Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 7 JÓLATRÉÐ í augum okkar er jólatréð ómissandi þáttur jólahaldsins, og því er það merkilegt, að þessi siður er tiltölulega ungur, og sums staðar í kristninni þekkist hann ekki. Fyrst er getið um jólatré í Strassburg í byrjun 17. aldar. Þar er sagt frá því, að menn setji upp grenitré í húsum sínum og skreyti með marglitum pappír, eplum og oblátum. Fram undir lok síðustu aldar tíðkuðust jólatré nær eingöngu í löndum mótmælenda, sem vildu með því stefna að því, að jólahaldið væri sem mest innan veggja heimil- anna, en kaþólskir bundu það aðallega við hátíðamessur kirkn- anna og svo skrúðgöngur og tréð skreytt á sama hátt ár eftir ár. Töfrar jólatrésins felast ekki síst í því að það er skreytt sama gamla, kæra skrautinu, þar sem hver smáhlutur er gamall kunn- ingi. Flestir geyma að skreyta jólatréð fram til síðustu stundar. Alla vega ætti alls ekki að kveikja á því fyrr en jólahelgin gengur í garð, kl. 18 á aðfanga- dag. Það að kveikja á trénu táknar þá, að jólahátíðin er komin á heimilið. Jólatréð er tákn, og þrungið boðskap. Nú skulum við gefa því gætur. Jólatréð er grenitré. Sígrænt tré. Þegar. önnur tré standa líflaus og ber þá stendur barr- sem Adam og Eva neyttu og og þar með kom syndin inn í þennan heim. Obláturnar áttu að tákna fyrirgefningu og frið- þægingu, frelsun frá syndinni, sem Kristur veitir. Hér áður fyrr stóð jólatréð ávallt á krosslaga fæti, og þann- ig er oft enn. Þessi gamaldags krossfótur geymir í sér dýrmætt tákn: Lífsins tré og krossins tré er af sama meiði. Á krossinum ávann Kristur okkur eilífa lífið, hið eilífa samfélag við Guð, sem syndin rauf. Og gættu að grein- um jólatrésins, þær mynda kross. Ljósin á greinunum eru auðvitað eðlileg tjáning hátíðar og gleði. En ljósið er líka dýr- Umsjón: Séra Jón Lkilbú Hróbjartsson Séra Karl Sigvrbjörnsson Siyurdnr Pdlsson A U DRÖTTINSDEGI dansa á götum úti. Einnig vildu mótmælendur vinna að því að láta jólahaldið yfirgnæfa hinn kaþólska sið að halda Nikulásar- dag 6. desember, þar sem heilag- ur Nikulás færir börnum gjafir. Vildu mótmælendur binda gjaf- irnar við jólin sjálf og beina athyglinni að Jesúbarninu og láta gjafirnar tákna gjafir vitr- inganna annars vegar og hins vegar þá miklu gjöf, sem fæðing frelsarans er. Frá Þýskalandi breiddist jólatréð til Norður- landanna, en var lengi að ná fótfestu . I Danmörku var það einna helst fyrir áhrif sálma- skáldanna ástsælu, Ingemanns (sem orti „Fögur er foldin"), og Grundtvigs, svo og H.C. Ander- sens. Hingað barst svo jólatréð frá Danmörku, eins og svo margt annað, upphaflega þekkist það aðeins í húsum kaupmanna og heldri borgara, en varð alls ekki almennt fyrr en komið var fram á þessa öld. Nú setja raflýst jólatré svip sinn á götur og torg. Sá siður er jafnvel enn yngri. Fyrstu útijólatrén voru að sögn reist af Hjálpræðishernum við jólapottana, sem setja svip sinn á jólaundirbúninginn í flestum borgum Vesturlanda. Á flestum heimilum er jóla- tréð grænt og ferskt og fyllir stofur okkar ferskum ilmi. Það er tákn eilifa lífsins. sem barnið í jötunni gefur. Jólatréð minnir okkur líka á lífsins tré í aldingarðinum Eden, og sem opinberunarbókin talar um, að standi í hinni himnesku Jerúsalem miðri. Bæði á fyrstu og síðustu blaðsíðu Biblíunnar er talað um lífsins tré. Og Jesús kallaði sjálfan sig eitt sinn „hið græna tré“. Þetta tákn var undirstrikað á sérstæðan hátt á fyrstu jólatrésskreytingunni, sem vitað er um, og lýst var hér að framan. Eplin á greinunum táknuðu ávöxt skilningstrésins, Biblíu- lestur vikuna 28. des. — 3. jan. Sunnudagur 28. des. Lúk. í 33—40 Mánudagur 29. des. Jes. 49: 7-13 Þriðjudagur 30. des. II. Kor. 5:1—8 Miðvikudagur 31. des. Róm. 8: 31-39 Fimmtudagur 1. jan. Lúk. 2: 21 Föstudagur 2. jan. I. Pét. 4:12-19 Laugardagur 3. jan. Lúk. 4:16—21 mætt tákn í kristinni trú. Það minnir á hann sem fæddist í Betlehem og gat sem fulltíða maður sagt: „Eg er ljós heims- ins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins." Stjarnan á toppnum táknar Betlehemsstjörnuna, sem vísaði vitringunum veg að barninu í jötunni. Og stjarna táknar líka Guðs orð í Biblíunni, sem vísar okkur veg til hans, sem er frelsari mannanna. Með jóla- trésskrautinu ættum við endi- lega að hafa einhverja engla, því hvað væru jólin án englanna og boðskapar þeirra: „Verið óhræddir!.. .Yður er í dag frels- ari fæddur, sem er Kristur Drottinn ...“ „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu ...!“ Stundum eru hengdar körfur með sælgæti á jólatréð. Það minnir á þann atburð, er Jesús mettaði 5000 manns í eyðimörk- inni og sagði „Ég er brauð lífsins." Molarnir, sem afgangs urðu fylltu margar körfur er sagt. Það minnir á þær nægtir og það líf sem Jesús vill gefa okkur, til að miðla öðrum. Við sem höldum nægta-jól skyldum minnast þess, að láta eitthvað af nægtum okkar ganga til þeirra, sem líða skort. í myrkrum ljóm- ar lífsins sól Jólin bera þér þau boð, að þér er frelsari fæddur, Kristur Drottinn. Sá máttur, sem í öndverðu kallaði ljós fram úr myrkri og tómi og vakti lífið í brjósti þínu, kemur til þín í Jesú Kristi til að vera þér hjá. Jólin boða það, að himnarnir opnast, allar hindranir milli Guðs og manna, og manna í millum, falla. Því hann varð bróðir manna. Það er þess vegna sem vinabönd og fjölskyldu- tengsl eru aldrei sterkari en einmitt um jólin. Hver og einn óskar þess að geta haldið jól með fjölskyldu sinni. Öllum fellur þungt að þurfa að lifa jól á sjúkrahúsi t.d. fjarri ástvinum. En jólin eru hátíð sem öðlast eiginlega þýðingu sína fyrst þeg- ar syrtir að og erfiðleikar og raunir mæta. Sá sem engar þekkir áhyggjur og ekki veit hvað ótti er, kvíði og sorg, þarf ekki frelsara. Honum nægja jólasveinar einn og átta. Sá einn, sem þekkir myrkrið, kann að meta ljósið, og þráir það. Hann veit og skynjar þegar „í myrkr- um ljómar lífsins sól“. Lítið barn liggur í rúmi sínu í myrkri miðrar nætur, og vakið af veðurgný eða vondum draumi er það gripið angist og ótta. Við myrkrið, einveruna, hið óþekkta. Skyndilega tekur það í sig kjark og flýtir sér yfir til foreldra sinna og hjúfrar sig að þeim. Á sömu stundu er óttinn horfinn. Það veit sig hólpið. Á jólunum, með fæðingu frelsarans, vill Guð sýna okkur að hann elskar okkur eins og foreldrar börn sín. Við megum og getum komið til hans til að finna skjól og styrk. Ein bæn, eitt ákall, þó ekki sé nema andvarp hjartans, og þú ert í örmum hans, og getur létt á hjarta þínu fyrir honum. Hann er aldrei vant við látinn. Og hann þekkir þig og vanda þinn, þótt þú getir engu orði upp komið, þá er hann samt hjá þér og vakir yfir þér. Hann gekk inn í vanmátt þinn, til að vera í þér veikum máttugur. Inn í myrkur þitt, til þess að vera Ijós lífs þíns. Hann er hjá þér. Vertu óhræddur, engill Drottins boðar þér mikinn fögnuð: Þér er frels- ari fæddur. Jól Guð með oss Hann var í hciminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann, og heimurinn þekkti hann ekki. (Jóh. 1, 10). Enn bregður Drottins birtu á byggðir sérhvers lands, því líkn Guðs eilíf lifir og leitar syndugs manns. Þú birtist, jólabarn, sem æðsta ástgjöf Drottins og ímynd veru hans. Allt böl og stríð skal batna, oss brosir Drottins náð. Öll sorg og kvöl skal sefast, öll synd skal burtu máð. Ó, blessað jólabarn! Þér föllum vér til fóta og felum allt vort ráð. Sigurður Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.