Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 „Ég held, að það sé auðveldara aö vera listamaður á Islandi heldur en hér. Hér er allt svo stórt og ópersónulegt." _____________________________ íslenzk listakona í Hún fór 18 ára frá íslandi til Bretlands til að stunda málaralist. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og hún upplifað ýmislegt. Hún hefur löngu lokið námi, en þó er lítið heimfararsnið á henni. Nú málar hún, teiknar og límir litskrúðugar myndir í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, og líkar lífið vel. Svala Þórisdóttir, sem er bæði fædd og uppalin í Reykjavík, bjó áður með manni sínum í stóru húsi í Þvottaborg, eins og hún kallar Washington, ásamt páfagauknum Bertrand Russel og nokkrum leigjendum. Nú býr hún ein í bjartri, rúmgóðri íbúð með pappírspáfagauk og tígrisdýr hangandi í loftinu. Nokkrar mynda hennar standa meðfram veggjum, öðrum er komið fyrir í kistum og handröðum, en flestar hanga á veggjum eigenda sinna í Evrópu og Bandaríkj- unum. „Og svo auðvitað á Kúbu,“ segir Svala hlæjandi, „en það má víst ekki skrifa í Moggann.“ Svala bauð til sýningar á heimili kunningja sinna í Wash- ington, ekki langt frá sendiráð- um íslands og Kína, einn dag í desember. Aðsókn var góð, og Svala hafði fulla ástæðu til að ljóma eins og sól í heiði. Hún sýndi 47 myndir af 4 mismunandi gerðum. Það vakti athygli gesta, að Svala einskorð- ar sig hvorki við eina tegund mótífa né efna. Hún notar jöfn- um höndum túss, vatns- og blýantsliti auk þess sem hún klippir og límir. Mótífin eru oft draumkenndar verur í sterkum eða lævi blöndnum litum, og heiti mynda, eins og Fly me!, The Frisky Filly, The Satyr’s Oracle og The Jinx, the Sphinx and the Minx, draga ekki úr gildi þeirra. Svala hefur áður haldið tvær einkasýningar í Washington og tekið þátt í hópsýningum. Hún ákvað að forðast sýningarsali að þessu sinni, því „galleríin eru alveg ferleg," eins og hún segir. „Þau taka 40—60% af söluverði myndanna upp í leigu, en ofan á það þurfa þeir, sem sýna, að borga fyrir veitingar og boðs- kort.“ „Það er ekki hér eins og heima," segir Svala, „þar sem „business-karlar" hjáipa lista- mönnum. Eg hélt sýningu með aðstoð Ragnars í Smára í Unu- húsi 1968, og seinna hafði ég ’innustofu og sýningu í Klúbbn- am hjá Björgvini Friðriksen og borgaði honum fyrir með einni mynd. Ég held, að það sé miklu auðveldara að vera listamaður á Islandi heldur en hér,“ segir hún hugsandi. „Hér er allt svo stórt og ópersónulegt. Það getur varla nokkur lifað af því einu að mála. Flestir kenna eða gera eitthvað annað með. Ég gæti lifað af þessu, ef ég gerði fleiri andlits- myndir eða færi út í að mynd- skreyta bækur — sem ég hef reyndar áhuga á að gera.“ Myndir Svölu ættu vel heima við hlið ljóða og sagna af fjar- rænum verum og stöðum. Hún trúir á álfa og tröll, en segir, að þau búi í náttúrunni á Islandi, en ekki innan um útlenzka karla og kerlingar í Ameríku. Svala hefur ekki búið á íslandi í 17 ár, en íslendingurinn er þó enn sterkur í henni, stundum svo, að manni þykir nóg um. Hún spilar helzt ekki aðra íslenzka tónlist en rímur Kvæðamannafélagsins og sleikir út um, þegar sviða- Kommar á Kúbu „Þegar ég fór til Kúbu. var ég eina manneskjan i hópn- um, sem gat sagt „kommún- isti“ án þess að blikna og blána. Bandarikjamönnum finnst það hið versta blóts- yrði. Ailir voru sannfærðir um. að allt. sem þeir sögðu, væri tekið upp á band. Mér var nákvæmlega sama og leið eins og vinkonu minni, sem sagði: „0, þeir hafa þá heyrt allar beztu uppskriftirnar,“ þegar hún var minnt á, að FBI og CIA hleruðu liklega öll símtöl hennar.“ Karlinn með kústinn „Pöddur eru landlægar i Kóreu. Þær eru alls staðar. í bió þurfti að skafa þær af tjaldinu á 10 mínútna fresti. Ég man, þegar ég sá Patton, þá náði hausinn á Scott yfir allt tjaldið og þessi risastóra padda skreið upp nefið á honum. Þá kom karlinn með kústinn og skóf skriðkvikind- ið í burtu.“ sultu og heitar, brenndar flat- kökur ber á góma. Svala hefur nú orðið nógu góð sambönd í Washington til að geta látið galleríin sigla sinn sjó. Henni hefur gengið vel að selja og þarf ekki að kvarta hvað það snertir. Hún seldi 18 myndir eftirmiðdaginn, sem sýningin stóð, og á von á pöntunum frá frekari kaupendum. Umboðs- kona plakatfyrirtækis í Wash- ington var mjög hrifin af tveim- ur mynda Svölu og kvað þær vel til plakatgerðar fallnar. Og einn helzti listgagnrýnandi Wash- ington Post, Paul Richards, sótti sýningu Svölu og var hinn hrifn- asti. Svölu stendur til boða að halda sýningu á Kúbu á næsta ári, en hún er ekki viss um, hvort af því verður. Hún hefur heim- sótt eyju alþýðulýðræðisins þrisvar og er hrifin af Fidel, eins og hún kallar Castro, sérstak- lega þó, ef íhaldsamar sálir heyra til. — Nýlega átti Svala viðtal við líbanskt mánaðarrit. Viðmælandi hennar var svo upp- veðraður af myndum hennar, að helzt virtist hann vilja leggja skriftir á hilluna og gerast umboðssali hennar í olíuríkjun- um við Persaflóa. En lífið er ekki eintómur dans á rósum, og Svala selur ekki 18 myndir daglega. Hún hefur tekið að sér að mála nokkrar and- litsmyndir og hefur mynd af George McGovern í smíðum. Hvað verður um myndina nú, þegar hann hefur tapað sæti sínu í öldungadeild þingsins, veit Svala ekki. Á íslandi hanga andlitsmynd- ir eftir hana af Geir Hallgríms- syni og Bjarna Benediktssyni, sem hún gerði fyrir Reykjavík- urborg, og Jóni Áxel Péturssyni bankastjóra og Bjarna Bjarna- syni skólastjóra á Laugarvatni. Sumar myndanna hefur Svala gert eftir Ijósmyndum, en hún segir, að það hafi veruleg áhrif á myndirnar, hvort setið er fyrir eða ekki. „Þegar setið er fyrir, leitar maður að andliti, sem bezt sýnir manneskjuna. Enginn er alltaf eins á svipinn. Stundum ertu heimskuleg," segir Svala og lítur upp úr 5000 stykkja pússiuspili með mynd eftir Bruegel, „og eins getur fólk verið gáfulegt," bætir hún við hlæjandi og heldur áfram að pússla. „Á ljósmynd er svipurinn allt- af sá sami, og því er mikilvægt að hafa sem flestar ólíkar mynd- ir fyrir framan sig. Mér finnst mjög erfitt að mála andlits- myndir. Ég get ekkert meira gert þann daginn, eftir að ég hef unnið að einni slíkri í nokkurn tíma.“ I eitt af fyrstu skiptunum, sem Bjarni heitinn Benediktsson sat fyrir hjá Svölu fannst henni verkefnið, sem hún var að takast á hendur, svo yfirþyrmandi, að það steinleið yfir hana. Bjarni stumraði yfir henni og sagði, þegar hún rankaði við sér, að þetta sýndi bara, að hún skæri sig í ættina. Þau voru skyld í þriðja og fjórða lið. Svala stundaði nám í Hand- íða- og myndlistaskólanum í Reykjavík skamma hríð, áður en hún fór út til Englands. Hún lauk lokaprófi frá Oxford Uni- versity, Ruskin School of Art, 1968. „Skólinn var mjög fræði- legur,“ sagði Svala. „Við lærðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.