Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 SJÓNVARP & ÚTVARP ] ANNAR í JÓLUM Jólaleikrit útvarpsins: ,JSjóleiðin til Bagdad“ ANNAN jóladag. 26. desember kl. 20.15 verður flutt i hljóðvarpi leikritið „Sjóleiðin til Bagdad" eftir Jökul Jakohsson. Leikstjóri er Svcinn Einarsson og flytur hann jafnframt formála að lcikn- um. Með helstu hlutverk fara Jóhanna Norðfjörð. Iljalti Rögn- valdsson. Kristín Bjarnadóttir og Sigmundur Örn Arngrímsson. Flutningur leiksins tekur 100 mínútur. Tæknimaður: Friðrik Stefánsson. Leikurinn segir frá fólki, sem Jökull Jakobsson flest á það sammerkt að vera að flýja eitthvað. En það notar ólíkar aðferðir við að breiða yfir raun- veruleikann. Signý, Eiríkur og Halldór, sem fór í siglingar og flakk 19 ára gamall, eru burðarás- ar verksins. Þó má segja, að það sé innri barátta Signýjar, konu Ei- ríks, sem leikurinn fjallar um. Maður hennar fyrirlítur hvers- dagslega vinnu. Halldór er skáld- ið, sem sér hlutina í víðara samhengi, og Signý sveiflast á milli þeirra. » Jökull Jakobsson fæddist árið 1933 í Neskaupstað. Hann dvaldi með foreldrum sínum í Kanada árin 1935—40, en flutti þá heim. Tók stúdentspróf í Reykjavík. Stundaði síðar háskólanám í Vín- arborg, Lundúnum og Reykjavík. Jökull var um skeið blaðamaður við „Tímann" og ritstjóri „Vikunn- ar“, en starfaði sem útvarpsmaður um árabil. Hann lést 1978. Jökull sendi frá sér skáldsögur og eitt smásagnasafn, auk leikritanna, sem eru langsamlega mest að vöxtum. Fyrsta leikrit hans sem flutt var í útvarpi var „Aðalfund- ur í Jólasveinafélaginu" 1962, en mörg hafa verið flutt þar síðan. Annars hafa leikrit Jökuls verið sýnd bæði hjá Leikfélagi Reykja- víkur og Þjóðleikhúsinu. Leikfé- lagið frumsýndi „Sjóleiðina til Bagdad" í október 1965. Morðið í Austurlandahraðlestinni Kl. 21.35 á annan í jólum verður sýnd bresk bíómynd frá árinu 1974, Morðið í Austurlandahraðlestinni (Murder on the Orient Express), byggð á einni af frægustu sakamálasögu Agöthu Christie. í myndinni er þessi sögufræga lest á leiðinni frá Istanbul í Tyrklandi til Calais í Frakklandi og eiga sumir farþeganna örlagaríka ferð fyrir höndum. Leikstjóri er Sidney Lumet. Aðalhlutverk leika Albert Finney, Ingrid Bergman, Lauren Bacall, Wendy Hiller, Sean Connery, Vanessa Redgrave, Michael York, Martin Balsam, Jaqueline Bisset, John Gielgud, Anthony Perkins og Jean-Pierre Cassel. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. ÞRIÐJI í JÓLUM Á dagskrá sjónvarps kl. 21.00 á þriðja degi jóla, laugardegi, bregða Prúðu leikararnir á leik og nefnist þátturinn að þessu sinni „í jólaskapi". Þetta er sjálfstæð mynd um Prúðu leikarana, 50 mínútna löng, og gestur þeirra er söngvarinn John Denver. Hann tekur lagið og í þættinum skiptast á gaman og alvara. Prúðu leikararnir og skyldulið þeirra sýna á sér ýmsar nýjar hliðar. Þýðandi er Þrándur Thoroddsen. Á dagskrá sjónvarps þriðja jóladag kl. 21.55 er bandarísk bíómynd, Hver er hræddur við Virginíu Wolf? frá árinu 1966, byggð á samnefndu leikriti Edwards Albees, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Leikstjóri er Mike Nichols. Leikendur eru Richard Burton, Elizabeth Taylor, George Segal og Sandy Dennis. Myndin fjallar um miðaldra prófessor, George, og konu hans, Mörthu, sem eru að koma heim úr samkvæmi síðla kvölds. Nokkru síðar ber ung hjón að garði hjá þeim. Þau höfðu þegið boð prófessorshjónanna um að koma við og taka nokkur glös. Þótt allt sé með felldu á ytra borði hjá Möthu og George, líður þeim hvergi nærri nógu vel. Þau eru haldin sjálfseyðileggingarhvöt og gera hvað þau geta til að særa hvort annað, hvenær sem tækifæri gefst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.