Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 31 Áslaug Ragnars Hitt er svo annað mál, hvort ekki er unnt af bókinni að verða þess vís, hvers vegna skáldkonan skrifar hana og hvers vegna hin margræða sögukona, Sif Benediktsdóttir, verð- ur til í hugarfylgsnum og undir hjartarótum hinnar gáfuðu og lífs- reyndu skáldkonu — og er falið það veigamikla og vandasama hlutverk að miðla lesandanum öllu því, sem hann fær þarna að vita, ekki einung- is um líf hennar sjálfrar og lífsstríð, heldur allra þeirra, sem við sögu koma. Skáldkonan hefur sagt í viðtali við Morgunblaðið, að hana hefi lengi langað til að skrifa skáldsögu, og svo hafi raunar tilvilj- unarkennd utanaðkomandi örvun orðið til þess, að hún lét eftir löngun sinni. En af þeirri lífsreynslu og athugun á lífinu, sem birtist í þessari bók, þykist ég þess fullviss, að Áslaug Ragnars hafi verið það allbrýn nauðsyn að gefa skáldgáfu sinni lausan tauminn til þess að fá útrás fyrir þær andlegu og þjóðlífs- legu staðreyndir, sem smátt og smátt eða allt í einu hafa ýmist boðnar eða óboðnar, gert sig heima- komnar hjá henni. Og ég er sosum ekkert hissa, þó að hún segi, að nú muni hún halda áfram að skrifa skáldsögur. Hún hefur áreiðanlega ekki sagt sitt síðasta orð um vanda- mál hins margslungna mannlífs, þegar hún lætur hina gáfuðu og á flestan hátt heiðvirðu Sif sína taka þá ákvörðun að elta hinn kynferðis- lega alfrjálsa danska geðlækni til Danmerkur, án þess að hafa í rauninni vissu um, hvort hann tekur á móti henni við komuna þangað eða ef hann gerir það, hvort hann segi henni þá ekki, að hann hafi nú fengið nóg af bliðu hinnar íslenzku 52 ára kellingar. í rauninni lætur skáldkonan Sif sína ganga fyrir björg, óvitandi um það, hvort við tekur mjúkur mosi, stórgrýti eða sundfært hafdjúp. Mýrum í Reykholtsdal, 18. des. 1980. „Ný skjannabirta — nýir skuggar“ oy hlýjar arpeysur í fjöíþreyttu er hún beinlínis spennandi." Síðan ræddum við um söguna og höfðum þá séð viðtal við höfundinn í Ilelgar- blaðinu. og kom okkur saman um, að Aslaug hefði leikið þannig á viðmæl- anda sinn, að hann hefði teygt lopann yfir heila síðu án nokkurs teljandi árangurs. Hún lét aðeins eitt uppi, sem máli varðaði um gerð sögunnar. Það var ótti hennar við ég-formið. En sá ótti virðist hafa verið ástæðulaus, því að með ég- forminu býr hún sögukonunni til sjónarhæð, og þaðan fylgist hún með athöfnum hinna persónanna og ger- ist svo þátttakandi, þar sem það hæfir. Fyrir þetta verður sagan styttri en ella hefði orðið, samþjöpp- unin verður viðráðanlegri, heildar- svipurinn sterkari, sagan rismeiri og lesandanum auðvelduð allheiltæk yf- irsýn — allt þetta án þess að atburðarás og hinar stundum hæpnu niðurstöður verði svo nærstæðar skáldkonunni, að unnt sé skynsam- legum rökum að samsama þær gerð og æviferli hennar sjálfrar. ljóðsins“ og lýsir ljóðabálkurinn eins konar huglægri ferð um landið og árstíðirnar, með upphaf og endi í höfuðborginni er dag fer að lengja. Upphafið er svona: Skrepptu með mér i (erð út á hringveg ljóðsins Burtu héðan já burtu langt frá ntttrandi einsemd nistinttskuldans á heranftri httfuðboritarleikavtðains þessu splundraða smáborgaraviti í bálki þessum talar skáldið m.a. um ljóðvegi og ljóðvegamenn. í bókarheiti er síðarnefnda orðinu skipt í þrennt og finnst mér það ansi sniðugir stælar, en í litlu samræmi við efni bókarinnar. Annar þáttur bókarinnar nefnist „Enn skín sólin þrjósk" og hefur að geyma eitt mjög gott ljóð sem ég vitnaði í í upphafi, eitt svolítið skrýtið og eitt hálfslappt sem ég held aö hafi birst í menntaskólablaði sem Mál og menning gaf út í fyrra og kallaði „Sól skal ráða“. Ljóðið heitir „Á hvíta örk“ og er safn af örmagna frösum um vondu kanana og fallega landið okkar. Langt fyrir neðan virðingu jafn góðs skáids og Sigurðar Pálssonar. I ljóðaflokknum „Nocturnes handa sólkerfinu" eru tólf ljóð og að mínum dómi eru þau hápunktur bókarinnar, öll einkar vel heppnuð, öll áhuga- verð. Síðasta ljóðið, „Nocturne handa sólinni”, hefur að geyma eins konar niðurstöðu. Það er svona: ótalmarKt einlættni vert hefur hnÍKÍtt i djúpt rttkkrið Sælan i leit att sœlunnar djúpi Ástarorðum hvislað i nóttinni Ótalmargt einlæKni vert Lokuð auKU ok samt funheit vitneskja um birtu Gn sólin læðist upp stiaann með skærin á lofti Næturhjúpurinn rofinn! Næturljóðahjúpurinn i sundur ok sjá! Ný skjannabirta Nýir skuKKar Þessi ljóðabók er nokkuð stór og finnst mér að hún hefði að skaðlausu mátt vera nokkru minni. Til dæmis finnst mér lítill fengur að ljóðunum úr leikverkunum „Undir suðvestur- himni“ og „Hlaupvídd sex“. Þau sóma sér ugglaust vel í viðeigandi samhengi en njóta sín illa ein sér og veikja ásamt nokkrum öðrum Ijóð- um í bókinni styrk þessa verks sem heildar. Að lokum óska ég Sigurði til hamingju með ljóðin í þessari bók, einkum þó næturljóðin. Þau standa næstum öll með sóma undir þeim kröfum sem gerðar eru til alvöru- skáldskapar alvöruskálda. eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON Sigurður Pálsson félagsgerð. Ljóð af því tagi eru nokkur í bókinni, en ekki ýkja mörg að því er mér virðist. Sem dæmi má nefna ljóðið. „Æskudraumur þinn vinurinn" en því lýkur svona: Stjórnar enxu -fIur heiisu þina væxu verði lokaöur i braKðvondu skrafi Kaupir þér landslax á borðstofuveKKÍnn Grist af vini ok ráðleysi einu sinni á ári einrænn ok nefkvefaður jtess á milli FimmtuKur alla tlð með Kreitt aftur i vðnKum Grjótheimsk póstjarnan vlsar leiðina (enn) Bókin hefst á flokki tólf ljóða sem öll bera yfirskriftina „Á hringvegi Sigurður Pálsson: UÓÐ VEGA MENN Ljóð. 100 bls. Mál og menning. Það eru nokkur ár síðan fyrsta ljóðabók Sigurðar Pálssonar, „Ljóð vega salt“, kom út og vakti nokkra athygli. Því var það með töluverðri eftirvæntingu að ég hóf lestur þess- arar. Viðbrögð mín urðu í fyrsta lagi gleði yfir því að lesa ljóð skálds sem veit hvað það vill segja og hvernig; og gerir það, en í öðru lagi dálítil vonbrigði með heildarútkomuna. vegna nafns bókarinnar hafði ég haldið að hér væru á ferðinni mögnuð og óvægin ljóð um ýmislegt það sem mörgum þykir háheilagt, svo sem íslenska menningu og þjóð- Bókmennflr Áslaug Ragnars: Haustvika. Skáldsaga. Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Rvik. 1980. Ef ástriðum manna er afmarkað svið, er uppfundin nýtizku kenning, sem réttlætir hégóma-og svívirðusvið, og svo er það allt kallað menning.“ Steingr. Baldvinss. Þessi skáldsaga er ekki glingur lítt þroskaðs og samvizkudofins kynóra- lausingja, þó að kynferðismálin komi vissulega allrækilega við sögu. Aslaug Ragnars hefur ekki aðeins þrautþjálfað ritmennsku sína sem tiltölulega yfirborðslegur blaðamað- ur, heldur líka þróað með sér það sem meira er um vert, þegar hún tekur sig til og skrifar skáldsögu um vissulega vandmeðfarin tilfinninga- leg og viðkvæm efnisatriði. Hún hefur sem sé á blaðamennskuferlin- um skerpt djúpskyggni athyglisgáfu sinnar með að bakhjarli eigin reynslu sem ábyrg kona og móðir, og hún hefir flestum frekar af tiltölu- lega ungum samtíðarhöfundum agað rökvísi sína í málfari og þá ekki sízt í hófstilltri umfjöllun kynferðis- og kynóramála. Loks gæti hún átt blaðamennsku sinni að þakka þjálf- Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN un í að þjappa þannig saman frá- sögninni af örlögþrunginni reynslu persóna á hálfgildings letigarði ör- uggrar afkomu, að sagan öðlast spangildi reyfarans. Eins og oftar, þegar ég hyggst rita um bók, bað ég konu mína að lesa þessa vandlega, áður en ég fjallaði um hana í blaðagrein. Unnur varð við bón minni og sagði síðan: „Hvað sem annars má segja um þessa bók „Og svo er það allt kallað menning“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.