Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980
Umræður um húsnæðismál láglaunafólks:
Leggja ber áherslu á að
hjálpa fólki til að kaupa íhúðir
— segir Magnús L. Sveinsson
Á fundi borKarstjórnar sem haldinn var íyrir nokkru urðu
talsverðar umræður um tillögu frá meirihluta borKarstjórnar um
húsnæðismál, en tillagan er svohljóðandi:
— Borgarráð felur stjórn Bygg-
ingarsjóðs Reykjavíkurborgar að
annast undirbúning framkvæmda
á eftirfarandi atriðum í samkom-
ulagi borgarstjórnar og fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík um markmið í húsnæðismál-
um, samþykkt í borgarráði 8. júlí
1980:
1. Byggingu nýrra íbúða í stað
heilsuspillandi. Jafnframt verði
lögð áhersla á undirbúning þess,
að borgin byggi leiguíbúðir fyrir
láglaunafólk.
2. Gert verði sérstakt átak til
að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir
aldraða, sem eldra fólk gæti keypt
fyrir fjármagn, sem fæst með sölu
á eigin íbúðum.
Viðbót við fyrri
framkvæmdir
í umræðum um þetta mál tók
fyrstur til máls Björgvin Guð-
mundsson (Afl). í upphafi máls
síns las Björgvin upp tillöguna og
sagði hann að meirihluti borgar-
stjórnar teldi rétt að fela Bygg-
ingarsjóði Reykjavíkurborgar að
útrýma heilsúspillandi húsnæði í
borginni. Einnig sagði Björgvin
það skoðun meirihlutans að rétt
væri að undirbúa byggingu íbúða
sem eldra fólk gæti keypt. Björg-
vin sagði það ekki ætlun borgar-
innar að þessar framkvæmdir
yrðu til þess að draga úr byggingu
verkamannabústaða, heldur væri
þetta hugsað sem viðbót við þær
framkvæmdir. Björgvin sagðist
telja ástæðu til að efla verka-
mannabústaðina, en einnig yrði að
byggja leiguíbúðir.
Hjálpa fólki til að
kaupa eigin íhúðir
Næstur talaði Magnús L.
Sveinsson (S). I ræðu sinni vitnaði
Magnús í lög um Verkamannabú-
staði, en þar segir m.a. að stjórn
verkamannabústaða sé skylt að
leysa húsnæðisvandamál lág-
launafólks í hlutaðeigandi sveitar-
félagi. Magnús sagði að rétt væri
að kanna þörfina fyrir byggingu
íbúða á félagslegum grundvelli. Þá
flutti hann breytingatillögu fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins við 1.
lið tillögu meirihlutans. Breyt-
ingartillagan er svohljóðandi:
— Samkvæmt 40. gr. laga um
Húsnæðisstofnun ríkisins, sem
tóku gildi 1. júlí 1980, er stjórn
verkamannabústaða skylt að hafa
frumkvæði að því að leysa hús-
næðisþörf láglaunafólks í hlutað-
eigandi sveitarfélagi.
I því skyni að kanna þörf fyrir
nýjar íbúðir láglaunafólks í sveit-
arfélaginu er stjórninni skylt að
láta fara fram skipulega könnun á
íbúðaþörfinni.
í 41. gr. sömu laga segir einnig,
að enn fremur skuli stjórn verka-
mannabústaða gera tillögu til
sveitarstjórnar um æskilega
skiptingu íbúða milli söluíbúða
(verkamannabústaða, innsk.) og
leiguíbúða, sem sveitarfélagið
byggir til eignar og útleigu.
Með vísan til ákvæða nefndra
laga og að könnun á íbúðarþörf
láglaunafólks stendur nú yfir í
Reykjavík á vegum stjórnar
verkamannabústaða, samþykkir
borgarstjórn að vísa 1. lið fundar-
gerðar borgarráðs frá 25. nóv. sl.
til stjórnar verkamannabústaða.
í ræðu sinni sagði Magnús L.
Sveinsson að efla ætti bygginga-
sjóð verkamanna. Magnús sagði
að ekki væri hægt að fullnægja
þörfinni með að byggja söluíbúðir,
því ekki hefðu allir efni á því að
kaupa. „En borgin á 700 leiguíbúð-
ir,“ sagði Magnús og benti hann á
að mikil ásókn væri úr þessum
íbúðum í verkamannabústaðina.
Einnig benti hann á að leiguíbúð-
irnar framkölluðu oft gífurleg
félagsleg vandamál og sagði að
hin ótrúlegustu vandamál kæmu
þar upp. Taldi Magnús að höfuð-
áherslu ætti að leggja á að hjálpa
þessu fólki til að kaupa sér sínar
eigin íbúðir.
Samtök fólks
vilja byggja
Næstur talaði Albert Guð-
mundsson (S). Hann sagði að í 2.
lið tillögunnar væri verið að tala
um vandamál aldraða. Albert
sagðist vita um 3 eða 4 samtök
fólks sem hefðu áhuga á að byggja
íbúðir með þessum hætti og sem
það gæti síðan flutt í þegar árin
færðust yfir. Þá lagði Albert fram
tillögu um viðbót við tillögu meiri-
Björgvin Guðmundsson
Albert Guðmundsson
Markús örn Antonsson
Magnús L. Sveinsson
Guðmundur Þ. Jónsson
Kristján Benediktsson
hlutans. Samkvæmt tillögu Al-
berts sem átti við lið 1, áttu að
bætast eftirfrandi orð við fyrstu
setninguna í liðnum. „... og
endurbóta heilsuspillandi hús-
næðis."
Er Albert hafði lokið máli sínu,
tók til máls Guðmundur Þ. Jóns-
son (Abl). Hann sagði að reglu-
gerð fyrir Byggingarsjóð Reykja-
víkurbórgar gerði ráð fyrir lánum
til endurbóta á eldra húsnæði.
Guðmundur sagði að margir væru
á biðlista vegna skorts á leigu-
íbúðum í eigu borgarinnar. Það
sýndi þörfina fyrir slíkar íbúðir.
Hvað tillögu sjálfstæðismanna
varðaði, sagði Guðmundur, að
hann gæti ekki fallist á hana, því
hann vildi ekki slá málinu á frest.
Næstur talaði Björgvin Guð-
mundsson (Afl). Hann sagði að
búið ætti að vera að gera átak í
þessum málum fyrir löngu. Kvaðst
hann ekki styðja neinar tillögur
sem fresta myndu þessu máli.
Kvað hann fráleitt að koma fram
með tillögu til að fresta þessu
máli. „Það þarf að hefjast handa
strax um byggingu þessara íbúða,"
sagði Björgvin.
Árlegur jólaboðskap-
ur á ferðinni?
Næstur kom í ræðustól Markús
Örn Antonsson (S). Hann sagði
fróðlegt og sérkennilegt að hlusta
á málflutning Björgvins Guð-
mundssonar. Af hans máli mætti
ráða að stjórn verkamannabú-
staða væri af hinu illa. Kvaðst
Markús ekki vita hvort þetta væri
dæmi um sambúðina innan þess-
arar hreyfingar. Síðan vék Mark-
ús orðurri sínum að tillögu meiri-
hlutans og spurði hvort þarna
væri árlegur jólaboðskapur á ferð-
inni. Hann sagði Björgvin hafa
haft langan til að efla húsbygg-
ingar í borginni, til að efla öll þau
loforð sem hann gaf fyrir síðustu
kosningar.
Hvað síðari tillöguna varðaði
kvaðst Markús ekki geta fallist á
að borgin ætti að gegna veiga-
miklu hlutverki í því að stuðla að
eldra fólk flyttist í annað húsnæði
en það byggi í. „Þarfir þessa fólks
verða ekki uppfylltar nema nægi-
legt framboð af lóðum sé í borg-
inni,“ sagði Markús. Kvaðst Mark-
ús telja að háskalega lítið lóða-
framboð yrði í borginni þegar
þeirri lóðaúthlutun sleppti sem
von væri á nú um áramótin.
Hjálparsveit skata:
Flugeldasýning
— flugeldasala
IIIN ARLEGA flugeldasýn-
ing Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík verður laugardag-
inn 27. desember nk. og hefst
kl. 18:30 við íþróttaleikvang-
inn í Laugardal. í sýninguna
verða notaðar sérstakar sýn-
ingarvörur, sem hjálparsveit-
in hefur fengið sérstaklega í
þessu skyni frá Englandi,
Kína og Þýskalandi. Ef veður
verður sæmilega hagstætt þá
sést sýningin vel úr öllum
Laugardalnum og svæðum i
kring, s.s. Suðurlandshraut,
Laugarási og Reykjavegi.
Þessi sýning er í og með
haldin til að minna á flugelda-
sölu hjálparsveitar skáta í
Reykjavík. Sveitin varð fyrst
allra félaga til að nýta flug-
eldasölu sem fjáröflun. Salan
er eina fjáröflun sveitarinnar
og stendur því algerlega undir
rekstri hennar. Hjálparsveit
skáta í Reykjavík á því tilveru
sína og getu algerlega undir
því hvernig þessi flugeldasala
gengur hverju sinni. Helztu
útsölustaðir Hjálparsveitar
skáta eru: Skátabúðin Snorra-
braut, Volvósalurinn Suður-
landsbraut, Alaska Breiðholti,
Fordhúsið Skeifunni, Segla-
gerðin Ægir Eyrargötu 2 og
Bankastræti 9.
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga:
Tryggvi Pálsson
kjörinn formaður
AÐALFUNDUR FV&H var hald-
inn 26. nóv. sl. Fráfarandi for-
maður, Brynjólfur Bjarnason
flutti skýrslu stjórnar. Fram
kom, að almennir félagsfundir
höfðu verið haldnir um ýmis mál.
Tveggja daga ráðstefna um verð-
bólgu var haldin í Munaðarnesi
með þátttöku innlendra og er-
lendra fyrirlesara. Þá kom fram,
að nú hHlti undir lausn húsnæð-
ismála félagsins, en það á hluta í
sameign þeirri, sem BHM og
nokkur aðildarfélög þess hafa
fest kaup á að Lágmúla 7. Fimm
fréttabréf voru gefin út á árinu
og félagsskrá var endurbætt til
muna. Launakönnun var fram-
kvæmd og niðurstöður sendar
félagsmönnum. Hafnar eru við-
ræður um útgáfu viðskipta- og
hagfræðingatals.
Unnið var að löggildingu
starfsheitanna viðskiptafræðing-
ur og hagfræðingur, mennta-
málaráðherra hefur lagt laga-
frumvarp þess efnis fyrir Alþingi
og standa vonir til að það verði
samþykkt áður en langt um líður.
Næsta sumar verður haldið nor-
rænt hagfræðingamót í Finn-
landi með yfirskriftinni „Lang-
sam tilvækst, strukturproblem og
ökonomisk politik". Fyrir hönd
FV&H mun Jónas Haralz hafa
framsögn um erindið „Verðbólg-
an og áhrif hennar á hagvöxt" og
Þráinn Eggertsson mun hafa
umsögn um erindið „Hlutur hins
opinbera í þjóðarbúskapnum".
Þrír fráfarandi stjórnarmenn
gáfu ekki kost á sér til endur-
kjörs, þeir Brynjólfur Bjarnason,
ólafur Karlsson og Geir Haarde.
Voru þeim þökkuð góð störf í
þágu félagsins.
Stjórn félagsins næsta ár
skipa: Tryggvi Pálsson formaður,
Björn Björnsson varaformaður,
Páll Bragi Kristjónsson ritari,
Kristín Flygenring gjaldkeri,
Pétur Eiríksson formaður
fræðslunefndar, Gunnlaugur Sig-
mundsson formaður kjaranefnd-
ar og Þórður Friðjónsson með-
stjórnandi.
Tilgangur Félags viðskipta-
fræðinga er m.a. að vinna að
bættum kjörum íslenzkra við-
skiptafræðinga og hagfræöinga
og auka þekkingu félagsmanna á
fræðigreinum sínum.