Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 Halldór Ásgrimsson: Með öllu óeðlilegt að taka ný verk inn í lánsf járlög Allmiklar umræður spunnust á Alþingi í síðustu viku, er til umræðu var frumvarp ríkisstjórnarinnar um lántöku 1980 og 1981 og ábyrgðarheimildir. Formaður fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar, Halldór Ásgrímsson, talaði fyrstur, og sagði hann meirihluta nefndarinnar mæla með samþykkt þess. En í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekið verði lán að upphæð 4 milljarðar og 750 milljónir vegna framkvæmda á árinu 1980, og 25 milljarða lántökuheimild fyrir árið 1981. Halldór sagðist ekki vera þeirrar skoðunar, að erlend lántaka yrði ekki fest niður í eitt skipti fyrir öll með ákveðn- um hætti, en þó vildi hann lesa upp úr nefndaráliti er hann, Ingólfur Guðnason og Guð- mundur J. Guðmundsson hefðu skrifað við afgreiðslu lánsfjár- laga 1980. Þar segði svo: „I lánsfjáráætluninni er gert ráð fyrir aukinni verðbréfasölu til lífeyrissjóða og sölu á verð- tryggðum skuldabréfum til inn- lánsstofnana. Auk þess er gert ráð fyrir verulegri sölu á ríkis- skuldabréfum. Undirritaðir nm. telja, að halda verði erlendum lántökum innan þeirra marka, er fram kemur í frv. og ekki megi stofna til frekari erlendra lána.“ Síðan sagði Halldór: A þessum forsendum var þetta frv. samþykkt og ég vil nú leyfa. mér að fara eftir þeim forsendum, sem frumvörp í Al- þingi eru samþykkt eftir. Við teljum hins vegar, að ekki verði til baka snúið með þá erlendu lántöku, sem hún hefur hér stofnað til. En ég vil leyfa mér að halda því fram að það sé með öllu óeðlilegt að taka inn ný verk inn á lánsfjárlög, þegar Alþingi hefur samþykkt löggjöf með þessum hætti og þessari röksemdafærslu. Ég get nefnt nokkur dæmi þessu til stuðn- ings, sem fram kemur í þessu frv. sem hér er og vil ég vænta þess, að ríkisstjórnir virði betur þær forsendur, sem liggi fyrir samþykkt lánsfjárlaga. Þetta á ekki við þetta eina skipti sem hér er, heldur hefur þetta verið með þessum hætti alla tíð. Ég geri mér ljóst, að það er erfitt að halda sig innan þessara marka, en það er afskaplega nauðsynlegt efnahagslega, að það sé gert og hæstv. ríkisstjórn getur þá bent á Alþ. og haldið því fram, að Alþ. veiti henni ekki heimildir til að ráðast í frekari erlend lán. Hér má nefna hluti eins og t.d. þyrlu- kaup og ýmislegt annað, sem kemur fram í þessu frv. Sighvatur Björgvinsson (A) gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að afgreiða ekki lánsfjáráætlun fyrir áramót, og sagði að með þessu frumvarpi væri verið að breyta áður gerðum ríkisreikn- ingi, og þannig í rauninni verið að breyta niðurstöðum hans. Gagnrýndi hann ríkisstjórn- ina harðlega fyrir hvernig að þessum málum væri staðið, og sagði það bera vitni slælegri stjórn peningamála og ósam- komulagi milli stjórnarflokk- anna. Kagnar Arnalds (Abl) fjár- málaráðherra, sagði málflutn- ing Sighvats bera vitni mál- efnafátækt og hefði innantóm gagnrýni einkennt ræðu hans. Sagði ráðherrann að vitað mál væri að ríkisreikningur liti aldrei út eins og fjárlög eða lánsfjáráætlun í upphafi, og þannig hafi það ekki einu sinni verið í tíð Sighvats sem fjár- málaráðherra. Ragnar sagðist vilja taka skýrt fram að hann hefði ekkert við breytingar á 4. grein að athuga, en um leið sagðist ráðherra vilja enn vekja athygli á því, að hann væri alltaf jafn undrandi á þeirri gagnrýni sem fram kæmi á að lánsfjáráætlun væri ekki afgreidd fyrir áramót. Staðreynd væri að slíkt hefði aðeins þrisvar gerst á síðasta áratug, og væri því ekkert nýmæli nu. Matthías Bjarnason (S) sagði það vekja athygli, að meirihluti nefndarmanna fjárhags- og viðskiptanefndar skrifaði undir álitið með fyrirvara, og hefði formaðurinn sérstaklega komið fram með gagnrýni. Varðandi ummæli ráðherra um afgreiðslu lánsfjárlaga, sagði þingmaðurinn, að rétt væri að minna á að afgreiðsla fyrir áramót hefði ekki verið lagaleg skylda fyrr en með Ólafslögum. En þá brygði hins vegar svo einkennilega við, að eftir að lögin hefðu verið sett, var hætt að afgreiða áætlunina fyrir nýár! Það væri þó ef til vill von að ekki gengi vel, hvorki ráðherra né ríkisstjórn vissu hvert stefna skyldi, og héngju algerlega í lausu lofti. Matthías sagði best að afnema Ólafslög- in, sem væru vita gagnslaus, og heldur til ills ef eitthvað væri. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði auðvitað, að erfitt væri fyrir fjármálaráðherra að sitja ríkisstjórnarfund eftir ríkis- stjórnarfund, án þess að sam- komulag næðist um svo veiga- mikinn þátt starfs hans sem lánsfjáráætlun. Það væri ef til vill skýringin á því að Ragnar Arnalds hefði tæplega verið með sjálfum sér undanfarnar vikur. Sighvatur vék í ræðu sinni einnig að Friðjóni Þórðarsyni dómsmálaráðherra, og gagn- rýndi hann fyrir að hafa komið þyrlukaupum til Landhelgis- gæslunnar fyrir utan fjárlaga- og lánsfjáráætlun og þar með án vitundar Alþingis. Þingmaðurinn sagði undir lok ræðu sinnar, að helsti galli Ólafslaga væri sá, að mikilvæg- ustu ákvæði þeirra væru ekki haldin af stjórnvöldum á hverj- um tíma. Árni Gunnarsson (A) spurði fjármálaráðherra, hvort ekki væri rétt að lántökuheimildin hljóðaði upp á 26 milljarða kr. í stað 25, þar sem lánið er taka ætti væri að upphæð 20 milljón- ir punda, sem samsvöruðu 26 milljörðum króna. Þá sagði Árni, að fyrst rætt væri um lántökur erlendis, þá væri það athyglisvert, að nú stæðu ísl. svo mörg lán til boða, að þeir hefðu varla við að hafna þeim. í erlendum yfirlitum um lánstraust kæmi einnig fram, að ísl. væri í 10. sæti, ásamt hinum Norðurlandaþjóðunum. Árni sagðist að lokum vera Halldór Ásgrímsson hlynntur umræddri lántöku, enda væri hér um að ræða eitt hagkvæmasta lán er á markaði væri, til dæmis með föstum vöxtum. Birgii* ísl. Gunnarsson (S) kvðast vilja hvetja Ragnar Arnalds fjármálaráðherra til að lesa yfir ræðu Halldórs Ásgrímssonar, þar sem hann hefði ekki hlýtt á hana flutta. Sagði Birgir, að þegar jafn orðvar maður og Halldór flytti slíka ræðu, væri eitthvað að, og ríkisstjórnin ætti að athuga sinn gang. Matthías Á. Mathiesen (S) sagði að allir þingmenn fjár- hags- og viðskiptanefndar hefðu haft uppi gagnrýni á frumvarp- ið og það sem að baki því lægi. Jafnframt yrði ekki komist hjá að gagnrýna þau vinnubrögð er viðhöfð væru við framsetningu þess, svo og almennt að þessum málum, afgreiðslu lánsfjáráætl- unar. Minnti þingmaðurinn á að í fyrra hefði verið farið 20% fram úr lánsfjáráætlun. En um leið og farið væri fram úr slíkum áætlunum væri lagður grunnur að enn frekari verð- bólgu. Ragnar Arnalds (Abl) sagði, í tilefni fyrirspurnar Árna Gunnarssonar, að ekki væri enn endanlega ákveðið hvort lánið yrði tekið, þótt búist væri við því. Upphæðin sagði hann að yrði væntanlega milli 12 og 20 milljónir punda, en líklega þó ekki hærra en 18 milljónir, þannig að 25 milljarðar króna væru meira en nóg. Fjármálaráðherra sagðist ekki hirða um að svara öðru því er fram hefði komið í máli Ifalldór Blöndal stjórnarandstæðinga, en þó gæti hann ekki stillt sig um að vekja athygli á því að það væri ekki í fyrsta skipti að verð- lagsspár fram í tímann reynd- ust ekki réttar, núverandi ríkis- stjórn væri ekkert einsdæmi að þessu leyti. En hins vegar væri jafnvel svo að skilja á mörgum þingmönnum, að þeir vildu alls ekki að verðbólgan færi niður fyrir 42%, að því mætti ekki stefna. Varðmaður við SÞ-húsið sem var með bólgna vör eftir högg sagði að um áttatíu starfsmenn í húsinu hefðu verið lamdir. Hann sagði að nokkrar konur hefðu reynt að forða sér með því að stökkva út af svölum. Nokkrir munu hafa fengið snert af reyk- eitrun, en enginn var þó talinn í hættu. Þá var bílum velt við húsið Halldór Blöndal (S) sagði það ekki óeðlilegt að þingmenn efuðust um að verðbólgan færi niður, eins og reynslan af nú- verandi ríkisstjórn væri. En það væri á hinn bóginn fróðlegt að fá að heyra hvað stjórnin ætlaði að gera til að ná verðbólgunni niður fyrir 42% markið. Spár segðu hana verða milli 70 og 80%, hvernig ætlar ríkisstjórn- in að koma í veg fyrir það, spurði Halldór. Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra sagði fyrirspurnir Halldórs fremur eiga heima við þriðju umræðu fjárlaga, og því hygðist hann bíða með að svara þeim þangað til. Halldór Blöndal ítrekaði þá fyrirspurnir sínar til ráðherra, og kvaðst vænta þess að hann fengi nú þegar skýr svör við þeim, enda væri málið mikil- vægt. En ráðherra hefði verið með glósur á stjórnarandstöð- una fyrir að efast um að áætlanir um verðbólguþróun stæðust, og því væri eðlilegt að svör kæmu frá fjármálaráð- herra. Ragnar Arnalds sagði sjálf- sagt að bjargá sálarfriði þing- mannsins, þar eð hann gæti ekki beðið svars þar til við fjárlagaumræðuna. Spá um 42% verðbólgu sagði hann byggða á spá er fyrir hafi legið er fjárlagafrumvarpið var lagt fram, þar sem gert var ráð fyrir að verðbólga frá miðju ári 1980 til miðs árs 1981, yrði 42%, miðað við að vegin hækkun verðlags yrði 15%. Ráðherra sagði að enn stæðu vonir til að þessi spá gæti ræst, en þó yrði að hafa það í huga, að spár af þessu tagi gætu breyst, eins og svo oft hefði komið í ljós varðandi ýmsa þætti efna- hagsmála þjóðarinnar. Halldór Blöndal sagði, er hann tók á ný til máls, að rétt væri í sambandi við svar ráð- herra, að vekja athygli á upp- lýsingum í nýjum Fjármálatíð- indum, en þar væri ekki annað að sjá en að verðbólgan stefndi í 70% á næsta ári. Þessar tölur töluðu sínu máli, nema þá að Seðlabankinn hefði ekki réttar upplýsingar, sem væri ósenni- legt. og kveikt í sumum þeirra. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði síðar eftir að kyrrð var komin á að fólkið væri reitt vegna árása ísraela á ýmis þorp í Suður Líbanon og líbanskra hægrimanna undir stjórn Haddads majórs, sem hinir fyrrnefndu hafa mjög stutt svo sem alkunna er. Aðsúgur að bygg- ingu SÞ í Beirut Heirut 23. des. — AP. UM ÞRJÚ hundruö Líbanir réðust inn í byggingu Samein- uðu þjóðanna í Beirut í morgun, brutu húsgögn og mölvuðu rúður og lögðu eld í neðstu hæðina til að láta í ljós gremju yfir því að friðarsveitum Sameinuðu þjóðanna hefur ekki tekizt að vernda íbúa gegn árásum ísraela, að því er sjónarvottur skýrði frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.