Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980
Minning:
Ólafía Sigrún
Egjólfsdóttir
Fædd 17. desember 1890.
Dáin 5. desember 1980.
Ólafía var dóttir hjónanna Þor-
gerðar Halldórsdóttur frá Miðengi
og Eyjólfs Eyjólfssonar frá Dysj-
um.
Kornung fluttist Ólafía með
foreldrum sínum að Hausastöð-
um, sem átti eftir að verða heimili
hennar á níunda áratug. Allgóða
menntun á þeirrar tíðar mæli-
kvarða hlaut Óla hjá hálfbróður
sínum Jens Eyjólfssyni. Einnig
var hún afbragðs vel að sér í
hannyrðum enda góðum gáfum
gædd.
Móðir Ólu dó árið 1935 en faðir
hennar nokkrum árum áður. Eftir
það bjuggu þau systkin, Valgeir og
Óla, saman á Hausastöðum. Þau
ólu upp kjörson, Hörð Sigurvins-
son og má geta nærri að hann
muni í ríkum mæli hafa notið
ástríkis og umhyggju þessarar
indælu konu, sem alltaf gat miðlað
öðrum af góðleika hjarta síns.
Ég sem þetta rita er einn af
fimm fóstursystkinum Ólu, sem
foreldrar hennar ólu upp að öllu
leyti. Ég átti þess því kost, að
kynnast því vel hversu kærleiksrík
og mannkostamikil persóna Óla
var. Öllum vildi hún gott gera,
hvers manns vandræði leysa, hver
sem úí hlut átti. Okkur fóstursystk-
ini sín umvafði hún með sinni
meðfæddu ljúfmennsku og hjarta-
hlýju. Óla var sérstök manngerð.
Skapið hennar ljúfa og góða brást
aldrei, ásamt notalegri kímni, sem
áður en varði gat komið öllum í
gott skap. Alla tíð eftir að ég flutti
frá Hausastöðum naut ég ástríkis
Ólu. Og ekk nóg með það, heldur
fjölskyldan mín, börn og barna-
börn. Allir sem höfðu einhver
kynni af Ólu, nutu ástríkis hennar
og lífsgleði og má með sanni segja
að mannbætandi hafi verið að
dvelja í návist hennar.
Óla tók virkan þátt í félagsmál-
um í sinni sveit og var elskuð og
dáð af öllum sem hún hafði kynni
af. Vissulega ilmaði sál hennar af
þeim bestu mannkostum sem konu
má prýða. Slíkur persónuleiki var
Óla að seint mun gleymast þeim er
svo var heppinn að eiga hana að
vini.
Hennar er sárt saknað af mér
og fjölskyldu minni, sem nú sendir
henni sína hinstu kveðju.
Ólafur Sigurðsson.
Eiginkona mt'n,
SOFFÍA ÓLAFSDÓTTIR,
Rauðalæk 13,
andaöist í Landspitalanum aöfaranótt laugardagsins 20. desem-
ber.
Jaröarförin fer fram frá Laugarneskirkju, þriöjudaginn 30.
desember kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, þeir sem vilja minnast hinnar látnu
láti Laugarneskirkju njóta þess.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og annarra ættingja og vina,
Ingjaldur Jónsson.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö
andlát og jaröarför
GUNNARS G. ÞORSTEINSSONAR
frá Köldukinn.
Ingibjörg Guölaugsdóttir og börn.
+
Þakka innilega samúð og hlýhug viö fráfall eiginkonu minnar,
MARÍU LÁRU JENSDÓTTUR,
Öldugötu 52.
Páll K. Sæmundsson.
+
Innilegar þakklætiskveöjur til allra þeirra sem auösýndu okkur
vinsemd viö fráfall,
STEFÁNS JÚLÍUSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsmanna Sindrastáls hf. Gleöileg jól.
Steinunn Sturludóttir,
börn og tengdabörn.
+
Þökkum auösýnda vináttu viö bróöur okkar og mág,
PÉTUR S. SIGURÐSSON,
Barónsstíg 28,
og okkur hluttekningu viö andlát hans.
Guörún Siguröardóttír, Lýður Guömundsson,
Gísli Sigurösson, Margrét Jakobsdóttir,
Sveinn Sigurösson, Katrín B. Sigurgeirsdóttir,
og börn.
Þetta gerðist
24. desember
1618 — Pólverjar semja vopnahlé
til tveggja ára við Svía og 14 ára
við Tyrki.
1650 — Edinborgar-kastali gefst
upp fyrir her Cromwells.
1715 — Prússar taka Stralsund af
Svíum og Karl XII gerir árás á
Noreg.
1814 — Ghent-sáttmáli bindur
endi á 1812-ófrið Breta og Banda-
ríkjamanna.
1863 — Her Saxa og Hannover-
manna sækir inn í Holstein.
1865 — Leynifélagið Ku Klux
Klan stofnað í Pulaski, Tennessee.
1866 — Prússar innlima Slésvík-
Holstein.
1899 — Sjálfboðaliðar frá Kanada
og Ástralíu koma til Suður-
Afríku.
1924 — Albanía lýst lýðveldi.
1937 — Japanir taka Hangchow í
Kína.
1941 — Bretar ná yfirráðum yfir
Cyrenaica, Norður-Afríku.
1942 — Darlan aðmíráll, land-
stjóri í Norður-Afríku, myrtur í
Algeirsborg.
1943 — Roosevelt tilkynnir að
Eisenhower muni stjórna innrás-
inni í Evrópu.
1951 — Líbýa verður sjálfstætt
konungsríki undir Idris I.
1959 — Hervirki gegn Gyðingum í
Köln.
1976 — Takeo Fukuda verður
forsætisráðherra Japana.
Afmæli: Jóhann landlausi, kon-
ungur af Englandi (1167—1216) —
Ignatius Loyola, spænskur her-
maður og trúarleiðtogi (1491 —
1556) — Kit Carson, bandarískur
hermaður (1809—1878) — Matt-
hew Arnold, brezkur rithöfundur
(1822-1888) - Georg I Grikkja-
konungur (1845—1913) — Howard
Hughes, bandarískur auðmaður
(1905-1976).
Andlát: 1524 Vasco da Gama,
sæfari — 1863 W.M. Thackeray,
rithöfundur.
Innlent: 1848 d. Finnur Magnús-
son prófessor — 1851 „Ný tíðindi"
hefja göngu sína — 1879 f.
Alexandrina drottning.
Orð dagsins: Þá fyrst þegar hátíð-
ardögunum lýkur, förum við að
njóta þeirra. — A.G. Gardiner,
enskur blaðamaður (1865—1946).
Þetta gerðist
25. desember
800 — Leo páfi III krýnir Karla-
magnús fyrsta heilaga rómverska
keisarann.
1497 — Valdimar hylltur konung-
ur Dana í dómkirkjunni í Lundi.
1582 Gregorianskt tímatal tekið
upp í Spænsku Niðurlöndum.
1683 — Hertoginn af Monmouth
flýr frá Bretlandi til Hollands —
Spánverjar segja Frökkum stríð á
hendur.
1688 — Jakob II af Englandi flýr
til Frakklands.
1818 — Jólasálmurinn „Heims um
ból“ fyrst sunginn í austurríska
þorpinu Oberndorff.
1897 — ítalir láta Kassala af
hendi við Egypta.
1926 — Hirohito keisari tekur við
völdum í Japan.
1936 — Chiang Kai-shek sleppur
frá uppreisnarmönnum sem
rændu honum og höfðu hann í
gíslingu.
1941 — Setulið Breta í Hong Kong
gefst upp fyrir Japönum.
1959 — Rússar samþykkja að
veita Sýrlendingum aðstoð.
1963 — Neyðarástandi lýst yfir á
landamærum Sómalíu að Kenya.
1974 — Fellibylur veldur gereyð-
ingu í Darwin, Ástralíu.
1977 — Fundur Begins og Sadats í
Ismalia.
1979 — Bandarískir prestar heim-
sækja gíslana í Teheran.
Afmæli. Isaac Newton, brezkur
vísindamaður (1642—1727) —
William Collins, enskt skáld
(1721—1759) — Conrad Hilton,
bandarískur hóteleigandi (1887—
-)•
Andlát. 1913 J.B.S. Estrup,
stjórnmálaleiðtogi — 1938 Karel
Capek, rithöfundur.
Innlent. 1402 Heitdagur Eyfirð-
inga í svartadauða — 1542 Bréf
Kristjáns III gegn verzlun Hansa-
kaupmanna hér — 1874 d. Gísli
pr. Thorarensen — 1896 f. Her-
mann Jónasson — 1973 Tímabili
endurskoðunar varnarsamnings-
ins lýkur — 1965 d. Helgi Hjörvar.
Orð dagsins. Guð veri með ykkur,
herrar mínir, því að á þessum degi
fæddist frelsari okkar, Jesús
Kristur — Gamall jólasálmur.
Þetta gerðist
26. desember
1776 — Orrustan við Trenton.
Georg Washington tekur 1000
Hessa til fanga.
1805 — Pressburg-friður Frakka
og Austurríkismanna undirritað-
ur.
1825 — Uppreisn Desembrista í
rússneska hernum bæld niður.
1827 — Mohamud II Tyrkjasoldán
hafnar rétti stórveldanna til að
miðla málum í ófriðnum við
Grikki.
1901 — Uganda-járnbrautin frá
Mombasa til Viktoríuvatns full-
gerð.
1941 — Árás Breta á Lófót —
Manina lýst óvarin borg.
1961 — SÞ saka Norður-Rhódesíu
um stuðning við aðskilnaðarsinna
í Katanga.
1965 — Vélbyssuárás arabískra
skæruliða á ísraelska flugvél á
Aþenuflugvelli.
1974 — Rússar skjóta ómannaðri
vísindastöð á braut um jörðu.
1978 — Tilkynnt að íran hætti
olíuútflutningi þar sem olían þurfi
að fara til neyzlu innanlands.
Afmæli George Romney, enskur
listmálari (1734—1802) — Henry
Miller, bandarískur rithöfundur
(1891-1980).
Andlát. 1972 Harry S. Truman, fv.
forseti.
Innlent. 1241 Víg Klængs
Björnssonar í Reykholti að undir-
lagi Órækju og Sturlu — 1891 f.
Jón Þorleifsson listmálari — 1913
„Lénharður fógeti" frumsýndur —
1914 „Galdra-Loftur" frumsýndur
— 1945 „Skálholt" frumsýnt.
Orð dagsins. Auðugastur allra er
sá sem á sér ódýrustu skemmtun-
ina. — Henry David Toreau,
bandarískur rithöfundur (1817—
1862).
Þetta gerðist
27. desember
1703 — Methuen-sáttmáli Eng-
lendinga og Portúgala undirritað-
ur.
1794 — Innrás Frakka í Holland.
1927 — Trotsky rekinn úr sovézka
kommúnistaflokknum.
1945 — Utanríkisráðherrafundur
stórveldanna í Moskvu.
1948 — Mindzenty kardináli
handtekinn í Búdapest.
1949 — Indónesía fær sjálfstæði.
1956 — Hreinsun Súez-skurðar.
1966 — Rauðir varðliðar fordæma
Liu Shao-chi forseta á fundi í
Peking.
Afmæli. Johannes Keppler, þýzkur
stjörnufræðingur (1571—1630) —
Louis Pasteur, franskur efnafræð-
ingur (1822—1925) — Marlene
Dietrich, þýzk leikkona (1904--).
Andlát. 1834 Charles Lamb, rit-
höfundur — 1978 Houari Boume-
dienne, alsírskur forseti.
Innlent. 1683 Bréf ritað í nafni
heilagrar þrenningar finnst í
Garpdalskirkju í Barðastrandar-
sýslu — 1762 — f. Magnús Steph-
ensen konferenzráð — 1767 f.
Stefán Stephensen amtmaður —
1784 d. Jón Eggertsson sýslumað-
ur — 1867 f. Steingrímur Jónsson
— 1979 Geir Hallgrímssyni falin
stjórnarmyndun.
Orð dagsins. Allir ætla að gera
eitthvað og allir gera eitthvað en
enginn gerir það sem hann ætlaði
að gera — George Moore, írskur
rithöfundur (1852—1933).
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
Þl ALGLÝSIR LM ALLT
LAND ÞEGAR ÞL ALG-
LYSIR 1 MORGLNBLAÐIM
+
Einlægar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar,
tengdamóöur og ömmu,
HULDU KARLSDÓTTUR,
Ásvallagötu 29.
Svanur Steindórsson,
Þórir Svansson, Matthildur Þórarinsdóttir,
Svanhildur Svansdóttir, Svanur Þorsteinsson,
barnabörn.