Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980
3
— ÞAÐ ER áhyKKÍlcKt. Lax-
ness er „best-sellerinn“ í ár.
Þetta var einróma álit þeirra
bóksala. sem Mbl. talaði við i
gærmorKun ok á fostudaK. og
þetta var það eina sem þeir
vildu fullyrða.
Þeir voru almennt á því, að
bóksalan fyrir þessi jól væri nú
ekki nema rétt hálfnuð. — Það
eru síðustu dagarnir sem gera
útsiagið, sögðu þeir, og venju-
legast sérílagi Þorláksmessan.
Bækur sem ekki hafa verið
nema í rétt þokkalegri sölu
allan mánuðinn og aldrei kom-
Grikklandsár Halldórs Laxness selst áberandi best islcnskra bóka
fyrir þessi jól.
Bókavertíð 1980:
Laxness ber af í sölu!
ist á lista yfir söluhæstu bæk-
ur, þær rjúka kannski upp á
Þorláksmessudag og verða,
þegar allt kemur til alls, ágætir
„best-sellerar“, en aftur aðrar
bækur, sem hafa verið í góðri
sölu allan desember, detta
sumar niður síðustu dagana,
eins og þær væru ekki til og
hefðu aldrei verið útgefnar. —
Þannig er nú bóksalan, sögðu
bóksalarnir.
Sem segir í upphafi mun
Grikklandsár Halldórs Lax-
ness seljast langsamlega best
íslenskra bóka fyrir þessi jól.
— Það er mér mikið ánægju-
efni að geta sagt þér að Lax-
ness er ennþá j ívið meiri sölu
heldur en reyfararuslið, sagði
einn bóksalinn og hafði mjög
takmarkað álit á bókmennta-
smekk þessarar þjóðar yfirleitt.
Þær bækur, sem komu nokk-
uð næstar Laxness, voru Valda-
tafl í Valhöll eftir Hrein
Loftsson og Anders Hansen,
Vítisveiran sem Alistair
MacLean hefur skrifað, Heims-
metabók Guinness, Landið
þitt, eftir Steindór frá Hlöðum
og Þorstein Jósepsson, og Öldin
sextánda í samantekt Jóns
Helgasonar.
Aðrar bækur, sem bóksalar
nefndu helstar, voru: Sigfús
Ilalldórsson opnar hug sinn,
sem Jóhannes Helgi skrásetti,
99 ár eftir Gylfa Gröndal,
Þrautgóðir á raunastund 12.
bók, sem Steinar J. Lúðvíksson
setti saman, myndabók Hall-
dórs Péturssonar, Ófriður í
aðsigi eftir Þór Whitehead, og
Heygðu mitt hjarta við Undað
Hné, þýdd bók um indíána.
Af íslenskum skáldsögum
virðist sem Læknamafía Auðar
Haralds og Pelastikk Guðlaugs
Arasonar seljist hvað best, en
líka var Gríms saga trollara-
skálds eftir Ásgeir Jakobsson
oft nefnd, en einnig Sagan af
Ara Fróðasyni og Hugborgu
konu hans, sem Guðbergur
Bergsson hefur skrifað, Þetta
er ekkert alvarlegt, smásögur
Fríðu Á. Sigurðardóttur og
Haustvika Áslaugar Ragnars,
en annars töldu bóksalar söl-
una nokkuð jafna milli ís-
lenskra skáldsagna.
Ennfremur nefndu bóksalar,
að þýddir reyfarar og ástarsög-
ur, væru sem fyrrum í góðri
sölu.
Staðbundnar bækur virðast
ekki margar, en Aldnir hafa
orðið 9. bindi eftir Erling
Davíðsson og Hvað segja bænd-
ur nú eftir Jón Bjarnason frá
Garðsvík, seljast vel fyrir norð-
an, Gullkista Árna Gíslasonar,
2. útg. selst mjög vel fyrir
vestan og Æviþættir Austfirð-
ings eftir Eirík Stefánsson
sömuleiðis austur á fjörðum.
Ennfremur hafði Gríms saga
trollaraskálds selst mjög vel í
sjávarplássunum kringum
landið, nema í Bolungarvík.
Ævi og ástir Sophiu Loren
seldist líka vel í Borgarnesi.
Það skal að endingu tekið
fram, að ofangreind upptalning
er ekki ábyggileg, heldur gefur
hún aðeins mynd og sýnir
tilhneigingu, því eins og bóksal-
ar segja: næstum helmingur
allrar bóksölu fyrir þessi jól er
eftir. (Mbl. hafði samband við
20 bókaverslanir víðs vegar um
land við þessa samantekt.)
Umræður um atkvæði Eggerts Haukdal:
Hvað kostuðu hinir
þingmennirnir?
— spurði Matthías Bjarnason
Það er ekki gefið upp
— svaraði Garðar Sigurðsson
„ÉG IIRÖKK óneitanlega illilega
við, er ég heyrði í kvöldfréttum
útvarpsins, að einn þingmanna
hefði sagst hafa gert g«')ða versl-
un hér á Alþingi fyrr um daginn.
og ekki batnaði það er kom að
sjónvarpsfréttum. því þá er haft
eftir honum að svona séu nú
hrossakaupin í þinginu.“ sagði
Matthías Bjarnason alþingismað-
ur í ra>ðu á Alþingi í fyrrinótt.
Þá stóð yfir þriðja fjárlagaum-
ræða, og gerði þingmaðurinn
meðal annars að umtalsefni þau
ummæli Eggerts Haukdal. að
hann hefði fallist á að greiða
vörugjaldinu atkva>ði sitt gegn
þvi að fá fram 1500 milljóna
framlag í Byggðasjóð.
„Hvað hefur gerst hér í dag?“
spurði Matthías ennfremur, „hvað
heldur almenningur í þessu landi
eiginlega um okkur þingmennina
er svona mál koma upp?“ Þing-
maðurinn sagði að varla væri von
til þess að virðing þingsins væri
mikil meðan vinnubrögð af þessu
tagi viðgengust. Þjóðin væri að
vísu orðin ýmsu vön frá núverandi
ríkisstjórn, en hart væri að allir
alþingismenn þyrftu að fá á sig
óorð vegna stjórnarinnar og
stuðningsmanna hennar.
Matthías sagðist varla trúa því,
að Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra tæki þátt í kaupmennsku af
þessu tagi. Byggðasjóði væru
tryggðar ákveðnar tekjur með
lögum, og þar við ætti að sitja.
Sagðist Matthías vilja fá vitn-
eskju um hernig Byggðasjóði yrðu
tryggðar þær 1500 milljónir er
Eggert Haukdal segðist nú hafa
krækt í, hvort þær kæmu úr
ríkissjóði eða hvort lán yrði tekið.
Undir lok ræðu sinnar sagði Matt-
hías Bjarnason, að þetta undar-
lega mál kallaði vissulega á ýmsar
spurningar, svo sem þá, hvað hinir
stjórnarliðarnir hefðu kostað,
fyrst Eggert hefði kostað hálfan
annan milljarð króna. — Er hér
var komið ræðunni, kallaði Garð-
ar Sigurðsson, einn þingmanna
Alþýðubandalagsins frammí fyrir
Matthíasi, og sagði:. „Það er ekki
gefið upp.“
Ummæli Eggerts Haukdal hafa
mjög verið til umræðu í Alþingi og
hafa margir þingmenn lýst furðu
sinni og vanþóknun á því að hann
skuli hafa „selt sannfæringu sína
fyrir 1500 milljónir" eins og einn
þingmanna orðaði það. Þá vék
Friðrik Sophusson að málinu í
ræðu, og sagði ekki undarlegt, þótt
vörugjaldslög ríkisstjórnarinnar
yrðu nefnd „Hrossakaupslögin"
eða „Guðmundarlögin“, og átti
hann þá við hlut Guðmundar G.
Þórarinssonar, er sagðist vera
andvígur lögunum, en tryggði
þeim þó framgang með hjásetu við
atkvæðagreiðslu.
Leiðrétting
í FRÉTT um breytingu á lögum
um Fiskimálasjóð, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær, var sagt að
heimild til lánveitinga hækkaði úr
2 milljörðum í 5 milljarða. Þetta
er ekki rétt. Hið rétta er að
heimildin hækkar úr 2 milljónum
í 5 milljónir. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á þessum mistökum.
NYKOMIN
SÉRSTÆÐ
GJAFAVARA
STRIPS
SOFAR
Strips er ný lína frá ARFLEX.
Armstólar, sófasett, raösófar, svefnsófar.
Frábær og stílsterk hönnun Cini Boeri.
Vönduð áklæði sem auðvelt er að taka af og hreinsa
Sestu í STRIPS, - þú stendurekki strax upp aftur.
Sérverslun með listræna húsmuni
Borgartún29 Simi 20640