íslend- ingar eru eina þjóðin í veröldinni, sem án ágreinings ber hugtakið sér þjóð, sem ekki er með neinar sjálfstæðar hervarnir. Erum við þeir vitru en afgangurinn af mannkyni í villu og svíma? Hvað vita margir íslendingar, að próf- essorar í nútímasögu á vestur- löndum kenna, að Rússar og Bandaríkjamenn séu fyrir löngu búnir að koma sér saman um að ráðast ekki á stórborgir hvorir annarra í fyrstu lotu, heldur herstöðvarnar Norfolk og Kefla- vík t.d.? Hefðu íslendingar unnið sigur í landhelgisdeilunni með því að nota trillubáta sem varðskip? Unnu Islendingar ekki sigur í þorskastríðinu vegna þess að þeir voru með ofbeldi fyrst og síðast? Hvað þurfa margir vel vopnaðir menn að vera í flugvél, sem flytti þá til Reykjavíkur í því augnamiði að ræna verðmætum og flytja til Afríku? Hvað voru þeir bændur að hugsa sem samþykktu 75. grein íslensku stjórnarskrárinnar en hún hljóðar svo: Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn landsins, eftir því sem nákvæmar kanna að verða fyrir mælt með lögum. Hvers vegna? Hvað haldið þið um lunkheit eða árvekni bandarísku leyniþjónust- unnar eftir að Ameríkaninn kom íslendingum til að geyma nokkur ullarteppi og annað smávegis uppi í Mosfellssveit? Hvers vegna voru ofurlitlar hervarnir hér á 17. öld? Hvers vegna verður íslendingur- inn oft úti milli byggða en Græn- lendingur ekki? Hvers vegna eru hugmyndir íslensks almúgamanns og almúgans í Latnesku Ameriku og við Miðjarðarhaf næstum hinar sömu varðandi hermennsku? Hlýt að vera undanvillingur Það var farið illa með hrepps- ómagana hér í gamla daga. Marg- ur hygginn krypplingurinn æjaði og hrópaði á eftirtekt, „ætlarðu að berja mig aumingjann". Sam- kvæmt þessu mottói horfinnar bændamenningar eru viðeigandi fallbyssur settar á varðskipin og sósíalistar frá kreppuárunum um 1930 fá flog ef vikið er frá hugmyndum krypplingsins. Samkvæmt íslenskum hug- myndum hlýt ég að vera undan- villingur, en á meðan ég veit að utan landsteina íslands finnst vart í veröldinni málsmetandi maður, sem skilur eða styður hugmyndir okkar íslendinga í varnarmálum okkar, ætla ég að leyfa mér að hafa mínar skoðanir, en þær eru þessar. Rökstuðningi sleppt. Hörmuleg einiöldun á alvarlegu máli Sú þjóð, sem ekki ver sig sjálf, verður aldrei varin, í víðtækri Til hvers varð heimurinn til 2Horj$tmMaí>ií> fyrir 50 árum Sjúkrasamlag Reykjavíkur Þótt hlutavelturnar hjer í bænum sjeu orðnar aéði- margar í ár og ærið ánauðarok mörgum manni, ekki síst þeim, sem oftast er leitað til um gjafir. kaup- mönnum og fleiri góðum mönnum, ætlar Sjúkrasam- lag Reykjavikur að halda hlutaveltu i KR-húsinu næstk. sunnudag, 23. þ.m. — Hlutaveltur samlags- ins hafa jafnan verið taldar einna vinsælastar, og jafn- vel sjálfsagðastar af öllum hlutaveltum bæjarins og ber margt til þess: Menn hafa nú í full 20 ár sjeð og beinlinis bjargað margri fjölskyldunni frá þvi að komast á vonarvöl, vegna vanefna og veikinda og þannig sparað útgjöld bæj- arfjelagsins, svo að þúsund- um kr. skiftir árlega. Það hefir aukið sjálfsbjargar- viðleitni fjölda manna og nýtur nú fullkomins skiln- ings og trausts bæjarbúa. Nú hefir samlagið orðið að gera nýja samninga við læknana og sætt þeim kost- um, sem ekki var unnt að umflýja. Ungur félagi skrifar: „Sæll félagi! Það er víst tími til kominn að ég leggi eitthvað til máls í þessum umræðum um þróun og sköpun. Eigi hefi ég hugsað mér að leggja dóm á hvort sannara sé, það er mál hvers og eins hverju hann trúir í því efni. Allir vita að vísindin hafa leitt margt gott af sér og sýnt fram á ólíklegustu hluti. Þannig að kenningin um þróun er síst vitlausari en annað. Þetta með sköpunina er heldur ekki sannað mál eða ósannað. Lýsir Guði og vilja hans með okkur Nú hefur í þessari umfjöllun verið skotið á víxl á „andstæð- inginn" svo mér finnst mál til komið að fólk temji sér önnur vinnubrögð. Hvernig væri að þið sem mæltuð svo á móti þróunar- kenningunni settust niður og kynntuð ykkur þetta á gagnrýn- inn hátt en jafnframt án for- dóma. Hið sama gerðuð þið sem gerið gys að gömlum trúarrit- um. Af hverju ekki að lesa þetta rit og kynnast því af eigin raun og afla sér heimilda um sögu þess og gildi sem heimildarits og þ.h. Þar sem mér persónulega finnst ekki skipta máli hvort heimurinn er skapaður eins og Biblían segir frá eða þá að þróun hafi átt sér stað, þá læt ég vera að fjalla um það hér. Hinu væri nær að pæla í og það er Guð. Spurningin ætti frekar að vera, hver stendur á bak við allt þetta? Ég held að við ættum að íhuga frekar hvort það sé Guð sem stendur á bak við tilveruna og ef svo er þá getum við bara ráðið hvort við trúum að hann hafi skapað heiminn eins og sagt er frá í Biblíunni eða hvort heimurinn hafi þróast til þess sem hann er í dag. Biblían er engin náttúrufræðibók og er ekki til þess að við getum sagt hvernig heimurinn varð til. Heldur er hún bók er lýsir Guði og vilja hans með okkur. Til hvers að lifa ef það er til einskis? Nú getur verið að enginn Guð sé til og er hverjum fjálst að trúa því, en þá koma spurningar eins og: Hver stendur á bak við þetta allt? Og til hvers erum við að lifa? Kannski er enginn sem stendur á bak við þetta allt og kannski enginn tilgangur með þessu öllu. Nú, ef þú kemst að því að svo sé þá liggur við að mér finnist réttast að leggjast niður og deyja — því til hvers að lifa ef það er til einskis? Að lokum: Hver er tilgangur lífs okkar? Til hvers varð heim- urinn til? í stað þess að spyrja hvernig hann varð til. Með þökk fyrir lesturinn. Lifið heil og finnið sannleik- ann!“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.