Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 23 Tillagan ekki nógu afdráttarlaus Þá kom í ræðustól Magnús L. Sveinsson. Hann sagðist hissa á Björgvin að halda því fram að sjálfstæðismenn vildu fresta þessu máli. Magnús benti Björgvin á það þegar hann (Björgvin) segði að ekki væri eftir neinu að bíða, þá hafi samkomulagið um markmið í húsnæðismálum verið samþykkt þann 8. júlí sl., og enn hafi ekkert verið gert. Því næst ræddi Magnús um tillöguna og dró í efa að hún væri nógu afdráttarlaus í orða- lagi. „Ef hugur hefði fylgt máli þá hefði orðalagið átt að vera af- dráttarlausara," sagði Magnús. „Manni sem flytur svona tillögu ferst ekki að segja að aðrir vilji fresta framkvæmdum." Magnús lagði fram við umræðurnar tillögu eins og áður var greint frá, en einnig lagði hann fram varatil- lögu, sem koma ætti til atkvæða, yrði hin felld. Varatillagan er svohljóðandi: — Breytingartillaga við 1. lið 20. liðar fundargerðar borgarráðs frá 25. nóvember 1980: Önnur setning liðarins orðist þannig: Jafnframt verði lögð aukin áhersla á byggingu íbúða, sem seldar verða láglaunafólki. Borgarstjórn samþykkir því að efla Byggingasjóð verkamanna með því að auka framlag borgar- innar til sjóðsins. Langir biðlistar hjá húsnæðisfulltrúa Næstur talaði Kristján Bene- diktsson (F). Hann sagðist ekki telja vafa á því að þörf væri á leigíbúðum, langir biðlistar væru hjá húsnæðisfulltrúa borgarinnar. Hvað 2. lið varðaði taldi Kristján sjálfsagt að gera þessa tilraun, að reyna að auðvelda fólki að komast í húsnæði sem hentaði því. Þá vék Kristján orðum sínum að Markúsi Erni Antonssyni og sagði að hann hefði talað um yfirvofandi lóða- skort. Kristján sagðist honum ekki sammála. Kvaðst hann efast um að meira húsrými væri til á öðrum stöðum en í Reykjavík, þótt ef til vill vantaði húsnæði af vissum stærðum. Tillögur sjálf- stæðismanna felldar Þá kom í ræðustól Magnús L. Sveinsson. Hann sagðist mótmæla þeirri fjarstæðu sem komið hefði fram í ræðu Kristjáns Benedikts- sonar að ekki væri húsnæðisskort- ur í Reykjavík. Magnús sagðist vona að þessi orð væru sögð af misskilningi heldur en af trú. Að umræðuin loknum fór fram atkvæðagreiðsla um framkomnar tillögur. Fyrst voru bornar undir atkvæði tillögur sjálfstæðismanna og voru þær báðar felldar með 8 atkvæðum gegn 7. Þá var kosið um orðalagstillögu Alberts Guð- mundssonar og var hún samþykkt samhljóða. Þá var tillaga meiri- hlutans borin undir atkvæði svo breytt og samþykkt samhljóða. oj. Félagsmenn geta allir orðið, sem lokið hafa prófi í viðskipta- eða hagfræði frá viðurkenndum háskóla. Félagið á aðild að Bandalagi háskólamanna. Umræður um afgreiðslutíma verslana í borgarstjórn: Eðlilegast er að gefa af- greiðslutímann frjálsan — segir Davíð Oddsson Fyrri umræða um tillögu nefndar um endurskoðun á reglugerð um afgreiðslutima verslana i Reykjavík, var í borgarstjórn Reykjavikur fyrir nokkru. Voru á fundinum ræddar tillögur nefndarinnar og einnig tillaga þriggja borgarfuiltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gefa skuli afgreiðslutimann frjálsan. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins er svohljóðandi: — Borgarstjórn samþykkir að afgreiðslutími smásöluverslana og annarra sölustaða sem reglugerð nr. 127/1971 nær til, skuli vera frjáls, með þeim takmörkunum einum, sem fram koma í 6., 7., 9., 10., 11. og 12. gr. reglugerðarinnar. Felur borgarstjórn borgarlög- manni að undirbúa breytingartil- lögur í samræmi við framansagt og skuli þær lagðar fram við síðari umræðu um reglugerðarbreyting- una. — Guðrún Helgadóttir (Abl) tók fyrst til máls. Hún sagðist ekki sjá betur en verið væri að þrengja afgreiðslutíma verslana, þegar til- lögur nefndarinnar væru skoðað- ar. Hún sagði að samkvæmt nú- verandi reglugerð væri heimilt að hafa verslanir opnar í allt að 11 tíma utan venjulegs verslunar- tíma, en samkvæmt hinum nýju tillögum væri heimildin aðeins 8 tímar. Þarna væri um 3ja tíma mun að ræða. Hún sagði að þarna kynnti tillögu nefndarinnar og sagði að með þessari tillögu væri farin millileið, þetta væri mála- miðlun. Full ásta'ða til að veita meiri þjónustu Síðan talaði Markús Örn Ant- onsson (S). Hann sagði að hann hefði alltaf verið fylgjandi því að afgreiðsiutími verslana yrði gef- inn frjáls. Það væri hans trú að full ástæða væri til að veita meiri þjónustu í þessum efnum. Markús sagði að grundvöllur væri fyrir því að gefa afgreiðslutímann frjálsan, það sýndu dæmin í nágrannasveit- arfélögunum þar sem frelsið væri meira en hér í borginni. Þá væri eðlilegt að samningsaðilar í versl- Sjálfstæðismennirnir sem að þessari tillögu stóðu voru þau Davíð Oddsson, Elín Pálmadóttir og Markús Örn Antonsson. Tillaga nefndarinnar var hins vegar svohljóðandi: 2. gr. orðist svo: Daglegur afgreiðslutími smá- söluverzlana og annarra sölu- staða, er samþykkt þessi tekur til, skal vera sem hér segir, nema öðru vísi sé sérstaklega ákveðið í samþykktinni: Mánudaga til föstudaga skal heimilt að opna sölustaði kl. 8.00 og loka skal þeim eigi síðar en kl. 18.00. Auk þess, er að framan greinir, er verzlunum heimilt að hafa opið allt að 8 stundir á viku á eftirfar- andi tímum: Frá mánudegi til föstudags kl. 18.00—22.00. A laugardögum kl. 8.00—12.00 á tímabilinu 1. janúar — 15. júní og á tímabilinu 1. september — 31. desember. Verzl- anir mega þó ekki nýta þessa heimild á fleiri dögum en 2' í hverri viku. Verzlanir, sem nýta sér fram- angreinda heimild, skulu tilkynna borgaryfirvöldum hvernig heim- ildin muni notuð og auglýsa það á áberandi stað í verzluninni. Með eins mánaðar fyrirvara skal á sama hátt tilkynna um breyt- ingar, sem gerðar eru á notkun heimildarinnar. Brjóti verzlanir ákvæði reglugerðarinnar um auk- inn afgreiðslutíma skal það varða niðurfellingu á ofangreindri heim- ild í 3—12 mánuði í senn. I desember skal auk þess heim- ilt að halda sölubúðum opnum þannig: Fyrsta laugardag til kl. 16.00, annan laugardag til kl. 18.00, þriðja laugardag til kl. 22.00 og 23. desember til kl. 23.00. Beri 23. desember upp á sunnudag, skal heimilt að hafa opnar verzlanir til kl. 23.00 laugardaginn 22. desem- ber. Borgarráð getur að höfðu sam- ráði við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannasam- tök Islands heimilað sölustöðum að hafa opið til kl. 12.00—16.00 á laugardögum, þó eigi fleiri en 1—2 verzlunum í hverri grein í einu og ekki á tímabilinu 15. júní — 1. september. Einnig getur borgar- ráð að höfðu samráði við VR og Kaupmannasamtök íslands heim- ilað smásöluverzlunum að halda vörusýningar á sölustað einn laug- ardag í mánuði, enda fari engin sala fram. Brjóti verzlanir framangreind ákvæði um heimildir til þess að hafa opið á laugardögum eða heiraildir til þess að efna til vörusýninga getur borgarráð fellt niður heimildir þeirra í ákveðinn tíma. Borgarráð getur að fenginni umsögn lögreglustjóra heimilað, að sölustaðir verði opnaðir fyrr en segir í grein þessari. væri greinilega um þrengingu að ræða, en ekki rýmkun eins og allir hefðu talið að von væri á. Þá lýsti Guðrún því yfir að hún teldi að afgreiðslutími verslana ætti að vera sem allra frjálsastur og tók sem dæmi verslanir á Séltjarn- arnesi, en þar mun afgreiðslutími vera lítt takmarkaður. Guðrún sagði að þar gæti fólk verslað á öðrum tímum en hægt væri í Reykjavík og væri æskilegt að hafa slíkt fyrirkomulag einnig í Reykjavík. Aðilar semji sín á milli Næstur talaði Davíð Oddsson (S). Davíð sagði að samkvæmt hinum nýju tillögum sýndist sér að í raun væri um þrengingu að ræða. Siðan sagði Davíð að hann ásamt tveimur borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins legði fram tillögu um að afgreiðslutími versl- ana yrði gefinn frjáls. Las Davíð síðan upp tillöguna, en hún er birt hér að framan. Davíð gat þess síðan að kaup- menn hefðu ekki nýtt þann tíma sem heimilt væri samkvæmt fyrri reglugerð, en sú reglugerð kveður á um að heimilt sé að hafa verslanir opnar til kl. 22 á þriðju- dögum og föstudögum. Davíð sagði að reynslan sýndi að best væri ef að aðilarnir sem þetta mál snerti, myndu semja um það sín á milli, hvaða reglur yrðu viðhafðar í þessum efnum. Því væri eðli- legast að gefa afgreiðslutímann frjálsan. Næstur kom í ræðustól Björgvin Guðmundsson (Afl). Björgvin unum, kaupmenn og afgreiðslu- fólk, ákvæðu sjálfir vinnutilhög- unina ef afgreiðslutíminn yrði gefinn frjáls. Þetta væri mál sem borgin ætti ekki að skipta sér af. Markús sagðist ekki gera ráð fyrir því að frjáls afgreiðslutími myndi valda mikilli breytingu og því síður að kaupmenn myndu neyð- ast til að fara út í harðvítuga samkeppni, eins og haldið hefði verið fram. Hann taldi menn óþarflega hrædda við þessa breyt- ingu. Geía á opnunar- tíma frjálsan Næst tók til máls Elín Pálma- dóttir (S). Elín sagðist telja að lítill munur væri á opnunartíma þeim sem tillagan byði upp á og þeim sem nú væri, aðeins væri verið að auka á skriffinnskuna. Þá sagði Elín að verslanir hefðu ekki haft opið annan þann tíma sem reglugerðin heimilaði, til kl. 10 á þriðjudagskvöldum og föstudags- kvöldum og fyrir hádegi á laugar- dögum. „Mér sýnist að kaupmenn og starfsfólk þeirra hafi náð samstöðu um miklu styttri af- greiðslutíma en leyft er og þá á kostnað neytenda,“ sagði Elín. Þá sagðist hún telja að tími væri komínn til þess að borgin dragi sig út úr þessu máli, takmarkanirnar væru orðnar nægar með samtök- um kaupmanna og samningum þeirra við starfsfólk. „Hafi verið þörf á reglum áður, þá eru þær forsendur brostnar. Borgin á að gefa opnunartíma frjálsan og láta málið í hendur verslana og starfs- fólks, sem hefur í raun náð tökiyn á málinu í samtökum sínum og með samningum," sagði Elín Pálmadóttir. Aukið vinnuálajr á verslunarfólk Næstur talaði Magnús L. Sveinsson (S). Hann lýsti sig andvígan því að afgreiðslutími verslana yrði gefinn frjáls. Hann sagðist telja að það myndi leiða til aukinnar samkeppni milli kaup- manna og endirinn yrði sá að þjónustan við neytendur myndi minnka. Þá sagði Magnús frjálsan afgreiðslutíma óheppilegan fyrir starfsfólk í verslunum, því lengri afgreiðslutími myndi þýða aukið vinnuálag á það fólk, en það væri óæskilegt. Þá kom í ræðustól Markús Örn Antonsson (S). Hann ítrekaði þá skoðun sína að tími væri kominn til að gefa afgreiðslutímann frjálsan og að leyfa kaupmönnum að veita þá þjónustu sem þeir vildu. Hann kvaðst ekki halda að allar verslanir myndu nýta sér heimildina til fulls, yrði af- greiðslutíminn gefinn frjáls. Nokkrir aðrir borgarfulltrúar tóku til máls við umræðuna, en ekki er færi á að rekja þær umræður hér. Þá voru greidd atkvæði um tillögu um að afgreiðslutíminn yrði gefinn frjáls. Atkvæði féllu þannig að tillagan var felld með 9 atkvæðum gegn 6. Þeir sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru borgarfulltrúar Alþýðu- flokksins, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins, að Guðrúnu Helgadóttur undanskilinni. Þá greiddu tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn, þeir Albert Guðmundsson og Magnús L. Sveinsson. Aðrir borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með tillögunni, auk Guðrúnar Helgadóttur, eins og áður sagði. Frá borgar- stjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.