Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 25 Geirþrúður Hildur Bernhöft, ellimálafulltrúi: Geirþrúður Hildur Bernhöft, elli- málafulltrúi. ust haustið 1977. Var þá farin fyrsta ferðin til Mallorca. Síðan hafa verið bæði vor og haustferðir til Mallorca í samvinnu við ferða- skrifstofuna Úrval og sl. haust var farið til Suður-Spánar í samvinnu við ferðaskrifstofuna Útsýn. Far- arstjórar frá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar eru með í hverri ferð, ferðafólki til aðstoðar og öryggis. Margt hefur áunnist í félags- málum aldraðra undanfarið ár. Félagsstarfið eykst og viðfangs- efnum fjölgar. Fyrsta sundnám- skeiðið er nú í Sundhöll Reykja- víkur. Innan skamms hefst mat- reiðslunámskeið fyrir eldri herra. Námskeið í bókbandi er í athugun o.s.frv. Ibúðarbyggingum fyrir aldraða hefur fjölgað ört síðustu árin. Fleiri íbúðir við Snorrabraut eru í byggingu og verið er að byggja B-álmu Borgarsjúkrahúss- ins fyrir aldraða sjúklinga. En betur má, ef duga skal Fleiri hundruð manns eru á biðlista, sem bíða eftir húsnæði hjá Félagsmálstofnun Reykjavík- urborgar. Þrátt fyrir mjög aukna heimilisþjónustu og heimahjúkr- un, eru því miður margir aldraðir, sem treysta sér ekki lengur til að búa einir sér. En mesta og versta vandamálið i dag er skortur í sjúkrarúmum fyrir aldraða. Eiga ekki allir þjóðfélagsþegnar sama rétt til læknishjálpar og hjúkrun- ar? Svo virðist ekki vera. í málum sj ukra aldraðra ríkir neyðar- ástand hér í Reykjavík í dag. Það er alveg útilokað, að missa rétt til læknishjálpar einungis vegna þess að maður er orðinn of gamall, þ.e.a.s. 67 ára eða eldri. Hvar er réttlætið? Hvers eiga gamlir að gjalda? Neyðarástandi þarf — að mínu viti — að mæta með neyðarúrræð- um. Vonandi er einhver skjót lausn í uppsiglingu. Það má með sanni segja að þeir, ^sem eru aldraðir í dag, hafa lifað tímana tvenna, en aldraðir eru ekki þrýstihópur. Er það ekki siðferði- leg skylda okkar að reyna að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og öryggi við sólsetur. Einangrun aldraðra mesti bölvaldurinn í lífi þeirra 1965 var stofnuð sér- stök deild til að ann- ast velferð aldraðra Samkvæmt samþykkt borgar- stjórnar 3. júní, 1965, var stofnuð sérstök deild í Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar til að annast velferðarmál aldraðra. Deildin var opnuð 1. júlí sama ár. Verkefni deildarinnar eru aðstoð við aldr- aða í heimahúsum, t.d. að veita öldruðum aðstoð til lausn per- sónu- og fjárhagslegra vanda- mála, veita upplýsingar um vel- ferðarmál aldraðra almennt, ann- ast fyrirgreiðsiu við ellilífeyris- þega vegna beiðni um lífeyris- hækkanir, lækkun fasteignagjalda og annarra opinberra gjalda o.s.frv. Vandamál daglegs lífs eru margvísleg, ekki síst þegar starfs- orka og þrek dvínar, er aldurinn færist yfir. Mörg félög og félagasamtök auk Reykjavíkurborgar, höfðu veitt öldruðum í Reykjavík ýmis konar þjónustu áður en deild velferð- armála aldraðra var stofnuð, t.d. höfðu mörg kirkjufélög kvenna í Reykjavík haldið uppi töluverðri starfsemi fyrir aldraða safnað- armeðlimi. Reykjavíkurborg hóf að styrkja þessa starfsemi árið 1968. Hefur síðan verið veittur rekstrarstyrkur árlega til þeirra kvenfélaga, sem annast skipu- lagða starfsemi í þágu aldraðra a.m.k. einu sinni í viku. Nú er t.d. rekin fótaaðgerðarþjónusta fyrir aldraða á vegum flestra safnaða þjóðkirkjunnar og hársnyrting hjá einu félagi. Einnig mætti nefna kvennadeild Rauða krossins, en við kvenna- deildina hefur verið gott samstarf frá stofnun deildarinnar í desem- ber árið 1966. Kvennadeild Rauða krossins hefur unnið mikið og gott starf í þágu sjúkra og aldraðra frá upphafi, t.d. er nú á vegum deildarinnar heimsóknarþjónusta til aldraðra, og einnig annast Rauða kross konur heimsendingu á hádegisverði til sjúkra og aldr- aðra. Fjöldi annarra félaga og félaga- samtaka vinna nú að velferð aldraðra, og er það mjög þakkar- vert, hversu margir leggja nú hönd á plóginn. Konurnar gefa körlunum greinilega ekkert eftir i tréskurðinum. Hárgreiðslan er alltaf vinsæl. byggðar voru fyrir aldraða. Einnig var sérhannað húsnæði á jarðhæð fyrir félagsstarf í þágu aldraðra jafnt þeirra, sem í húsinu búa og þeirra, sem utan þess búa — eins og í Norðurbrún. Félagsstarfið hófst í Furugerði í desember 1979. Er þar nú svipuð starfsemi og í Norðurbrún en smíðakennslan og leirmunagerðin hefst eftir nýár, og er þá húsnæðið nýtt að fullu. Haustið 1978 voru teknar í notkun 30 einstaklings- íbúðir í húsi við Lönguhlíð 3. Þar hófst einnig félagsstarf í desem- ber 1979 og er það einnig áþekkt öðru félagsstarfi. Auk þess var opnað mötuneyti i húsinu, þegar fyrstu íbúarnir fluttu inn. í desember var einnig opnað mötuneyti að Dalbraut 27, þar sem þjónustuíbúðir aldraðra eru, og skömmu síðar voru opnuð mötuneyti í Norðurbrún 1 og Furugerði 1. Öll mötuneytin eru ætluð íbúum húsanna og þeim öðrum öldruðum, sem þess þarfn- ast. Félagsstarfið eykst ár frá ári Félagsstarf eldriborgara hefur aukist verulega á þessu ári, sem er að líða. Hingað til hefur einungis verið rætt um vetrarstarfið. Gest- ir í vetrarstarfinu voru á sl. ári ca. 27 þúsund manns. Það er í vetur að Norðurbrún 5 daga vikunnar, í Furugerði 2 daga í viku, Lönguhlíð 3 daga í viku og Hallveigarstöðum 2 daga í viku. Dagskrá félags- starfsins er til fjölrituð, fyrir þá, sem þess óska. Vetrarstarfinu lýkur að mestu í júní ár hvert. í 4.000 gestir fyrsta árið Fljótlega í starfi varð mér ljóst, hvað einangrun er mikill bölvald- ur. Börnin fyrir löngu farin að heiman, ættingjar og vinir falla frá — og smám saman einangrast hinn aldraði. Árið 1969 samþykkti borgar- stjórn að koma á fót félagsstarfi fyrir eldri borgara, til þess að rjúfa einangrun þeirra sem einir búa og gefa sem flestum tækifæri til að sinna einhverjum af áhuga- málum sínum. Félagsstarfið hófst svo í Tónabæ í apríl árið 1969. Stuðst var við reynslu Norðmanna á þessu sviði. Væntanlegt félagsstarf var kynnt með dreifibréfi til allra Reykvíkinga, 70 ára og eldri (rúmlega 5.000 manns þá) og jafnframt sendur skoðanakönnun- arlisti, þar sem stungið var upp á 20 mismunandi atriðum eða við- fangsefnum. Jafnframt var boðið til kynningar og skemmtifundar í Tónabæ. Þátttaka í þessari skoð- anakönnun var geysilega góð. Eldri borgarar sýndu strax svo mikinn áhuga, að kynningarfund- irnir í Tónabæ urðu þrír en ekki einn, og alltaf fullt hús. Fyrsta árið komu um 4.000 gestir í félagsstarfið. Haustið 1972 fluttist félags- starfið í Fóstbræðraheimilið og í Leikfimi er heilsubót og fóikið tekur þátt i henni af lífi og sál, hver eftir sinni getu. ársbyrjun 1973 einnig í vesturbær- inn þ.e. að Hallveigarstöðum. Árið 1974 var starfsemin flutt úr Fóst- bræðraheimilinu að Norðurbrún 1, en það var fyrsta íbúðarbyggingin, sem var sérstaklega byggð í þágu aldraðra — en þar var jarðhæðin hönnuð fyrir félagsstarfið. Gafst þá langþráð tækifæri til að auka fjölbreytni félagsstarfsins veru- lega. Þá var opnað lítið smíða- verkstæði, þar sem kennd er létt smíði og útskurður í bein og tré. Annar lítill salur, þar sem veitt er tilsögn í leirmunagerð, smelti og fleiru, og þriðji salurinn þar sem veitt er tilsögn í mjög fjölbreyttri handavinnu og föndri, t.d. alls konar útsaum, prjón, hekl, rya, hnýting, vefnaði, leðurvinnu, skermagerð, teiknun og málun o.s.frv. Mikið er spilað, bæði fé- lagsvist og önnur spil, bókaútlán er vikulega einnig er kennsla í ensku og skák og létt leikfimi tvisvar í viku. Dansleikur er einu sinni í mánuði. Flutt eru fræðslu- erindi, haldnar kvikmyndasýn- ingar og flutt skemmtiatriði. Hef- ur mikill fjöldi skemmtikrafta lagt þar hönd á plóginn án launa. Auk þess er fótaaðgerðarþjónusta og hársnyrting gegn vægu gjaldi og veitt aðstoð við bað (þ.e. kerlaug) fyrir þá, sem þess óska. í upphafi félagsstarfsins var leitað til fyrrnefndra kvenfélaga og eldri skáta eftir aðstoð og samvinnu. Tókst sú samvinna framúrskarandi vel. Sálfboðaliðar kvenfélaganna hafa lagt fram mjög mikla vinnu, sem nánast er forsenda fyrir svo miklu starfi. 70—80 sjálfboðaliðar vinna nú við félagsstarfið. Félagsstarfið í gangi viðar um borgina I maí 1978 voru teknar í notkun 74 íbúðir við Furugerði, sem lok vetrartímabils er haldin yfir- lits og solusýning á þeirri vinnu, sem unnin er i félagsstarfinu. Sýningin er haldin í Norðurbrún í lok maí og stendur í 3 daga. Þeim fer sífellt fjölgandi, sem skoða sýninguna og hefur hún vakið athygli. Síðari hluta júní, júlí og ágúst falla samkomur niður, en í stað þess er farið í skoðunarferðir um bæinn og stutt ferðalög. Árið 1979 var varið í 12 ferðir og voru þátttakendur samtals ca. 1800 manns. Auk þess voru farnar hópferðir í leikhús. Orlofsdvalir aldraðra hófust 1973 í samvinnu við Félagsstofnun Þjóðkirkjunnar. Hafa aldraðir síðan dvalið í orlofi árlega að Löngumýri í Skagafirði. Dvelur hver hópur í 12 daga. Samtals dvöldu ca. 150 Reykvíkingar að Löngumýri árið 1978. Ækilegt væri að auka þessa starfsemi, ef viðunandi húsnæði fengist. Utanlandsferðir aldraðra hóf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.