Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 ísfiskur seldur ytra fyrir 28,4 milljarða í ár ÍSLENSK fiskiskip hafa á þessu ári sijflt með rúmletía 41 þúsund tonn af fiski og iandað þeim i höfnum i Bretlandi og Vestur- Þýzkalandi. í islenzkum krónum er söluverðmætið um 28A millj- arðar íslenzkra króna. A árinu lönduðu íslenzk skip 409 sinnum í fiskihöfnum í fyrrnefndum löndum. Í Bretlandi voru 304 landanir á árinu, samtals 25 þúsund tonn og söluverðmætið 19,1 milljarður á gengi gærdagsins. í Þýzkalandi voru seld rösklega 16 þúsund tonn í 105 söluferðum og verðmætið var 9,3 milljarðar íslenzkar krónur. Fyrsta skipið til að selja ytra eftir áramót verður Ýmir, sem selur 2. janúar í Þýzkalandi. Dagana 6.—12. selja síðan margir togarar ytra, bæði í Englandi og V-Þýzkalandi. Hækkun á leigubílum og unnum kjötvörum RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest samþykktir Verðlagsráðs um hækkun á töxtum leiguhíla og unnum kjötvörum. Hækkun á töxtum leigubíla er 14% og mun hún að öllum líkind- um taka gildi strax eftir jól. Hækkun á unnum kjötvörum er á bilinu 15—18,5% og tekur hún gildi strax. Sú hækkun er til komin vegna hækkunar á almennu landbúnaðarverði fyrir skömmu. Mikill snjór en vegir víð- ast færir SÆMILEGA greiðfært er nú víða um land, en hætt er við að færðin spillist fljótt ef vind hreyfir. Vegagerðarmenn hafa síðustu daga unnið að snjómokstri og ljúka störfum um hádegisbil í dag. Snjómokstur hefst að nýju annan dag jóla, þ.e. á þeim vegum, sem jafnan eru mokaðir daglega og á þeim vegum, sem mokaðir eru tvisvar í viku, hefst mokstur á laugardaginn. INNLENT Nemendur í Hvassaleitisskóla eru hér að sýna skólasystkinum sínum helgileik á jólaskemmtun skólans, sem var nú fyrir nokkrum dögum. Ljósm. ói.k.m. Líklegt að eina skóverksmiðjan hætti rekstri á miðju næsta ári Á STJÓRNARFUNDI Sam- bandsins um síðustu mánaða- mót var ákveðið að hætta rekstri Skóverksmiðjunnar Iðunnar á Akureyri um mitt næsta ár ef ekki verður veru- leg breyting til batnaðar á rekstrarskilyrðum fyrirtæk- isins á næstu vikum. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tæplega fiO milljóna króna rekstrarhalli á fyrirtækinu. en hjá því starfa 49 manns, sumir aðeins hluta úr degi. Endanleg ákvorðun um fram- tíð Iðunnar verður tekin á stjórnarfundi Samhandsins í febrúar. Að sögn Hjartar Eiríksson- ar, framkvæmdastjóra Iðnað- ardeildar Sambandsins, hefur framleiðslan verið svipuð und- anfarin ár og á þessu ári er reiknað með að Iðunn fram- leiði 55 þúsund pör af skóm. Vörur fyrirtækisins hafa líkað vel, en hins vegar hefur ekki tekizt að láta fyrirtækið bera sig og því er allt sem bendir til, að Iðunn hætti um mitt næsta ár. Skóverksmiðjan Ið- unn er eina skóverksmiðja landsins. Náttúruverndarráð fær Halldórsstaði í Laxárdal WILLIAM Fr. Pálsson, bóndi á Ilalldórsstöðum í Laxárdal. sem nýlega er Iátinn. arfleiddi Nátt- úruverndarráð að jörðinni Hall- dórsstöðum, með veiði fyrir iandi jarðarinnar og varpi í hólmunum i Laxá. William var víðkunnur eggja- safnari og átti mikið og frægt safn náttúrugripa og bóka um náttúru- fræði, sem hann ánafnaði Náttúrugripasafni Suður-Þing- eyjarsýslu og Húsavíkur, ásamt peningaupphæð. Aðrar bækur og rit á íslenzku, sem hann átti, ánafnaði hann Bókasafni Laxdæla og Bókasafni Þingeyinga, en bréfa- og skjalasafn sitt Skjala- safni Suður-Þingeyinga og Húsa- víkur. Heimilið á Halldórsstöðum var, sem kunnugt er, rótgróið menn- ingarheimili. William var sonur Lizzýar og Páls Þórarinssonar, bónda. Arfleiðir William Safna- hús Suður-Þingeyjarsýslu og Húsavíkur að málverkum, mynd- um og munum frá Halidórs- stöðum, sem eru safngripir. Gunnar G. Schram prófessor: Varðskip aðstoð- ar við samgöng- ur við Vestfirði Ríkisstjóm ber ekki skylda til að framkvæma þingsályktun - hún hefur ekki lagagildi „I ÞESSARI Irétt segir Stefán Jónsson, þingmaður. að álit Al- þingis. í formi þingsályktunar, sé æðra vilja ríkisstjórnar, jafn- framt að ef Alþingi láti álit sitt i ljós í einhverju máli. beri ríkis- stjórn að hlíta því,“ sagði Gunnar G. Schram. prófessor í stjórn- lagafræði við lagadeild Háskóla íslands, en Morgunhlaðið spurði Gunnar að þvi, hvert hans álit væri á hinni lögfræðilegu hlið þessa máls, þ.e. hvort Alþingi væri skylt að framkvæma viljayf- irlýsingar Alþingis. „Hér ætla ég ekki að reifa þá skoðun mína hvort Gervasoni sem slíkur, eigi að fara eða vera. Það skiptir ekki máli í þessu sam- bandi. Hitt er fullljóst að ríkis- stjórn ber ekki skylda til að framkvæma þingsályktun, þar sem slíkar ályktanir hafa ekki lagagildi, heldur eru einungis póli- tískar viljayfirlýsingar Alþingis," sagði Gunnar. „Þessu til staðfest- ingar gekk dómur í Hæstarétti fyrir u.þ.b. 40 árum, þar sem staðfest var að ráðherra varð ekki sviptur valdi til bifreiðaúthlutun- ar með þingsályktun. Ráðherrar á íslandi verða að fara í embættis- verkum sínum að lögum. Innan marka laganna eiga þeir og verða að taka sjálfstæðar ákvarðanir samkvæmt samvisku sinni og eðli máls — jafnvel þótt slík ákvörðun sem á lögum er byggð, sé ekki ávallt í samræmi við pólitískar viljayfirlýsingar Alþingis," sagði Gunnar G. Schram. VARÐSKIPIÐ Ægir hefur síð- ustu daga aðstoðað við sam- göngur milli Reykjavikur og Vestfjarða, en eins og fram hefur komið í fréttum Mbl. hefur lítið verið flogið til Vest- fjarða síðustu daga vegna erf- iðs tíðarfars. Um hádegisbilið í gær kom skipið með um 85 farþega til Reykjavíkur og átti að halda vestur að nýju síðdeg- is, en óvíst var um fjölda farþega þar sem tekizt hafði þá að fljúga nokkrar ferðir vestur. Guðmundur Kærnested skip- herra í stjórnstöð Landhelgis- gæzlunnar tjáði Mbl., að mikið hefði verið spurzt fyrir um það hjá Gæzlunni hvort hún myndi hlaupa undir bagga þar sem svo erfitt hefði verið með flug og hefði Pétur Sigurðsson forstjóri í samráði við ráðherra ákveðið að aðstoða með þessum hætti. Hér væri ekki verið að fara inn á verksvið annarra, heldur væri Landhelgisgæzlan að aðstoða þar sem aðrar samgöngur hefðu brugðizt. Væri í þessum ferðum bæði fluttur póstur og farþegar. Tvö varðskip verða við gæzlu- störf á miðunum yfir hátíðina, annað úti fyrir Austurlandi og hitt við suður- og vesturströnd- ina. Flugvél Landhelgisgæzlunnar var að beiðni Slysavarnarfélags íslands í gærmorgun send til að huga að Jarli frá Patreksfirði, en hann hafði þá ekki tilkynnt sig. Heyrðist til hans skömmu síðar og var þá um 180 mílur undan Vestmannaeyjum á leið heim úr söluferð til Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.