Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 29 HaioTkwspam- og öryggi Jarð- skjálfta- kippir á Indlandi Nýju Delhi, 23. des. AP. ALLMARGIR jarðskjálfta- kippir urðu i austurhluta Indlands i morgun, þriðju- dag og mældust þeir hörð- ustu allt að 5,5 á Richter- kvarða. Ekki höfðu borizt fréttir af skemmdum né manntjóni að því er talsmaður jarðskjálfta- mælingastöðvarinnar í Nýju Delhi sagði síðdegis. Hann sagði að upptök skjálftanna virtust hafa verið í grennd við landamæri Indlands og Bhut- ankonungsríkisins í Himal- ayafjöllum. Síðar urðu einnig nokkrir kippir austar í land- inu. Skemmd skinka London, 23. desember. — AP. MARKS og Spencer verzl- unarkcðjan varaði við- skiptavini sína í dag við skemmdri danskri skinku er seldar hefðu verið i verzl- unum samsteypunnar og hvatti viðskiptavini til að skila vörunni. Skinkan var í eins punds dósum, var vörumerkt „St. Michael" eins og aðrar vörur samsteypunnar og fram- leiðslunúmerið 151080 var á dósunum. Komið hafa í ljós þrjár dósir þar sem skinkan var ósoðin, og tókst að hafa uppi á magni af birgðum í verzlunum Marks og Spenc- er, en þær eru 254 talsins um gjörvallar Bretlandseyjar. „Skemmda skinkan hefur getað verið seld í hvaða búð af þessum 254,“ sagði for- mælandi M&S í dag. Enn magn- ast atvinnu- leysi á Bretlandi London, 23. des. AP. ATVINNULEYSI í Bret landi varð meira í desember- mánuði en nokkru sinni fyrr á þessu ári, eða 9,3 prósent og þýðir það að 2.244.229 atvinnufært fólk var án starfa. í nóvember voru samsvarandi tölur 8,9 prósent og 2.162.874 og var það meira atvinnuleysi en þekkzt hafði i landinu síðan á kreppuárunum. Fyrir ári var atvinnuleysi í Bretlandi um 5 og hálft prósent atvinnubærra manna og hefur því aukizt stórlega. Margret Thatcher, forsæt- isráðherra sagði á fundi íhaldsmanna í vikunni að árið 1981 yrði að líkindum mjög erfitt ár og þykir það gefa vísbendingu um að hún muni núverandi efnahags- stefnu til streitu, sem hefur að vísu dregið úr verðbólg- unni en kostað það á hinn bóginn að æ fleiri hafa orðið atvinnulausir. BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi frá Orkusparnaðarnefnd iðnðarráðuneytisins: Raforkunotkun á heimilum er í hámarki um jól og áramót. Orkusparnaðarnefnd iðnaðarráðu- neytisins þykir því rétt að koma á framfæri nokkrum ábendingum til heimila um raforkunotkun, sparnað og öryggi. I Almenn öryggis- atriði: 1. Lélegar og gallaðar raf- magnssnúrur, t.d. skemmd í ein- angrun geta valdið raflosti og íkveikju. Látið því endurnýja snúrurnar. 2. Reynið aldrei að „gera við„ vartappa (öryggi). Athugið hvort þið eigið vartappa í réttum stærð- um til að skipta um þá sem kunna að bila. 3. Framlengingarsnúrur eiga að liggja lausar. Þær má ekki festa með spennum eða nöglum. Skiljið aldrei við tengdar framleng- ingarsnúrur sem ekki eru í notk- un. Haldið í klóna ekki í snúruna þegar tekið er úr sambandi. 4. Óheimilt er að nota fjöltengla sem sitja í tenglinum. Færanlegir fjöltenglar, þ.e. snúrur með 2—4 tenglum fást í raftækjaverslun- um. Þá má einnig nota sem framlengingarsnúrur. 5 . Aflfrek tæki t.d. rafmagns- ofna og hraðsuðukatla ætti ekki að tengja í fjöltengil heldur beint í vegg. Annars er hætta á að of mikið álag verði á tenglinum og vartappinn springi. 6. A undanförnum árum hefur lekastraumsrofi rutt sér til rúms. Hann rýfur straum við smávægi- legar bilanir (útleiðslu) í rafkerf- inu. Rofinn dregur úr hættu á raflosti og bruna. í eldri rafkerf- um er giidi hans sem öryggistækis mjög mikið. 7. Mörg inniloftnet fyrir sjón- varp eru ekki búin nauðsynlegum öryggisbúnaði og hafa valdið al- varlegum brunaáverkum og jafn- vel dauða, þegar þeim hefur í ógáti verið stungið í raftengla. Loftnet- in eiga að vera búin öryggisþétt- um og klóm sem ekki er hægt að stinga í raftengla. 8. Um rafmagnsþilofna þarf að leika óheftur loftstraumur. Brenn- anleg efni mega alls ekki snerta þilofna. II Öryggisatriði um jólaskreytingar: 1. Útiljósakeðjur (seríur) eiga að vera úr vönduðum gúmstreng með vatnsvörðum peruhöldum. 2. Komið keðjunni þannig fyrir að perurnar vísi niður á við annars er hætta á að vatn safnist í peruhöldurnar. 3. Festið ljósakeðjurnar vel. 4. Skiljið aldrei eftir opnar peruhöldur eða brotnar perur í peruhöldum. 5. Hafið slökkt á ljósakeðjunni þegar skipt er um perur. 6. Gætið þess að brennanleg efni eða málmar liggi ekki við peru- höldurnar. 7. Festið ekki ljósakeðjurnar með nöglum, teiknibólum eða öðru sem getur skaddað leiðslurnar. Notið viðeigandi plastspennur eða límband. 8. Rjúfið ávallt straum af ljósa- keðjum eða skrautlýsingu áður en þið yfirgefið íbúðina eða farið í háttinn. 9. í ýmiss konar jólaskrauti t.d. jólastjörnum má koma fyrir ljósa- perum. Perur af venjulegri stærð eru yfirleitt of stórar til slíkra nota. Þær geta auðveldlega kveikt í pappír og öðrum eldfimum efn- um. Ekki ætti að nota stærri peru en 5—10 W. Ljósabúnaðurinn á að vera vel festur og rými umhverfis hann sem mest og þess gætt að eldfim efni geti ekki fallið á peruna. III. Raforku- sparnaður: Áætlað er að raforkunotkun á heimilum skiptist þannig að til aöwr lýsingar og ýmissa smærri raf- tækja fari um 25%, ísskápur og frystikista taki um 30%, til þvotta og þurrkunar fari um 20% og í eldhús séu notuð um 25%. Mikil- vægt er að temja sér hagsýni í notkun rafmagns. Hér verður bent á nokkur atriði sem vert er að íhuga í því sambandi. Lýsing og ýmiss smærri raf- tæki: 1. Aflþörf raftækja er mæld í wöttum W. Orkunotkun er aflþörf margfölduð með notkunartíma tækisins í klukkustundum h og er mæld í wattstundum Wh. Ein kílówattstund kWh er 1000 Wh. Orkunotkun 100 watta (kerta) ljósaperu sem lýsir í eina klukku- stund er 100 Wh eða 0,1 kWh. 2. Kynnið ykkur aflþörf og orkunotkun þegar þið kaupið raf- tæki. Athugið að orkuþörfin þarf ekki endilega að aukast með mestu aflþörf tækis. 3. Komið lömpum þannig fyrir að þið skyggið ekki á vinnuflötinn. Beinið ljósinu að vinnufletinum. 4. Víða t.d. í eldhúsi, geymslu og í bílskúr er hagkvæmt að nota flúrpípur. Þær gefa um fjórfalt meira ljós en glóperur miðað við orkunotkun. 5. Haldið lömpum og perum hreinum. Óhreinindi geta minnk- að ljósmagn um allt að þriðjung. 6. Hafið ekki ljós kveikt að óþörfu. 7. Orkunotkun er mjög mikil milli klukkan 16 og 19 á aðfanga- dag. Á þeim tíma anna orkuver og dreifikerfið oft ekki þörfinni og straumurinn rofnar (rafmagnið fer). Reynið því að dreifa orku- notkuninni á aðfangadag eins og unnt er. Kveikið ekki á útiljósa- seríum og skrautlýsingum fyrr en matargerð er lokið. IV ísskápur og frystikista 1. Hæfilegt hitastig í frystikist- unni er 18 °C en 5°C í ísskápnum. 2. Komið frystikistunni og ís- skápnum þannig fyrir að loft eigi greiðan aðgang að kæligrindinni á bakhliðum þeirra. Frystikistan er best geymd í kaldri geymslu. 3. Hreinsið ló og kusk sem safnast á kæligrindina. 4. Hurðir þurfa að vera vel þéttar. 5. Hrímmyndun í frystikistu og frystihólfi ísskápsins eykur orkunotkunina verulega. Nauð- synlegt er því að þíða hrímið reglulega. 6. Gætið þess að frystikistan og ísskápurinn séu jarðtengd. V Þvottur og þurrkun: 1. Þvottavélar (og uppþvottavél- ar) nota jafnmikla orku hvort heldur þær eru hálftómar eða fullar. Þess vegna er hagkvæmast að fylla vélarnar og þvo sjaldnar. 2. Oft má sleppa forþvotti, það sparar orku. 3. Hagkvæmt er að taka heitt vatn inn á vélarnar þar sem vatnsgæði og vélargerð leyfa. 4. Vindið þvottinn vel áður en þið setjið hann í þurrkarann. 5. Þurrkari er eitt af orkufrek- ustu tækjum heimilanna. Oft er hægt að komast hjá notkun hans með því að hengja á snúrur. Fylgið leiðbeiningum um notkun þurrk- arans og þurrkið þvottinn ekki of lengi. 6. Nauðsynlegt er að hreinsa ristina í hvert sinn sem þurrkar- inn er notaður. Að öðrum kosti lengist þurrktíminn og afleiðingin er óþarfa orkunotkun. 7. Þvottavél og þurrkari eiga að vera jarðtengd. VI Eldhús: 1. Notið potta með þykka og slétta botna sem eru jafnbreiðir hellunum. 2. Lokið á pottinum þarf að vera hæfiega þétt og þegar suðan er komin upp á að lækka strauminn og láta sjóða við minnsta straum. 3. Það fer töluverð orka í að hita bökunarofninn, því er ráðlegt að baka og steikja hvað á eftir öðru. Einnig er ráðlegt að hafa saman í ofni rétti sem þurfa sama hitastig. 4. Allar steikur og ofnrétti má setja inn í kaldan ofn og láta hitna með ofninum. 5. Ýmiss tæki eru með lausri rafsnúru. Takið . snúruna alltaf fyrst úr sambandi í veggtenglin- 6. Hafið ekki fleiri tæki í gangi í einu en nauðsyn krefur. 7. Öll tæki í eldhúsi eiga að vera jarðtengd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.