Morgunblaðið - 21.12.1980, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.12.1980, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Minning: Jóhannes Aðalsteinn Jónsson póstmaður „Dáinn, horfinn, harmafregn". Þannig minntist góðskáldiö ís- lenzka, Jónas Hallgrímsson vinar síns Tómasar Sæinundssonar. Þessi orð hljómuðu í eyrum mér, er ég frétti að Aðalsteinn vinur minn og félagi væri látinn. Hvílíkt reiðarslag fyrir ástvini hans og alla sem honum höfðu kynnzt. Orð eru of fátækleg til þess að túlka tilfinningar okkar. Aðeins Guð einn getur grætt sárin og þerrað tárin. Himinninn er yfir gröfinni. Sú fullvissa ætti að geta sannfært okkur um það, að öliu er ekki lokið með dauðanum, en að við, sem nú syrgjum munum mætast hinu- megin grafar, ef við reynumst Guði trú. Margs er að minnast og mikið er að þakka, er við minnumst góðs drengs. Alli, eins og okkur var tamast að nefna hann, fæddist í Reykja- vík hinn 1. júní árið 1918. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Agnethe, sem var norskrar ættar, og Jón Jónsson, ættaður úr Strandasýslu og var Alli hinn þriðji í hópi fjögurra systkina og er hann hinn fyrsti af systkinum sínum er kveður þetta líf. Hin systkinin eru Berta, búsett í Eng- landi, Óskar, búsettur í Noregi og Betzy, sem á heima á Freyjugötu 9, í húsi því er fjölskyldan bjó lengstum í. Mikil vinátta ríkti milli þessar- ar fjölskyldu og foreldra minna og systkina, en Agnethe og Jón eru nú bæði látin, enda var fyrsta heimilið sem Jón kom á heimili mitt er hann kom ungur piltur hingað til Reykjavíkur norðan úr Strandasýslu, þegar ég var lítill drengur. Það var blessunarríkt að koma á bernskuheimili Alla. Það var sannkallað bænahús, enda for- eldrarnir bæði frelsuð og Drottinn Jesús var leiðtogi sá er þau hjónin fólu allt sitt ráð. Var því engin furða þó að börnunum væri innrætt hið sama, sem foreldrarnir höfðu eignazt. Fjölskyldan var öll í Hjálpræð- ishernum og hefir fjölskyldan sett mikinn svip á starfsemi hersins í fjórum ættliðum. Alli var ekki mikið gefinn fyrir það, að láta á sér bera, en vann öll störf sín af frábærri samvizku- semi og skyidurækni. Hann var ekki hár í loftinu, þegar hann hóf störf sem sendi- sveinn í verzlun einni við Lauga- veg og síðar varð hann innheimtu- maður í annarri verzlun. Síðan gjörðist hann bréfberi hjá póslstofunni í Reykjavík, þar sem hann starfaði í hálfan fjórða áratug, mörg síðustu árin sem hraðboði. Eins og áður segir vann hann öll störf sín, fyrr og síðar, af frábærri samvizkusemi og varð hann því mjög vinsæll, ávallt glaður og brosandi þótt hann yrði oft að vera úti í vondu veðri við störf sín. Við vorum samstarfsmenn hjá póststofunni um margra ára skeið og minnist ég alúðar hans og ljúfmennsku af hrærðu hjarta. Annað starf hafði Alli með höndum, þegar venjulegum vinnu- degi hans var lokið hjá póstinum, en það var varðstaða hjá Hjálp- ræðishernum, á Gesta- og sjó- mannaheimili Hjálpræðishersins í Reykjavík. Þar vann hann um árabil af sömu trúmennskunni og skyldu- rækninni og hann sýndi í öðrum störfum sínum. Hans er því sárt saknað og skarð það sem hann skilur eftir sig verður áreiöanlega vandfyllt. Eiginkonu sinni Guðrúnu, sem er norskrar ættar, giftist hann hinn 8. nóvember árið 1947 og eignuðust þau hjónin tvær dætur, Lísu Kristbjörgu og Agnethe Jónu, og syrgja þær nú ástkæran eiginmann og föður, ásamt barna- börnum sem afi var svo góður, og öðrum ástvinum og vinum, sem syrgja og harma bróður og frænda. Guðrún mín! Mig langar til þess að votta þér innilega samúð okkar hjónanna og bið ég hann sem öllu ræður að hugga þig og styrkja við fráfall elskulegs eiginmanns svo og börnin ykkar og aðra ástvini. Minningin um góðan og einlæg- an vin mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Bjarni Þóroddsson Hann Alli okkar — eins og hann var kallaður af vinum sínum og starfsfélögum er dáinn. Ó já, einhver hefði nú haldið að Alli okkar hyrfi ekki svona fljótt af sjónarsviðinu, eins og raun varð á. Maðurinn í póstmannastéttinni, sem engan starfsdag lét sig vanta á sínum 35 ára ferli í stéttinni. En hvort það hefur, að sama skapi verið metið sem skyldi — skal öðrum látið eftir að dæma. En eitt er víst, að okkur vinum hans og fyrrum starfsbræðrum þykir of snemma verið slegið á lífsþráð hans. En hvað um það. Við munum alltaf muna hann Alla okkar, þennan lágvaxna kvika mann — með sólskinsbrosið, því hann skemmti sér með glöðum og skemmti sér konunglega. Og þess vegna munum við hann í okkar hópi, kannski enn betur. Og víst er það líka, að okkur fannst Alli alltaf svo ungur og því er skarðið sem hann skilur eftir sig stærra en ella. Alli var líka vinur vina sinna, að ég best veit. Ég sem skrifa þessar fáu línur, kynntist Jóhannesi A. Jónssyni eins og hann hét fullu nafni, þegar ég gekk í póstþjónustuna árið 1955. Við vorum fljótir að kynnast, enda nánir samstarfsmenn í fjög- ur ár. Og óneitanlega er mér það minnisstætt, þegar. við Alli vorum Minning: Hann var ráðgjafi og vinur minn í 30 ár og föðurleg umhyggja fyrir fjölskyldunni, hvar sem bú- setan var, duldist engum. Við hefðum óskað þess að við mættum njóta þessa „stórabróð- ur“ lengur, já sem allra lengst. Ég hafði litla von, eftir að ég sá hann á sjúkrahúsinu. Andlega hafði hann engu tapað eftir hjartaáfall- ið. Hann lá milli heims og helju í tæpar 7 vikur, en tæknin er orðin mikil og allir vonuðu að hún bjargaði heilsunni að einhverju leyti. Hann hafði ekki lamast, þó þrótturinn væri lítill og lífskraft- urinn sem alltaf geislaði af honum var horfinn úr augunum. Þetta var gervilíf vísindanna. Þróun vísindanna minnir mig oft á baldinn ungling sem aðeins tekur mark á eigin árekstrum en slíkt verður alltaf dýru verði keypt. Á heimili þeirra Elsu og Guð- brands dvaldi um lengri eða skemmri tíma fólk úr frændaliði beggja, allt frá þeim sem komu af fæðingardeildinni til að safna kröftum, áður en lagt var í langa vetrarferð heim. Þá voru traustar hendur um stýrið, því Guðbrandur flutti sjálfur litlu mannveruna til síns heima. Ég hef oft hugsað hvað Elsa hlýtur þá að hafa orðið þreytt, hún var hrædd um að hristingurinn væri slæmur fyrir barnið og var alla leið að hlúa að því og hagræða. Þessi granna kona býr yfir ótrúlegum kröftum og svo miklu úthaldi að maður heldur stundum að hún geti ekki gefist upp. Á fyrri búskaparárum dvöldu foreldrar Guðbrands og móðir Elsu hjá þeim. Allir sem til þekkja geta ímyndað sér hversu vel var að þessu gamla fólki búið. Jörund- ur kom til þeirra veikur og beið þess eins að fá hvíld frá erfiðum sjúkdómi. Eins og mörgu eldra fólki, var gömlu hjónunum þvert um geð að dvelja á sjúkrahúsi og bæði fengu að deyja heima hjá Guðhrandi sínum og Elsu og hvergi hefðu þau getað fengið betri umönnun. Þau ár sem Guð- rún og Sigríður dvöldu saman á langt komnir að raða í töskur okkar til útburðar í bæinn, að ekki ósjaldan kom hann til mín og sagði: „Jæja blessaður, ertu ekki að koma út.“ Hann Alli, unni svo frelsinu og útiverunni. Hann setti það ofar öðru og vildi sem minnst leita til sinna yfirboðara, án þess þó að vera nokkuð í nöp við þá. Heldur það, að það var mjög ríkt í honum frjálsræðið og fara út á meðal fólks. Hann vildi ekki láta loka sig í starfi innan dyra. Það líka fór svo þegar honum bauðst slíkt starf, að hann var í því mjög skamman tíma og gerðist hrað- boði eða express-maður og var þekktur sem slíkur af borgar- búum. í því starfi var hann búinn að vera í tvo áratugi er hann lést 14. desember. Alli var aldrei hálaunamaður fremur en aðrir sem vinna utan- dyra. Það hafa stjórnvöld ætíð séð um, þó unnið sé í þjónustu við fólkið. Alli mun hafa unnið þó nokkuð við verslunarstörf, áður en heimilinu var alltaf hugsað um að þær hefðu fallega handavinnu og það voru hrein undur hversu miklu þær afköstuðu, prjónles, dúkar, púðar og veggmyndir og Elsa fór hlýjum höndum um þetta í frágangi öllum. Gömlu konurnar voru góðar vinkonur, báðar greindar og glaðlyndar og mín skoðun er, að þetta tímabil í ævi þeirra hafi verið áhyggjulausustu og að mörgu leyti gleðilegustu stundir í lífi þeirra. Sjö vetur voru unglingar á heimilinu, mest í skólum, en einnig í vinnu. Þessu fólki var búið sérstakt herbergi með tilheyrandi húsmunum og þegar síðasta ung- mennið fór, átti það ekki að skila húslyklinum, það gæti komið sér vel að hafa hann, ef enginn væri heima í Breiðagerðinu, þegar kom- ið væri í bæinn og þá sjálfsagt að nota símann sér til þæginda. Svona framkoma við „ungu kyn- slóðina" er sjaldgæf mjög, en ætli vandræðaunglingarnir mundu ekki vera færri, ef fullorðnir sýndu þeim yfirleitt svona tak- markalaust traust. Það er margs að minnast, þegar hugsað er um liðin ár og undrar mig, að enginn skuli hafa rifjað upp ferðasögur með þessum glað- lynda og dugmikla ferðagarpi, sem var sérleyfishafi á Vestfjarðaleið í 25 ár. hann gerðist póstmaður. Hann mun einnig eitthvað hafa verið við dyravörslu hjá Hjálpræðishernum á kvöldin. Hvort hann hefur gert það af trúarlegum ástæðum veit ég ekki um. Hann talaði aldrei um slíkt við mig. Þó mun hann hafa starfað við sunnudagaskóla sem sjálfboðaliði, þegar hann var kornungur maður. En hvað um það hefur Alli verið mjög vinsæll í hraðboðastarfinu hjá fólkinu hér í borginni, þess hef ég orðið óneit- anlega var. Hann hefur heldur ekki látið regn, snjó og byl aftra ferðum sínum. Áður en ég enda þessa kveðju mína til Jóhannesar Aðalsteins, fer ekki hjá því að ég aðeins minnist á foreldra hans — þó ættfræði sé mér ekki töm. Móðir hans var norskrar ættar og hét Agnethe, en faðir hans hét Jón Jónsson ættaður úr Strandasýslu og eru þau bæði látin fyrir all- löngu. Og í foreldrahúsum að Freyjugötu 9, hefur Jóhannes Að- alsteinn átt heimili sitt ásamt sinni góðu konu Guðrúnu, sem reyndist honum frábær lífsföru- nautur sem og dætur þeirra tvær, er voru þeim ljósgeislar heimilis- ins. Guðrúnu og dætrunum tveim- ur, og öðrum aðstandendum óska ég alls hins besta á komandi árum. Og síðast þegar ég sá Alla vin minn var hann neðst á Laugaveg- inum, fyrir nær hálfum mánuði síðan. Hann renndi sér að mér þar sem ég stóð á gangstéttinni og tók mig tali, eins og svo oft áður. Enn, að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi hann, datt mér ekki í hug. — Svo hvarf hann mér að venju með bros á vör — inn í umferð götunnar. Gísli T. Guðmundsson Nítján ára gamall tók hann allt sitt sparifé og keypti fólksbíl til fyrstu fólksflutninga um Dali. Þá voru vegir ýmist ruddir slóðar í fjallsskriðum eða fjöruborð. Víða þurfti að sæta sjávarföllum, ár og lækir voru óbrúuð, bremsur hafa varla verið fullkomnar og venju- legt rúðugler í bílgluggum. Þrátt fyrir þennan frumstæða búnað varð aldrei dauðaslys og mjög lítið um óhöpp. Mér vitanlega er til dæmis enginn bundinn hjólastól frá þessum sögukafla Vestfjarða- leiðar. Guðbrandur hafði mikinn áhuga á fiskirækt í ám og vötnum og hans heimabyggð hefur notið þess ríkulega. Á því tímabili, sem hann var oddviti Haukadals- hrepps, lét hann m.a. byggja þar vandaða fjárrétt og hafði umsjón og aðdrætti þar að lútandi. Hann var eigandi verslunarinnar „Gler og listar" ásamt Sveini Guð- mundssyni og var þeirra samstarf eins og það getur best orðið. Sveinn og kona hans Ása reyndust sannir vinir í raun eftir að Guð- brandur veiktist, en þá var Ása, þessi prúða og skilningsríka kona, hjá Elsu, stundum bæði nótt og dag og Sveinn alltaf boðinn og búinn til hjálpar. Það er mikið lán að þekkja slíkt fólk. Síðast var Guðbrandur starf- andi hjá Búnaðarbankanum og þar hefur honum verið þakkað samstarfið með einni bestu minn- ingargrein, sem ég hef lesið. Enginn staður var honum eins kær og æskustöðvarnar. Þeim vann hann alltaf leynt og ljóst og skrifaði sig alltaf heima á Vatni. Guðbrandi, mínum kæra vini, þakka ég af alhug allt það sem hann gerði fyrir okkur. Hann var alltaf bjartsýnismaður, hvatti til framkvæmda og fylgdi því eftir með sínum kunna dugnaði og viljafestu. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt hann svo vel að enn er hægt að hugsa: „Hvað hefði Guð- brandur sagt um þetta?,“ og vita nokkurn veginn, hver skoðun hans hefði verið og fáir munu hafa séð eftir því að fara að ráðum hans. Ég veit, að Guðbrandi er nú vel fagnað af foreldrum, bræðrum og fjölmörgum vinum. Meðal þeirra ræktar hann nýjan sumarlund. Þar hugsa ég um hann og þangað heimsæki ég hann næst, þegar hann spyr mig frétta að austan. Guð veri með Guðbrandi og styrki þá, sem mest hafa misst. Dóra frá Dal + SIGURÐUR PÉTURSSON, fyrrverandi póstafgreiðslumaöur, Bjarkargötu 8, er lézt 16. desember sl., verður jarösettur frá Dómkirkjunni, mánudaginn 22. desember kl. 10.30 f.h. Vandamenn. + ÓLAFUR ÞÓRARINN INGVARSSON, Baldursgötu 3b, lést mánudaginn 15. desember. Útförin fer fram mánudaginn 22. desember kl. 15 frá Fossvogs- kirkju, (Nýja kapellan). Aöstandendur. + Bróðir okkar, MAGNÚS MAGNUSSON, Þórsgötu 16, Reykjavík, sem andaðist 15. desember veröur jarösunginn, mánudaginn 22. desember kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Vilborg Magnúsdóttir, Guörún Magnúsdóttir. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför, UNNAR HELGADÓTTUR, Víghólastíg 6, Kópavogi. Ásgeir Bjarnason, Birgir Asgeirsson, Guölaug Ásbjörnsdóttir, Sigríöur Asgeirsdóttir, Steingrímur Þ. Gröndal, Bjarni Ásgeirsson, Unnur S. Gröndal, Geróur Helga Ásgeirsdóttir, Guðrún Guömundsdóttir. Guðbrandur Jör- undsson frá Vatni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.