Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 3 Hvít jól um allt land: Útlit fyrir gott veð- ur um hátíðarnar ÚTLIT er fyrir að hvít jól verði um ailt land að þessu sinni. þvi i ){a‘r var snjór i ölium iandshlutum og ekki útlit fyrir miklar veðurbreyt- ingar næstu daga. Snjór er mjög mismikili eftir landshlutum og færð misgóð, en þó var í gær unnt að komast til allra iandshluta og innan þeirra, þó misgreiðlega. A Veðurstofunni sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur að ekki væri búist við miklum breyt- ingum á veðri fyrr en á annan eða þriðja i jólum. Stillt veður væri um allt land, en búast mætti við að enn ætti eftir að bætast á snjóinn. Á annan eða þriðja i jólum búast veðurstofumenn á hinn bóginn við lægð með hláku og nokkrum um- hleypingum. A Suðurlandi var í gær kominn mikill snjór, og ennþá mylgraði niður í Hreppum, að því er Morgun- blaðið fregnaði í Syðra-Langholti. Þar var kominn mikill jafnfallinn snjór og allur búfénaður kominn á gjöf, útigangshross ekki undanskil- in. Færð var góð á aðalvegum í Árnesþingi, en erfið á afleggjurum og minni vegum. I Grindavík sem og víðar á Reykjanesi var snjór yfir öllu, og gekk á hríðarhraglanda, en inn á milli var veður bjart og stillt. Færð var misgóð á Reykjanesskaganum, en þó víðast hvar sæmilega fært öilum bílum. Á höfuðborgarsvæðinu snjóaði mikið í fyrrinótt og í gær og var færð þar nokkuð erfið á Þorláks- messu, en flestir munu þó hafa komist ferða sinna. Hið sama var að segja vestur um Vesturland. Á Hvanneyri var jörð aihvít og mikil snjókoma í fyrradag, en bjart yfir í gær. Þar lá snjór enn jafnfall- inn, en hætt við að skæfi og legðist í skafla ef hreyfði vind. í Stykkishólmi var hvít jörð í gær, stillt veður og fagurt við Breiðafjörð. Færð var þar nokkuð þung en þó ekki til mikilla tafa. Rúta frá Reykjavík kom í Hólminn í gær og annar flutningabill með jólapakka frá Reykjavík, og voru þeir um klukkutíma á eftir áætlun. Á Þingeyri var snjóföl á jörðu, en þó minni en oft áður á þessum árstíma. Veður var ágætt á Þingeyri í gær, en undanfarið hefur verið leiðinleg tíð, og illa gefið til róðra. I Bolungarvík var í gær komið ágætt veður, eftir að það hafði verið heldur hvimleitt síðustu viku. Snjór er þar ekki mikill, og færð ekki slæm. Undanfarið hefur verið þar snjómugga í lofti, en það hefur fremur verið vegna skafrennings en ofanhríðar, því lítill snjór reyndist vera á láglendi þegar birti til. „Getur varla orðið jólalegra hér á Neskaupstað“ „Veðrið hér á Neskaupstað getur varla orðið jólalegra. Hér er logn og fremur milt pg jafnfallinn snjór yfir öllu,“ sagði Ásgeir Lárusson frétta- ritari Morgunblaðsins í Neskaup- stað, er blaðið hafði samband víð hann í gær. „Hvítur snjórinn breiðir sig dún- mjúkur yfir foldina og hér er stafa logn, kyrrð og friður. Bærinn er mikið skreyttur og sannkölluð jóla- stemmning yfir öllu. Lionsmenn hafa sett upp jólatré við sjúkrahúsið og annað jólatré hefur verið skreytt við kirkjuna. Öll skip og bátar héðan eru komin til hafnar og halda ekki aftur á miðin fyrr en eftir áramót. Færðin hefur verið nokkuð þung í bænum, en er að lagast og nú er fært um alla sveitina og yfir Öddskarð. „Veðrið ágætt í dag“ Það er ágætt veður hér á Gríms- stöðum á Fjöllum í dag, en hefur verið anzi óstöðugt og umhleyp- ingasamt undanfarið og síðastliðinn mánuð hefur fé staðið inni,“ sagði Benedikt Sigurðsson fréttaritari Morgunblaðsins þar. „Annars er hér tiltölulega lítill snjór, það er venjulega lítið um hann í þessari átt. Færð um nágrennið hefur verið nokkuð góð og í dag var farið á jeppa niður í Mývatnssveit til að sækja jólapóstinn og vel hefur gengið með aðföng. Hér eru allir búnir að búa sig undir jólin og komnir í jólaskap. Búast má við góðu veðri á aðfanga- dag og hér líður öllum vel.“ „Indælis veður á Akureyri“ Hér er indælis veður, logn og mesta blíða og hefur svo verið undanfarna daga. Þó snjóaði nokkuð í gær, en jafnfallið, svo nú er hreinlætisblær yfir bænum og snjóskraut á trjám,“ sagði Sverrir Pálsson fréttaritari Morgunblaðsins á Akureyri, er blaðið hafði samband við hann í gær. Bærinn er mikið skreyttur nú og ber sérstaklega á fallegum skreyt- ingum í gluggum. Ekki er mikið um skreytt jólatré, en þó er eitt við kirkjuna og annað við Skipagötu. Þá er talsverð ljósaskreyting á Ráð- hústorgi og í miðbænum. Færð um bæinn og nágrennið er nokkuð góð nú og við sjáum enga ástæðu til að kvíða veðri um jólin." Um sunnanvert landið er svipaða sögu að segja, veður yfirleitt milt og gott, en talsvert um snjó. AusturatraBli 17. 2. h»ð. Símar 26611 og 20100. Ferðaskrifstofan Útsýn býður yður velkomin og sendir beztu óskir um gleðileg jól og þakkar viðskiptin í aldarfjórðung og óskar farsældar og fararheilla á komandi /• •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.