Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 40
PEPI £2?09
HÚSGÖGNa
Nýborg? V
„ Ármúla 23 - Sími 86755 -
fzö
til jó
dagar
jóla
Laugavegi 35
SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980
4 háhyrningar
til Vancouver
þrátt fyrir
mótmæli
Greenpeace
FJÓRIR síðustu háhyrn-
ingarnir, sem Sædýrasafn-
ið Veiddi í ár voru fluttir
til Vancouver í Kanada í
gær. Búist var við mikilli
móttökuathöfn þar í horg.
en í Vancouver eru einar
helztu höfuðstöðvar Green-
peace. Grænfriðungar
höfðu reynt að fá sett
löghann á flutning dýr-
anna frá íslandi til Kan-
ada. en kaupendurnir voru
fyrri til og höfðu fengið öll
tilskilin leyfi fyrir inn-
flutningnum þegar Green-
peace fór af stað með sín
mótmæli.
Kanadískt flugfélag
flutti háhyrningana vestur
um haf og var reiknað með,
að flugið tæki um 13 tíma
með millilendingum á Ný-
fundnalandi og Edmonton í
Kanada. Söluverð dýranna,
sem fóru til Kanada er hátt
í 150 milljónir, en áður
hafði einn háhyrningur
verið seldur til Barcelona á
Spáni.
Það er ekki annað að sjá, en að þessar bráðfallegu jólasveinahúfur skýli hárinu fullt eins vel og lögleiddu höfuðfötin. Starfsstúlkur
ísfélagsins í Vestmannaeyjum mættu með jólasveinahúfurnar til vinnu sinnar á föstudag til að lifga upp á lífið og tilveruna síðustu
dagana fyrir jól. (Ljósm. SigurReir).
Alusuisse hafði áhuga á súr-
álsverksmiðju á Reykjanesi
Auglýsendur athujíið
Auglýsingar sem hirtast eiga
í hlaðinu 28. desember nk.
þurfa að hafa borist auglýs-
ingadeildinni fyrir kl. 17
þriðjudaginn 23. des.
í viðræðum við viðræðunefnd
um orkufrekan iðnað í marz
1975 gáfu fulltrúar Alusuisse
til kynna áhuga á þvi að reisa
súrálsverksmiðju á Reykjanesi.
Af hálfu islenzku nefndarinnar
var strax lögð áherzla á um-
hverfismál og í viðræðum í júli
lýsti Alusuisse sig sammála því
sjónarmiði. að megináherzlu
ætti í fyrstu að leggja á um-
hverfisverndarmálin. bessi súr-
álsverksmiðja var hugsuð í
tengslum við gufuvirkjun á
TröIladyngjusvaNðinu á Reykja-
nesi.
Þessi hugmynd mætti mikilli
andstöðu náttúruverndarmanna
hér á landi og einnig komu upp
ýms tæknileg vandamál, m.a.
hefði þurft að leiða gufu frá
Trölladyngjusvæðinu í 15 km
langri leiðslu til Straumsvíkur,
þar sem verksmiðjuhúsið átti að
rísa, en slík leiðsla hefði orðið
mjög kostnaðarsöm. Trölla-
dyngjusvæðið var einnig svo til
órannsakað til undirbúnings
virkjun. Ýmsar athuganir voru
gerðar í sambandi við viðræður
Yfirlýsing þingflokks sjálfstæðismanna:
Andvígir þingfrestun
vegna stöðu efnahagsmála
Bráðabirgðalög um efnahagsvanda brot
á þingræðisreglum eins og á stendur
ÞINGSÁLYKTUN ríkisstjórnarinnar um frestun Alþingis til 26.
janúar 1981. eða 36 daga þinghlé, sem jafnframt felur i sér heimild
til handa stjórninni til útgáfu bráðabirgðalaga i þinghléi. var
samþykkt að viðhöfðu nafnakalli í Sameinuðu þingi í gær með 32
atkvæðum gegn 28. Með tillögunni greiddu atkvæði þingmenn
Alþýðubandalags. Framsóknarflokks. Gunnar Thoroddsen. Frið-
jón Þorðarson, Pálmi Jónsson og Eggert Haukdal. Gegn tillögunni
greiddu atkvæði þingmenn Alþýðuflokks og allir aðrir þingmenn
Sjálfstæðisflokks en að framan greinir. Geir Hallgrimsson.
formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði eftirfarandi grein fyrir
afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna við atkvæðagreiðsluna:
„Þingflokkur sjálfstæð-
ismanna lýsir því yfir að hann er
andvígur þessari þingsályktun-
artillögu um frestun Alþingis.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins eru reiðubúnir til þess að
mæta til þingfundar, hvenær
sem er og taka þá og þar afstöðu
til hvers konar tillagna ríkis-
stjórnar til úrlausnar efnahags-
vanda.
Að venjubundnum hætti hefði
þingflokkur sjálfstæðismanna
ekkert við slíka tillögu um þing-
frestun að athuga, en nú háttar
svo til, að ríkisstjórnin hefur,
allt frá því til hennar var
stofnað fyrir nær ári, ekkert
aðhafst til aðgerða í brýnustu
efnahagsvandamálum í baráttu
gegn óðaverðbólgu. Sjálfstæð-
ismenn hafa lýst eftir aðgerðum
hvað eftir annað, en þögn, úr-
ræða- og aðgerðarleysi hefur
verið eina svarið.
í gærkveldi lét forsætisráð-
herra í sjónvarpi að því liggja,
sem hann hefur ekki viljað segja
Alþingi, að tillagna ríkisstjórnar
í efnahagsmálum væri að vænta
ef ekki fyrir jól, þá milli jóla og
nýárs.
Með tilvísun til þess telur
þingflokkur sjálfstæðismanna
það virðingarleysi við Alþingi,
að ríkisstjórnin hefur ekki kjark
að birta þingi niðurstöðu sína og
ætlar ekki að leggja úrræði sín
undir dóm og atkvæði Alþingis,
eins og þingræði, sem við viljum
halda í heiðri, krefst.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
dregur að vísu í efa með skír-
skotun til meira en 10 mánaða
aðgerðarleysi ríkisstjórnarinn-
ar, að nokkur niðurstaða sé
fengin, og telur að í þessari
ríkisstjórn sé ekki samstaða um
nein úrræði í efnahagsmálum,
sem að gagni megi koma, frekar
en í öðrum stjórnum, sem fylgja
vinstri stefnu.
Engu að síður er hér um svo
veigamikla grundvallarreglu að
ræða, að ekki verður fram hjá
því gengið, að Alþingi er falið
löggjafarvaldið og það ber að
virða.
Ef Alþingi er sent heim og
bráðabirgðalög sett til að fylgja
fram efnahagsráðstöfunum, þá
ber það vitni virðingarleysi nú-
verandi ráðherra og ríkisstjórn-
ar fyrir þingræðisreglum.
Brjóti ríkisstjórn þannig þing-
ræðisreglur hljóta málagjöld að
verða í samræmi við það.“
um súrálsverksmiðjuna, sem
síðan tengdist umræðum um
möguleika á byggingu þriðja
kerskálans í Straumsvík og var
lögð til hliðar með honum.
Alusuisse hafði áður; á árinu
1971 gefið til kynna áhuga á
könnun möguleika á framleiðslu
kísilmálms á íslandi. Á árinu
1972 var þessi hugmynd rædd
nánar og þá með þátttöku þriðja
aðilans; svissnesks fyrirtækis í
stáliðnaði, Monteforno. í marz
1973 var svo tilbúin frumskýrsla
um kísilmálmverksmiðju í
Straumsvík og varð niðurstaðan
sú, að vegna of mikils flutn-
ingskostnaðar væri ekki væn-
legt í bili að reisa slíka verk-
smiðju á íslandi. Mælt var með
því að málið yrði athugað síðar,
en til þess kom ekki, enda kom
járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga til sögunnar;
fyrst sem kunnugt er í sam-
vinnu við Union Carbide og
síðar Elkem Spigelverket.
3
dagar til jóla