Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Vcrkalýlshrcyfintíin hcfur fíll tök á Vcrkamannaflokknum. Hcr stcndur Ifígreglan í strfíngu á verkfallsfundi stáliðnaðarmanna. Rósturnar í Verkamannaflokknum Einar K. Guðfinnsson Lýðræði er lausnarorð sem set- ur svipmót sitt á allar innri umræður í Verkamannaflokknum um þessar mundir. Hinir róttæk^ ari hafa skorið upp herör gegn núverandi skipulagi, vegna þess að það sé ekki lýðræðislegt. Bresku stjórnmálaflokkarnir eru ólíkir þeim íslensku að allri gerð. Á Islandi þykir það sjálfsagt að landsfundir kjósi leiðtoga flokkanna. Þar tíðkast líka próf- kjör, eins og kunnugt er, víða, þegar valið er á framboðslita. Þetta er liður í því að reyna að færa flokksvaldið út til flokks- manna Þannig er þessu ekki farið á Bretlandi. Tökum til dæmis leið- togakosningarnar í Verkamanna- flokknum og Ihaldsflokknum. Eins og menn rekur minni til, fóru fram leiðtogakosningar í Verka- mannaflokknum fyrir skömmu. — Og hverjir skyldu hafa kosið leiðtogann? Landsfundur flokks- ins, eins og sjálfsagt hefði þótt á Islandi? Nei, ekki aldeilis. Það var þingflokkur Verkamannaflokksins sem kaus sér leiðtoga. „Mcxíir þjód- þinganna“ Nú geta menn auðvitað deilt endalaust um hvernig á þessu fyrirkomulagi standi. Mín skoðun er sú að þingræðisvitundin, sem á djúpar rætur í Bretlandi valdi miklu um. Rétt er að gera sér grein fyrir því að þingræði á sér langa sögu á Bretlandi. Þing var þar fyrst sett árið 1066, að til- stuðlan Norðmanna sem við völd voru þá. Á ýmsu hefur gengið í sögu þingsins, en því verður ekki á móti mælt að þingræðið á sér langa sögu á Bretlandseyjum. Margir íslendingar kannast við, að þegar Winston Churchill kom til Islands á stríðsárunum sagði hann, að Alþingi íslendinga væri amma þjóðþinganna. Þetta sagði hann vegna þess að breska þingið hefur stundum verið nefnt móðir þjóðþinganna. Á sama tíma og breska þingið starfaði örugglega, voru einræð; iskóngar við völd víða í Evrópu. I augum bresku þingmannanna var þingræðið því engan veginn sjálf- gefinn hlutur. Þeir lögðu því kapp á að varðveita sérstöðu sína og völd. Sjálfstæði þings og þing- manna var sífellt áréttað. Og fræg voru orð hins kunna og íhalds- sama stjórnmálahugsuðar, Ed- mund Birke þegar hann sagði að þingmenn ætti að taka afstöðu til mála eftir eigin sannfæringu en ekki að láta vilja kjósenda sinna ráða þar um. Þarna skín alls staðar í gegn viljinn til að varðveita sjálfræði þingsins. Þó mönnum finnist kannski langt seilst til skýringa, þá er því til að svara, að sagan og sögulegar hefðir eru mjög mikil- vægar þegar bresk stjórnmál eru skoðuð Vilja breyta skipu- lagsreglunum Róttækir í hópi þingmanna Verkamannaflokksins vilja nú fá þessu breytt. Þær hugmyndir sem uppi eru eru margvíslegar, en ganga allar út á að þingmenn, verkalýðsfélög og kjördæmisráð fái að kjósa leiðtoga flokksins, í sameiningu. Ætlunin er að kallað- ur verði saman sérstakur fundur þar sem fyrrgreindir aðilar kjósi prósent hvort um sig og fimm prósent hjá öðrum. Michael Foot leiðtogi flokksins telur að þingflokkurinn eigi að stjórna helmingi atkvæðamagns, kjördæmisráðin 25 prósentum og afgangurinn eigi að vera í höndum verkalýðsfélaganna. Þá er að geta tillögu frá Roy Hattersley, þingmanns. Hatters- ley vill fara einhvers konar miðju leið. Hann telur að rétt sé að kjördæmisráðin, þingflokkurinn og verkalýðshreyfingin fái að taka þátt í kosningu flokksleiðtoga en í ofanálag fái hinn almenni flokks- maður að kjósa. Vægi þessara atkvæða verði ákveðin frekar. Nú mætti virðast að, þessar tillögur séu ekki svo vitlausar. Þær ganga allar út frá því að breikka þann hópinn sem kjósa kýs leiðtogann og varla telst það neitt athugavert í lýðræðislegum flokki? Þannig virðist þetta við fyrstu sýn, en er það svo þegar að er gáð? Alls ekki. Vel má vera að ingin réði strax mestu um hinn nýja flokk. Flestir félaganna komu úr hennar röðum og hún lagði flokknum líka til fjármagn- ið. Þannig er þessu einnig farið í dag. Samkvæmt gögnum Verka- mannaflokksins eru í honum 6,5 milljónir skráðra félaga. 90 pró- sent þeirra eru skráðir í gegn um verkalýðsfélögin og fer sú skrán- ing fram eftir dularfullum leiðum. 85 prósent ráðstöfunarfjár Verka- mannaflokksins kemur líka frá verkalýðsfélögunum. Þingmenn á styrk Ofan á þetta bætist líka það að verkalýðsfélög ráða oft algjörlega hvaða menn fara í framboð fyrir Verkamannaflokkinn. Samkvæmt skipulagsreglum flokksins geta einstakir flokksmenn ekki stungið upp á frambjóðanda. Það gera þess í stað hin einstöku aðildarfé- lög flokksins, en þau eru fjölda- mörg. Áhrifamest eru að sjálf- Ekki eru þar all- ir jónar jafnir Eins og af þessu sést glögglega er vald verkalýðshreyfingarinnar mikið innan Verkamannaflokks- ins. Þegar menn fara á landsþing flokksþing hafa þeir ekki bara umráðarétt yfir sínu eina atkvæði, eins og tíðkast á íslandi. í stað þess koma þeir fram sem fulltrúar tiltekins félagafjölda, þannig að fulltrúi stórs félags hefur fleiri atkvæði til umráða en fulltrúi lítils félags. Mestu ráða hins vegar verkalýðsfélögin. Á landsþingi Verkamanna- flokksins sitja fulltrúar um 7,2 milljóna atkvæða, eða félaga í flokknum. Þar af ráða verkalýðs- félögin 6,4 milljónum og kjördæm- isráðin um 700 þúsundum. Af- gangurinn er í höndum ýmissa smærri aðildarfélaga. Þegar fulltrúi TGWU (sem sum- partinn er sambærilegt við ís- lenska Verkamannasambandið) Alræði verka- lýðsbarónanna leiðtogann. í skipulagsreglum flokksins verði kveðið á um vægi atkvæðanna. Tony Benn og róttæklingar ýmsir vilja að atkvæðavægið verði sem hér segir: 38 prósent atkvæða verði í höndum verkalýðsfélag- anna, 30 hjá kjördæmisráðum, 30 hjá þingflokknum og tvö prósent hjá öðrum Flokksráð Verkamannaflokks- ins telur að þingflokkurinn, verka- lýðsfélögin og kjördæmisráðin eigi að ráða hvert um sig 33 prósent- um. Eitt prósent eigi að vera í annarra höndum. Félag verkamanna í bílaiðnað- inum, sem hófsamir Verkamanna- flokksmenn stjórna, álítur að 75 prósent atkvæða eigi þingflokkur- inn að hafa með höndum, kjör- dæmisráð og verkalýðsfélög 10 núverandi háttur við kosningu flokksleiðtoga sé ekki sérlega lýð- ræðislegur. En það er mín skoðun, að ef einhver sú leið yrði farin sem ég hef minnst á, þá væri öllum lýðræðishugsjónum kastað fyrir róða og forræði verkalýðsrekend- anna komið á. Hnerrinn og kvefíd Um samband Verkamanna- flokksins og verkalýðshreyfingar- innar má hafa þau fleygu orð að hnerri annar þá fái hinn kvef. Verkalýðshreyfingin og Verka- mannaflokkurinn eru tengd skipu- lagsböndum. Verkamannaflokkur- inn var upphaflega stofnaður árið 1900 sem stjórnmálahreyfing Verkalýðsfélaga og áhugaklúbba um sósíalisma. Verkalýðshreyf- sögðu verkalýðsfélögin. Þau geta líka, ef þeim sýnist svo, greitt í kosningasjóði og lagt fram rífleg- ar summur árlega til kjördæmis- ráðanna. Verkalýðsfélögin gera þá líka kjördæmisráðunum fullkom- lega grein fyrir því að fjárhags- legur stuðningur sé algjörlega undir því komið að „þeirra" maður sé í framboði. Við síðustu kosn- ingar voru um helmingur þing- manna, á slíku „styrktarkerfi". Stjórnmálafræðingar hafa líka veitt því athygli að hlutfall há- skólamenntaðra manna var tals- vert hærra meðal frambjóðenda Verkamannaflokksins, en meðal þeirra sem kosnir voru. Ástæðan er sú, segja þeir, að þeir frambjóð- endur sem njóta vinskapar við verkalýðshreyfinguna fái fremur „örugg" þingsæti en hinir. kemur til þingsins, þá er ljóst að þar er á ferð valdamikill maður. Hann hefur yfir að ráða hvorki meira né minna 1250 þúsund atkvæðum, eða 550 þúsund at- kvæðum fleira en allir fulltrúar kjördæmisráðanna sameiginlega. Af þessu sést berlega hve valda- hlutföllunum er misskipt. Jafnvel þótt allir fulltrúar kjördæmisráð- anna legðust á eitt, mættu þeir sér einskis ef fulltrúi TGWU upp á sitt einsdæmi legðist þeim í mót. Þannig er nú í reynd hið marg- rómaða „grasrótarlýðræði" í Verkamannaflokknum. „Fjandinn hafí það“ En þetta er ekki allt og sumt. Aukið vald verkalýðsfélaganna í Verkamannaflokknum getur haft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.