Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Austurstræti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, Kóp., sími 73055. Ófriður í aðsigi eftir Þór Whitehead Ótrióur ( sftalgi er fyrsta blndl rltverks- Ins fstand í eHtari h«(msstyr(ö(d eftlr Þór Whftehead. Meglnefni þess er samsklpti íslands vlð stórveldln á tíma- bilinu frá þvf Hltler komst tll valda ( Þýskalandl (1933) og þangaó tll styrjöld braust út (1939). Þjóóvefjar gáfu okkur því nánarl gaum sem nœr dró ófrlönum, og valdsmenn þar sendu hingaö einn af geeðlngum s(num, SS-forlng|ann dr. Gerlach. tlt aö styrkja hér þýsk óhrlf. I Reykjavík starfaöi delld úr þýska nasistaflokknum. og var hennl stjórnaö frá Berlín. íslenskum stjórnvöldum var IJóst. hvað var á seyði, en gátu 1010-8008131, enda stóöu þau andspœnls kreppu og mark- aöshrunl, sem ÞJóöverJar reyndu að notfaara sér. Þau leituðu á náöir stórvelda, sem voru Jjeim skapfeltdarl en Hltlers-Þýskaland, en róöurinn var þungur. Bókln, sem og rltverkiö f heild. er byggö á tfu éra rannsóknum höfundar á heimHdum, er varöa Island, ( mörgum löndum, bréfum, leyniskýrslum og vlð- tðkim vlö erlent og íslenskt fólk, sem þátt tók f atburöunum eöa stóð nearrl þeim. Mun margt af þv( sem bókin upplýslr sannarlega koma lesendum á óvart Ný skáldsaga eftir Jón Dan Stjörnu- glópar Jón Dan er sérstæður höfundur og alltaf nýr. Nú verður honum sagnaminnið um vitringana þrjá að viðfangsefni — fært í íslenzkt umhverfi bænda og sjómanna á Suðurnesjum. Þess- ir vitringar hafa reyndar ekkert Jesúbarn til að gefa gull, reyk- elsi og mirru, en þeir horfa á stjörnurnar eins og þeir austur- lenzku, þÓ, að þeir stýri ekki eftir þeim. Og umhverfi með álverksmiðju og kanavelli er andstætt þeim. Flestir aðrir falla þar betur inn í og semja sig að því, kannski ekki allir sársaukalaust. En vitringunum er þar ofaukið, sumum en ekki öllum finnst þeir þar eins og ankannalegar ójöfnur. Má vera að þeir jafnist út í umhverfið eins og aðrir, en þá verða þeir ekki lengur vitringar. Almenna bókafélagið Austurstrætí 18. — Sími 25544. Skemmuvegi 36, Kóp. Sími 73055. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK !>l ALGI.VSIR LM ALLT LAXD l’EG.AR I-L Al’G- LYSIR I MORGLMILADIM Ásgeir Hjartarson. Þeir sem lásu leikdóma Ásgeirs Hjartarsonar að staðaldri komust ekki hjá að taka eftir sanngirni hans, eininleika sem er að verða fáséður meðal leikgagnrýnenda. Hann lagði áherslu á að fara mjúkum höndum um leiksýningar, jafnvel ófullkomnustu, en kom engu að síður skoðun sinni til skila. Hann var af þeirri kynslóð leikgagnrýnenda sem var mjög bókmenntaleg í öllum sínum við- horfum, en lagði um leið áherslu á einkunnagjafir til leikara, smæstu hlutverk fóru til dæmis aldrei framhjá Ásgeiri. Það er satt að segja oft vafasamt að kveða dóm yfir hverjum og einum sem kemur við sögu í leiksýningu, en eftir á að hyggja er þessi háttur Ásgeirs og sumra kollega hans mikilvæg heimild um einstaka leikara og leikaðferðir. Þegar við hugsum til þess hvernig ýmsir leikarar sem Nestor leik- gagnrýninnar Ásgeir Hjartarson: LEIKNUM ER LOKIÐ. Leikdómar og greinar 1959— 1972. Ólafur Jónsson vaidi og sá um útgáfuna. Iðunn 1980. Ásgeir Hjartarson segir frá því í greininni Um leikdóma að hann hafi orðið „leikdómari af ein- skærri tilviljun". Ætli það gildi ekki um flesta, ef ekki alla leik- dómara íslenskra blaða. I rauninni var hann eins og Ólafur Jónsson bendir á í eftir- mála „góður og gegn talsmaður hinna bestu leikhúsgesta". Það er sanngjarnt að gera þær kröfur til leikgagnrýnanda að hann sé góður gestur í leikhúsi og vilji leikurum og leikhússtarfsemi allri vel. Þar með er ekki sagt að hann eigi að bera lof á allt í Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON leikhúsinu, hann þarf líka að koma auga á mistökin. En þær kröfur sem runnar eru undan rifjum leikara að leikgagnrýnandi eigi að vera ofurmannlegur að skilningi og yfirsýn, sérhæfður leikhúsmaður og helst meira, eru því miður óraunhæfar. Sé leik- gangrýnandi sérhæfður eins og margir leikarar telja nauðsynlegt leiðir slíkt venjulega af sér ein- hæfni. Leikgagnrýnandinn verður fastur í kenningu og kemst naum- ast upp úr kviksyndinu eftir það. Ásgeir Hjartarson svarar sjálf- ur spurningunni um hvernig list- dómar eigi að vera. Hann segir m.a.: „Það er heiiög skylda list- dómarans að setja fram mál sitt á ljósan hátt og á góðu máli, skrifa læsilega svo ekki sá fastar kveðið að orði; og þó er staðgóð þekking, skarpur skilningur, sannur áhugi, óbrigðull heiðarleiki og vand- virkni fyrir mestu.“ Hann segir einnig um gagnrýnendur: „Starf þeirra er ekki og getur ekki orðið neinn dans á rósum og sízt af öllu fallið til almennrar virðingar og vinsælda. Þó að sumir lesendur séu þeim þakklátir og aðrir láti skrif þeirra liggja á milli hluta, eru hinir jafnan ófáir sem telja þá heimska eða lítilsiglda eða illa innrætta og jafnvel allt þetta; við því er ekkert að gera.“ En hvaða lágmarkskröfu á að gera til gagn- rýnenda að mati Ásgeirs Hjartar- sonar? „.... þeir eiga að skrifa af háttvísi, nærfærni og sanngirni, og særa engan vitandi vits þótt hann liggi vel við höggi, og sízt byíjendur og unga óharðnaða listamenn." nú eru látnir stóðu sig á sviðinu getum við fengið um það vitneskju hjá Ásgeiri. Það er að vísu aldrei hægt að lýsa svo fullkomlega viðunandi sé hreyfingum og fram- setningu einstakra leikara, en að geta gefið vísbendingu um þessi atriði og fleiri er ekki svo lítið. Eitt af því sem ekki verður komist hjá í leikgagnrýni er endurtekning. Leikgagnrýnandinn notar sömu orðin upp aftur og aftur og hann er sérstaklega gefinn fyrir lýsingarorð. Þetta veldur því að lesandinn fer að taka eftir orðum hjá gangrýnandanum sem hafa orðið kækur hans. Meira að segja jafn vandvirkur leik- gagnrýnandi og Ásgeir Hjartar- son getur ekki sloppið að þessu leyti. Hve oft lesum við til dæmis ekki um hugtæk verk og hugtæka túlkun og hve margar leikkonur eru ekki föngulegar að dómi Ásgeirs Hjartarsonar. Svona til þess að þurfa nú ekki að særa um of unga leikara grípur hann til þess ráðs að segja að þeir séu laglegir og má það verða nokkur huggun. Gagnrýni er jafnan nokkur heimild um tímann og sem slík á hún rétt á sér þótt hún sé að flestu öðru leyti misheppnuð. Ólafur Jónsson telur að minningu Ás- geirs Hjartarsonar sé „mestur sómi sýndur ef bók hans getur að sínu leyti orðið dálítið tillag til leiklistarsögu síðustu ára“. Val dóma og greina er vel heppnað. En það er til marks um ágæti leik- gagnrýnandans Ásgeirs Hjartar- sonar að vel mætti stefna að því að gefa út heildarverk hans á sviði leiklistargagnrýni. Eftir að hann gerðist leikgagnrýnandi Þjóðvilj- ands 1948 lagði hann önnur rit- störf að mestu á hilluna ef undan eru skildar leikritaþýðingar. Mannkynssaga hans í tveimur bindum vakti á sínum tíma mikla athygli og einnig þótti hann lið- tækur í skrifum um bókmenntir. En það er eins og leikhúsið hafi eignast hug hans allan. Leiknum er lokið er minningarútgáfa gefin út til að minnst þess að Ásgeir sem lést 1974, hefði orðið sjötugur 21. nóvember á þessu ári. Önnur bók með safni leikdóma eftir Ásgeir kom út 1958: Tjaldið fellur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.