Morgunblaðið - 21.12.1980, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980
Árás á flokk Svartfætlinga viA MacKenzie virkið.
Veiðimenn
Sioux-Indíánar voru frægastir
þessara hirðingja og vísundaveiði-
manna á gresjunum. Þeir réðu
landi sem náði yfir svæðið þar
sem nú er vesturhluti Suður-
Dakóta, suðurhluti Norður-Dak-
óta að Missouri-fljóti og hlutar
Nebraska og Austur-Wyoming.
Þetta var hjarta norðursvæða
vísundaveiðimanna og Sioux-
Indíánar voru ríkir og líka hroka-
fullir og herskáir. Eitt bezta
veiðilandið var Svörtu hæðirnar,
sem þeir höfðu tekið af Kiowa-
mönnum 1776.
Hestar voru gjaldmiðill Sioux-
manna, en stóð var aðeins hægt að
komast yfir með því að stela frá
„Hvíti maðurinn gaf mörg loforð, fleiri en ég get
munað, en hann efndi þau aldrei utan eitt; hann lofaði að
taka landið af okkur og hann tók það.“
Þannig lýsti Rauða Ský, einn af stríðshöfðingjum
Sioux-Indíána, hug hinna stoltu frumbyggja Norður-
Ameríku til hvítu mannanna, sem ruddust inn á land
þeirra, fótum tróðu arfleifð þéirra og sviptu þá frelsinu.
Philip Sheridan hershöfðingi, hetja úr þrælastríðinu,
lýsti hug hvítra manna, þegar hann sagði eftir viðureign
við Indíána: „Einu góðu Indíánarnir, sem ég hef nokkurn
tíma séð, voru dauðir." Orð hans urðu fleyg og úr þeim
varð ódauðlegur amerískur málsháttur: Góður Indíáni er
dauður Indíáni."
Hér segir frá árekstrum þessara ólíku kynþátta sem
koma við sögu í vinsælum sjónvarpsþætti um hvíta
landnema, og stuðzt við kunnan sérfræðing í „gamla
vestrinu", Royal B. Hassrick, þótt nýkomin sé út á
íslenzku aðgengilegasta bókin um þessa sögu, „Heygðu
mitt hjarta við Undað Hné“. Þar er að finna þessa
tilvitnun í uppgjafarræðu Jóseps, höfðingja Gatnefanna,
þá ræðu, sem mest hefur verið vitnað í af öllum ræðum
amerískra Indíána:
„Segið Howard hershöfðingja, að ég þekki hjarta hans.
Það sem hann sagði mér áður, geymi ég í hjarta mínu.
Höfðingjar okkar hafa verið drepnir. Spegill er dáinn.
Toohoolhoolzote er dáinn. Sá, sem ungu mennirnir fylgdu
(Ollokot), er dáinn.
Það er kalt og við erum ábreiðulausir. Litlu börnin eru
að frjósa í hel. Fólk mitt, sumt af því hefur flúið til
hæðanna og það hefur hvorki ábreiður né mat. Enginn
veit hvar það er — kannski að frjósa í hel.
Eg vil fá tíma til að leita barna minna og sjá hve mörg
ég finn. Kannski finn ég þau meðal hinna dauðu. Hlýðið á
mig höfðingjar mínir! Eg er þreyttur. Hjarta mitt er
sjúkt og sorgmætt. Frá þeirri stundu er sólin nú sýnir,
mun ég aldrei framar berjast."
Tortryggni
Indíánar voru ógnþrungnasta
hættan, sem hvítir menn í Norð-
ur-Ameríku töldu sig mæta í sókn
sinni í vestur. Þeir voru um ein
milljón þegar fyrstu Evrópumenn-
irnir komu og skiptust í um tvö
hundruð ættflokka, sem töluðu
fimm tungumál og tugi mállýzkna.
Svæði þeirra náði allt frá Nýja-
Englandi til Florida og frá Kali-
forníu til Alaska.
Lífshættir Indiánanna og siðir
þeirra voru margvíslegir og fram-
andi og viliimannslegir í augum
frumbyggjanna. Atök voru
óhjákvæmileg, þar sem hvítir
menn girntust land Indíánanna,
sem stóðu í vegi fyrir þeim í
sókninni í vesturátt.
Fyrstu Indíánarnir, sem urðu á
vegi hvítu mannanna, bjuggu í
skóglendinu á austurströndinni.
Þorp þeirra stóðu við ár, sem voru
aðalsamgönguleiðir þeirra. Kven-
fólkið stundaði akuryrkju og karl-
mennirnir veiðar og hermennsku.
Cherokee-Indíánar vestast í
Norður-Karólínu og hlutum Tenn-
essee voru kunnastir þessara Ind-
íána. íbúum nýlendnanna fannst
þeir undarlegir og hættulegir og
töldu þá standa í vegi fyrir sér,
þar sem þeir meinuðu þeim afnot
af nauðsynlegu landi.
Auk þess studdu Cherokee-
Indíánar Breta í frelsisstríðinu,
sem hófst 1776, svo að íbúar hins
nýja ríkis, sem var stofnað í
kjölfar þess, höfðu litla samúð
með þeim. Cherokee-Indíánar
urðu að afsala sér landi með
hverjum samningnum á fætur
öðrum, en hvítu mennirnir stóðu
aldrei við loforð í þessum samn-
ingum um að fara ekki yfir
tiltekin landamerki, því að hungur
þeirra eftir landi var óseðjandi.
I skóglendinu, þar sem nú er
ríkið New York, bjuggu írókesar
(Iroquois), sem höfðu komið sunn-
an að og rekið fleyg milli ýmissa
ættflokka og mynduðu bandalag
sem var kallað Þjóðirnar fimm til
varna og árásar. Um miðja átj-
ándu öld höfðu þeir nær útrýmt
Huron-Indíánum og drottnuðu yf-
ir Delevörum (Delaware) og Erí-
um (Erie). Þeir skiptust í ýmsa
ættflokka og yfir hverjum þeirra
réð svokölluð móðir ættflokksins.
Sérstakt öldungaráð tók ákvarð-
anir um stríð og frið í „langhús-
um“ sínum og allar ákvarðanir
varð að taka einróma.
írókesar stóðu með Bretum í
stríði þeirra við Frakka og Ind-
íána á þessum tíma, þar sem þær
urðu fyrir þungum búsifjum í
árásum Frakka og Indíána undir
forystu Samuel de Champlain.
Þeir réðu loðskinnaverzluninni og
það kom Bretum vel. í frelsisstríð-
inu hafði ein þjóð bætzt í banda-
lag þjóðanna fimm og fjórar
þjóðanna ákváðu að berjast með
Bretum.
Þessir bandamenn Breta gerðu
mikinn usla á landamærunum í
New York og Pennsylvaníu.
Áhrifamætti írókesa var að lokum
hnekkt með herferð sem Sullivan
hershöfðingi stjórnaði.
Svarti Haukur
Indíánarnir við Stóru vötnin
urðu næsta hindrunin í sókninni í
vestur. Þeir verzluðu með loðskinn
og fengu fyrir það allt frá gler-
perlum til skotvopna, en hvítir
menn sóttu inn á land þeirra. Með
samningi 1795 voru ákveðin landa-
merki, sem hvítir menn mættu
ekki fara yfir, en þeir stóðu ekki
við samninginn.
Meðal þessara Indíána voru
ættflokkar, sem gengu undir nöfn-
unum Saúkar og Refirnir, og voru
veiðimenn og hermenn. Þeir
bjuggu á vesturströnd Michigan-
vatns og hröktu Ulinois-Indíána
frá frjósömum dölum, sem þeir
girntust. Lönd Saúkanna og Ref-
anna voru mjög frjósöm og góð
veiði var í skógunum. Á haustin
veiddu þeir vísunda og elgi fyrir
veturinn á gresjunum í vestri.
Frá því 1804 komu til þeirra
hvítir fulltrúar og neyddu þá með
hótunum um að tortíma þeim með
hervaldi að selja jarðnæði á þrjú
cent ekruna. Leiðtogi þeirra,
Svarti Haukur, neitaði að sætta
sig við þetta og reyndi að ná aftur
löndum ættflokkanna, en fékk
lítinn stuðning og litlu áorkað. Að
lokum var hann einn eftir mqð
aðeins örfáum stuðningsmönnum.
Þegar hann sendi loks fulltrúa
til að bjóða frið, voru þeir myrtir.
Fullur æfi réðst Svarti Haukur til
atlögu. Honum varð nokkuð
ágengt í fyrstu, en að lokum varð
hann að hörfa í norður, þar sem
hann var afkróaður. Hvítur grið-
arfáni hans var að engu hafður og
Ameríkumenn stráfelldu stuðn-
ingsmenn hans.
Svarti Haukur komst undan, en
var nokkru síðar tekinn til fanga.
Hann var látinn laus 1833 og fór
til Iowa, þar sem leifum ættflokks
hans hafði verið komið fyrir. Með
ósigri hans lauk mótstöðu Indíána
gegn landnámi hvítra manna
austan Mississippi.
Á gresjunum miklu vestan Mis-
sissippi bjó mikill fjöldi ætt-
flokka, stórra og smárra, her-
skárra og friðsamra.
Nyrzt bjuggu Mandan-Indíánar
við Missouri, þar sem nú er
Suður-Dakóta. Þeir höfðu eitt sinn
verið voldugir, en veiktust af
bólusótt hvíta mannsins, fyrst
1782 og aftur 1837. Þorp þeirra
tæmdust í bæði skiptin og af lifðu
aðeins 39 í síðara skiptið. Þeir
gátu ekkert viðnám veitt.
Öðru máli gegndi með Indíána á
vesturgresjunum: Kíówa og Kóm-
ansja (Comanche) í suðri og Súa
(Sioux), Sjeyenna (Cheyenne) og
Arapahóa lengra í norðri. Krák-
urnar, Svartfætlingar og Assini-
boinar urðu ekki eins mikið á vegi
hvíta mannsins, þar sem héruð
þeirra í norðvestri voru afskekkt.
Rauða Ský
Sitjandi Tarfur
Svarti Haukur
„Góóur Indíáni
er dauður lndíáni“