Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 350 kr. eintakiö. Ieinu virtasta dagblaði heims Neue Ziircher Zeitung var því nýlega haldið fram, að starfsemi vestrænna útvarpsstöðva, sem reglulega senda fréttir austur yfir járntjald, hefði skipt sköpum um þróun mála í Póllandi. Aðeins fyrir tilstilli þeirra hefðu allir Pólverjar fengið upp- lýsingar um það, sem var að gerast í Gdansk og Szczecin í sumar. A grundvelli þeirra upplýs- inga hefðu verkföllin í þessum borgum orðið að þeirri þjóðarhreyfingu, sem nú er að umbreyta pólsku þjóðfélagi. Þá var því einn- ig haldið fram í hinu svissneska dagblaði, að áhrif vestrænna útvarps- stöðva hefðu margfaldast í kommúnistaríkjunum, þeg- ar sú stefna var mótuð fyrir um það bil áratug, að þær skyldu einbeita sér að því að skýra frá staðreynd- um en láta af áróðurs- boðskap, sem áður setti mjög svip sinn á sendingar þeirra. Þetta eru athyglisverð ummæli og þau eru tilfærð hér vegna þess, að nú er minnst hálfrar aldar af- mælis Ríkisútvarpsins. Enginn efast um áhrifa- mátt þeirrar stofnunar í íslensku þjóðlífi. Ríkisút- varpið er sú opinbera stofn- un, sem stendur næst þjóð- inni. Á hverjum degi flytur útvarpið hlustendum eða áhorfendum boðskap sinn. Allir hafa skoðun á starf- semi þess og daglega lofa menn hana eða lasta. At- hyglisvert efni eða það, sem þykir lélegt, vekur umræður, þar sem allir geta látið í ljós álit sitt. Tæknin gerir stofnuninni kleift að beina athygli allr- ar þjóðarinnar samtímis inn á ákveðnar brautir. Á svipstundu er unnt að sam- eina þéttbýli og afskekkt- ustu byggðarlög. Með þetta í huga er ekki undrunarefni, að harðar kröfur séu gerðar til þeirra, sem við stofnunina starfa. Starfsemi hennar nýtur ekki trausts nema hlust- endur séu sannfærðir um, að sannleikurinn sé æðsta boðorðið. Krafan um óhlut- drægni er ekki sett fram af ósanngirni, heldur er hún vörn hins almenna hlust- anda gegn því að vera leiddur á braut blekk- inganna. Um Ríkisútvarpið gilda sömu grundvallar- reglur og hverja aðra opin- bera stofnun, sem ekki hef- ur með lögum verið veitt skipunarvald eða dóms- vald: Til útvarpsins er stofnað til að veita borgur- unum þjónustu. Þessi þjón- usta er veitt með hinu margvíslegasta móti, af sérstakri alúð hefur út- varpið jafnan hlúð að varð- veislu tungunnar og hvers kyns menningarframtak hefur átt þar góða að. Hitt er ekki síður mikilvægt og má aldrei gleymast, að út- varpið hefur ríkum skyld- um að gegna til að verja þá lýðræðislegu stjórnarhætti, sem við búum við — án þeirra væri ekkert Ríkis- útvarp í sinni núverandi mynd. Tækniframfarir hafa tæplega orðið örari á nokkru sviði mannlegra at- hafna en að því er varðar hvers kyns fjarskipti. Tækifærin á þessum vett- vangi virðast ótæmandi og nægir í því efni að minna á ferð Voyager I til Satúrn- usar og síðan út í óravíddir vetrarbrautanna. Við stöndum í þessu efni á þröskuldi nýs tíma, þar sem landfræðilegar hindr- anir skipta engu. Með því að þrýsta á hnapp er unnt að komast í samband við meginstrauma þjóðahafs- ins, sé tækjabúnaður fyrir hendi. íslandi verður ekki haldið utan við þetta nýja ævintýri. Ekki verður held- ur á móti því staðið, að á heimilum sínum hafi menn sitt eigið sjónvarpsefni. Fráleitt er að ætla, að slíkar framfarir séu hættu- legar fyrir Ríkisútvarpið. Eins hefði mátt halda því fram, að tónlistarflutningi yrði þar hætt, þegar hljóm- flutningstæki og hljóm- plötur urðu almennings- eign. Hins vegar mun hin nýja tækni gera auknar kröfur til efnisvals hjá Ríkisútvarpinu. Varðstaða þess um tunguna og önnur íslensk sérkenni verður mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Oskirnar um að einkaleyfi ríkisins til út- varpsreksturs verði afnum- ið fá byr undir báða vængi. Þeim óskum á ekki að drepa á dreif. Þær á að ræða með opnum huga og leyfa málum að þróast í skynsamlegan farveg, sem samkomulag næst um. í tilefni 50 ára afmælis Ríkisútvarpsins hafa starfsmenn stofnunarinnar beint athyglinni inn fyrir dyr sínar. Áherslan er lögð á húsnæðisleysi, ónóga starfsaðstöðu, skort á mannafla og úreltan tækja- kost. Fjárhagsleg afkoma stofnunarinnar er sannar- lega ekki góð á hálfrar aldar afmælisári hennar. Vissulega er það til skammar, að mál stofnun- arinnar skuli komin í þessa sjálfheldu. Þegar þær raunir eru raktar æ ofan í æ af útvarpsins hálfu án þess að nokkuð gerist, get- ur hvarflað að ýmsum, að áhrifamáttur þess sé ekki eins mikill og lýst var hér í upphafi til samlíkingar. Reynslan ein sker úr því. Víst er, að enginn vill án Ríkisútvarpsins vera. Með þeim orðum færir Morgun- blaðið því heillaóskir á fimmtugsafmælinu. Afmæli útvarpsins Rey kj aví knrbréf Laugardagur 20. desember Iógöngum Ekki þarf í mörgum orðum að rökstyðja það, að ríkisstjórnin sér engin önnur úrræði í efnahags- málum en þau, sem felast í flutningi fjármuna úr einum vas- anum í annan. Slíkar millifærslu- leiðir hafa hvergi reynst vel. Þær leiða til sóunar fjármuna á leið þeirra í gegnum ríkishítina og hafa í för með sér óeðlilega íhlutun ríkisvaldsins í almennan atvinnurekstur. Sjálfumglaðir ráðherrar í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens telja auðvitað ekkert sjálfsagöara en þeir hafi best vit á öllum þáttum þjóðlífsins, þó sér- staklega þeim, sem að fjármálum og atvinnurekstri lúta. Eitt skýrasta dæmið um þær ógöngur, sem millifærslustefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til, er aðförin að sælgætis- og gos- drykkjaiðnaði landsmanna. Með nýrri skattheimtu á þessar grein- ar á að bæta ríkissjóði upp tekjutap vegna niðurfellingar á svokölluðu aðlögunargjaldi á iðn- aðarvörur. Eftir að áform ríkis- stjórnarinnar voru tilkynnt hafa allir helstu frömuðir í iðnaðar- málum í landinu lýst eindregnum mótmælum sínum við þau. Við blasir, að fyrirtæki munu verða að draga saman seglin ef ekki loka og hundruð manna missa atvinnuna. Þegar stjórnarsinnum á Alþingi eru afhent mótmæli fleiri hundr- uða verksmiðjufólks, setja þeir á sig þóttasvipinn, og fram hjá engum fer, að þeir telja sér varla sæmandi að þurfa að lúta svo „íágr. Iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, sér að sjálfsögðu ekki ástæðu til að fjalla um þetta brýna úrlausnarefni. Hann efnir þess í stað til blaðamannafundar í því skyni að dylgja um sviksemi Alusuisse í viðskiptum við ISAL. Jólabomba iðnaðarráðherra minn- ir óneitanlega nokkuð á reyk- bombur herstöðvaandstæðinga í sumar, þegar miskunnartaust var hamrað á því, að ógnvekjandi hætta steðjaði að íslendingum vegna kjarnorkuvopna á Keflavík- urflugvelli. Sá hræðsluáróður er nú þagnaður í bili. Til hans var efnt í því skyni að slá ryki í augu fólks. Sömu sögu er að segja um aðferðirnar í upphlaupinu gagn- vart ÍSAL og Alusuisse. Þær gefa ekki til kynna að ætlunin sé endilega að hafa það sem sannara reynist. Hitt setur meiri svip á málsmeðferðina, að í senn verði spillt áliti íslendinga sjálfra á stóriðju og komið í veg fyrir, að erlend fyrirtæki hafi áhuga á viðskiptum við okkur í stóriðju- málum. í augum kommúnista er alls ekki fráleitt að sameina baráttuna gegn vörnum landsins andstöðu við erlenda stóriðju á íslandi, enda hafa Samtök herstöðvaand- stæðinga efnt til sérstakra mót- mælaaðgerða við verksmiðjuna í Straumsvík. Málum er nefnilega þannig háttað, að áróðursmiðstöð heimskommúnismans í Moskvu hefur lagt til við fylgjendur sína í vestrænum löndum, að tvö bar- áttumál verði notuð til að halda á loft samræmdum aðgerðum: and- staðan við Atlantshafsbandalagið og baráttan gegn fjölþjóðlegum fyrirtækjum. Það er til sannindamerkis um þær ógöngur, sem Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, er kominn í innan eigin raða, að hann notar nú lokatrompið, álver- ið, til að slá sig til riddara. Með útspili sínu hefur ráðherrann komið málum þannig fyrir, að ekki verður til baka snúið. Hann hóf leikinn að vísu afspyrnu klaufa- lega með því að mæla með lokun álversins í orkuöflunarskyni. Sá afleikur sýndi þó hug ráðherrans til fyrirtækisins. Með ásökunum um súrálsverðið kastaði ráðherr- ann sér beint út í hringiðuna. Hann getur ekki vænst þess, að aðrir bjargi honum þaðan. Ráð- herrann hefur gefið mönnum til- efni til að vænta mikils af viður- eign hans við Alusuisse. Úrslit- anna er beðið. Hitt er svo annað mál, að svo er þeim fyrir að þakka, sem gerðu samningana um álver ÍSALs að íslendingar geta fylgst rækilega með öllum rekstri fyrir- tækisins í því skyni að við höfum sem mest upp úr þessu samstarfi. Svo vel var haldið á spöðunum. Það er hlutverk fulltrúa íslensku ríkisstjórnarinnar í stjórn ÍSALs að hafa eftirlit með þessu, ásamt endurskoðendum og iðnaðarráð- herrum, en þeir hafa verið frá 1971 Magnús Kjartansson, dr. Gunnar Thoroddsen og Hjörleifur Guttormsson. Ábyrgð eftirlitsins er þeirra, eins og fram hefur komið. Neikvæd lífssjón Núna heitir nýtt blað, sem hóf göngu sína hér í Reykjavík fyrir skömmu. Er það stórt með fjöl- breyttu efni og þar á meðal er að finna íhugunarverða grein eftir Ingimar Erlend Sigurðsson rithöf- und, sem heitir: Hægri menn snobba fyrir vinstri mönnum. Greinin hefur hitt í mark, því að Þjóðviljinn hefur þegar ráðist á höfund hennar fyrir skoðanir hans. Ingimar Erlendur kemst meðal annars svo að orði: „Vinstrimönnum er tortryggni eiginleg, augu þeirra læs — á myrkrið. Þeir lesa váboð eins og opinberun, vegna þess að lífssjón þeirra er neikvæð; og það sem maður væntir — verður hann sjálfur." Og á öðrum stað segir Ingimar Erlendur: „Vinstrimenn eru neimenn að eðlisfari, lífsviðhorf þeirra nei- kvætt, þeir eru haldnir einsýni sem hæglega leiðir til einæðis, tortímingar sem ann sér engrar hvildar — og semur aldrei til sátta, aðeins svika." Ingimar Erlendur Sigurðsson telur, að hægrimenn séu alltof hógværir, þeir séu að eðlisfari jámenn „— og þar af leiðandi lélegir baráttumenn, seinþreyttir til meiri háttar vandræða ... Þeir beita fortölum fremur en boðorð- um, brúka jafnvel lítil orð í baráttu upp á lif og dauða. Enda látið stela af sér hinum stórum orðum í lífsins bók, meira að segja áherslu-orðum menningar, menn- ingarlegu frumkvæði." Og hann hittir naglann á höfuð- ið, þegar hann segir: „Nemendur marxista, einkum þeir efnilegu, gerast gjarnan kennarar, bókaverðir, félagsfræð- ingar, sálfræðingar, blaðamenn, gagnrýnendur eða ganga með oddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.