Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 11 Hinir óárennileKU „skallar" í The Wanderers Anthony Newley þenur raddhondin í Gamla skranbúðin. Úr Landamærin. verkin eru flest í höndum nýliða. Hér er blandað saman gamni og alvöru í lífi unglinga stórborgarinn- ar. Myndin gerist á sjöunda ára- tugnum og tónlistin er vinsæl dæg- urlög frá þessum tíma, eins og „Cherry", „Walk Like a Man“, „You’ve Really Got a Hold on Me“, „The Times They are A-Changin“, „Volare“, o.fl. gömul og góð. Líkt og fyrr segir eru leikararnir flestir lítt kunnir, þó sáum við einn þeirra í Háskólabíói á dögunum, í afbragðsmyndinni Days of Heaven. Það var hin smávaxna Linda Manz. Leikstjórinn er hinn athyglisverði Philip Kaufman, sem á að baki ágætismyndir eins og The Great Northfield. Minnesota Raid og nýja útgáfu Invasion of the Body Snatchers. Góða skemmtun og gleðileg jól! Til heiðurs Önnu Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur. Utg. Sögufélag Reykjavíkur 1980. Anna Sigurðardóttir er löngu landskunn baráttukona á sviði kvennréttinda/ mannréttinda og hún hefur einnig sýnt það merkilega framtak að koma á fót svokölluðu Kvennasögusafni, gefið til þess skjöl, bækur, blöð o.fl. og unnið við það ómælda sjálfboðavinnu. Auk þess er hún þekkt fyrir skrif sín, þýðingar, útvarpserindi og er þá fátt eitt talið. Það er því vel við hæfi að vinir hennar skyldu sameinast í því að gefa út bók henni til heiðurs í tilefni sjötugsafmælis hennar og tuttugu og tvær konur skrifa í bókina um hin fjölþætt- ustu efni, sem að vísu og eðli bókarinnar samkvæmt tengjast kvennabaráttu af öllu tagi. Auk þess er í bókinni birt skrá yfir áskrifendur bókarinnar, allítar- legt viðtal við Önnu og síðast er ritaskrá. Þó svo að kaflarnir séu ærið sundurleitir er þó ugglaust feng- ur að þeim flestum. Þeir eru misjafnlega læsilegir og fer sömuleiðis eftir áhugasviði hvers og eins: vonandi eru konur ekki svo steyptar í sama mót að öllum þyki allt jafn gott sem er í þessari bók. En þarna skrifar Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir til dæmis kaflann Vinnukona, lif- andi og góða mynd af kjörum „vinnukonu“:stéttarinnar á ár- um áður og í næsta kafla skrifar Elsa Guðjónsson vísindalega um íslenzka þrenningarklæðið í Hollandi. Talað er um í kafla Elsu Vilmundardóttur hversu mjög hafi þótt tíðindum sæta er konur hófu að hasla sér völl í raungreinum og er það fróðleg lesning, en þar skýtur raunar upp í einni setningu gamla Anna Sigurðardóttir Bókmenntlr eftir JÓHÖNNU KRIST JÓNSDÓTTU R kvennakompleksinum er höfund- ur segir. „Það vekur nokkra furðu manna fyrst í stað að kvenmaðurinn í hópnum skuli vera þar í hlutverki jarðfræð- ings, en ekki ráðskonu, en vinnu- félagar mínir, bormennirnir, taka mig strax í sátt og er ég þeim að eilífu þakklát fyrir“ (Letur br. mín). Kafli Gerðar Steinþórsdóttur gæti fullvel ver- ið skrifaður að morgni 25. októ- ber 1975, hann nær svo vel að lýsa stemmningu kvennafrídags- ins daginn áður, og síðan kemur allþurrlegur kafli Guðrúnar Er- lendsdóttur um jafnréttismál og þó sérstaklega jafnréttislögin — og mikið hlýtur Guðrún að vera orðin leið á að skrifa um þetta efni. Silja Aðalsteinsdóttir á kaflann M merkir mey, sem er góð og hefur þar verulega mikið á móti að konur séu lítillækkað- ar að því er virðist í léttum afþreyingartextum. Stundum finnst mér nú viðkvæmnin of mikil. Helga Kress skrifar Mjök mun þér samstaft þykkja og 8'allar þar einkum uih Guðrúnu svífursdóttur og setur fram þá kenningu að Laxdæla sé ein af fáum Islendingasögum, þar sem konur skipti einhverju máli að ráði. Þó er hún ekki öldungis ánægð því að henni finnst samt Guðrún ekki vera aðalpersónan, karlmenn þurfa að flækjast inn á milli og stríða og vesenast. Samt gæti Laxdæla verið skrifuð af konu að sögn Helgu og má auðvitað þakka fyrir það. Mér er samt spurn, því skyldu höfund- ar, hvort sem er Islendinga- sagna, nútimasagna eða fram- tiðarsagna bara hafa konur eða karla sem persónur í sögum? Er ekki — jafnvel þótt við viljum jafnrétti — hægt að una við að karlmenn fái að fljóta með stöku sinnum? Þótt ég sé langt frá dús við ýmislegt það sem kemur fram í þessum kafla Helgu finnst mér hann samt mjög læsilegur og einhver sá frjóasti í bókinni og er þá ekki á aðra höfunda hallað, því að allir hafa þeir sér til ágætis nokkuð, þótt það sé alloft langt mál að fara um þá alla orðum. En þessi bók er jákvæður viðburður, fjöl- breytni hennar í senn kostur og galli, kannski meiri kostur þó þegar allt kemur til alls. Erlendar bækur: „I glimt“ ný bók eftir Chr. Kampmann - skyldi nú naflaskoðuninni lokið? Danski rithöfundurinn Christi- an Kampmann gerir það ekki endasleppt: hann hefur nýverið sent frá sér þriðja bindið í sjálfsævisögu sinni og var ekki vonum seinna, því að maðurinn er liðlega fertugur. Christian Kamp- mann hefur skrifað allmargar bækur síðustu fimmtán árin, al- mennasta viðurkenningu hlaut hann fyrir fjórbókina Visse Hen- syn, Faste Forhold, Rene linjer og Andre Maader og var þetta hið merkasta verk og ég hef áður getið þess að nokkru. Síðan tók við ævisagan Fornemmelser, Videre- trods alt og nú hin síðasta (von- andi) I glimt. Þessar bækur þrjár eiga það sammerkt, eins og fram kom raunar í umsögn um Videre- trods alt, að þær eru uppgjör við hann sjálfan og umhverfið: hann er hommi og það er alveg bráð- nauðsynlegt að auka skilning manna á sálarlífi og líkamsstarf- semi kynvillinga af báðum kynj- um. Aðallega snýst frásögnin náttúrulega um hann sjálfan. I Videre-trods alt var Kampmann svo langt kominn í naflaskoðun- inni, að hann hafði viðurkennt þetta fyrir sjálfum sér og var byrjaður að láta umhverfið vita líka. Hann og kona hans ákváðu að skilja og hann fór ekki lengur í algerar felur með samband sitt við Börge nokkurn ástmann sinn. Síð- an heldur Kampmann áfram i þessari bók. Hann hefur nú tekið upp samband við Jesper, sem hann er yfirmáta ástfanginn af, það gengur á ýmsu, því að Jesper er doltið hlédrægur og ekki eins náttúrumikill framan af og Kampmann. Það er auðvitað ansi slæmt. En þetta lagast þó. Sagt er frá fjöldafundum danskra homma hér og hvar, þar sitja þeir saman í kös, reykja hass og ræða enda- laust um sjálfa sig og afstöðu og fordóma sem þeir mæta hjá með- bræðrum sínum. Samband Kamp- manns við konu sína og börn er eitthvað farið að losna á saumun- um, en hann hittir þau öðru hverju og einnig koma við sögu foreldrar hans og jafnvel amma hans. Meðan Kampmann er að ganga í gegnum eldskírnina: viðurkenna náttúru sína er hann bersýnilega að vinna að síðustu eða næst síðustu fjórbókinni. Fjarska lítið er farið út í að lýsa þeirri glímu hans, allt snýst um að ræða við aðra homma hvernig sé að vera hommi eða eins og sumir hommar, tvítóla, gefnir fyrir bæði kynin. Það eru hins vegar hálfgerðir plathommar í augum þeirra sem eru alvöruhommar. Enda þótt Christian Kamp- mann sé fjarska hrifinn af Jesper aftrar það honum ekki frá því að verða alltaf öðru hverju skotinn í öðrum og hafa svona skyndisam- bönd við þá. Niðurstaða mín er sú sama og eftir Videre-trods alt, að Kampmann virðist haldinn ein- hverri yfirnáttúrulegri náttúru til karla. Ég veit ekki hvort allir hommar eru svona hressir og sprækir hvað það snertir, en það er gefið í skyn, að minnsta kosti Christian Kampmann i Roman • Gyldendal eru áhugasvið þessara manna að mestu bundin því afmarkaða máli sem það er að vera með eftir öllum kúnstarinnar reglum. Christian Kampmann er án efa einhver ritfærastur höfunda í Danmörku um þessar mundir, hann skrifar fallegt mál og skýrt og á mjög auðvelt með að setja fram hugsanir sínar þess vegna umfram annað heldur bók á borð við I glimt áhuga, þó að efnið sé fjarska leiðigjarnt tiil lengdar, ekki sízt vegna þess að það er of einstaklingsbundið eins og hann tekur það fyrir og gefur ekki neina heildarsýn af kynvillu og kynvill- ing. Að slíku hefði verið fengur, því að víst eru fordómar umhverf- is gagnvart öllu því sem er utan munstursins. Þess vegna missir bókin marks sem slík. En stendur fyrir sínu, á því einu hvað Christi- an Kampmann er tæknilega séð frábær höfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.