Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 15 . SJÓNVARP & ÚTVARP . AÐFANGADAGUR JOLA Litli barnatíminn kl. 9.05: Jólasveinarnir voru synir Grýlu og Leppalúða Heiðdís Norðíjörð stjórnar Litla barnatimanum á Akureyri. Hann er á dagskrá hljóðvarpsins kl. 9.05 í dag. Á dagskrá hljóðvarps kl. 9.05 er Litli barnatíminn í umsjá Heiðdís- ar Norðfjörð. Þátturinn er frá Akureyri. Gísli Jónsson mennta- skólakennari segir frá æskujólum sínum. Rósa Rut (8 ára) og pabbi hennar, Þórir Haraldsson, koma í heimsókn og börn úr Barnaskóla Akureyrar syngja jólalög. — Rósa Rut og Þórir halda áfram að tala um jólasveinana, sagði Heiðdís, — sem voru synir Grýlu og Leppalúða. Lítil stúlka les jólakvæði eftir Margréti Jóns- dóttur, Sigga raular við brúðuna sína. Gísli Jónsson lýkur við að segja frá æskujólum sínum í Svarfaðardal. Hann segir frá því að ekki hafi nú allir fengið frí á aðfangadagskvöld, það hafi þurft að sinna skepnunum. Hann segir frá jólamatnum og gjöfunum, sem þau fengu. Svo segir hann frá því þegar þau fara í kirkju á jóladag og er boðið í veislu á Völlum í Svarfaðardal hjá prestinum á eft- ir, og alls konar leikjum sem þau fóru í þá. Hljóðvarp kl. 20.00: Kirkjustaðir við Inndjúp Ljósm. SÍKurður InKólfsson. Finnbogi Hermannsson kennari (t.v.) og séra Baldur Vil helmsson í kirkjudyrum á Ogri. Ögurkirkja er ein af fáum bænda kirkjum á landinu. í kvöld kl.20.00. er dagskrár- liðurinn Kirkjustaðir við Inn- djúp. Finnbogi Ilermannsson ræðir við séra Baldur Vilhelms- son, sem segir sögu kirknanna í Unaðsdal. Nauteyri. Melgras- eyri. Vatnsfirði og Ögri. —. Séra Baldur er afskaplega líflegur og röggsamur maður og skemmtilegur í viðræðu, sagði Finnbogi Hermannsson, — hann leyfir sér að fara svolítið út fyrir efnið eins og hans er von og vísa. Við fórum í allar þessar kirkjur og tókum lýsingar upp á hverjum stað. Baldur hringir öllum kirkju- klukkum fyrir okkur og það má reyndar segja að þátturinn sé frekar byggður upp á stemmn- ingu en sagnfræði. Við vorum að paufast þarna í kolniðamyrkri úti á ströndinni. Daginn eftir byrjuð- um við á því að fara í Vatnsfjarð- arkirkju og af því tilefni les Kristján Eldjárn úr ritg^rð sinni um líkneski eitt sem þar var, Maríu Rusticu Islandica (íslensku sveitakonu Maríu) en líkneskið er núna í Þjóðminjasafninu. Lesari með mér í þessum þætti er Páll Skúli Þorsteinsson. Ó. Jesúharn blítt nefn- ist dagskrárliður í sjón- varpi kl. 23.00. Jólalög frá fimmtándu og sextándu öld. Ágústa Ágústsdóttir (fyrir miðju á myndinni syngur). Camilla Söderberg leikur á blokkflautu og Snorri Örn Snorrason á lútu. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. MEÐAN VIÐ BÍÐUM „Meðan við bíðum“ nefnist dagskrárliður sem Gunnvör Braga sér um í hljóðvarpi kl. 16.20. í heimsókn til hennar og nokkurra barna sem bíða jólanna með henni koma Ármann Kr. Einarsson, sem lýkur lestri sögu sinnar „Ilimnaríki fauk ekki um koll“, og Guðrún Þór, sem segir frá bernskujólum sínum á Akureyri. Einnig verða leikin jólalög. JÓLADAGUR Sjónvarp kl. 20.35: Paradísar- heimt Á dagskrá sjónvarps kl. 20.35 er 1. þáttur Paradís- arheimtar, sjónvarpsmynd í þremur þáttum, sem gerð er eftir samnefndri sögu Halldórs Laxness. Handrit og leikstjórn Rolf Hád- rich. í aðalhlutverkum eru Jön Laxdal sem leikur Steinar bónda, Fríða Gylfadóttir sem leikur Steinu dóttur hans, Róbert Arnfinnsson sem leikur biskup, Arnhildur Jóns- dóttir sem leikur konu Steinars og Þórður B. Sig- urðsson sem leikur Björn á Leirum. Myndin er gerð af Norddeutscher Rundfunk í samvinnu við íslenska sjónvarpið, norrænu sjón- varpsstöðvarnar og svissn- eskt sjónvarp. Annar hluti verður sýndur sunnudag- inn 28. desember kl. 20.50 og þriðji hluti á nýársdag kl. 20.25. Steinar bóndi (Jón Laxdal) og konungur (Dietmar Schönherr)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.