Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 29 Frá Haustfundi ullariðnaðarins að Hótel Borg. LJíbb. Mbl. RAX. Haustfundur ullariðnaðarins: Innlendar kostnaðar- hækkanir skapa framleið- endum mikinn vanda HAUSTFUNDUR ullariðnaðarins fór fram á Hótel Borg föstudaginn 12. desember. Um morguninn heim- sóttu fundargestir þrjú fyrirtæki i fataiðnaði. fataverksmiðjuna Dúk hf.. fataverksmiðju Karnabæjar hf. og Ullarverksmiðjuna Álafoss. Fundurinn hófst kl. 14 með ávarpi forseta útfiutningsmiðstöðvar iðn- aðarins, Viglundar Þorsteinssonar. Siðan skiptust á ávörp og umræður en fundinum lauk um kl. 18. f upphafi fundar kynnti Ingjaldur Hanníbalsson G.S.D. tölvukerfið sem rutt hefur sér til rúms í saumaiðnaði erlendis. Þá flutti Kirstín Flygenring ávarp um af- komu ullariðnaðarins. Þar kom m.a. fram að árið 1979 varð veruleg aukning í útflútningi ullarvara eða um 40 prósent í gjaldeyri en 12 í magni. Þessi aukning kom í kjölfar þess samdráttar í ullarvöruútflutn- ingí sem átti sér stað árið 1978. Athyglisvert er að það ár er hið eina síðan 1970 sem samdráttur verður í útflutningi ullarvara en öll hin árin hefur verið um aukningu að ræða og nemur hún rúmlega sexföldun á undanförnum áratug. Allt virðist benda til að árið 1980 muni ekki skera sig úr hvað þetta varðar og útflutningur aukist enn bæði að verðmæti og magni. í erindi Leifs Ingimundarsonar, um ástand og horfur í ullariðnaðin- um, kom m.a. fram, að kostnaðar- hækkanir við framleiðsluna hér á landi hafa skapað framleiðendum mikinn vanda því þær hefðu verið miklum mun meiri en verðhækkanir erlendis. Hefur verð á fatnaði til framleiðslu aðeins hækkað um 180 prósent en framleiðslukostnaður um 255 prósent á tímabilinu marz 1977 til marz 1980. — Árið 1977 var ullariðnaðurinn rekinn með 0,7 pró- s’nt tapi. Þetta reyndu framleiðend- ur að vinna upp með bættum rekstri og hagræðingar aðgerðum. Sýnt þykir að hefði þetta verð látið ógert myndi tapið árið 1978 hafa orðið 10—15 prósent í stað 3,8 og árið 1979 um 15—20 prósent. Höfuðvandi fata- framleiðslunnar hér á landi virðist ekki liggja í vöntun á hagræðingu, því á því sviði hefur þegar mikið verið gert, heldur í því hversu kostnaðarhækkanir innanlands hafa verið mikið meiri en verðhækkanir á fatnaði erlendis. Erindi Sigurðar Líndal fjallaði um saumastofur i dreifbýli en hann veitir einni slíkri forstöðu. Taldi hann að rekstrarafkoma og mögu- leikar saumastofa í dreifbýli þyrftu í engu að vera lakari en í þéttbýli og væri vissum skilyrðum fullnægt, gæti verið auðveldara að reíca saumastofu í dreifbýli. Hann taldi að starfsþjálfun og félagslegri upp- byggingu innan starfsgreinarinnar væri ábótavant og myndi uppbygg- ing á þessum sviðum örugglega fljótt skila þeim kostnaði og fyrirhöfn sem í hana lagt. I erindi sínu um mismunandi kjör rekstrarlána ræddi Sigurður Ing- ólfsson m.a þá síauknu byrði sem vaxtakostnaðurinn er fyrirtækjum í fataiðnaði. Fram til 1978 hefði þessi liður, vaxtakostnaður, gengistap og verðbótaþáttur lánsfjár, verið innan við 4 prósent af framleiðsluverð- mæti en fór það ár yfir 6 prósent. Á árinu 1979 var hann um 8 prósent og talið að hann fari yfir 10 prósent á þessu ári. Sagði Sigurður að þar sem sýnt þætti að markaðurinn þyldi ekki hærra verð og yrði því varla önnur leið til að leysa þetta vanda- mál en vaxtalækkun. Þó benti hann á að lána fyrirkomulag Seðlabank- ans gagnvart ullariðnaðinum væri ef til vill ekki réttlátt og hvatti til að þetta yrði leiðrétt. í lok fundarins gerðu nokkrir útflytjendur ullarvara grein fyrir markaðssókn og markaðsþróun á erlendum mörkuðum en síðan voru umræður fram til fundarloka. MYSTERE DE ROCHAS Óvenjuleg blanda af blómum, skógarilmi og kryddi er umlykur leyndarmál nútímakonunnar. ROCHAS PARIS Oculus Austurstræti 7, Nes-Apótek, Neskaupstað, Snyrtivörudeildin Glæsibæ, Stykkishólms-apótek, Hafnarborg, Hafnarfiröi, Stykkishólmi, Ólafsvík. Vörusalan Akureyri. Séra Magnús 8L Jónsson Bernska og námsár Nýjar bækur Endurminningar séra Magnúsar Bl. Jónssonar Tvö bindi „Um margt bera minningarnar því vitni aö séra Magnqs hefur veriö óvenju glöggur og vel geröur maður.. . í þau fáu skipti sem hann segir beint frá hugkvæmni sjálfs sín biöur hann lesandann kurteislega aö líta ekki á þaö sem grobb af hálfu höfundar. Þannig menn skrifa um eftirtektarverða hluti af þeirri nákvæmni aö alveg er eins og fortíöin rísi upp í fang manns með kostum sínum og göllum." Indriöi G. Þorsteinsson. Þorsteinn Antonsson Fína hverfið Frásögn „Þorsteinn er skrýtinn. Og frásögn hans í Fína hverfinu eru vissulega skrýtin og skemmtileg svo hversdagsleg sem frásagnarefnin eru.“ Ólafur Jónsson. LJOÐHUS HF JJtv Bókaútgáfa Lautásvegi 4, Reykjavík — Sími 17095.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.