Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Ríkisstjórnin: Stefnir að 15% fiskverðshækkun - vill bjóða sjómönnum auknar skattaívilnanir STEFNA rikisstjórnarinnar varóandi fiskverðshækkun er að halda henni við 15% og fá sjó- menn til að samþykkja þá hækk- un með „féla>?smálapakka“, sem m.a. hefði að geyma auknar skattaivilnanir fyrir sjómenn. Seðlabankinn hefur lagt til að gengissigið fram til áramóta verði á bilinu 2—3%, en í því sambandi er tapið á frystingunni nú talið vera um 2% meðan t.d. skreiðar- verkunin sýni 10% hagnað. Ríkisstjórnin vill draga sem mest úr gengisfellingu í kjölfar fiskverðsákvörðunar og hafa í því sambandi verið ræddar ýmsar leiðir, m.a. þær að nota gjaldeyris- varasjóðinn til slíkra ráðstafana, en í hann hefur m.a. verið gengið áður við fiskverðshækkun og lán- að fé til frystingarinnar. Davíð Scheving Thorsteinsson: Skuggi yfir heim- ilunum um jólin — vegna „jólagjafar“ ríkisstjórnarinnar „ÞAÐ mun hvila skuggi yfir heimilum þessa fólks um jólin vegna „jóiagjafar" ríkisstjórnar- innar. sem hefur sett atvinnuör- yggi hundruða manna í hættu," sagði Davið Scheving Thorsteins- son formaður Félags íslenzkra iðnrekenda þegar Mbl. spurði hann álits á lögunum um vöru- gjald á sælgæti og gosdrykki, sem hlotið hafa samþykki Al- þingis. „Eg álít einhverja vitlausustu og skammsýnustu skattlagningu, sem ég hef nokkurn tíma heyrt talað um,“ sagði Davíð. „Skatt- lagningin á að gefa ríkissjóði um 3,4 milljarða en kauphækkunar- áhrifin verða minnst 5 milljarðar á næsta ári. Hvaða glóra er í því að krafsa inn með vafasömum hætti 3,4 milljarða, sem hafa mun það í för með sér að fólkið þarf að borga hærra verð fyrir þessa vöru, atvinnuvegirnir þurfi að borga sínum starfsmönnum hærra kaup og þeir þurfa síðan að borga aukalega skatta til ríkisins svo að það geti borgað sínum starfs- mönnum hærra kaup sem af skattlagningunni hlýst?" „Ég vil einnig benda á að þessi ríkisstjórn hefur talað mest allra ríkisstjórna um samráð við verka- lýðinn. í þessu máli gerist það að starfsmenn fyrirtækjanna mót- mæla harðlega með rökfastri og góðri ályktun. En hvað gerist? Ríkisstjórnin, sem talar sem mest um samráð hundsar gjörsamlega hvert einasta orð sem verkalýður- inn hefur sagt í þessu máli. Og við umræður í Alþingi um málið kom loksins fram sú fyrirlitning, sem formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins hefur á verkalýðn- um á Islandi, þegar hann sagði að ekkert væri að marka undirskrift- ir fólksins," sagði Davíð að lokum. Skipverjar á Vestmannaey: kemur sama í hlut skipstjórans og hásetans. Lifrin hefur fært hverjum í áhöfn Vestmannaeyj- ar nokkuð á þriðja hundrað þúsund krónur. Fjórir togarar eru gerðir úr frá Eyjum, en hinir þrír hafa samtals landað innan við 5 tonnum af lifur í ár. Magnús Kristinsson hjá Berg og Hugin, útgerð Vestmannaeyj- ar, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að Vestmannaey hefði verið talsvert á öðrum veiðum en þorskveiðum í ár eins og flestir aðrir togarar. Hann nefndi sem dæmi, að togari, sem mikið væri í þorski gæti haft allt að 200 tonnum af lifur yfir árið ef hver einasti lifrarbroddur væri hirt- ur. Brúttóverðmæti væri þá 21 milljón króna. Fyrstu 10 mánuði þessa árs komu á land 980 tonn af lifur í Vestmannaeyjum, en 841 tonn Hafa hirt hátt í 7 0 tonn af lif ur SKIPVERJAR á togaranum Vestmannaey VE 54 hafa verið iðnir við að hirða þorsklifur á þessu ári og hafa landað um 67 tonnum aí lifur í ár. Auk þess gerðu þeir tilraun fyrir Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins i einum túr og hirtu þá allt slóg og lifrina þá um leið. Alls voru það tæp átta tonn og fengust um 800 þúsund krónur fyrir slógið. sem unnið er í dýrafóð- ur. Brúttóaflaverðmæti lifrarinn- ar, sem skipverjar á Vestmanna- ey hafa hirt í ár, er um 5,5 milljónir króna og er skipting þannig, að helmingur kemur í hlut útgerðar og helmingur í hlut áhafnar, en af lifrinni allt árið 1979. Langmest er hirt af lifrinni á vertíðinni, en þá koma bátarnir með aflann óað- gerðan. Lifrarsamlag Vest- _ mannaeyja tekur við lifrinni, sem ýmist er unnin í lýsi eða niðursoðin. Niðursuðuverk- smiðja Lifrarsamlagsins hefur þó ekki verið starfrækt frá júlílokum vegna hráefnisskorts. 20 milljarða skattahækkun 1981 Hækkun fjárlaga sprengdi sendur um verðþróun milli Fjárlög ársins 1981 voru samþykkt í Sameinuðu þingi í gær með atkvæðum þingmanna stjórnarliðsins. Niðurstöðutölur fjárlaganna eru um 551 milljarður króna, sem er 59% hækkun frá fjárlögum líðandi árs. Rekstrarafgangur er áætlaður 5 milljarðar króna og greiðsluafgangur 2.3 milljarðar króna. Hækkun f járíaga milli áranna 1980 og 1981, 59%, er verulega hærri en sem nemur fjárlagaforsendum um verðlagsþróun á fjárlagaárinu, þ.e. 42% verðbólguvexti. 'O INNLENT Skatttekjur ríkissjóðs 1981 hækkuðu um 8,6 milljarða króna milli annarrar og þriðju umræðu fjárlaganna. A þeim fáu dögum, sem á milli um- ræðna leið, var lagt á nýtt vörugjald á sælgæti og gos- 'drykki að fjárhæð 3,6 millj- arða króna, tekju- og eigna- skattar hækkaðir umfram verðlag sem nemur 4,4 millj- örðum og skattahækkun á bensíni umfram verðlag um 4,7 milljarða króna. Frá þessu dregst síðan lækkun tolla, samkvæmt samningum, lækk- un aðlögunargjalds og lækkun nýbyggingargjalds. Nettó- fjárlagafor- 1980 og 1981 hækkun er þá 8,6 milljarðar króna. Lárus Jónsson, fjárveitinga- nefndarmaður Sjálfstæðis- flokks, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að ef miðað væri við skatta yfir- standandi árs, næmi hækkun skatta samkvæmt fjárlögum 1981, nálægt 20 milljörðum króna, þar af 6,5 milljörðum króna vegna þess að skattvísi- tala (145 í fjárlögum 1981) væri ekki látin fylgja verð- lagsþróun milli ára eins og eðlilegt hefði verið. Lárus Jónsson sagði, að lánsfjáröflun til opinberra framkvæmda hækkaði um 74,3% frá áætlun 1980 til áætlunar 1981, en erlendar lántökur til opinberra fram- kvæmda hækkuðu um 95%. Margir íslenzkir skákmenn tefla erlendis um áramótin ÍSLENZKIR skákmenn verða mjög á faraldsfæti um áramótin og ekki færri en sjö íslenzkir unglinKar munu tefla á skákmóti í Skien í Noregi dagana 27. desember til 2. janúar. Þetta er alþjóðlegt mót ungl- inga, sem árlega er haldið í Skien. Þátttakendur eru 20 ára og yngri og eru tefldar 9 umferðir sam- kvæmt Monrad-kerfi. íslenzku unglingarnir, sem þátt taka í 1. árs próf í Hí 1979—80: Nemendur gömlu skól- anna með beztu útkomu Á samvinnufundi skólastjóra allra framhaldsskóla i landinu nýlega lagði Halldór Guðjóns- son kennslustjóri Háskóla ís- lands fram yfirlit yfir einkunn- ir og fjölda 1. árs prófa f Iláskólanum skólaárið 1979— 80, sundurliðað eftir háskóla- deildum og framhaldsskólum. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt yfirlit er gert. Niðurstaðan varð sú, að gömlu og rótgrónu skólarnir hafa beztu útkomuna en nýju framhalds- skólarnir koma verr út. Sam- kvæmt yfirlitinu hafa 1. árs nemendur úr Kennaraskóla ís- lands hlotið hæstu meðalein- kunnir í prófum í einstökum deildum háskólans eða 6,77 en hæst er gefið 10. Þess ber &ð geta að KÍ útskrifar ekki lengur stúdenta og telst því ekki lengur með. í 2. sæti koma nemendur Samvinnuskólans með 6,75 í meðaleinkun. Það þarf að hafa í huga í sambandi við Samvinnu- skólann að nemendur þaðan voru mjög fáir og þeir ásamt nemendum KÍ voru heldur eldri að jafnaði en nemendur frá öðrum skólum. Af hinum hefðbundnu fram- haldsskólum hafði Menntaskól- inn á Akureyri bezta útkomu eða 6,67 í meðaleinkunn. Verzlun- arskóli íslands kemur næstur með 6,47, Menntaskólinn í Reykjavík þarnæstur með 6,41, Menntaskólinn sem síðar nefnd- ist Menntaskólinn við Sund kem- ur síðan með 6,32, Menntaskól- inn á Laugarvatni er með 6,30, Menntaskólinn við Hamrahlíð 6,29, Flensborgarskóli í Hafnar- firði 6,08, Menntaskólinn í Kójja- vogi 5,86, Menntaskólinn á Isa- firði 5,82, Fjölbrautarskóli Suð- urnesja 5,56, Tækniskóli íslands 5,40 og loks Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en nemendur hans höfðu 4,95 I meðaleinkunn í prófum 1. árs í HÍ. mótinu eru Hrafn Loftsson, Karl Þorsteins, Lárus Jóhannesson og Róbert Harðarson, sem fara út á vegum Taflfélags Reykjavíkur í tilefni 80 ára afmælis þess, Elvar Guðmundsson, sem fer á vegum Skáksambands íslands, Ágúst Karlsson, sem fer á vegum Skák- félags Hafnarfjarðar og Jón Árni Jónsson, sem fer á vegum Skákfé- lags Akureyrar. Fararstjóri verð- ur Ólafur H. Ólafsson unglinga- leiðtogi TR. Mótið er mjög sterk* en þátttakendur verða frá 1 löndum. Skáksamband íslands sendir unglingameistarann Svein Gylfa- son frá Keflavík á hið árlega unglingamót í Hallsberg í Svíþjóð. Þetta er einnig mjög sterkt mót með 40 þátttakendum. Mótið hefst 27. desember og því lýkur 4. janúar. Þrír íslenzkir skákmenn taka þátt í alþjóðlega mótinu í Stokk- hólmi, Rilton Cup. Þeir eru Mar- geir Pétursson alþjóðlegur meist- ari, Jóhann Hjartarson Fide- meistari og Árni Þ. Árnason, allir úr TR. Loks er þess að geta að Jón L. Árnason, alþjóðlegur meistari teflir nú á Evrópumeistaramóti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.