Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum Slysarannsóknadcild IdKreKlunn- ar f Reykjavík hefur heðið MorK- unhlaðið að auKlýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum í borK- inni. beir sem veitt Keta einhverja hjálp við úrlausn neðanKreindra mála eru bcðnir að hafa samband við deildina sem allra fyrst i sima 21100. LauKardaKÍnn 6.12. sl. var ekið á bifreiðina N-610, sem er Morris Marina brún að lit á Njálsgötu skammt vestan Barónsstígs. Atti sér stað frá kl. 14.30 til 15.00. Vinstra framaurbretti og stefnu- Ijósker er skemmt á bifreiðinni. F'östudaginn 12.12. sl. var ekið á bifreiðina A-6040, sem er Volks- wagen fólksbifreið blá að lit. Hægra afturaurbretti er skemmt í 80 cm hæð frá jörðu. Hefur líklega átt sér stað í sundi bakatil við Trygg- ingarstofnun ríkisins þennan dag frá kl. 08.00 til 16.00. Föstudaginn 12.12. sl. var tii- kynnt að ekið hefði verið á bifreið- ina R-56335, sem er Fíat fólksbif- reið græn að lit. Átti sér stað við hús nr. 4 við Æsufell. Framendi vísaði tii austurs. Hægri hurð er skemmd í 55 cm hæð frá jörðu. Varð frá kl. 23.00 að kvöldi þess 11.12. fram til 13.00 þann 12.12. Föstudaginn 12.12. sl. var ekið á bifreiðina R-36394, sem er Fíat 127, grænn að lit á bifr.stæði austan við hús nr. 20 við Ljósheima. Átti sér stað frá kl. 17.30 þennan dag og til kl. 18.15. Hægri hurð er skemmd í 65 cm hæð. Laugardaginn 13.12. sl. var ekið á bifreiðina G-7866, sem er Reynault station grá sanseruð á Hverfisgötu móts við Veggfóðrarann. Átti sér stað frá kl. 12.15 til 12.55. Skemmd er á vinstra afturaurbretti og aftur- höggvara. Laugardaginn 13.12. sl. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifreið- ina R-67573, sem er Daihatsu fólks- bifreið gul að lit. Átti sér stað á Ásgarði við útkeyrslu frá húsi nr. 10—16, eða frá bakhlið verslunar- hússins í Ásgarði frá kl. 20.30, þann 12.12. og fram til 13 þann 13.12. Vinstri framhurð er skemmd í ca. 60 cm hæð frá jörðu. Laugardaginn 13.12. sl. var ekið á bifreiðina R-20, sem er Blazer jeppabifreið silfurgrá, á bifreiða- stæði við Hagamel 67, að norðan- verðu við verslunarhúsið. Vinstri hurð er talsvert skemmd. Átti sér stað frá kl. 18.05 til 19.40. Þriðjudaginn 16.12. sl. var ekið á bifreiðina Y-1393, sem er Mazda fólksbifreið blá að lit á bifr.stæði við Hrafnistu frá kl. 16.00 til 20.00 þennan dag. Skemmd er á vinstri hurð. Gæti verið eftir jeppabifreið. Laugardaginn 13.12. sl. var ekið á bifreiðina R-50357, sem er Volks- wagen fólksbifreið. Átti sér stað við Fischersund um kl. 15.00 þennan dag. Hægri hlið er skemmd. Skozkir ref- ir til Krísu- víkurbúsins í GÆR komu til landsins með flugvél frá Iscargo 338 blárefir frá skozku refabúi en þeir fara i nýja refabúið i Krisuvik. Bláref- irnir eru frá sama búi og bláref- irnir. sem eru í Grenivikurbúinu. Rætt við Þórodd Guðmundsson frá Sandi í tilefni af útkomu bókarinnar LJÓÐAÞÝÐINGAR FRÁ NORÐURLÖNDUM „Ék er fæddur og upp- alinn á Sandi í Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu og hef alla tíð kennt mig við þann stað. Þar er stór- hrotið landslag. í vestri eru Víknafjöll og sunnan við þau Kinnarfjall- gjarður, hár og snar- brattur með giljum og gneipum hrúnum sem hrikalcgur veggur, og falla úr honum vatns- miklar ár, einkum á vor- in og í votviðratíð. Sunn- an við Sand og austan eru fjöllin lægri og ávalari. Bærinn stendur rétt norðan við gróðursæl- an hraunjaðar nokkurra þúsund ára gamlan. Fáum kílómctrum norð- ar er hafið, og við brún þess melgígar, en lítð eitt nær hænum veiði- Ljósm. RAX orðið hafa í hug og hjarta um æfina. Hversu lengi hefurðu verið með bókina „Ljóðaþýðingar frá Norðurlöndum" i smíðum? — Hún hefur verið ígripaverk hjá mér síðustu fimmtán árin. Það hefur mikið dottið uppfyrir af ljóðum sem ég hef byrjað á en ekki tekist að vinna svo ég yrði ánægður með. Þetta hefur verið geysilegt verk og ég held að ég hefði aldrei lagt út í það, hefði ég gert mér ljóst hver vandkvæði eru á þessu. Yfirleitt þýði ég þessi ljóð af frummálinu, — undantekning eru þó finnsku ljóðin, þau þýddi ég úr sænsku eða ensku. Hvað er erfiðast við Ijóðaþýð- ingar? — Ja, ætli það sé ekki að fá andann í ljóðin en halda þó sömu hugsun. I raun og veru yrkir maður þetta upp en er þó bundinn af hætti og andblæ kvæðanna. Hvað þessa bók áhrærir naut ég í mörgum tilfellum aðstoðar höf- undanna sem var mikil hjálp. Ég þekki flesta þá höfunda sem eiga ljóð í bókinni og er nákunnugur vatn, sem nefnist Mikla- vatn. betta umhverfi hafði mikil áhrif á mÍK og mótaði mÍK á upp- vaxtarárunum. „Það sem höíund- inum liggur á hjarta það eitt skiptir máli“ Ég hafði þrjá um tvítugt er ég fór utan til Noregs á búnaðar- skóla, — ég lauk að vísu prófi í búfræði en lærði, held ég mér sé óhætt að segja, talsvert meira ó norskum bókmenntum heldur en búvísindum. Síðan hef ég fylgst með ljóðagerð á Norðurlöndum eftir föngum. Að loknu námi í Noregi stundaði ég kennslu við Laugaskóla í Reykjadal en fór síðan á Kennaraháskóla í Dan- mörku að hvatningu Jónasar Jónssonar, sem þá var mennta- málaráðherra. Þar lauk ég námi eftir eitt ár en varð síðan kennari við Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar var söngkennari Jóhann Bríem, þá prestur á Melstað. Hann fékk mig til að semja söngtexta við sönglög sem hann notaði við kennsluna og flest voru erlend. Það var eiginlega upphafið að minni Ijóðagerð. Eftir að hafa kennt tvo vetur við Reykjaskóla fór ég í Kennaraskólann í Reykja- vík og lauk kennaraprófi þar á einum vetri. Eftir það varð ég kennari við Alþýðuskólann að Eiðum í níu ár og var það mjög skemmtilegur tími. Þá fór löngun- in til að yrkja fyrst að sækja á mig fyrir alvöru og mín fyrsta bók kom út meðan ég var þar, — smásagnasafn sem reyndar vakti nú ekki mikla athygli. Árið 1944 varð ég skólastjóri við Héraðs- skólann á Reykjanesi við ísafjarð- ardjúp og var þar í fjögur ár. Það var einhver erfiðasti tími í mínu lífi, — auk þess sem ég hafði kennsluskyldu að gegna, þurfti ég að annast skólastjórn og þar að auki voru þar í gangi ýmsar framkvæmdir sem ég þurfti að hafa yfirumsjón með. En þrátt fyrir annrikið, eða kannski vegna þess, fékk ég æ meiri löngun til ritstarfa meðan ég var á Reykja- nesi og fyrsta ljóðabókin mín kom út meðan ég var þar. Að loknu fjögurra ára striti þarna fékk ég ársorlof til að kynna mér enska skólastarfsemi og enskar bókmenntir, og árið 1948 fór ég til Englands. Ég heimsótti þar marga skóla, — það var bölvuð óáran í Englandi þá, sultur og seira — mér leiddist þar hálft um hálft. Ég dreif mig því til írlands og sótti háskólann í Dyflinni um veturinn frá áramót- um til vors. Engin próf tók ég en fannst að ég lærði mikið þar. Svo gerðist ég kennari við Flensborg- arskólann hér í Hafnarfirði og kenndi þar í rúmlega tuttugu ár. Nú eru um fimm ár síðan ég hætti kennslu en síðan hef ég getað helgað mig ritstörfunum nær ein- göngu og það á sinn þátt í því að ég hef getað lokið við þessa bók sem þú varst að tala um. Það er Þóroddur Guðmundsson frá Sandi sem hefur orðið. Blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við hann í tilefni af útkomu bókar- innar „Ljóðaþýðingar frá Norður- löndum" en í bókinni eru ljóð frá öllum Norðurlöndunum hefur Þóroddur valið og þýtt. Þóroddur er þjóðkunnur fyrir Ijóð sín og ljóðaþýðingar en hefur einnig skrifað ýmiss þekkt rit s.s. bæk- urnar „Guðmundur Friðjónsson — æfi og störf“, sem hann samdi um föður sinn og bókina „Hús- freyjan á Sandi Guðrún Oddsdótt- ir“ sem hann samdi um móður sína. Of langt mál yrði að telja upp þær bækur sem Þóroddur hefur skrifað og þýtt en þær eru orðnar nokkuð margar. Hvað er þér efst I huga þegar þú hugsar til æskuáranna. Þór- oddur? — Harðneskja vetrarins og óþurrkarnir á sumrin, — lífsbar- átta mannfólksins eins og ég sá hana og reyndi að nokkru leyti. Mín æskuár voru annasöm ár og má segja að maður hafi aldrei komist til að sinna neinu öðru en brauðstritinu. Ég orti lítið sem ekkert á unglingsárum, byrjaði ekki að ráði fyrr en eftir að ég hóf kennslustörf á Alþýðuskólanum að Eiðum. Nú var faðir þinn. Guðmundur Friðjónsson. afkastamikið skáld — hvernig gekk honum að sam- eina ritstörfin brauðstritinu? — Hann hafði afar knappan tíma til að sinna þeim framan af æfi en á efri árum, eftir að við bræðurnir vorum orðnir stálpað- ir, gat hann snúið sér að þeim að verulegu leyti. Annars fór ég snemma að heiman í vinnu- mennsku, — ég hafði útþrá, ein- hverja meðfædda löngun til að sjá og skoða heiminn. Alla vega var það ekki fyrir hvatningu frá foreldrum mínum — ég man að pabba þótti þessi draumur minn um að fara í skóla erlendis hrein fásinna. Ég var í kaupavinnu í Borgar- firði eitt sumar og þegar mér hafði tekist að auka saman nokk- urri fjárupphæð, fékk ég styrk frá Búnaðarfélaginu sem gerði mér kleyft að fara til Noregs. Ég var auðvitað með skuldabagga að námi loknu en eftir að ég hafði fengið kennarastöðu hafði ég dá- gott kaup og gat greitt allar mínar skuldir. Það var annars harðsótt að fara erlendis á þess- um árum, maður varð að spara hvern eyri árum saman til að greiða ferða- og dvalarkostnað- inn. Þú heíur ekki viljað gerast bóndi? — Ég ætlaði mér reyndar að eignast jörð, — það var nokkuð sem alla unga menn dreymdi um þá. En þessir krepputímar settu fólki alveg stólinn fyrir dyrnar með það eins og annað. Annars undi ég vel við mitt hlutskipti, það var mjög gott að vera kennari á þessum árum og ef til vill betra en núna. Nemendur voru mjög áhugasamir, enda urðu menn að kosta sitt nám að verulegu leyti sjálfir og reyndu þess vegna að fá sem mest út úr því. Hvað varð til þess að þú byrjaðir að yrkja? — Þetta er einhver löngun til að lýsa tilfinningum mínum og skoðunum, og fella í eitthvert form sem hefur sótt á mig alla tíð. Ég iðrast ekki eftir að hafa látið eftir henni, nema síður sé. Mest hef ég ort í hefðbundnum stíl en þó einnig sett saman kvæði í óbundnu máli. En ég hef aldrei látið allar bragreglur lönd og leið eins og sumir ljóðahöfundar en hins vegar notað krapara ljóð- form, eftir því sem liðið hefur á æfina. Annars eru íslenzkir ljóða- höfundar fastari í bragreglunum en þeir vilja kannast við — og mörgum þeirra tekst kannski bezt þegar þeir ríma. En auðvitað erum við, þessir gömlu karlar, ánetjaðir því sem við ólumst upp við og svo þeim breytingum er nokkrum þeirra. — Mér er skylt að geta þess að ég fékk styrk úr Menningarsjóði til að vinna þessa bók, sem auðvitað var ómetanleg aöstoð. Þá fékk ég einnig Linde- mannstyrkinn og hafði því tæki- færi til að dveljast nokkra mánuði í Danmörku og ferðast þar um. Þessi styrkur er veittur rithöf- undum til þýðinga úr dönsku og hafa nokkrir íslendingar fengið hann t.d. Ólafur Jóhann Sigurðs- son, Guðmundur heitinn Böðv- arsson, Jón úr Vör o.fl. Stofnandi sjóðsins er Kelvin Lindemann, en hann hefur mikinn áhuga á að kynna danskar bókmenntir. Það fór vel á með okkur Lindemann enda er hann mikill höfðingi heim að sækja. Hvaöa reglum ferðu eftir við val ljóðanna sem þú þýðir? — Eiginlega verð ég að viður- kenna að ég hef ekki neinar sérstakar reglur. Ég tek þau ljóð sem orka sterkt á mig eða höfða til mín á einhvern hátt og athuga hvort mér tekst að ná andblæ þeirra yfir á islenzku. En jafnvel þó það takist er geysileg vinna eftir, vinna og aftur vinna. Oft fer þó svo að ég verð ekki ánægður og er þá ekki um annað að gera en leggja kvæðið til hliðar eða fleygja því í ruslafötuna. Það eru heil kynstur sem ég á af svona hálfköruðum ljóðaþýðingum, — ekki bara af norrænum ljóðum heldur einnig af enskum og þýzk- um. Hvað er það sem þú ert ánægð- astur með f þessari bók? — Ég veit ekki hvort ég sé ánægður með neitt. En núna þegar verkinu er lokið og ég get skoðað þetta hlutlaust finnst mér að finnski þátturinn hafi tekist best, þó mest af honum sé órímað. Mér kemur það sjálfum dálítið á óvart. Þetta er þó ekki annað en ég hef svo oft rekið mig á með ljóð — en af þeim hef ég lesið kynstrin öll, bæði íslenzkum og erlendum — að það er í raun alveg óháð formi og tízku hvaða ljóð eru bezt. Það er innihaldið en ekki formið sem sker úr um hversu sterk þau verða — það sem höfundinum liggur á hjarta. Það eitt skiptir máli. - bó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.