Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 13 Washington t.d. líffærafræði út í yztu æsar, og fannst mér oft nóg um. En það hefur komið mér mjög vel síðar. Ég get málað mannslík- amann næstum blindandi og veit, hvað hann er fær um, án þess að þurfa á fyrirsætu að halda." Mannslíkaminn er þungamiðj- an í mörgum verka Svölu. Hún segir, að hluti af listamanninum sjálfum komi fram í öllum hans verkum. Langar, grannar og fjaðurmagnaðar verur Svölu eiga augsýnilega meira en sköp- unina eina að rekja til hennar — löngunin öll ber keim af henni sjálfri. Hún þykir glæsileg kona og vekur athygli sem slík. En Ástr- ali nokkur gleymir aldrei partýi í Oxford, þar sem hann talaði langa lengi við huggulegustu stelpu um stærðina á hinum gestunum, sem voru flestir körfuboltakappar frá Bandaríkj- unum. Honum brá heldur í brún, þegar daman stóð upp og reynd- ist sízt lægri en fyrirliði liðsins! Líklegt er, að kunningi Svölu, sem hún átti eftir að fara með og giftast í Kóreu, hafi verið í sama selskapi. Dvölin í Kóreu hafði áhrif, sem enn gætir nokkuð í verkum hennar, á listaþróun Svölu. Þeg- ar heim kom, hélt hún sýningu í Norræna húsinu. Bragi Ás- geirsson skrifaði um þá sýningu í Morgunblaðið: „Þetta voru vel unnar myndir á íslenzkan mæli- kvarða og mjög austurlenzkar í öllu svipmóti, jafnvel svo mjög, að ókunnir gátu haldið, að þar væri Kóreumaður að sýna verk sín.“ (Mbl. 18. 4. 1971) Svo innilega íslenzkt „Á sýninguna hjá mér i Unuhúsi kom karl i gúmmí- stigvélum beint af togara. Hann varð ofsa hrifinn af andlitsmynd gerðri með krit. og við sömdum um, að hann gæti fengið hana fyrir 10 kail á mánuði næstu mánuðina. Hann borgaði mér i um ár, en þá fór ég út. Ég fékk auðvitað aldrei fullt verð fyrir mynd- ina, en það skipti engu máli. Hann vildi eignast myndina, af þvi að honum fannst hún falleg, en ekki sem eitthvert „klassa-symból“. í Kóreu lærði Svala að nota hrísgrjónapappír, sem hún notar mikið enn. Hún bjó innan um Kóreubúa og kynntist lifnaðar- háttum þeirra árið, sem hún var þar. Hún eignaðist kunningja, sem hún teiknaði aftur og aftur, og gerði fjölda mannlífsmynda. Einnig borgaði hún ungum stúlkum fyrir að koma og sitja fyrir. „Það var ægilega gaman að kynnast þeim. Þær voru hórur amerísku hermannanna, en voru ekkert líkar þessum harðgerðu, sem maður sér hér. Þær gerðu þetta út úr einskærri fátækt. Ein hafði fyrir átta manna fjölskyldu að sjá, foreldr- um sínum 6g systkinum. Þetta var eina vinnan, sem var að fá — fátæktin var svo mikil." Eftir Kóreu fluttist Svala til Bandarikjanna. Hún minnir oft á, að Washington er ekki bezti staðurinn fyrir listamann að lifa og þróast á. Listamannalíf er þar takmarkað og mjög form- fast. Þótt Svölu gangi vel, líður henni oft eins og blómi sem hefur verið flutt úr móðurmold- inni og komið fyrir á nýjum stað, þar sem ræturnar verða aldrei eins djúpar. Hrifning gesta á sýningu hennar í desember bendir til, að hún þurfi ekki að kvíða framtíðinni. Með sýning- unni steig Svala skrefi framar á listabrautinni í Washington, en kannski um leið fjær Vestur- bænum og íslandi. ab Útlán Byggðasjóðs verulega skert! MBL. HEFUR borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Fram- kvæmdastofnun ríkisins: „Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins vill með tilkynningu þess- ari gera öllum vitanlegt, að útlán Byggðasjóðs munu verða verulega skert á árinu 1981, miðað við það sem verið hefir vegna minni fjár- ráðs sjóðsins. I mörg ár hafa ýmsir lánaflokk- ar verið í allföstum skorðum og lánbeiðendur því með nokkrum rétti getað talið sig vera í góðri trú um fyrirgreiðslu Byggðasjóðs. Stjórn sjóðsins mun sem fyrr meta mikilvægi hvers máls út af fýl-ir sig, og kemur þar engin sjálfvirkni til greina. Þá hefir stjórn Framkvæmdastofnunar- innar samþykkt að herða útlána- kjör og skilmála." Hæstiréttur stað- festir f arbann HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð sakadóms Reykjavikur um farhann á einn „sölumannanna" svonefndu, sem mjög voru í fréttum sl. sumar fyrir meint brot af ýmsu tagi. aðallega fjársvik og skjala- fals. Rannsóknarlögregla ríkisins gerði kröfu um farbann á alla aðila grunaða í málinu. Var sett farbann á mennina í sakadómi Reykjavíkur en umræddur maður vildi ekki una því og kærði til Hæstaréttar. Niðurstað- an varð sú í Hæstarétti að kveða þyrfti upp úrskurð um farbann og var málinu vísað til sakadóms á ný. Þar var kveðinn upp úrskurður um farbann sem maðurinn kærði. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn og var manninum meinuð brottför af landinu til 1. apríl 1981, enda „rannsóknin í máli varnaraðilja viðamikil, og þörf kann að vera frekari rannsóknar og nærveru hans,“ eins og segir í dómi Hæsta- réttar. í lok dóms Hæstaréttar segir að í greinargerð skipaðs réttargæzlu- manns þess sem kærði, sé farið óviðurkvæmilegum orðum um rann- sóknarlögreglumenn og þeir bornir órökstuddum sökum um að hafa eigi farið að lögum við kröfugerð í máli þessu. Beri að átelja hæstaréttarlög- manninn fyrir ummæli þessi og ásakanir. Þögn í nýja átt ÚT ER komin bókin „Þögnin sem stefndi í nýja átt“ eftir Ástu Ólafsdóttur. Bókin ef 64 bls. og „inniheldur myndrænan texta ásamt ljóðræn- um tilraunum með óbundið mál“, eins og segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Þetta er fyrsta bók Ástu Ólafsdóttur, en Ásta hefur stundað nám í nýlistadeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Borgarprent prentaði bókina og Nýlistasafnið gaf hana út. Fréttatilkynning EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Við óskum öllum viðskiptavinum okkar jóla Brauöbær Veitingahús SHHÁIN TpörviÐ HLEMM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.