Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 38
■■MNNMHN 38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 GET ÉG FENGIÐ EPLI Verölaunamynd Magnúaar „Átti ekki von á því að fá viðurkenningu“ Tómstundaiðkun hefur aukist mjóK hjá óllum almenningi hin síðari ár. í dag eru þeir fjólmartí- ir sem eisa ljósmyndun aó áhuKamáli ok ná alveg ótrúletca KÓÓum árangri. Og þar sem það vekur ávallt athygli þegar menn fá viðurkenningar og verðlaun i hinum ýmsu samkeppnum er- lendis vakti það athygli undirrit- aðs þegar hann rakst á það i erlendu Ijósmyndariti að ungur áhugaljósmyndari frá íslandi, Magnús Hjörleifssun. hafði unnið til verðlauna í annað skipti. Magnús sem er starfsmaður Flugleiða hér á landi hefur tvíveg- is tekið þátt í alþjóðlegri ljós- myndasamkeppni flugfélaga, sem fram fer árlega. Samkeppni þessi er hörð þar sem ljósmyndir berast frá öllum heimsálfum. Nú nýverið kom í ljós að Magnús hafði unnið til veglegra verðlauna í keppni þessari. Hlaut hann ferð fyrri tvo til Portúgals og vikudvöl í landinu á lúxus-hóteli sér að kostnaðar- lausu, en ljósmyndasamkeppnin fór að þessu sinni fram í Portúgal. Magnús fékk verðlaun fyrir mynd sem hann nefnir „Dogs Game“ eða Hundar í leik. Magnús hafði áður - segir Magnús Hjör- leifsson sem unnið hefur til verðlauna í erlendum ljós- myndasamkeppnum unnið til verðlauna í samskonar ljósmyndasamkeppni sem fram fór í Stokkhólmi árið 1978. Þá fékk hann viðurkenningu fyrir mynd sem hann nefndi „Can I have an apple", Get ég fengið epli. „Ég hef verið að gutla við þetta í ein sex ár, en þá eignaðist ég mína fyrstu ljósmyndavél sagði Magnús er Mbl. innti hann eftir því hversu langt væri síðan hann hóf að stunda ljósmyndun. „Ég eignaðist þá mína fyrstu reflex-myndavél og fór þá að þreifa mig áfram," sagði Magnús. — Ég tek svart-hvítar myndir og litmyndir eiginlega jöfnum höndum. Skemmtilegustu mótívin sem ég fæst við eru fólk og vetrarmyndir. Ég vinn allar mínar myndir sjálfur heimafyrir, og finnst ljósmyndun vera stórkost- lega skemmtilegt áhugamál. Nú hin síðustu ár hef ég lítillega fengist við að taka myndir fyrir tímarit. Ég gerði það að gamni mínu að taka þátt í ljósmynda- samkeppnunum og átti alls ekki von á því að fá viðurkenningu. Ég fer gjarnan út á nóttinni til þess að ljósmynda og leita mér þá að allskyns myndaefnum. Eina nóttina er ég var útivið að taka vetrarmyndir varð ég fyrir því óhappi að týna þremur filmum í snjónum. Þrátt fyrir mikla leit fann ég þær ekki aftur. En þremur mánuðum síðar er snjóa leysti fór ég á stúfanna og fann þá filmurn- ar og þær reyndust allar vera heilar. Og það sem meira var: á þeim voru sennilega bestu vetrar- ljósmyndir sem ég hef náð, sagði Magnús að lokum í stuttu spjalli við Mbl. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.