Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 Tólamyndir «/ KVIKMYNDAHÚSANNA Austurbæjarbíó .10“ Jólamyndin í ár er gamanmyndin .10“, sem var ein sú vinsælasta víða um heim á þessu ári, og varpaði frægðarljóma á gamalkunnugt nafn leikstjórans, Blake Edwards, að nýju. .10“ þykir minna talsvert á myndir frá blómaskeiði hans; Breakfast at Tiffanys. Days of Vine and Roses og The Pink Panther. En síðustu árin hefur hann að mestu leyti verið upptekinn við mynda- flokkinn um Bleika pardusinn, ærið misgóðan. 10 fjallar á léttan og hressilegan hátt um vandamál sem blasa víst við okkur flestum á miðjum aldri. Þegar hárunum fækkar en ístran stækkar ... en við viljum halda áfram að vera sætir og vel aflögu- færir í kvennamálum. Dudley Moore þykir standa sig með mikilli prýði í hlutverki þess miðaldra, sem gefur vinkonum sín- um einkunnir, frá 1 — 10, eftir ágæt- um. Sú sem fær hæstu einkunnina er Bo Derek, sem varð heimsfræg á einni nóttu eftir frammistöðu sína í myndinni. Gamla bíó „Drekinn hans Péturs“ („Pete’s Dragon“) ársins báðu megin Atlantshafsins, er skrifuð af Jim Abrahams og David og Jerry Zucker, sem jafn- framt leikstýrðu. Með aðalhlut- verkin fara m.a. gamlir jaxlar eins og Robert Stack, Peter Graves og Lloyd Bridges. Hafnarbíó Landamærin/ The Border Hér er á ferðinni glæný has- armynd, um allóvenjulegt efni, eða um hið mjög svo arðbæra smygl á ódýru vinnuafli frá Mexikó, norður yfir landamærin til Bandaríkjanna. Það er harðjaxlinn Telly Savalas sem er á varðstöðunni, undir stjórn hins gjörspillta Eddie Alberts. Inn í myndina blandast ástamál ungra Mexikana og uppgjör Savalas við hið rotna réttarkerfi þarna suður við landamærin. Handritið er skrifað af Michael Allen en leikstjóri er Christopher Leitch. Laugarásbíó Xanadu Þar sem að nokkuð er liðið um síðan jólamyndin hér var frumsýnd og lög úr henni búin að njóta mikilla vinsælda hér sem annars staðar, er óþarfi að fara mörgum orðum um Xanadu. En í stuttu máli segir hún frá ástarævintýri ungs listamanns ir og hin frábæra Dolby-hljóm- tæknibylting, sem hér gjörnýtur sín í nýjum hljómflutningstækjum kvikmyndahússins. Nýja bíó Óvætturinn/ (Alien) óvætturinn, fyrsta stórmyndin sem flokka má undir „geim-hroll- vekju", var vafalaust ein umtalað- asta og að auki ein best sótta myndin á okkar plánetu á árinu sem leið. Hún gerist að nokkrum ár- hundruðum liðnum. Geimflutn- ingafarið Nostromo er á leið til jarðar með dýrmætan farm innan- borðs, þegar áhöfnin vaknar sökum þess að ekki er allt með felldu, tölvan „mamma“ sem öllu stjórnar um borð, hefur breytt stefnu Nostr- omo. Ástæðan er dularfull merkja- Neil Diamond sem Jazzsöngvar- inn. sending frá lítt þekktri, óhugnan- legri plánetu. Áhöfnin fer þangað í könnunar- leiðangur, þar sem einn af meðlim- um hennar verður fyrir árás óhugn- anlegrar lífveru, og síðan er haldið heim ... Hér er sem sagt mjög óvenjuleg hryllingsmynd á ferðinni, gerð af Ridley Scott, sem áður hafði aðeins gert eina mynd, hina bráðfallegu „The Duellists“, sem er af allt öðrum toga spunnin. Með stærstu hlutverkin fara Sigourney Weaver, John Hurt og Tom Skerrit. Regnboginn The Jazz Singer, Gamla skranhúðin. (Mr. Quilp) Hér verða frumsýndar tvær myndir um hátíðarnar, í sal A verður Jazzsöngvarinn, en Regn- boginn var fyrsta kvikmyndahúsið sem fékk eintak af myndinni, sem verður frumsýnd samtímis hér og í nokkrum öðrum höfuðborgum á Vesturlöndum. { B-salnum hefjast sýningar á breskum söngleik, sem byggður er á hinu kunna verki Charles Dickens, The Old Curiosity Shop. Með aðalhlutverkin fara Anthony Newley, sem jafnframt samdi text- ana og tónlistina við söngleikinn; David Hemmings, David Warner og Michael Horden. Útsendingu og tónlistarstjórn annaðist Elmer Bernstein. Jazzsöngvarinn, er sem kunnugt er, endurgerð samnefndrar myndar, sem komst á blöð kvikmyndasög- unnar sem fyrsta talmyndin. Þessi nútímabúningur hennar, segir frá söngvara sem er alinn upp á strangtrúuðu gyðingaheimili. Hug- ur hans stendur til að verða dægur- lagasöngvari, sem fellur ekki að skoðunum föður hans (Sir Laurence Olivier). Piltur fer samt sínar eigin götur, og skiljast þá leiðir feðganna. Er það mikið áfall fyrir soninn, þrátt fyrir mikla velgengni. Undir lokin þurfa þeir þó á hvor öðrum að halda og viðurkenna sjónarmið hins. Tónlistin er eftir Diamond, en þetta er fyrsta myndin sem hann leikur í. Leikstjóri er Richard Fleischer. Að auki verða hinar vinsælu myndir Can’t Stop the Music og The Marriage of Maria Braun, sýndar áfram yfir hátíðarnar, í sölum C og D. Stjörnubíó Bragðarefirnir/ Odds and Evens Hér munu skemmta okkur um jólin gamlir kunningjar — slags- Að venju er það fjölskyldumynd Péturog stórvinur hans. drekinn, i myndinni Pétur og drekinn. Bud Spencer við sina eftirlætisiðju. Úr Bragðarefirnir. frá Walt Disney, sem boðið er upp á sem hátíðahressingu í Gamla bíó. „Drekinn hans Péturs“ segir frá munaðarlausum dreng sem flýr frá fósturforeldrum sínum með hjálp dreka eins mikils, sem meðal annars hefur það sér til ágætis að geta orðið ósýnilegur. Pétur fær inni hjá ágætisfólki í litlu sjávarplássi, og er ekki að orðlengja það að þeir félagar lenda í hinum makalausustu ævintýrum. Vondir karlar með gömlu fóstruna í fararbroddi vilja ná tangarhaldi á félögunum, en líkt og í öllum, sönnum Disney-ævintýrum endar allt vel að lokum, eftir mátulega tvísýnu. Helen Reddy, Mickey Roon- ey, Red Buttons og Shelley Winters fara með aðalhlutverkin, en drekinn væni er teiknaður og felldur inn í. Iæikstjóri er Don Chaffey. Háskólabíó Airplane/ Flying IIÍRh Jólamyndin í vesturbænum er kanadísk/ bandarísk gamanmynd, þar sem gert er óspart grín að myndaflokknum sem kenndur hefur verið við Airport og aðrar slíkar. Myndin segir frá flugferð þar sem flest allt fer í handaskolum. Fram í dagsljósið koma manngerðir sem eru kvikmyndahúsgestum vel kunn- ugar úr ýmsum hetju- og stórslysa- myndum síðari ára. Sem sagt, hér er gert púragrín að öllu saman í anda Brooks. Flest allir farþegarnir — og áhöfnin, fá svo matareitrun, með óhjákvæmilegum afleiðingum, svo nú verða góð ráð dýr. Airplane/ Flying High (en þegar þetta er skrifað er ekki vitað við hvort nafnið verður stuðst við í íslensku þýðingunni, en það fyrr- nefnda er nafnið á myndinni vestan hafs, en hitt það sem enskir gáfu henni), var ein vinsælasta mynd Leióangursmenn i óhugnanlegu umhverfi á lítt þekktri reiki- stjörnu. Úr óvætturinn. og listagyðjunnar sjálfrar, sem pilt- ur svo að lokum stelur frá karli föður hennar, sem ekki er þó ómerkari guð en Seifur gamli sjálf- ur í Olympusfjalli. Þetta er létt mynd, þar sem kát, dunandi tónlist er ætíð í fyrirrúmi, flutt af Electric Light Orchestra og söngkonunni Oliviu-Newton-John. Tónlistin er eftir ELO og gamla „skuggann", John Farrar. Með meg- inhiutverkin fara Olivia, Michael Beck og Gene gamli Kelly, sem sannar hér að hann hefur engu gleymt. En stærsta stjarna myndar- innar eru kannski dansahöfundarn- Drengurinn og nunnan lesa sitt eftirlætisefni um borð í Airplane. málahundarnir Trinity-bræður, Terence Hill og Bud Spencer. Þeir eru þó ekki á gamalkunnum slóðum spaghetti-vestursins, heldur í her- þjónustu hjá Sámi, karlinum, frænda. Ekki er að því að spyrja, að þeir félagar lenda í hinum ferlegustu ævintýrum og höggin falla, þung og tíð. Myndin er ítölsk, leikstýrð af gamalreyndum skemmtimyndafag- manni, Sergio Corbucci. Hafnarfjarðarbíó Urban Cowboy Talsvert er nú liðið síðan hér voru frumsýndar jólamyndir, en margar þeirra sitja eftir í minningunni. Að þessu sinni verður hér tekin til sýningar myndin um borgarkúrek- ann John Travolta, sem mun hressa upp á Hafnfirðinga yfir hátíðarnar með sinni ektakvinnu, Debru Wing- er. Bæði eldhress yfir góðum mót- tökum í vesturbænum. Tónabíó The Wanderers Þegar þessar línur eru skrifaðar er alls óvíst hvor myndanna Man- hattan eða The Wanderers, verður jólamynd kvikmyndahússins. Ákveðið var að sú fyrrnefnda hlyti þann heiður, en þar sem það hefur dregist von úr viti að eintakið bærist til landsins, verður sú síðast- nefnda fyrir valinu. The Wanderers fjallar í gamni og alvöru um erjur tveggja unglinga- hópa — The Wanderers (góðu gæj- anna) og hinna sköllóttu, slæmu, the Baldies, í Bronx-borgarhlutan- um í New York. Myndin er gerð í raunverulegu umhverfi á götum Bronx og hlut-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.