Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Leynilegar leikfléttur í taugastríði skáksniUingaima í breska tímaritinu NOW frá 5.—11. þessa mánaðar er grein eftir skákfréttamann þess, alþjóðlega meistarann William Hartston, þar sem hann fjallar um þá þrjá menn, sem nú standa uppi í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, Robert Hiibner, Viktor Kortsnoj og núverandi heimsmeistara, Anatoly Karpov. Greinin fer hér á eftir nokkuð stytt. Eftir William Hartston FYRIR um tveimur mánuðum kom inn á háskólabókasafnið í Cambridge ungur, hálfsköllótt- ur Þjóðverji með fremur tjásu- legt skegg og þykk gleraugu. Hann bað um að fá að líta á gömul handrit, svokölluð Micha- elides-handrit, og þegar starfs- maður safnsins hafði sýnt hon- um handritin, renndi hann í gegnum þau og virtist lesa þau jafn reiprennandi hvort sem þau voru á koptísku eða grísku. Síðan gerði hann ráðstafanir til Portisch, á jafn auðveldan og öruggan hátt og raun bar vitni. Portisch hefur verið í hópi sterkustu skákmanna sl. 15 ár, atvinnumaður, sem hefur varið átta tímum á hverjum degi til að stúdera skák og þykir nú standa á hátindi ferils síns. Galdurinn við velgengni Hiibners er gífurlegur undir- búningur og nákvæmni. Hann rannsakaði allar skákir, sem vitað var að Portisch hafði teflt, 2500 skákir alls, ráðfærði sig við Húbners og skipuleggjandi er milljónamæringurinn og Köln- arbúinn Wilfried Hilgert. Hil- gert, sem er 46 ára gamall, hefur auðgast mjög á fasteignavið- skiptum, komið sér upp flota fiskiskipa og að undanförnu hefur hann snúið sér að því af fullum krafti að gera veg þýskr- ar skáklistar sem mestan. Hann kom á fót skákmiðstöð í Köln og gerði svo vel við skákklúbbinn í Porz, skammt fyrir utan Köln, að nú hefur hann á að skipa ekki viljað vera of áberandi sem aðstoðarmaður Húbners, enda býr hann í Vestur-Þýskalandi fyrir náð og miskunn tékkn- eskra stjórnvalda og vill ekki hætta á að honum verði kennt um ef Húbner hrifsar titilinn úr höndum Rússa. Hort má samt sem áður með vissu þakka að nokkru leyti góðan árangur Húbners, þó að hann eigi að heita aðstoðarmað- ur hans númer tvö. Sá, sem opinberlega er helsti aðstoðar- er leitar eftir fullkomnun í öllu, sem hann gerir, og er afar gagnrýninn á sjálfan sig. Ef hann hreppir heimsmeistaratit- ilinn mun hinn þýski velgerðar- maður hans, Tékkinn Hort og íslendingurinn Guðmundur fagna því innilega. Húbner aftur á móti mun bíða með húrra- hrópin þar til hann hefur farið ofan í saumana á hverri skák og fullvissað sig um, að hann hafi teflt eins vel og unnt var. Þá mun hann geta snúið sér aftur Robert Húbner. Fyrir honum vakir aðeins eitt: að ná fullkomnun. Viktor Kortsnoj. Fyrir honum vakir aðeins eitt: að sigra. Anatoly Karpov þegar hann endurheimti heimsmeistara- titiiinn árið 1978. að koma aftur eftir nokkra mánuði til frekari rannsókna. Þangað til ætlaði hann að ein- beita sér að því að vinna heims- meistaratitilinn í skák. Arið 1980 hefur verið mjög óvenjulegt fyrir dr. Robert Húbner, handritafræðing í Köln. Hann lagði fræðimennsk- una á hilluna um stund og nú, eftir samfellda sigurgöngu, er farið að hilla undir takmarkið, sem að var stefnt: réttinn til að skora á Anatoly Karpov. í gær hófst í borginni Meran á Ítalíu einvígi þeirra Húbners og Kortsnojs og sá, sem ber sigur úr býtum, mun keppa við heims- meistarann einhvern tíma á næsta ári. Árangur Húbners hefur vakið mikla furðu í skákheiminum. Hann hefur raunar alltaf verið talinn mjög sterkur skákmaður en hefur þótt dálítið „undar- legur“ að því leyti, að hann hefur tekið ýmislegt fram yfir sjálfa skákina. Nú hefur hann þó ákveðið að leggja papýrus- vafningana til hliðar í bili og verja næsta ári eða tveimur til að svipta Karpov heimsmeist- aratitlínum. Það kom fáum á óvart þegar Húbner ávann sér þátttökurétt í áskorendaeinvígjunum. Auð- veldur sigur hans gegn Ungverj- anum Andras Adorjan olli held- ur ekki neinu uppnámi, en enginn átti von á því að hann vnni landa Adorjans, Lajos aðra stórmeistara, sem höfðu teflt við hann, og dvaldi jafnvel í tvær vikur í Kanada á heimili sérfræðings í einkennum ung- verskrar þjóðarsálar. Þegar ein- vígið hófst þekkti Húbner Port- isch betur en Portisch þekkti sjálfan sig. Að undanförnu hefur Húbner einbeitt sér að skákinni — og núverandi andstæðingi sínum, Viktor Kortsnoj. Og hvar skyldi vera eðlilegast að hefjast handa í því efni? Jú, hjá Raymond Keene, sem raunar var helsti aðstoðarmaður Kortsnojs í síð- asta heimsmeistaraeinvígi. Hinn fjárhagslegi bakhjarl skákmönnum á heimsmæli- kvarða. Um tíma var helsti ráðgjafinn í Porz enginn annar en Viktor Kortsnoj, en sú tilhög- un stóð stutt. Kortsnoj og Hil- gert lenti heiftarlega saman 1978 og skildu í fússi. Auk Hilgerts hefur Húbner notið dyggilegs stuðnings ann- ars manns, tékkneska stór- meistarans Vlastimil Horts, sem tók við stöðu Kortsnojs hjá Porz-skákklúbbnum. Hort er mjög hæfileikamikill skákmað- ur en hefur aldrei viljað leggja á sig það erfiði, sem er samfara því að keppa að heimsmeistara- titlinum. Hann hefur heldur maður Húbners, er íslenski stórmeistarinn, Guðmundur Sigurjónsson, en ekki er aiveg ljóst hvaða hlutverki hann gegnir. Sumir, sem til þekkja, telja, að í raun sé hann maður- inn, sem „túlkar hugmyndir Horts". Robert Húbner lifir ákaflega einföldu lífi, næstum meinlæta- maður að sumu leyti. Hann býr í litlu herbergi og hefur hvorki sjónvarp né síma. Áhugamál hans eru fjöldamörg, heimspeki, saga og tungumál, finnsku lærði hann upp á eigin spýtur og hann talar ensku með mjög menntuð- um og miklum orðaforða. Húbn- ánægður að bókfellinu sínu. Andstæðingur Húbners í Mer- an, Viktor Kortsnoj, er að mörgu leyti alger andstæða hins innhverfa Þjóðverja. Hann er úthverfur og opinn og gerir sér far um að vera í sviðsljósinu. Það á sér raunar sínar skýr- ingar því að eins og allir vita hafa rússnesk stjórnvöld af fremsta megni reynt að gera honum lífið leitt síðan hann bað um hæli á Vesturlöndum 1977. Rússneskir skákmenn tefla ekki á mótum þar sem Kortsnoj er þátttakandi, konu hans hefur margsinnis verið neitað um að fara til hans í Sviss og sonur „Hlægilegar vangaveltiir að ég sé einhver leppur fyrir Hort“ — segir Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari „Mér þykja nú þessar vanga- veltur heldur hlægilegar og kannski ekki svaraverðar,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari, þegar álits hans var leitað á þeim ummælum í greininni. að hann væri í raun hara leppur Iiorts sem aðstoð- armaður HUbner. „Sannleikurinn er sá, að með okkur Hort er ákveðin verka- skipting, sem við viljum ekki tala um fyrr en þessu er öllu lokið. Við förum saman yfir biðstöðurnar og raunar koma fleiri menn þar við sögu. Hér áður fyrr tók Húbner meiri þátt í því en það hefur breyst. Það liggur svo líka í augum uppi, að það er enginn leppur annars í þessum efnum. Skákmaður, sem ekkert hefði sjálfur til málanna að leggja, léti auðvitað ekki bjóða sér slíkt ef hann bæri einhverja virðingu fyrir sjálfum sér. Húbner kæmi heldur aldrei slíkt til hugar, enda kunnur að öðru en einhverjum kjánaskap. Nú auk þess má geta þess, að það var ég, sem fór fram á, að Hort yrði fenginn sem aðstoðarmað- ur,“ sagði Guðmundur Sigur- jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.