Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 15 hans hefur verið fangelsaður fyrir að reyna að koma sér undan herþjónustu. Með því að láta sem mest á sér bera telur Kortsnoj sig styrkja stöðu sína gagnvart Kremlherrunum. Þeir, sem minnast Ko'rtsnoj frá heimsmeistaraeinvíginu í Baguio-borg á Filipseyjum, þar sem hann hafði allt á hornum sér, fána og flögg, jógúrt og dulsálfræðinga, telja hann lík- lega fremur stirðan í umgengni. Það er líka alveg rétt. Gagnvart vinum sínum er hann þó hinn skemmtilegasti félagi, kátur, kíminn og örlátur. Hins vegar krefst hann af þeim algers trausts og heiðarleika. Ef hann hefur grunsemdir um annað breytist vináttan fljótt í fullan fjandskap. Á sama hátt og slettist upp á vinskapinn með þeim Wilfried Hilgert og Kortsnoj, þannig fór einnig með samstarfið við Ray- mond Keene. Uppgjörið milli þeirra fór fram á Olympíumót- inu 1978, í hótelanddyri í Buenos Aires, og líklega mun Keene seint gleyma ásökununum og formælingunum, sem Kortsnoj dembdi yfir hann. Sannleikur- inn er sá, að Kortsnoj skiptir jafn oft um aðstoðarmenn og lélegt knattspyrnulið skiptir um þjálfara. Aðeins einn maður hefur lifað hreinsanirnar af, en það er breski stórmeistarinn Michael Stean, sem er Kortsnoj til halds og trausts í Meran þessa dagana. Auk Steans hefur Kortsnoj svo kvatt til sín banda- ríska stórmeistarann Yassir Seirawan, sem er aðeins tvítug- ur að aldri. Það, sem fyrir Hubner vakir með skákinni, er aðeins eitt: að ná sem mestri fullkomnun. Markmiðið hjá Kortsnoj er hins vegar miklu einfaldara: að sigra. Kortsnoj nærist á óvildinni og spennunni milli sín og andstæð- ingsins og þegar höfð eru í huga tengsl Hiibners við Hilgert og Keene er engin hætta á að hann fái ekki sinn skammt vel úti látinn. Að reyna að spá fyrir um úrslitin í viðureign þessara stórmenna í skákinni er með öllu ómögulegt. Þegar mikið er í húfi geta úrslitin oltið á skap- styrk keppendanna, sá sigrar, sem lætur ekki taugaveiklunina ná tökum á sér. Báðir stunda þeir Hiibner og Kortsnoj lík- amsæfingar af kappi og eru vel á sig komnir, en e.t.v. mun Kortsnoj nú loksins kenna ald- ursins. Hann er að verða fimm- tugur og á þeim aldri mega flestir skákmenn muna sinn fífill fegurri. Hvort sem það verður Hubner eða Kortsnoj sem hrósar sigri í Meran er þó enn eftir erfiðasti þröskuldurinn, sjálfur heims- meistarinn Anatoly Karpov. Karpov er ekki mikill fyrir mann að sjá, veiklulegur, með fitugt hár og gull í tönnum, en við skákborðið er hann ekki einhamur og sigurlöngun hans er óseðjandi. Sagt hefur verið um Karpov að hann sé litlaus skákmaður, sem kann að vera rétt, en skákstíll hans er líka þeim mun árangursríkari. Hann tekur sjaldan áhættu og honum verða á fá mistök. Hann bíður átekta eftir afleik andstæðingsins en er þá heldur ekki seinn á sér að láta til skarar skríða. Árið 1970 sagði sovéskur stórmeistari um Karpov, að hann „væri allt of veiklulegur til að ná langt í skákinni". Hann reyndist hafa rangt fyrir sér í því. Karpov er enginn veifiskati hvað skapstyrkinn snertir og það mun koma mér á óvart ef hann verður ekki enn heims- meistari þegar árið 1981 er liðið í aldanna skaut. SINGER URA Sjálfvirk hnappagöt. Festir tölur. Sjálfvirk spólun í gegnum nálina. Frjáls armur eöa fast flatborð. , LEIKUR ÞU FOIGANGANDI IOLASVEIN UM ÞESSIJÓL? Farið þið í heimboð á annan? Geysist með gjafirnar um allan bæ? Og greinar á leiði í leiðinni? Allt betta getum við auðveldað. Við bjóðum þér framhjóladrifinn bíl til einkaafnota á sérstökum iólaafslætti. LOFTLEIBIR BILALEIGA ®“21190 GYLMIR ♦ GAH 5.4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.