Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 5 Út og suður kl. 10.25: Móseyjarborg er mikiö mannvirki, reist um eða fyrir Krists burð. haglega hiaðið úr steinhellum. Það er á Mósey á Hjaltlandi, skammt frá Jarlshofi. Turninn stendur þarna enn niðri við ströndina eins og hann stóð þar, þegar fyrstu víkingaskipin sigldu inn á flóann til að leita vars fyrir 1100 árum. Á slóðum Orkneyingasögu Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.25 er þátturinn Út og suður í umsjá Friðriks Páls Jónssonar. Dr. Finn- bogi Guðmundsson segir frá ferð til Skotiands, Hjaltiands og Orkneyja í júni í sumar. — Þetta var ferð sem Norræna félagið efndi til og ég var beðinn um að vera fararstjóri. Við fórum 16 saman og flugum fyrst til Glasgow. Héldum við þaðan til Aberdeen með viðkomu í St. And- rews. Eftir nokkra dvöl í Aberdeen sigldum við norður til Leirvíkur á Hjaltlandi. Síðan var ferðast um Hjaltland þar sem margt og mikið var að sjá á söguslóðum. Þá var flogið til Orkneyja og dvaldist þar í þrjá daga. Þaðan var svo farið yfir til Norður-Skotlands og ferðast um í bíl í einn dag, á milli sögustaða sem tengjast Orkneyingasögu. Sigldum við síðan frá Scrabster norður til Færeyja, og dvöldumst þar í 5 daga, en frá Færeyjadvöl- inni vannst ekki tími til skýra í Dr. Finnbogi Guðmundsson þessum þætti. Það er nú erfitt að gera upp á milli, hvar skemmtilegast hafi ver- ið að koma við, en ég hafði mjög gaman af að koma í Móseyjarborg, sem bæði er getið um í Egils sögu og Orkneyingasögu. Móseyjarborg hefur verið eins konar varnarvirki á eyjunni Mósey austur af lijalt- landi, hlaðið úr steinhellum og við það miðað að þar væri hægt að hafa langa setu, þreyta af sér umsátur. I Orkneyingasögu er sagt frá umsátri um Móseyjarborg, þar sem umsátursmenn urðu loks frá að hverfa, og benda líkur til að höfundur Egils sögu hafi stuðst við frásögn Orkneyingasögu af þessu atviki, þegar hann lét Björn Brynj- ólfsson, er nam á brott úr Noregi Þóru hlaðhönd, hafa þar vetursetu á leið þeirra til fslands. Stundin okkar: 75 ár frá fæð- ingu Stefáns Jónssonar rithöfundar Á dagskrá sjónvarps kl. 18.00 er Stundin okkar í umsjá Bryndísar Schram. Stjórn upptöku annaðist Tage Ammendrup. I þættinum verður þess minnst að hinn 22. desember eru liðin 75 ár frá fæðingu Stefáns Jónssonar rithöfundar. Vilborg Dagbjarts- dóttir talar um Stefán og starf hans. Nemendur úr Austurbæj- arskóla sýna leikrit Stefáns um strákinn með skrópasýkina. Þá mun jólasveinninn koma í bæinn og heimsækja skólabörn og farið verður í Melaskólann, þar sem skólakórinn er að æfa jóla- söngva. Stetán Jónsson ABRAKADABRA Mismun- andi notkun raddarinnar Á dagskrá kl. 17.40 er ABRAKADABRA - þátt- ur um tóna og hljóð. Um- sjón Bergljót Jónsdóttir og Karólína Eiríksdóttir. — Við munum í þessum þætti fjalla um mismunandi notkun raddarinnar, sagði Bergljót Jónsdóttir, og hlýð- um á tónlist: rímur, blús og eldra og yngra popp í því skyni að kanna raddbeit- ingu. í þessum næstsíðasta þætti skreppum við einnig í tónferðalag til Asíu. ATH. Pílu Pínu platan er uppseld, en kemur aftur fyrir jól. Örn og Örlygur kl.3ídag pmuhátíð 'iywffod Söngvarnir um litlu músina Pílu Pínu fara nú sigurför um landið. í tilefni þess hve góðar viðtökur Píla Pína hefur fengið, hefur hún ákveðið að stytta börnum biðina eftir jólunum, og mun koma fram í Hollywood dag. kl. 3 . f fylgdarliði Pílu Pínu veróa landsþekktir listamenn, sem staðið hafa að gerð plötunnar: Ragnhildur Gísladóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Magnús Kjart- ansson, Haraldur Þorsteinsson og Ragnar Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.