Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 13 óvinunum. Fámennir flokkar voru stöðugt sendir út af örkinni og höfðu stundum aðeins tvo eða þrjá hesta upp úr krafsinu, en stundum hundrað eða fleiri. Stundum féllu nokkrir í þessum ránsferðum og voru skildir eftir. Óvinirnir fláðu höfuðleðrið af þeim, og sködduðu líkin. Einhverjum frænda hins fallna bar skylda til að hefna hans og færa heim höfuðleður af óvini. Indíánar héldu, að hár manna héldi áfram að vaxa eftir dauðann og stæði því í sambandi við anda mannsins og eilíft líf. Sá, sem höfuðleður var fláð af, komst ekki til „Lands hinna mörgu Indíána- kofa“ fyrr en hann fengi annað höfuðleður í staðinn. Þegar heim var komið var móður eða nánustu frænku hins fallna fært höfuðleðrið með orð- unum: „Hér er sonur ykkar. Gleðj- izt, því að nú er hann heill. Nú getur hann sameinazt ástvinum sínum í Landi hinna mörgu kofa. Syngið og dansið og verið glöð.“ Stríðsmenn voru hafðir í mikl- um hávegum og þeir sem komust yfir flesta hesta nutu mestrar virðingar. En Sioux-menn vildu deila eignum sínum með öðrum, ekki safna eignum, og í þeirra augum öðluðust hlutir aðeins gildi þegar þeir voru gefnir. Vagnalestir hvítu mannanna, sem fóru í vesturátt til Oregon á árunum eftir 1840, strukust fram- hjá suðurlandamærum Sioux- manna og bandaríska richjaraliðið í Laramie-virki átti að verja þær gegn árásum Indíána. Skærur voru litlar og mannfall lítið á báða bóga, þar til ríkisstjórnin hófst handa um byggingu virkjaraðar meðfram leiðinni til námabæj- anna í Montana, Bozeman-slóð- inni, á árunum eftir 1860. Hungursneyð Raua Ský, leiðtogi Olgala- ættflokks Sioux-manna, sagði hernum stríð á hendur. Herflokk- ur undir forystu William Fetter- man var sendur á vettvang 1866 og eftir þá viðureign lokuðu Indíánar nánast slóðinni. Samkvæmt samn- ingi 1868 lofaði Bandaríkjastjórn, að verkinu yrði hætt og virkin rifin. Rauða Ský varð þannig eini maðurinn, sem hafði neytt Banda- ríkin til uppgjafar. En við tók skipulögð útrýming vísundahjarðanna á þeirri for- sendu, að afla yrði matar handa verkamönnunum við járnbraut- ina, sem verið var að leggja, og skrúðklæða á markað í austurríkj- unum. Raunverulega var tilgang- urinn að svelta Indíána til hlýðni, með vitund en kannski ekki stuðn- ingi ríkisstjórnarinnar. Það tókst 1875, þegar Indíánar gátu ekki lengur séð sér farborða og sættu sig við að verða sendir á afmörkuð svæði, sem þeim var úthlutuð. Þar voru þeir ofurseldir fulltrúum stjórnvalda, sem auðguðust á því að hafa af þeim vistir. Indíánaleiðtogar eins og Æri Fákur og Sitjandi Tarfur urðu æfir og fóru á vísundaveiðar, þótt fáir vísundar væru eftir, þar sem fólk þeirra svalt á Indíánasvæðun- um. Þeim fannst betra að svelta sem frjálsir menn en deyja eins og fiskur á þurru landi. Þetta stríddi gegn stefnu stjórn- arinnar og ná varð Indíánunum, kúga þá til hlýðni og skila þeim. Talið var, að þeir væru austur af Stórahorns-fjöllum (Big Horn) í Wyoming. Gerður var út her, sem skiptist í þrjár fylkingar: George Crook hershöfðingi átti að ráðast úr suðri, John Gibbon ofursti, undir yfirstjórn Alfred Terry hershöfðingja, úr norðvestri og George Armstrong Custer hers- höfðingi úr norðaustri. Ósigur Custers Að morgni 25. júní 1875 voru Sioux-Indíánar í tjaldþorpi við fljótið Litla stórhorn (Little Big- horn) ásamt nokkrum flokkum Sjeyenna og Arapahóa-manna, alls um 10.000 menn á þriggja mílna svæði meðfram ánni. Um þrjúleytið gerði riddaralið skyndi- árás á búðirnar úr suðri, en Indíánarnir stökktu því burtu. Marcus Reno majór og menn hans hörfuðu austar yfir Little Bighorn og tóku sér stöðu hinum megin. Nyrzt í búðunum sáu Indíánar riddaralið meðfram háum hrygg austanmegin árinnar og riðu til að mæta því. Fimm Sjeyenna- stríðsmenn fóru fyrstir yfir ána til að hrekja óvininina burtu. Fleiri riddaraliðar komu í ljós, en þeir voru um tvö hundruð talsins og undir forystu Custers, sem Indíán- ar kölluðu „síðhærð". Indíánarnir sóttu upp hrygginn og Custer og menn hans urðu að nema staðar. Custer barðist hetjulega, en vonir hans um sigur voru engar, því að yfirburðir óvina hans í mönnum voru tuttugu á móti einum, og hann var ofurliði bor- inn. Indíánar segja, að viðureignin hafi aðeins staðið eina klukku- stund. Custer missti alla menn sína. Sioux-Indíáninn Rauði Fák- ur segir, að úr liði þeirra hafi 136 fallið og 160 særzt. Sömu Indíánar höfðu átta dög- um áður sigrað Crook í orrustunni við ána Rosebud og Crook flúði suður á bóginn til Gæsalækjar, Goose Creek. Custer vissi ekkert um nærveru Crooks og hafði skipun um að sameinast Gibbon, þótt Terry veitti honum visst svigrúm þegar hann nálgaðist óvininn. Indíánar, sem Custer notaði til njósna, vöruðu hann við miklum liðssafnaði Indíána við Little Bighorn, en Custer hafði það að engu. Custer hélt ótrauður áfram og skipti jafnvel liði sínu með því að senda Frederick Benteen höfuðs- mann erindisleysu suður á bóginn í burtu frá búðum Sioux-manna. Custer sendi Reno einnig í vestur- átt og lofaði, að hann fengi stuðning, þótt Custer stæði ekki við það. I staðinn reið Custer norður með hryggnum, þar sem hann sá búðir Sioux-manna vest- anmegin Little Bighorn. Hann sá líka viðureign þeirra við Reno, en veifaði aðeins hattinum. Sioux-Indiánar unnu glæsilegan sigur og komu að öllum líkindum í veg fyrir, að Custer yrði forseta- efni demókrata — að minnsta kosti hafði hann verið viss um, að sigur á Indíánum mundi tryggja honum útnefningu í framboð. Verjendur hans telja, að hann hafi verið þróttmikill, hugrakkur og dirfskufullur foringi, sem hafi haft unun af að drepa Indíána, sem var talið lofsvert á þeim tíma. Höfuðleður var fláð af flestum manna Custers nema honum og flest líkin sködduð nema hans. Þar með var vonlaust að hann kæmist í Land hinna mörgu Indiánakofa. Undað Hné Leiðtogar annarra ættflokka veittu viðnám eins og Sioux-menn. Joseph, höfðingi Gatnefja (Nez Percé), veitti stjórnarhersveitum harðvítugt viðnám og höfðinginn Geronimo stjórnaði stöðugum árásum Apasja (Apache) Indíána á herinn. En þeir urðu báðir að lúta i lægra haldi fyrir ofureflinu. Viðnám Sioux-Indíána var ekki brotið á bak aftur fyrr en veturinn 1896 við Undað Hné (Wounded Knee). Þegar bandaríska riddaraliðið mætti Sioux-Indíánum í þessari lokaviðureign, dönsuðu þeir stríðsdans, „Draugadansinn“. Presturinn Wowoka hafði kennt þeim, að ef þeir dönsuðu þennan dans, kæmu vísundarnir og forfeð- urnir aftur og hvíti maðurinn hyrfi. Sioux-menn vörðust með fornfálegum vopnum og konurnar með berum höndum. Riddaraliðið svaraði með skothríð úr sjálf- virkri fallbyssu. Að lokum lágu 146 Indíánar í valnum og 25 riddaraliðar. I þess- ari orrustu hefndi Sjöunda ridd- araliðið fyrrverandi yfirmanns síns, George Armstrong Custers. Jafnframt lauk tveggja alda þjóð- armorði á Indíánum. Hvíta mann- inum stafaði ekki lengur hætta af Indíánum, sem voru einangraðir á svæðum sínum. Nú þurfti ekki lengur að hrekja þá frá heimahög- um sínum eða útrýma þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.