Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980
23
Birgir IsL Gunnarsson:
Pólitík — eða heimska
„Þetta er ekki pólitík —
þetta er heimska". Þessi orð
gengu í hvíslingum á milli
ýmissa stjórnarþingmanna,
þegar þeir nauðugir viljugir
höfðu gengið til þess leiks á
Alþingi að samþykkja frum-
varp ríkisstjórnarinnar um
sérstakan skatt á innlent
sælgæti og gosdrykki. Nokkur
spenna ríkti í sölum Alþingis,
þegar mál þetta kom til
atkvæðagreiðslu í Neðri deild.
Vitað var að sumir þingmenn
stjórnarliðsins voru sár-
óánægðir með þennan nýja
skatt og spurningin var sú,
hvort einhverjir þeirra
myndu brjótast undan aga
stjórnarliðsins. Svo reyndist
ekki vera. Sá sem lengst gekk
í þá átt, Guðmundur G. Þór-
arinsson, lét sér nægja að
lýsa yfir andstöðu sinni, en
sat hjá í atkvæðagreiðslunni
og tryggði með því framgang
þessa óvinsæla máls.
Þessi nýi skattur felur í sér
að lagt er 7% vörugjald á
sælgæti og 30% vörugjald á
öl og gosdrykki. Bæði iðnrek-
endur og starfsfólk í þessum
iðngreinum hafa látið í ljós
mikinn ugg vegna þessa máls.
Um 400 Iðjufélagar sendu
Alþingi áskorun um að sam-
þykkja ekki þetta gjald, enda
óttast fólkið að gjaldið hafi í
för með sér samdrátt í fram-
leiðslu og því atvinnuleysi hjá
þeim, sem þessa atvinnu
stunda.
Allt þetta mál ber vott um
ótrúlegt ráðleysi. Á sl. sumri
var talið að sælgætisiðnaður
stæði höllum fæti vegna sam-
keppni við innflutt sælgæti.
Þá setti ríkisstjórnin bráða-
birgðalög, sem áttu að bæta
þessa erfiðu stöðu. Nú er
blaðinu allt í einu snúið við.
Nú er staða sælgætisiðnaðar
talin vera svo góð að rétt sé
að leggja sérstakan aukaskatt
á þessa iðngrein. í rauninni
skilur enginn nema e.t.v. ráð-
herrarnir, hvaða hugsun ligg-
ur hér að baki.
Þetta nýja gjald mun
hækka verð á innlendu sæl-
gæti og gosdrykkjum. Sú
verðhækkun gerir þessar vör-
ur síður samkeppnisfærar við
innfluttar vörur. Það er því
líklegt að Sala á innlendu
framleiðslunni dragizt sam-
an. Þetta nýja gjald mun
einnig hækka vísitöluna um
0,26%, en það mun hækka
launagreiðslur í landinu um
allt að 3 milljörðum króna.
Þessi skattur er því verð-
bólguhvetjandi og því enn
óskiljanlegra hjá ríkisstjórn,
sem í orði segist vilja baráttu
gegn verðbólgu.
Þáttur Alþýðubandalagsins
í þessu máli er með eindæm-
um. Þegar hundruðir félaga í
Iðju, félagi verksmiðjufólks,
leita til forystumanna Al-
þýðubandalagsins með beiðni
um að þessi skattur verði ekki
lagður á og að málið verði
athugað betur, þá er þessu
fólki tekið með hæðnissvip.
Og einn þingmanna Alþýðu-
bandalagsins lætur sig hafa
Eggert Haukdal:
Veit ekki hvort ég
get sætt mig við
að hafa gert þetta
II U IH i-kki hurirt ,
turK hmrt rx m-ri a mnti þr-.«u
frum«arpi. en ck kiI þu -.aKt
þaö. art ck *ar iik ir ekkl
hrifinn af þessu mali." *aKÓi
K.KKrrt llaukdal alþinKÍ>maA
ur i samlali \IA MurKunhlaAIA.
en hann \ar >purAur um a>taiV
ur þe-s. aA hann Kr.iddi at
k\»Ai mcA frumxarpi rikis
stjiirnarinnar um 'uruKÍald
Krum\arp þetta var aÍKreitt
fré neAri deild WþinKÍ' aAfara
m»lt fustudaKsins
-Svi.na fjámDun finnst mér
•ihepiuleu i hmsla máta ÞaA
.háí fekk '<•iiikj.iI.IiA likk-.A
ur 1« . i 7 .* .,„k þi-ss \ar
fundin I.iiisii a flvm nialuni “
— llvaAa nialuni"
-ÞaA fekkst t .l \jvs lauan a
nialefnuni It'KKAasj.NV. en hlut-
verk lt\kkA.isj.mVs er ni.a. aA efla
islenska alvinnuslarfsmni utt
m lireitt uni lamliA.'* s;ikAi
Kwrrt
ha 'ar EnK' ri spurAur aAþvi.
h'url hann Kieti sjett sig »iA
|iessa niAurstiAu mala
-Kg veit ekki hvnrt eg get
Guðmundur G. Þórarinsson:
Er í hjarta mínu á
móti vörugjaldinu
_fcG KK i hjarts mtnu a muti
þessu 'nruKjaldi." 'NkAí GuA-
mundiir <• lNirarinss..n alþinu
ismaAur i sumlali 'iA Muncun-
hlaAIA. en hann »ar spurAur um
aslaAur hia-a tti sinnar *iA ut
k'uAaKreiAslu um frum\arp
rikisstjnrnarinnar um vnru-
KÍald. sim afKreitl \ar tra
NiArl deild XlþinKÍ' aAfaranutt
fnstudaK'ins
,ÞuA ma siiya aA |»v.<r K
þinKmenn stamla uA rikisstjnrn
jia 'erAiir aA vera mik.l sam-
slnAa nieAal Iwirra »A l.<—■.
frum\ar|«. þu in\"ti
ekkl l.l aA f.-lla |«..V ii
afleiAi.iKi.il. —„1 .-K ai
\ lAhi.rl' «in i s'.ma n.a
— \ arsl |«i ekki ronfu kjark
Birgir ísi. Gunnarsson
það að halda því fram að
þetta fólk hafi ekki vitað
hvað það var að gera — það
hafi verið kúgað af atvinnu-
rekendum til að skrifa undir.
Fyrirlitningin á sjálfstæði
þessa fólks og skoðunum
leynir sér ekki hjá puntu-
dúkkunum í Alþýðubandalag-
inu.
Með þessu nýja gjaldi hefur
ríkisstjórnin enn sannað ráð-
leysi sitt og getuleysi. And-
rúmsloftið meðal stjórnar-
þingmanna við afgreiðslu
málsins sýndi einnig að þolin-
mæði ýmissa stuðnings-
manna stjórnarinnar er að
bresta og er það ekki vonum
fyrr.
og egg, hamri og sigð, að störfum
sem greiða leið til samfélags-
áhrifa, þar sem þeir grafa leynt og
ljóst undan lýðræðisgrundvelli
hægrimanna — og annað lýðræði
ekki til, nema sem lygasaga."
í þessum orðum rithöfundarins
er komið að kjarna málsins, þegar
fjallað er um áhrif vinstrisinna hér
á landi sem annars staðar. Hin
neikvæða afstaða, fyrirlitningin á
því frelsi, sem gerir þeim kleift að
halda uppi niðurrifstarfsemi
sinni, er einkenni þessa fólks.
Líklega sést þessi neikvæði subbu-
skapur einna skýrast í Stúdenta-
blaðinu, sem gefið er út af Stúd-
entaráði Háskóla íslands og Sam-
bandi íslenskra námsmanna er-
lendis. Við lestur þess blaðs hljóta
menn að fyllast undrun, yfir því,
að slíkt hugarfar, sem þar endur-
spieglast, skuli móta ráðandi öfl í
íslenskri stúdentahreyfingu.
Hreinsunar—
hugarfar
Eitt helsta vopn alræðisherra er
að ljúga að þegnum sínum. í
Sovétríkjunum er þetta meðal
annars gert með þeim hætti, að í
opinberri sögu eða bókmennta-
sögu eru þeir aðeins nefndir, sem
valdhafarnir bera vinarhug til.
Nöfn annarra koma þar ekki fyrir,
ekki einu sinni til að hafa þá að
skotspæni. Valdhafarnir eru ekki
svo skyni skroppnir, að þeir geri
sér ekki grein fyrir því, að óvinir
þeirra eru strax dáðir af fólkinu.
Meðal annars af þeim sökum líta
margir Sovétmenn með söknuði
aftur til Stalínstímans.
Ingimar Erlendur Sigurðsson
fjallar um svipaðar aðferðir
vinstrimanna hér á landi í grein
sinni í blaðinu Núna. Hann segir
meðal annars:
„í einum af menntaskólum
landsins mega nemendur aðeins
fjalla um bækur vinstrimanna,
vallistinn svokallaði aðeins
skipaður þeirra skáldum; umfjöll-
unin ekki bókmenntalegs eðlis,
heldur eingöngu helguð því: hver
staða höfundarins sé í samfélag-
inu, hver afstaða höfundar til
stéttarbaráttu; jafnvel öldunga-
deild þessa skóla er ofurseld sama
lögmáli vinstrimanna."
Og enn segir Ingimar Erlendur:
„Vinstrimenn íslenskir — raun-
verulegir vinstrimenn — eru
haldnir sama hugarfari og hug-
sjónasmiðir kommúnismans,
hreinsunar-hugarfari. Þeir hafa
þegar hafið á rithöfundum hreins-
anir; þeim sem hvorki gangast
undir geislabaug þeirra né ganga
undir honum. Þeir myrða þá ekki,
þeir yrða þá, rægja af þeim bæði
skáldorð og mannorð, útiloka þá
frá sýnisbókum skáldskapar, fé-
svelta þá, gagnrýna þá í drep;
dæma þá til útlegðar — sálrænnar
síberíuvistar, einangrunar."
Eins og Ingimar Erlendur Sig-
urðsson bendir réttilega á, er
óþarfi að tala tæpitungu við
vinstrisinnana hér á landi frekar
en annars staðar. Eitt af einkenn-
um þessa fólks er, að það tekur
hús á þeim, sem hlýðir því ekki í
einu og öllu. Sest upp með sitt
hafurtask og neitar að fara nema
frekja þess nái fram. Við þær
aðstæður hampar það helst friðar-
ást sinni. En slíkar aðgerðir munu
því miður hafa það í för með sér,
að hendur verða látnar skipta í
deilum manna í stað orða.
Orusta rithöfundar við menn-
ingarleg máttarvöld vinstrisinna
er háð um þessar mundir á síðum
Þjóðviljans og víðar, jafnvel í
„virðulegum" stofnunum. Jón
Oskar á í útistöðum við andlega
yfirstétt Alþýðubandalagsins
vegna dálætis hennar á svonefndu
„gúanórokki". Fróðlegt verður að
fylgjast með því, hvað Jón Óskar
verður strikaður út úr mörgum
sýnisbókum fyrir vikið. Um Ingi-
mar Erlend Sigurðsson þarf auð-
vitað ekki að ræða í þessu sam-
bandi. Hinir menningarlegu
hreinsunarmenn hafa þegar af-
greitt hann.
Eftir að skólanemar hafa látið
bjóða sér hinn vinstrisinnaða yfir-
gang í kennslustundum á lægri
stigum, þarf ef til vill engan að
undra, að þeir líði niðurrifsöflun-
um að sitja í forystu stúdenta-
hreyfingarinnar í Háskólanum.
Breyting til batnaðar verður varla
framkvæmd af aðilum utan skól-
anna. Hún verður að sækja afl sitt
til hreyfingar innan þeirra. Svo að
enn sé vitnað í Ingimar Erlend
Sigurðsson: „Hugarfar vinstri-
mennsku og hægrimennsku, eins
og það er skilið og skilgreint í
þessum skrifum, vottar hverjum
og einum hvar hann stendur í
heimsstyrjöid — mannssálarinn-
ar.“
*
Adrepa
Brzezinskis
Viðtal, sem birtist nýlega í New
York Times við Zbigniew Brzez-
inski ráðgjafa Jimmy Carters
Bandaríkjaforseta um öryggismál,
hefur vakið mikla athygli. Þar
segir hann, að úrslit forsetakosn-
inganna í Bandaríkjunum sýni, að
Demókrataflokkurinn verði að
hverfa frá „undanhaldsstefnu"
sinni í viðbrögðum við útþenslu-
stefnu Sovétríkjanna um víða ver-
öld. Hann segir, að flokkurinn hafi
spillt mjög fyrir sér með því að
hneigjast æ meira til vinstri og
láta undan vilja þeirra, sem telji
unnt að ná árangri gagnvart
Sovétríkjunum með því að stunda
einhvers konar „góðverk". Sigur
Ronald Reagars sýni, að Banda-
ríkjamenn séu fúsir til þess að
styðja þá menn til valda, sem séu
reiðubúnir að veita Moskvuvald-
inu nauðsynlega viðspyrnu.
Engan þarf að undra, að svo
skorinorð ádrepa hafi vakið um-
ræður og athygli. í raun viður-
kennir öryggismálaráðgjafinn, að
sú stefna forseta síns að sameina
baráttu fyrir mannréttindum
áformum um að efla að nýju vald
Bandaríkjanna, hafi runnið út í
sandinn. Hann segir í viðtalinu, að
tilraunir til að efla herstyrk
Bandaríkjanna hafi mætt and-
stöðu innan ríkisstjórnarinnar og
Demókrataflokksins, sem sé hald-
inn þeirri hræðslu, að áhersla á
samkeppni við Sovétríkin endur-
veki kalda stríðið.
Ýmsir ráðamenn í Demókrata-
flokknum hafa mótmælt þessum
ummælum Brzezinskis, þeirra á
meðal er Cyrus Vance, fyrrum
utanríkisráðherra, sem sagði sig
úr stjórn Carters eftir misheppn-
aða björgunarleiðangurinn inn í
íran. Hann telur öryggismála-
ráðgjafann fara með rangt mál og
taka alltof sterkt til orða. Um það
skal ekki dæmt hér, en ljóst er, að
innan ríkisstjórnar Ronald Reag-
ans, sem sest að völdum eftir 20.
janúar næstkomandi, verður tekið
öðru vísi á utanríkismálum en í tið
Carters.
Alexander Haig, sem valinn
hefur verið til að gegna embætti
utanríkisráðherra, hefur mikla
reynslu innan stjórnkerfis Banda-
ríkjanna og þekkir af eigin raun
hernaðarmátt Sovétríkjanna, eftir
að hafa starfað sem yfirmaður
Evrópuherstjórnar Atlantshafs-
bandalagsins. Eðlilegt er, að
demókratar í Bandaríkjunum séu
andvígir Haig og noti störf hans í
Hvíta húsinu á tímum Richard
Nixons til að koma höggi á hann.
Mun á þau mál reyna næstu daga,
þegar öldungadeild Bandaríkja-
þings fjallar um skipun hans í
utanríkisráðherraembættið. Alex-
ander Haig er fulltrúi allt annarr-
ar utanríkisstefnu en lýsir sér í
hræðslugæðum áhrifamikilla að-
ila innan Demókrataflokksins í
Bandaríkjunum. Hann er valinn
til ráðherraembættis, vegna þess
að hann vill veita viðspyrnu en
ekki láta undan.