Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 FRANK PONZI LISTFRÆÐIN GUR: kwka \>arí aherzlu á útgáíu mynda, „Ég vann að þessari bók i sam- vinnu við marga mæta menn og tók mér Kóðan tíma, var að þessu af og til i þrjú ár, og án þess hefði bókin aldrei tekizt eins vel og raunin varð á. Það er ekki þar með sagt að ekki hefði verið hægt að gera betur. Og ef bókin og útgáfa hennar heppnast vel er það fyrst og fremst góðri sam- vinnu að þakka. fremur en mér sjálfum.“ sagði Frank Ponzi, er Mbl. ræddi við hann um nýút- komna bók hans. Ísland á 18. öld. Frank Ponzi mun flestum kunnur, en hann er listfræðingur að mennt, hlaut menntun sina við City University of New York og Oxfordháskóla. Hann hefur starf- að við listasöfn, bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu og býr nú i Mosfelissveit ásamt konu sinni, Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu og tveimur börnum þeirra. Hann var áður listráðunautur Reykja- víkurborgar og er nú ráðunautur um byggingu listasafns Kópa- vogs. f lsVeivdmgar eru ordsms tó\k „íslendingar eru orðsins fólk og kemur það nær alls staðar fram i þjóðlífinu. Því hafa hækur um iistfræði og listaverk átt fremur erfitt uppdráttar hér á iandi. Þessi bók er skref í þá átt, vonandi. að auka áherzlu á útgáfu mynda, en ekki aðeins orða. Myndirnar eru allar úr tveimur íslandsleiðöngrum sem farnir voru hingað frá Bretlandi á 18. öld, leiðangri Banks 1772 og leiðangri Stanleys 1789. Flestar þessara mynda eru nú í fyrsta sinn prentaðar og sumar þeirra hafa aldrei áður birzt á bók. Þetta mun einnig vera í fyrsta skipti, sem almcnningi gefst kost- ur á að sjá myndir úr leiðangri Banks i lit. Þær hafa verið varð- veittar í British Museum frá láti hans. Þessar myndir eru ný hlið á sögunni, því áður fyrr var höfuð- áherzla lögð á Banks sjálfan og leiðangur hans, en minna mynd- irnar.. Það má lesa ýmislegt út úr þessum myndum. meira en stað- reyndir sögunnar segja. í myndunum sjáum við ekki aðeins myndir af islenzku lands- lagi. bæjum og fólki, heldur einn- ig hvernig brezkir 18. aldarmenn sáu ísland og segja má að sumar myndanna túlki skáldlegt 18. ald- Geysir hinn mikli, sjóðandi gosbrunnur. — Edward Dayes, 1789. arviðhorf. Þetta kemur kannski bezt fram í myndum Pococks og Ilayes, sem aldrei komu hingað til lands heldur máluðu myndirnar eftir skyssum úr leiðangrinum. Það er sem sagt bæði margt og mikið. sem sjá má og læra af þessum myndum og þeir menn sem sjá heiminn aðeins i gegnum orð, eru blindir á öðru auga. Lrtitt og \andasamt \erk Hvernig er að vinna svona bók? „Það er fyrst og fremst ákaf- lega skemmtilegt verkefni, en bæði erfitt og vandasamt. Ef að gera á svona bók vel þarf að eyða til þess miklum tíma. Ég var viö þetta meira og minna í þrjú ár og notaði þá tækifærið, þegar ég var á ferðalögum að rannsaka þetta efni um leið. Það var auðvitað talsverð vinna við að vinna allar þessar myndir, en þó stóðu mynd- irnar, sem aldrei áður hafa birzt á bókum, okkur nær en ætla hefði mátt. Það fór þó kannski mestur tími i nákvæma litgrciningu á myndunum og prentun þeirra. Það var dálítið gaman aö þvi að ég og Mark Watson, íslandsvinur- inn kunni. vorum boðnir til Lord Stanley 8., og þá sáum við enn hið skýra ættarmót þeirra Stanleya, sem eru óvenjulegar augnabrúnir, og komu greinilega fram á mynd- um sem málaðar voru af honum i leiðangrinum hér á íslandi." lsYendmgar \me\gjast t\\ ad Wta á myndtist sem sagwtræÖi Hvert finnst þér viðhorf íslend- inga til myndlistar? „Ég held það sé sterk tilhneig- ing að sjá fyrst og fremst sögu- lega, landfræðilega, bókmennta- lega eða frásögulega þætti f mynd- um. Þetta kemur stundum i veg fyrir að myndrænir eiginleikar fái tækifæri til að tala sitt sér- staka mál, sem ekki felst i orðum og verður ekki heldur skýrt með orðum. Að meta myndlist að fullu kostar stöðuga skoðun á sama hátt og það kostar stöðuga hlust- un að meta tónlist. Einn tilgang- ur þessarar bókar var að bjóða uppá þennan möguleika með þvi að leggja áherzlu á myndirnar." - H.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.