Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980
27
BARÁTTA PÓLSKRA YFIRVALDA GEGN ANDOFSMONNUM
Smá-
sýnishorn
af vinnu-
brögðunum
Skjal nokkurt sem laumað var út úr skrifstofu
ríkissaksóknara og olli því að verkfallið var boðað í
Varsjá á dögunum er þrettán blaðsíðna löng skýrsla
sem ber yfirskriftina „Aðferðir við að hafa upp á þeim
er taka þátt í ólöglegu, and-félagslegu starfi“.
Þegar mennirnir tveir sem ákæröir voru fyrir aö
hafa dreift skýrslunni voru látnir lausir, dró úr
verkfallshættunni í bili a.m.k. En deilan sem plaggið
hefur orsakaö mun án efa halda áfram.
Skýrslunni fylgir bréf frá aöal-
saksóknaranum, Lucjan Czub-
inski, til héraössaksóknara dag-
sett 30. október sl. í bréfinu, sem
merkt er „leyniskjal", segir aö
skýrslan sé ætluö til aö „nota af
kunnáttu viö stjórnmálaleg störf
og embættisstörf".
Meginhluti skýrslunnar er sagn-
fræöileg frásögn af þróun svokall-
aöra „andfélagslegra hópa" í Pól-
landi, er upphófust meöal stúd-
enta í Varsjá og menntamanna í
Karakov seint á sjötta áratugnum.
En hún varpar einnig fróðlegu
Ijósi á starfssviö saksóknaraemb-
ættisins og leynilögreglunnar.
í skýrslunni er því haldið fram
aö áriö 1964 hafi leynilögreglan
gert húsleit í íbúö nokkurri í
Varsjá og fundiö þar plagg meö
heitinu „Áætlun verkalýösins".
Segir aö í plaggi þessu hafi veriö
aö finna „leiðbeiningar endur-
skoöunarsinna um hvernig breyta
ætti stjórnkerfi Póllands", þar á
meöal um skipulagningu frjálsra
verkalýösfélaga, er tryggöu
verkamönnum verkfallsrétt og um
að „afnema Sameinaöa verka-
mannaflokkinn til aö koma á fót
flokkum í samkeppni viö hann".
í skýrslunni segir aö einn af
höfundum þessa plaggs hafi veriö
Jacek Kuron, leiötogi andspyrnu-
hóps er nefnist Félagslega sjálfs-
varnarnefndin en jafnframt einn
aöalráögjafi Einingar, nýju óháöu
verkalýöshreyfingarinnar.
Þetta er einn af fáum stööum
þar sem skýrsla saksóknara nefn-
ir frjálsu verkalýösfélögin, enda
þótt forysta Einingar hafi haldiö
því fram aö skýrslan benti til þess
aö gangast ætti fyrir herferð ekki
aöeins gegn andófsmönnum
heldur gegn Einingu sjálfri.
í skýrsiunni er viöurkennt aö
starfsemi hinna svonefndu „and-
sósíalisku afla" hafi hafist fyrir
alvöru í kjölfar verkalýösóeiröa í
Radom og fyrir utan Varsjá áriö
1976. í september þaö ár hafi
verið stofnaöur félagsskapur er
var aödragandi Félagslegu sjálfs-
varnarnefndarinnar.
í skýrslunni er tekiö fram aö á
undanförnum árum hafi aögeröir
yfirvalda gegn stjórnarandstööu-
öflum þróast frá sakamálum yfir í
„fyrirbyggjandi" aögeröir. Þau
treystu aö miklu leyti á húsrann-
sóknir til aö hafa upp á ólöglegum
ritum til aö byggja málshöföun
sína á.
Þá segir aö niðurstööur slíkra
húsleita séu „næstum alltaf" já-
kvæöar. Af þeim 200 húsleitum er
geröar voru á síöasta ársfjóröungi
þessa árs um land allt reyndust
aðeins örfáar árangurslausar. Á
fyrstu þremur mánuðum þessa
árs fundust 10000 eintök af ólög-
legum bókum og bæklingum.
Þeir sem voru handteknir voru
haföir í haldi á lögreglustöövum,
segir ennfremur í skýrslunni,
meðan starfsfólk öryggislögregl-
unnar „átti viö þá samtöl til aö
reyna aö upplýsa þá, en oftast án
árangurs".
Oft voru hin handteknu látin
laus eftir 48 klukkustundir, en
samkvæmt stjórnarskránni er sá
hámarkstími sem halda má fólki
án ákæru. En í „undantekningar-
tilvikum", sagöi þó aö sumum hafi
verið haldiö lengur. í sumum
tilfellum var þaö fólk handtekiö á
ný fyrir utan dyr lögreglustöövar-
innar eöa því var leyft „aö fá sér
göngu um bæinn, drekka kaffi-
Lech Walesa, leiðtogi Eining-
ar, ávarpar félagsdeíldina í
Varsjá. Svo mikiö hefur fundist
af „ólöglegu lesefni“ aö stjórn-
völd voru um skeiö í vanda meö
geymslupláss, að segir í skýrslu
pólskra ríkissaksóknarans.
sopa og kaupa ávexti áöur en þaö
var tekið fast aftur".
Innanríkisráöuneytiö er að
rannsaka fimmtán mál er varöa
ólöglega starfsemi um allt land,
segir ennfremur. Flest þeirra snú-
ast um þaö að hafa í fórum sínum
lesefni sem er bannað. Svo mikiö
efni hefur fundist aö það „olli
geymsluerfiöleikum" og því þurfti
aö fleygja.
Meöan verkföllin stóöu í ágúst
var tuttugu og einn handtekinn
fyrir að eiga prentaö mál sem
ritskoöunin haföi ekki gefiö leyfi
fyrir. „Einkenni, magn, efnisinni-
hald og dreifingarkerfiö virtist
benda til þrautskipulagöar út-
gáfustarfsemi," sagöi ennfremur í
skýrslunni.
í þeim hluta skýrslunnar sem
mestum ágreiningi veldur, segir
saksóknari aö sönnunargögn er
lágu til grundvallar mörgum tíma-
bundnum handtökum hafi ekki
veriö „fullnægjandi" og aö ef
formlegar ákærur eigi aö fylgja í
kjölfariö „veröi aö bæta viö þau“.
Þaö sem einkum er þörf fyrir eru
yfirlýsingar „hinna ákærðu og
vitna", sagöi hann.
í lok skýrslunnar er sagt að
andspyrnumenn hafi til þessa
veriö meöhöndlaöir sem þátttak-
endur í því aö gefa út og dreifa
ólöglegu lesefni en margvísleg
starfsemi þeirra nái langt út fyrir
þau mörk. „Þeir eygja möguleik-
ann og jafnvel nauðsyn þess aö
taka stjórn landsins í sínar hend-
ur, jafnvel meö valdi. Nú eru þeir
farnir aö tala um þaö opinberlega.
Aö vinna aö undirbúningi þess
aö framkvæma slík markmið, er
lagalega séö hægt aö telja til
starfsemi er stefnir aö því aö
kollvarpa stjórn landsins meö
valdi," segöi loks í skýrslunni.
Margrét
Jóhannes-
dóttir
75 ára
, í dag er sjötíu og fimm ára
Margrét Jóhannesdóttir Meðal-
holti 14, Rvík. Frá því ég man
fyrst eftir mér hefur Margrét
móðursystir mín haft sérstöðu í
hugum systra sinna, barna þeirra
og barnabarna. Enginn hefur svo
fúslega veitt hjálp og umhyggju
sem hún. Strax og hjálpar er þörf
er hún komin til að veita aðstoð og
vernd.
Hún er ein af þeim sem
getur glaðst með glöðum og
hryggst með hryggum. Það er
ótrúlegt að hún skuli enn vera
svona létt á fæti og hress, eftir að
hafa farið líknandi höndum um
svo marga sjúka og þjáða í meira
en hálfa öld. Ótrúlega mörg lönd
hefur hún gist, sér til fróðleiks og
ánægju. Margrét er hjúkrunar-
fræðingur að mennt, og eitt er víst
að þar hefur hún verið á réttri
hillu í lífinu því höndin er mjúk,
hlý og traust. Hennar leiðarljós er
mannkærleikur, því:
Alla þá sem eymdir þjá
er yndi aó huKKa
ok iýsa þeim sem ljósið þrá
en lifa i skuKK»-
Hjartanlega til hamingju elsku
frænka mín.
Guðbjörg Þórdís Baldursdóttir
Bilaframleiðsla:
Japan fram úr
Bandaríkjunum
Tókýó, 23. desember. AP.
JAPANIR -eru orðnir
stærri bílaframleiðend-
ur en Bandaríkjamenn.
samkvæmt nýútkominni
skýrslu samtaka jap-
anskra bílaframleið-
enda.
Samkvæmt skýrsl-
unni, sem nær til 13
japanskra bílaframleið-
enda, jókst bílafram-
leiðslan í Japan um
15,1% á árinu sem er að
ljúka og alls voru þar
framleiddar 10,6 millj-
ónir bíla fyrstu 11 mán-
uði ársins. Á sama tíma
framleiddu bandarískir
bílaframleiðendur 7,4
milljónir bíla, en fyrstu
níu mánuði ársins 1979
framleiddu þeir 10,9
milljónir bíla, svo að
samdrátturinn þar er
umtalsverður, segir í
FIMM þorp jöfnuðust al-
gjörlega við jörðu og ná-
lægt 20 urðu afar illa úti
í jarðskjálftanum ííran
seinnihluta mánudags.
en manntjón varð lítið
þar sem flestir voru utan-
dyra við störf sín. að því
er Pars fréttastofan ír-
anska skýrði frá í dag.
Skjálftinn varð hinn
skýrslunni. Skýrslan
gerir ráð fyrir því, að
framleiddar verði 11
milljónir bíla í Japan í
ár, miðað við 9,6 milljón-
ir í fyrra. Þá er því spáð
að bandarískir bílafram-
leiðendur smíði 8 millj-
ónir bíla á árinu, en í
fyrra framleiddu þeir
samtals 11,4 milljónir
bíla.
þriðji á fjórum dögum, og
varð talsvert tjón í Teher-
an, og hinni helgu borg
Qom. Verst urðu úti þorp í
fjallahéruðunum suðvest-
ur af Teheran. Vitað er að
þrír hafi látist af völdum
skjálftanna, og að um 200
hafi slasast. Skjálftinn
var að styrkleika 5,3 stig á
Richterskvarða.
Mörg þorp illa
úti í skjálfta
Níkósíu. 23. desember. AP.