Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 Blaðamennskan verður sífellt hættulegra starf — segir í skýrslu Alþjóðasamtaka ritstjóra London, 19. drs. AP. BLAÐAMENNSKA verður sífellt hættulegra starf. í færri en 20 löndum heimsins hafa blaðamenn algjört frjálsræði til að skrifa, að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðasamtaka ritstjóra. Samtök þessi gefa árlega út skýrslu um frjálsa blaðamennsku í heiminum. í skýrslunni í ár segir að aldrei hafi fleiri blaðamenn verið myrtir, fangelsaðir eða pyntaðir. „Jafnvel í hinum svokölluðu lýðræðis- ríkjum hafa stjórnvöld sí- fellt meiri afskipti af störf- um blaðamanna," segir þar ennfremur. í Kóreu, Spáni, Tyrk- landi og Suður-Afríku hafa miklar hömlur verið lagðar á störf blaðamanna að und- anförnu. Ástandið mun þó vera einna verst í Sovét- ríkjunum og öðrum Aust- antjaldsríkjum, Mið- Austurlöndum og mörgum löndum Asíu og Mið- Ameríku. Þar fyrirfinnst ekki frjáls blaðamennska. Þó hefur ástandið batnað í Póllandi eftir óeirðirnar á vinnumarkaðnum og er rit- skoðun ekki eins ströng og fyrr. Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. íWfflilHM IHU' 'tíuiu u.iiii rrniri iiiTími t Kramar- hús með rjóma 2 stór egg, 125 gr. sykur, 125 gr. hveiti, 100 gr. hálfbráðið smjorlíki. Eggin eru hrærð vel með sykrinum og út í er bætt hálf- bráðnu smjörlíkinu og hveitinu. Deigið smurt þunnt á plötu í þríhyrndar kökur, sem bakaðar eru í 4—5 mín. Vafðar upp í kramarhús á meðan þær eru volgar. Reiknað er með 30 stk. úr þessum skammti. Kramarhúsin geymast mjög vel í lokuðu íláti. I þau er settur þeyttur rjómi og jarðarberja- sulta þegar þau eru borin fram. Kramarhúsin er gott að setja í skál með strausykri í þegar þau eru borin á borð. Ferskjur í eftirrétt Heitar ferskjur 1 stór dós niðursoðnar ferskjur, dál. af möndlum, afhýddar og skornar í ræmur. Sósa úr: 2 matsk. smjörl. 2 matsk. sírópi 1 ‘/í dl. sykri, 3 dl. rjóma. Ferskjurnar hitaðar varlega ann- aðhvort i potti eða ofnfastri skál, sem bera á fram í, ofurlítið af safanum úr dósinni hitað með. Smjörlíki, síróp, sykur og rjómi sett í pott og hitað, látið smásjóða þar til sósan er hæfilega þykk, hrært í á meðan. Sósunni hellt heitri yfir ferskjurnar, möndlunum stráð yfir. ís eða þeyttur rjómi borinn með. Ferskjur i koníaki. 1 dós. niðursoðnar ferskjur, koníak, flórsykur. Ferskjurnar hitaðar í dál. af sykurleginum og koníaki bætt í eftir smekk, síðast stungið í ferskj- urnar með gafli eða prjóni, svo bragðið af vökvanum sígi vel inn. Flórsykri stráð yfir. Drottning- .... arterta 2 dl. sykur, 100 gr. hnetukjarnar, IV* matsk. kartöflumjöl, 2 tsk. lyftiduft. Egg og sykur þeytt vel saman, malaðir hnetukjarnarnir ásamt þurrefnunum sett varlega saman við. Deigið sett á smjörpapp- ír á plötu og bakað við meðalhita í 5—7 mín. Kökunni hvolft á stykki, eða pappír, sem sykri hefur verið stráð á. Kökuna má annaðhvort rúlla saman, eða skipta til helminga, og á milli er settur þeyttur rjómi með örþunnum bananasneiðum í og rifnu súkkulaði yfir. Skreytt með því sama. Vel þegnar jólagjafir Það er ekki öllum jafn auðvelt að baka köku, sumir hafa jafnvel ekki aðstæður til þess. Gæti ekki komið sér vel, fyrir þá sem þannig eru settir, að fá góða formköku, eöa annan bakstur, sem örlítinn jólaglaðning. Það er hægt að setja t.d. brytjaðar gráfíkjur eða döðlur, súkkulaði- bita eða eitthvað annað í stað þess að hafa jólakökuna aðeins með rúsínum. Einnig mætti skreyta slíka köku með flórsykri, hnetum eða ávöxtum til að gera hana dálítið hátíðlegri. Slíkri köku má síðan pakka fallega inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.